Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 33 SAMTÖK um betri byggð skora á frambjóð- endur í efsta sæti framboðslista VG fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor að gera grein fyrir stefnu sinni varðandi skipulag og uppbyggingu á Vatnsmýrarsvæðinu og nefna það ár, sem Reykjavíkurflugvöllur á í síðasta lagi að víkja fyrir byggð. „Frambjóðendurnir tveir hafa hingað til látið nægja að segja að ekki sé spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Slíkt orðalag segir þó nákvæmlega ekki neitt, enda til þess fallið að halda öllum möguleikum opnum svo tryggja megi pólitíska hagsmuni flokks og frambjóðenda, á kostnað borgarsam- félagsins. Samtök um betri byggð telja að það sé engum stjórnmálaflokki sæmandi að ætla bæði að þókn- ast þeim sem eru hlynntir og andvígir flugvelli í Vatnsmýri. Samtökin telja að ótvíræð stefna allra frambjóðenda í þessu mikilvægasta hags- munamáli Reykvíkinga verði að liggja ljós fyrir áður en kjósendur ganga að kjörborðinu í vor. Í tilefni af loðnum ummælum oddvitanna tveggja telja Samtök um betri byggð óhjá- kvæmilegt að ítreka enn og aftur að Vatnsmýr- armálið er í raun tvö ólík og aðskilin mál. Annars vegar er um að ræða mikilvægasta skipulagsmál Reykvíkinga fyrr og síðar, skipu- lag og bygging nýs borgarhluta í Vatnsmýri, sem gefur þjóðarbúinu amk. 200 milljarða kr. í aðra hönd. Samtökin benda á að það er laga- legur og siðferðilegur grundvallarréttur Reyk- víkinga að skipuleggja sjálfir allt land innan borgarmarka sinna og með sama hætti er það óvéfengjanlegt hlutverk og skylda kjörinna borgarfulltrúa að gera slíkt skipulag í samráði við kjósendur sína og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hins vegar er um að ræða mikilvægt sam- göngumál allra landsmanna. Það er ótvírætt hlutverk og skylda fagráðuneytis samgöngumála og fagstofnunar þess á sviði flugmála að finna nýjan stað á Suðvesturlandi fyrir miðstöð innan- landsflugsins, sem tryggir hagsmuni flugfarþega og flugrekenda til frambúðar, í fullri sátt við umhverfi og samfélag. Auðvelt er fyrir ríkið að fjármagna slíka miðstöð þó hún geti kostað allt að 10 milljarða kr., vegna þess að söluandvirði ríkislóðanna, sem nú liggja verðlausar undir flugbrautunum í Vatnsmýri er amk. 30 millj- arðar kr.“ Betri byggð krefst svara frá VG um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni FRAMBOÐSLISTI Samfylkingar- innar við bæjarstjórnarkosningarn- ar á Akureyri hefur sent frá sér ályktun þar sem það er harmað að menntamálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins standi í vegi fyrir því að starfsemi Háskólans á Akureyri verði tryggð til framtíðar og að hann fái að vaxa og þróast í takt við þarfir samfélagsins. „Staðsetning skólans hefur orðið til þess að auðvelda aðgengi fjölda fólks að menntun um leið og upp- bygging hans og rekstur hefur skap- að mörgum atvinnu sem ella hefðu þurft að leita hennar á suðvestur- horninu. Mikilvægi skólans liggur þó fyrst og fremst í því að með starf- semi sinni leggur hann grunn að ný- sköpun atvinnulífs á landsbyggðinni almennt og Akureyri og Eyjafjarð- arsvæðinu sérstaklega. Krafa allra þeirra sem átta sig á mikilvægi Háskólans hlýtur þess vegna að vera að stjórnvöld bregðist þegar í stað við og fjárveitingar verði leiðréttar þannig að skólinn geti áfram sinnt því mikilvæga hlutverki sem hann hefur fyrir íslenskt sam- félag.“ HA geti áfram sinnt hlut- verki sínu STJÓRN samtaka auglýsenda (SAU) ítrekar fyrri ályktanir sínar um að Ríkisútvarpið (RÚV) verði áfram á auglýsingamarkaði. „Hverfi RÚV af þeim markaði bendir flest til þess að auglýsinga- kostnaður muni hækka, með þeim afleiðingum að aðgengi auglýsenda að markaði þrengist með hækkandi markaðskostnaði og óvirkari sam- keppni. Til lengri tíma litið stuðlar fákeppni á auglýsingamarkaði þann- ig að hækkandi verðlagi á vörum og þjónustu til almennings,“ segir í ályktuninni. RÚV verði áfram á auglýsinga- markaði ♦♦♦ ALCAN á Íslandi hefur hefur hleypt af stokkunum verkefni sem ætlað er að auka stærðfræðiáhuga tæplega 11 þúsund barna sem fædd eru á árunum 1997, 1998 og 1999. Hefur foreldrum/forráða- mönnum þeirra verið sent bréf og boðið að börnin taki þátt í stærð- fræðileik undir yfirskriftinni Stærðfræðisnillingarnir. Leikurinn felst í því að börnin leysa nokkrar stærðfræðiþrautir á heimasíðu fyrirtækisins www.alc- an.is en þær eru unnar upp úr kennsluefni, bæði bókum og marg- miðlunarefni, þar sem grunnatriði stærðfræðinnar eru klædd í skemmtilegan búning til að vekja áhuga á viðfangsefninu. Foreldr- um er heimilt að leiðbeina börn- unum eins og um hvert annað heimanám væri að ræða. Öll börn sem taka þátt fá senda gjöf í við- urkenningarskyni fyrir þátttök- una, en að auki fá 500 heppnir þátttakendur sendan margmiðlun- ardiskinn Tívolí tölur frá www.kennsluforrit.is Nöfn þeirra verða dregin úr réttum innsendum lausnum 17. mars og því þurfa svör að hafa borist fyrir þann tíma, segir í fréttatilkynningu. Alcan með stærð- fræðiþraut ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.