Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 61 MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar og bróður, GYLFA GÍSLASONAR teiknara og myndlistarmanns. Margrét Þóra Gylfadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Unnur Kristbjörg Gylfadóttir, Freyja Gylfadóttir, Þorkell Snorri Gylfason, Kristín Eiríka Gísladóttir og fjölskyldur. Útför eiginmanns míns, ÁRNA JÓNSSONAR, sem lést sunnudaginn 19. þessa mánaðar, verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 27. febrúar og hefst athöfnin kl. 11.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sólveig Eggerz Pétursdóttir. Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, HALLA MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR, Hrísmóum 13, Garðabæ, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi fimm- tudaginn 23. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Elín Þórðardóttir, Ásgeir Þór Ingason, Unnar Freyr Ásgeirsson, Halla Sigríður Þorvaldsdóttir, Þórður Haraldsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Ingi S. Guðmundsson, og aðrir aðstandendur. Ég vil með nokkr- um orðum minnast frænda míns og vinar, Sigurgeirs Jónssonar, Geira í Engi- dal, sem nú er látinn. Ég er þakk- látur fyrir góð kynni bæði við hann og fjölskyldu hans. Þótt ég hafi komið oft í Engidal á barns- og unglingsárum þá var það fyrst þeg- ar ég flutti vestur 1975 að regluleg samskipti urðu okkar á milli. Það urðu snemma föst haustverk að mæta og smala í Engidal með Geira og síðan með Steina. Þó svo að Geiri væri hættur búskap og bróð- ursonur hans tekin við þá vantaði Geira aldrei við smalamennskur né í réttina, nú síðast í haust var hann á sínum stað þó svo að hann væri þá á leið suður í aðgerð vegna veik- inda sem síðan áttu sinn þátt í að leggja hann af velli. Í gegnum tíð- ina hef ég átt mjög góð samskipti við Geira, bæði í starfi sem í frí- tíma, og er ég mjög þakklátur fyrir þá samferð. Geiri var góður bóndi og félagsmaður, sat í gegnum tíðina SIGURGEIR M. JÓNSSON ✝ Sigurgeir Magn-ús Sveinn Jóns- son fæddist í Efri- Engidal 8. desem- ber 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísa- fjarðar sunnudag- inn 5. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 11. febrúar. í stjórnum margra fé- laga og nefnda í land- búnaði og átti ég sam- skipti við hann oft á þeim vettvangi og var alltaf gott að starfa með Geira. Í öllu starfi Geira sem bónda varð maður var við að velferð dýranna stóð honum nærri, natni og snyrti- mennska var ætíð í fyrirrúmi og sást það á afurðum búsins sem oftast voru vel yfir meðallagi. Nú þegar við kveðjum þennan aldna heiðursmann er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina í gegnum árin. Það að ná að hitta hann á andlátsdaginn og ræða við hann, sjá hvað hann tók því sem að höndum bar með miklu æðruleysi og heyra að honum liði nokkuð vel og væri tilbúinn, léttir þessa stund. En ég veit að smalamennskan að ári sem og stundin í réttinni verður ekki sú sama. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Fjölskyldu Geira vottum við hjónin okkar innilegustu samúð. Sigurður Jarlsson. Fyrirmyndarbýlið í heiðinni, sagði Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi. Þar brá hann upp mynd af Grafardalsheimilinu eins og það kom honum fyrir sjónir um miðja næst liðna öld. Þeir bræður, Jón og Þor- steinn og eiginkonur þeirra, Salvör og Jónasína, fluttu að Grafardal 1930. Því var betur að næstu þrír áratugir reyndust góðæri. Með ómældri vinnusemi og atorku end- urreistu þau og juku allan húsakost býlisins og ræktuðu véltæk tún. Bjuggu af slíkri snyrtimennsku, á allan hátt, að eftir var tekið. Þarna ólust þau upp í frændsystkinahópn- um, Þura og Bubbi. Tíminn leið við önn og leik. Á þessum árum var sjálfsnægta- búskapur stundaður á hverju býli í Skorradal og nærsveitum. Sam- gangur búfjár var milli bæja og sveita og samvinna við smalanir vor og haust. Mér eru smalamennskur í BÖÐVAR I. ÞORSTEINSSON ✝ Böðvar IngiÞorsteinsson fæddist í Grafardal 8. september 1936. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 2. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 8. febrúar. Grafardal minnisstæð- ar. Smölun varð þar í afdalakyrrðinni að margmennri og glað- værri útisamkomu. Í dag undrast ég hvað mér finnst að þarna hafi verið glatt á hjalla meðal þessara bænda sem börðust við að framfleyta sér og sínum á sauðfjár- rækt við þær aðstæð- ur sem mæðiveikin skóp. Mikil og góð um- skipti urðu með fjár- skiptunum þegar heilbrigt fé kom aftur á svæðið. Þungt áfall var Graf- ardalsheimilinu þegar Salvör veikt- ist og dó. Áfram studdu þessar fjöl- skyldur hvor aðra. Tíminn leið og systkinahóparnir dreifðust til að sækja sér menntun og vinnu. Bubbi varð búfræðingur frá Hvanneyri. Vonin um að hann tæki við búi hélt eldmóði föður hans uppi. Nú byggðu þeir fjárhús með trégrindagólfi, að nýjustu kröfum þess tíma, og gott hesthús við því að tómstundayndi Bubba var að sinna hrossum og temja. Suður á Hvalfjarðarströnd var Hvalstöðin í fullum rekstri. Þangað fór Jón til vinnu og unga fólkið líka. Svo kom að því að unga kynslóðin stofnaði sínar fjölskyldur. Nýtt íbúð- arhús hafði verið reist í Grafardal. Böðvar og kona hans, Ásrún, tekið þar við búi. Gömlu hjónin, Þorsteinn og Jónasína bjuggu í Garðshorni. Ég man Þuru segja mér frá stór- kostlegum páskahátíðum í Grafardal þegar Bubbi breytti vélsleða sínum í skíðalyftu fyrir nýja upprennandi æsku. Tíðarfar tók að kólna upp úr 1960. Kal skemmdi votlend tún sem lágu hátt. Samgöngur voru erfiðar að vetri, langt fyrir börn að sækja skóla sem nú var Heiðarskóli. Svo kom að ungu hjónin brugðu á það ráö að flytja búskap sinn að Þyrli á Hval- fjarðarströnd. Nýgrein bættist við búskapinn, umhirða æðarvarps í Þyrilsnesi. Bubbi var góð skytta, skaut bæði hlaupadýr og lá á grenj- um. Hver leggur nú rjúpu og mófugl- um lið á Botnsheiði með því að fækka ref eða reynir að vernda æðarfugl með því að bana mink við Hvalfjörð? Síðasta sinn sem ég naut gleði- stundar með þessum frændsystkina- hópi öllum, var þegar Stína bauð mér með sér í afmælissamsæti sem þau héldu Jónasínu áttræðri, fram í Grafardal 11. sept. 1988. Þá var Böðvar Jónsson orðinn eigandi að eyðibýlinu Grafardal. Þar var allt til reiðu svo að hægt var að halda fjöl- menna veislu. Man að ég sagði þá víð hann. „Það vildi ég að öll eyðibýli ættu svona góða að“. Síðast kom ég að Grafardal 12. júní 2005. Þá voru þeir frændur, Böðvar og Kristján að gróðursetja og hlúa að matjurtum sínum. Kaffi- borðið hjá Ólafíu var að gestrisinna bænda sið. Allar minningar mínar um þessa hjálpsömu og greiðviknu granna er gott að muna og rifja upp. Samúðarkveðjur til allra sem sakna. Blessuð sé minning þessa góða fólks. Sigríður Höskuldsdóttir. Elsku pabbi minn, það er svo margs sem ég minnist þegar ég hugsa um þig. Sérstaklega þegar ég var lítil stelpa og tók í höndina þína sem mér þótti alltaf svo gott að leiða og við gengum úti í náttúrunni og skoðuðum fuglana. Þú sýndir mér ungana eða eggin þeirra sem þú viss- ir nákvæmlega hvar, hver tegund valdi stað. Það var alveg sama hversu vel þau voru falin, þú gast alltaf fund- ið þau. Allar útilegurnar sem þið mamma fóruð með okkur systkinin í. Það var alltaf sama tilhlökkunin að fylla bílinn af farangri og keyra út í bláinn, tjalda á fallegum stað helst sem lengst frá byggð. Þú tókst kíkinn þinn alltaf með og gast tímunum sam- an fylgst með fuglunum og lofaðir mér að sjá líka. Náttúran var þér hugleikin og hvergi leið þér betur en úti á fallegum degi. Þú leiddir mig líka oft niður á verk- stæðið þitt við Kaldbaksgötuna og þar átti ég margar góðar stundir. Þú fórst í bláa sloppinn, settir á þig smíðabeltið og skyggnishúfuna, stakkst blýant bak við eyrað og söngst meðan þú smíðaðir. Ég lék lausum hala, negldi og sagaði spýtur eða sópaði sagið á gólfinu saman. Þú varst fallegur maður, stór og sterklegur, afar snyrtilegur, hand- laginn og vandvirkur. Hún fylgdi þér viðarlyktin og mér fannst hún alltaf svo góð. Vinnudagurinn hjá þér var venjulega langur og ég beið alltaf eft- ir að þú kæmir heim á kvöldin. Oftast varstu svo þreyttur, að þú sofnaðir yfir sjónvarpinu með kaffibollann í hendinni. Ég hélt nú líka oft fyrir þér vöku með því að láta þig segja mér sögur. Þú kunnir svo mikið af sögum og kvæðum. Um tíma söngst þú í Karlakór Akureyrar, enda söngur FALUR FRIÐJÓNSSON ✝ Falur Friðjóns-son fæddist á Sílalæk í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu 1. desember 1926. Hann lést á hjúkr- unardeildinni Seli á Akureyri 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 1. febrúar. eitt af þínum aðal- áhugamálum. Þú varst næstum alltaf syngj- andi, sama hvað þú varst að gera. Árið 1980 lést mamma og það var þér afar þung- bært. Ég reyndi að hugsa um heimilið eins og mamma hefði gert og þetta færði okkur enn betur saman. Á þessum árum fórum við í margar útilegur. Þú varst sá sem ég gat leitað til, þolinmóður og rólegur. Síðustu vinnuárin vannstu hjá Byggðaverki fyrir sunn- an. Þá kom ég oft suður og gisti hjá ykkur ömmu í Kópavoginum. Þér þótti afar gaman að ferðast og hafðir víða farið m.a. til Rússlands, Afríku og Miðjarðarhafslanda. Mest dáðist þú að Ítalíu, menningu hennar og list- um. Ég var svo heppin að þú bauðst mér til Skotlands haustið 1993. Mun ég ætíð gleðjast yfir að eiga mynd- irnar frá þeirri ferð, sem var síðasta utanlandsferð þín. Þegar þú hættir að vinna fluttirðu aftur norður. Svo sannarlega fékkst þú að kynnast sorginni, því hún kom aftur í heimsókn og með átta ára millibili misstirðu tvö af börnunum þínum. Árið 1998 fór heilsu þinni að hraka. Sem betur fór gastu verið heima eins lengi og hægt var, en fluttir síðan á hjúkrunardeildina Sel og dvaldir þar í tæp fjögur ár. Sendi ég starfsfólkinu þar mínar bestu þakkir. Eftir fimm vikna erfið veik- indi, varð ég svo að sleppa hendinni þinni sem ég hafði haldið svo mikið í. Þegar minn tími kemur, pabbi, veit ég að þú réttir mér hana aftur og leið- ir mig á nýjar slóðir. Þín dóttir, Sigríður Hrönn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.