Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Íslenskir hönnuðir láta til síntaka víða um heim um þessarmundir og var til dæmisfjallað um Stockholm Fair ísíðasta sunnudagsblaði þar sem íslenskir hönnuðir tóku þátt. Fleiri hafa gert víðreist í vetur og fór hópur ungra hönnuða til Tókýó og til Seoul með áhugaverða sýningu þar sem unnið var út frá hval. Þau sóttu um að fá að sýna með breska hönnunarvettvangnum Designers Block sem setur upp sýningar víða um heim og fá alltaf talsverða at- hygli fyrir að vera með það fersk- asta sem er að gerast hverju sinni. Hönnunarhópurinn GroupG saman- stendur af 11 vöruhönnuðum sem munu útskrifast frá Listaháskólan- um nú í vor. Þau hafa haldið sýn- ingar saman allt frá því þau innrit- uðust í skólann og má þar nefna til dæmis sýningu á ljósum sem þau sýndu í sölum Klink og Bank sem var og hét og einnig tóku þau þátt í íslensku hönnunardögunum sem haldnir voru í nóvember síðastliðn- um. Ég hitti tvö úr hópnum þau Magneu Guðrúnu Gunnarsdóttur og Stefán Pétur Sólveigarson til að for- vitnast um þennan hóp og ferðalagið til Tókýó og Seoul Að nýta auðllindina Hópurinn vann verkefnið í skól- anum og fékk fullkomlega frjálsar hendur við val á viðfangsefni sem átti að enda á Stockholm Fair sýn- ingunni. „Þetta er held ég í fyrsta skipti sem skólinn leyfir hóp að ákveða allt sjálf. Við bjuggum til áfangann og ákváðum svo sjálf hvað við myndum gera í áfanganum og eftir eina helgi uppí sveit var ákveð- ið að vinna með hval sem upphafs- punkt,“ segir Stefán. „Sú hugmynd spratt útfrá því hversu vel forfeður okkar nýttu sér auðlindir landsins, til dæmis var sauðkindin nýtt til fullnustu, bæði til matar og nytja- hluta. Hvalurinn varð fyrir valinu þar sem hann mundi vekja sterk við- brögð áhorfandans, því hann er nú þegar umdeildur en ef hvalurinn er veiddur á annað borð ættum við þá ekki að nýta hann betur? Þetta átti ekki endilega að vera hápólitískt eða vekja einhver sterk viðbrögð,“ segir Stefán, heldur frekar að snúast um það hvernig hvert land ætti að finna sína auðlind og sýna skepnunni virð- ingu. Hópurinn skipti á milli sín rann- sóknarvinnunni og tók til dæmis fyr- ir hvernig hvalirnir voru betur nýtt- ir í gamla daga þegar hvalbeinin voru í rauninni eins og plastefni nú- tímans og til dæmis voru skíðin not- uð í svokallaðar krínólínur undir pils kvenna. „Fólk var að skera hluti út úr tönnunum og skíðin voru til dæm- is líka notuð í net á tennisspaða,“ segir Magnea. „Svo þegar menn uppgötva lýsið og hvað það er gott efni til lýsingar voru hvalirnir drepnir og bræddir nánast í heilu lagi.“ Hvalurinn var skoðaður útfrá líf- fræðilegum, pólitískum og söguleg- um, sjónarhornum og fékk skólinn til sín fyrirlesara sem fræddu hóp- inn á öllum sviðum. „Við fórum í gegnum mikla rann- sóknarvinnu á hvalnum og því hvort ætti að veiða þá eða ekki og töluðum við aðila úr báðum áttum,“ segir Magnea. Útkoman varð síðan í raun inn- setning af hlutum sem gerðir voru úr beinum, kjöti og hljóðum hvals- ins. Öll skynfæri mannsins fengu eitthvað við sitt hæfi. Þau unnu með beinin til dæmis á þann hátt að skera niður þunnar flögur og setja lýsingu á bakvið þannig að munstrið í beininu kom fram. „Hvalir nota einskonar staðsetningarhljóð eða hljóðbylgjur til að skynja umhverfi sitt og það má segja að þeir heyri þrívítt og þau hljóð voru einnig not- uð í verkinu. Þessi hljóð látum við koma úr hátölurum sem við gerðum úr innri eyra hvalsins. Einnig gerð- um við tilraunir með nýjar fram- leiðsluaðferðir á hvalkjöti sem end- aði ekki á sýnigunni úti en við settum til dæmis hrátt hvalkjöt inní radísur og gerðum fleiri óhefð- bundnar samsetningar sem voru mjög góðar,“ segja þau. Sýndu í Tókýó og Seoul Þau sóttu um að fá að sýna með Designers Block í Tókýó og eftir að þeir höfðu séð myndirnar frá þeim af verkefninu buðu þeir hópnum að sýna líka með sér í Seoul. Þá hafði hópurinn þegar fengið inni á Stock- holm Fair sýningunni en gat ekki tekið þátt allsstaðar og varð því að velja og hafna. Valið var víst ekki erfitt enda mikið ævintýri að ferðast til Tókýó og Seoul og mikil lífs- reynsla. „Þetta er eitt af því besta sem komið hefur fyrir mig að fá mögu- leika á að halda þessa sýningu, fara út í þrjár vikur og halda tvær sýn- ingar sem var mjög erfitt en mjög lærdómsríkt því þó að við ynnum þetta sem hópur er svo gríðarleg skipulagning í kringum þetta,“ segir Stefán. „Skólinn var mjög jákvæður og sá hversu mikilvægt tækifæri þetta var fyrir okkur sem hönnuði, fjárhags- lega gat hann samt ekki hjálpað okkur og urðum við því að stóla á ut- anaðkomandi styrki. Það gekk mjög vel og við náðum að safna fyrir stórum hluta verkefnisins og viljum við koma á framfæri miklu þakklæti til styrktaraðilanna,“ segir Magnea. Sálir 30 hvala í kössum Aðspurð hvort þau hafi rekist á einhverja veggi í sambandi við þá staðreynd að hvalveiðar eru ekki vinsælar víða um heim, nefna þau að aðalhöfuðverkurinn hafi einmitt ver- ið sá að ólöglegt er að að flytja hvalaafurðir á milli landa nema með tilskildum leyfum útaf alþjóðlegu hvalveiðibanni. Á síðustu stundu var tvísýnt um hvort flutningsleyfin fengjust þar sem það ferli tekur vanalega mánuði ekki daga eins og þau höfðu til stefnu. „Sendiráðið í Tókýó hjálpaði okkur mikið og eins Hafrannsóknarstofan, Fiskistofa og sjávarútvegsráðuneytið hér heima til að ná þessu á mettíma,“ segja þau. En fengu þau einhver viðbrögð hvalfriðunarsinna? „Við vorum nú hálfpartinn að vonast eftir einhverj- um þannig viðbrögðum og bjugg- Hvalreki hönnunarnema Í hlutarins eðli | Íslenskir hönnuðir koma víða við. Hópur ungra íslenskra hönnuða fór í vetur til Asíu með sýningu þar sem hval- ur var uppspretta hug- mynda og efniviður. Ragn- heiður Tryggvadóttir skrifar um sýningar hönnunar- hópsins GroupG. Frá sýningarsvæðinu í Tókýó en hönnuðirnir sem tóku þátt í sýningunni hjá Designers Block fengu hver sinn gám til að sýna í. Björg Ólafsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir, Ólafía Guðný Erlendsdóttir, Ólafur Freyr Halldórsson, Róshildur Jónsdóttir, Snæbjörn Þór Stef- ánsson, Stefán Pétur Sólveigarson, Sverrir Ásgeirsson og Árni Grétarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.