Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta sem fólki dettur í hugþegar það hugsar til hinssérlundaða listamannsWoodys Allens – fyrir utandæmalausar flækjur í einkalífinu sem hér verða látnar liggja milli hluta af tillitssemi við les- endur – er væntanlega borgin sem aldrei sefur, Stóra eplið, Nýja-Jór- vík; eða bara New York eins og hún heitir og við köllum jafnan. Hún er heimaborg Allens, eins ástkær hon- um og Keflavík Rúnari Júlíussyni, og þar hefur Allen gert og sviðsett nær allar sínar kvikmyndir – sem eru nú orðnar 35 talsins. Það sætir því talsverðum tíðindum að hann hafi skuli hafa gert sína nýj- ustu mynd, Match Point, og vinni nú að þeirri næstu, sem enn hefur ekki hlotið nafn, í Lundúnum. Skýringin liggur ekki í því að á efri árum hafi hann talið sig þurfa á tilbreytingu að halda. Nei, skýringin er einfaldlega sú að í heimalandi hans fyrirfinnast ekki lengur fjársterkir aðilar sem trú hafa á listsköpun eins af sínum dáð- ustu og virtustu kvikmyndagerðar- mönnum. Þeir voru reyndar nokkrir í Hollywood sem vildu púkka upp á sinn mann, en þó ekki með öðrum hætti en gengur og gerist þar í borg núorðið, þ.e. því skilyrði háð að fá að hafa puttana í handrits- og kvik- myndagerðinni og ráða lokaútgáf- unni. Sem er nokkuð sem Allen hefur og mun aldrei sætta sig við. Morðgáta Karlinn neyddist því til að leita út fyrir landsteinana að fjármagni. Fann það svo í Bretlandi, hjá BBC og öðrum sönnum kvikmyndaunnend- um, sem björguðu ferli hans og sál- arró okkar sem vitum fátt betra en góða og innihaldsríka mynd eftir þann sem færði okkur meistaraverk á borð við Annie Hall, Manhattan, Zelig, The Purple Rose of Cairo, Broadway Danny Rose, Crimes and Misdemeanors, Hannah and Her Sisters, Husbands and Wifes, Bullets Over Broadway og Sweet and Low- down. Hver veit nema næsta mynd hans bætist í þann hóp? Og hversu sorglegt yrði það þá ef enginn fengist til að gera honum kleift að skapa slíkt listaverk. Bara vegna þess að þau henta síður til sýningar í verslunar- miðstöðvum og það þykir ekki beint vænlegt að láta fylgja með barnabox- um litla karla með spangargleraugu og munnræpu. Verður þessi sérkennilega aðstaða sem hann hefur komið sér í, einn af merkilegustu kvikmyndagerðar- mönnum sögunnar, ennþá sérkenni- legri eftir að hafa upplifað myndina Match Point, þá fyrstu sem hann ger- ir og staðsetur alfarið utan New York. Hún fer nefnilega hæglega í flokk með hans betri myndum, í öllu falli síðustu árin. Karlinn rær líka á svolítið frábrugðin mið; taugaveikl- unin er minni og viðfangsefnið er ekki sjálfskapaðar sálarflækjur mið- aldra karlmanns í að manni virðist tilefnislítilli tilvistarkreppu. Nei, Match Point er gamaldags morðgáta af breska skólanum, þar sem reyndar spila stóra rullu gömul eftirlætisvið- fangsefni Allens eins og ástir, af- brýði, iðrun og sektarkennd – svíð- andi sektarkennd. Frakkar hafa alltaf verið Woody Allen góðir og staðið með honum í gegnum sætt og súrt – kannski ein- mitt vegna þess að landar hans eiga svo erfitt með að sætta sig við hann – og því hefur hann alltaf átt sér griða- stað í Cannes. Þangað fór hann þó ekki fyrsta sinn fyrr en árið 2003, til að kynna hina alvondu Hollywood Ending. Aftur var hann mættur í fyrra, nú með Match Point. Þótt myndin hafi verið sýnd utan keppn- innar batt maður meiri vonir við hana, einfaldlega vegna þess að sag- an sagði að hann hafnaði því alltaf að myndir hans tækju þátt í keppni, ein- faldlega á þeim réttmæta grundvelli að hann teldi að ekki væri hægt að keppa í listum. Og sú tiltrú reyndist réttmæt. Myndin er sem fyrr segir í hópi með þeim sterkari sem hann hefur gert síðustu árin – þótt ekki sé hún gallalaus vel að merkja – og hef- ur myndin enda almennt fengið mjög góða dóma erlendra gagnrýnenda. Þokkafull Eitt af því sem gagnrýnendur hafa rætt um er að Match Point sé trúlega hans þokkafyllsta í langan tíma og var sú fullyrðing borin undir hann á blaðamannafundi sem haldinn var í Cannes eftir heimsopinberun mynd- arinnar og hann spurður hvort hinir ungu og myndarlegu aðalleikarar; Jonathan Rhys-Meyer og Scarlett Johansson, hefðu haft slík áhrif á hann. „Handritið var bara svona,“ segir Allen hikandi og kallar að sjálfsögðu fram hlátur í salnum. „Það er kynlíf og ofbeldi í myndinni en efnistökin eru mjög hófstillt og settleg. Það eru nær engar kynlífssenur í myndinni en ýmislegt gefið í skyn og ástríðan ólgar undir niðri enda sumpartinn örlagavaldur myndarinnar, forsenda atburðarásarinnar. Hún kann því að vera þokkafull miðað við aðrar mynd- ir mínar en almennt held ég að hún sé ekkert sérlega þokkafull.“ Allen er frægur fyrir að taka ást- fóstri við leikkonur sínar, reyndar svo miklu ástfóstri að hann hefur átt í ástarsambandi við ófáar þeirra, lengst þó með Diane Keaton og Miu Farrow. Svo virðist sem hin tvítuga Scarlett Johansson sé sú nýjasta sem er í uppáhaldi hjá karlinum því hann hefur fengið hana til að fara með að- alhlutverkið í næstu mynd sinni og hælir henni á hvert reipi fyrir frammistöðu hennar í Match Point. „Ég er hæstánægð með að fá tæki- færi til að vinna með honum aftur. Veit samt ekki hvort ég sé eitthvert ástfóstur hans,“ segir Johansson og horfir á Allen, sem virðist hreinlega ekki vera með á nótunum, horfir tóm- um augum til baka á hana og út í sal- inn og segir svo: „Þið verðið að af- saka. Heyrnin er farin að gefa sig. Ég heyri bara það sem ég legg mig eftir að heyra. Sem er fátt nú orðið, er ég hræddur um.“ Og karlinn kímir. Kaldhæðni En öðruvísi en oft áður, sérstak- lega nú upp á síðkastið, bjóðast fá til- efni til að kíma yfir nýjustu mynd Al- lens, Match Point. Hér er enginn farsi á ferð, engin léttúðug og spaugi- leg millistéttarrómantík, heldur sver hún sig meira í ætt við þær sem hann gerði á „alvarlega“ skeiðinu, á 9. ára- tug síðustu aldar, einkum þó hina mögnuðu Crimes and Misdemea- nors. Þannig er að viðfangsefnin eru áþekk mjög. Enn og aftur fæst Allen við sektarkenndina og það með sínu einstaka kaldhæðnislega nefi, eða öllu heldur gleraugum. En hvað hefur Allen um samlík- inguna við Crimes and Misdemea- nors að segja? „Sjálfur tel ég þær ansi ólíkar. Þessi mynd er um heppni, metnað og ástríðu en Crimes and Misdemea- nors er trúarlegra eðlis, helmingur- inn kómískur um sjónvarpið og að láta kaupa sig. En svo má vel vera að ég standi of nærri verkum mínum til að koma auga á hversu áþekk þau eru.“ En hvað er það sem heillar hann við þetta sígilda viðfangsefni heims- bókmenntanna; hvað er það sem heillar hann við „hinn fullkomna glæp“, glæp án refsingar? Eru þetta hugsanlega kaldhæðnisleg skilaboð frá honum um dómskerfi samtímans? „Ég hef aldrei áttað mig almenni- lega á því hvers vegna ég er alltaf sagður kaldhæðinn. Sjálfum finnst mér ég ekkert kaldhæðinn. Kald- hæðni er lítið annað en önnur staf- setning á raunveruleikanum. En ég hef sterkar skoðanir á þessu við- fangsefni og líkt og svo mörgum öðr- um þykir mér vera óskaplega mikið óréttlæti í heiminum í dag. Hvert sem litið er eru framdir glæpir – til- finningaglæpir, líkamlegir glæpir, al- þjóðlegir glæpir og stjórnmálaglæpir – sem fólk kemst upp með án refs- ingar og í ofanálag fyrir rífleg verð- laun.“ Allen segist hafa verið innblásinn af bókmenntum 19. aldar þegar hann skrifaði söguna, einkum rússneskum bókmenntum á við verk Dostójevsk- ís. Hann segir það tímabil lengi hafa verið í metum hjá sér. Þess vegna megi sjá titilpersónuna lesa Glæp og refsingu í myndinni; það hafi bæði verið hugsað sem virðingarvottur en einnig til að varpa betra ljósi á per- sónuna, ungan metnaðarfullan og yf- irborðskenndan mann sem leggur allt upp úr ytra atgervi, fasi, fram- komu og tilbúnum menntuðum per- sónuleika. Fyrir utan hina augljósu kaldhæðnislegu vísbendingu í fléttu myndarinnar. Ófáir blaðamenn og Kvikmyndir | Woody Allen gerði sína nýjustu kvikmynd Match Point fjarri heimahögum Amerískur sér- vitringur í London Woody Allen er búinn að söðla um. Þessi sérvitri gam- alreyndi kvikmyndagerðarmaður sem helst hefur viljað gera myndir sínar í dyragættinni á heimili sínu í Manhatt- an-hverfi í New York er nú farinn að gera myndir í Eng- landi. Skarphéðinn Guðmundsson komst að því á blaða- mannafundi með karlinum að það var hreint ekki vegna aukinnar víðsýni heldur miklu fremur af illri nauðsyn. Woody Allen segir leikkonunni Scarlett Johansson til.Ástir á akrinum. Scarlett Johansson og Jonathan Rhys-Meyers . John Rhys-Meyers sem ungi Írinn, Chris Wilton, og Scarlett Johansson sem Nola Rice, leikkona með framavonir, sem einnig er utangarðs í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.