Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 11
ögur af píkum Morgunblaðið/ÞÖK æfingaaðstöðu þingkvennanna í miðbæ Reykjavíkur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 11 „Leikreynsla mín úr framhaldsskóla er ekki til að hafa mörg orð um og það var hvergi sem ég gerðist senuþjófur,“ segir Jónína Bjartmarz og bætir sposk við að það megi kannski segja að þingmenn standi að vissu leyti á sviði dagsdaglega, þótt það sé annars konar svið en leiksviðið. Í Píkusögum fer hún með tölfræði yfir fjölda nauðgana og kæra og segir einnig frá hörmungum á Balkanskaga. „Að hluta til fer ég með minn- ingu 10 ára stúlku þaðan. Ásamt Ástu Ragnheiði og Guðrúnu Ögmunds fjalla ég síðan um í hverju pík- an væri ef hún klæddi sig,“ segir hún. Jónína segir að sér og öðrum sem voru í undirbúningshópi fyrir sýninguna hafi fundist lykilatriði að allar konur sem væru á þingi tækju þátt, ef á annað borð yrði ráðist í verkið. „Hugmyndin var kynnt fyrir konum í þing- flokkunum og það náðist almenn samstaða um að gera þetta. Stemmningin hefur verið mjög góð og það hefur verið ein- hugur um að sýna að málefnið er hafið yfir flokkadrætti. Ég held að það gefi þessu aukið gildi. Ég held að þingkonur hafi yfirhöfuð haft gott af því að setjast niður sem hópur og ræða þessi mál.“ Ofbeldi gegn konum er víðtækt Aðspurð hvort erfitt sé búið að vera að taka þátt í uppfærsl- unni, þar sem umfjöllunarefnið er ekki beint það auðveldasta, segir Jónína að ekkert af því sem fram kemur í Píkusögum sé í raun og veru nýtt. „Það liggur fyrir að ofbeldi gegn konum er mikið og víðtækt og það vitum við sem höfum unnið með þessi mál í mörg ár. Það á sér ótal birtingarmyndir: Í nauðg- unum, sifjaspellum, klámi og vændi, mansali og almennu lík- amlegu og andlegu ofbeldi. Hins vegar verður að viðurkennast að það er annað að fara yfir málaflokkinn með frásögnum kvenna sem segja frá eigin upplifun. Efnið stendur manni þá nærri og verður persónulegra en að lesa tölur í skýrslu,“ segir hún. Jónína bendir á að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi þurfi að fara fram á mörgum sviðum – með löggjöf, með umræðum og á ólíkum vettvangi. „Píkusögur eru ein leið í baráttunni og opna vonandi augu einhverra.“ Jónína Bjartmarz Þegar skýrslurnar lifna við Píkusögur eru ein leið í baráttunni. „Ég verð að viðurkenna að þetta er með einbeittustu og öguðustu leikkonum sem ég hef fengið í hendurnar,“ segir leikstjórinn María Ellingsen. „Þær eru náttúrlega allar ákaflega uppteknar en eru mjög skipulagðar, mæta stundvíslega og hafa hellt sér af krafti út í þetta. Við vor- um svo heppnar að fá aðstöðu í gamla Eimskipshúsinu, á Hótel Radisson SAS 1919. Konurnar hafa getað skotist úr Alþingishúsinu þegar þær hafa haft tíma, einar eða nokkrar saman. Sjálf bý ég á Vesturgötunni þannig að ég hleyp þá til móts við þær,“ segir hún. María bendir á að form verks- ins sé sérstakt. „Flytjendur eru með handrit og hljóðnema og lána rödd sína annarri konu og segja sögu hennar. Alþingiskonurnar eru náttúrlega vanar því að hafa rödd einhverra annarra að láni, það er kjósenda sinna, og túlka þeirra mál. Þetta kemur því of- boðslega vel út,“ segir hún ánægð. Ekkert mál að segja „píka“ Æfingar á verkinu hófust í byrjun mánaðar. Fyrst þegar hópurinn hittist allur í einu horfði hann á heimild- armynd sem gerð var um V-daginn og Píkusögur. „Eftir að hafa séð myndina skilur maður að þessi barátta er miklu stærri en maður sjálfur sem einstaklingur og manns eigið egó hættir að þvælast fyrir,“ segir María. Í annað skiptið sem hópurinn var allur samankominn hitti hann Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur kynfræðing. „Hún er brautryðjandi og opnaði umræðuna um þessi mál hér á landi. Hún fór svolítið inn á stoltið með okkur og feg- urðina við það að vera kona. Píkusögur koma annars veg- ar inn á ofbeldið sem kvenmenn verða fyrir en eru líka til þess að konur uppgötvi sjálfar sig og taki sig í sátt.“ María bendir á að efni verksins sé viðkvæmt en þing- konurnar séu víðsýnar og hafi mikla samkennd gagnvart þeim sem sögurnar í verkinu eru af. „Lærðir leikarar eru náttúrlega vanari en áhugafólk að hella sér inn í hvaða heim sem er,“ segir hún. Aðspurð hvort ekki hafi reynst neitt erfitt að fá þær til að segja „píka“, oft og mörgum sinnum, og það uppi á sviði, svarar María hlæjandi: „Nei, veistu þær hafa nú aldeilis ekki hnotið um það orð! Flutningurinn á Píku- sögum fyrir nokkrum árum varð að mörgu leyti til að opna píkuumræðuna. Þegar byrjað var að sýna verkið þorði fólk ekki að kaupa miða því það vissi ekki hvað það átti að segja. Á vissan hátt hefur verkið því unnið með okkur, fyrir utan það að þetta eru einfaldlega víðsýnar konur sem eru ekkert feimnar við að segja eitthvað eins og píka …“ – Eiga þær framtíð fyrir sér sem leikarar, ættu þær ef til vill að huga að frama í leikhúsinu? „Ein þeirra er náttúrlega leikari, Kolbrún Halldórs- dóttir, en margar hinna eru mjög efnilegar, dramatískar og með flotta rödd,“ svarar María og bætir síðan hlæj- andi við: „Nú er þetta hins vegar barnahópurinn minn og ég geri ekki upp á milli þeirra. Ég get samt sagt þér að þær gera þetta allar af mikilli alvöru. Það að þessar kon- ur, sem eru okkar fulltrúar á Alþingi og fyrirmyndir í þjóðfélaginu, skuli ljá þessu rödd og taka upp þennan kyndil er að mínu mati algjörlega ómetanlegt.“ Hvað segir leikstjórinn um þingkonurnar? Vanar að túlka mál kjósenda Þetta er með einbeittustu og öguðustu leik- konum sem ég hef fengið í hendurnar. María Ellingsen á leikæfingu með þingkonunum. Það er ljómandi skemmtilegt að prófa að vera leikkona,“ segir Guð- rún Ögmundsdóttir, sem í Píkusögum segir meðal annars sögu af fyrstu jákvæðu kynlífsreynslu ungrar konu og er í eftirminnilegu at- riði, þar sem rætt er hverju ólíkar píkur klæðist. „Í hverju myndi píkan manns vera ef maður myndi klæða hana? Mín píka er í ofboðslega mörgu – leðurjakka, silkisokkum og öllu mögulegu! Þetta er ofsalega fallegur kafli,“ segir Guðrún og bætir hlæjandi við: „Svo er ég eitthvað í stunukaflanum, það er að segja þegar konurnar byrja að stynja. Mér var skellt í það! Ég er kynlífs- fræðingur sem kenni konum að stynja og uppgötva sjálfar sig.“ – Er ekkert erfitt að fara úr Alþingishúsinu og upp á svið, að ég tali nú ekki um til að stynja? „Veistu, það verður bara að reyna á það! Við verðum líka að hafa gaman af þessu. Pík- an er náttúrlega partur af manni þannig að ég veit ekki hvað ætti í raun að vera erfitt, nema kannski að fletta hulunni af eigin feimni og komast nær sínum eigin kjarna. Það er fínt fyrir okkur að tengjast okkur sjálfum svona og einnig hver annarri. Þetta minnir mig satt best að segja dálítið á tímann í kvennahreyfingunni eldri og er ægilega skemmtilegt. Á æfingatímabilinu erum við bæði búnar að hlæja og gráta. Sumt í leikritinu er nefnilega mjög sorglegt. Hluti af þessu er algjör hryll- ingur eins og þegar Þorgerður Katrín túlkar sögu bosnískrar konu sem var ítrekað nauðgað af hermönnum.“ Sambandi náð við sögurnar Guðrún bendir á að með því að túlka verkið nái þingkonurnar sambandi við sögurnar og leggi sig fram um að skilja það sem Píku- sögur fjalli um. „Ég held að það að konur á þingi standi saman á þennan hátt og séu allar orðnar málsvarar og talsmenn gegn kynbundu ofbeldi geti skilað sér mjög langt. Ég held að í því séu falin ákveðin margfeldis- áhrif. Sem betur fer höfum við þingkonur hist óformlega áður og skemmt okkur saman. Tengingin á milli okkar var því að einhverju leyti þegar til staðar og ég held að það hafi gert Píkusöguverkefnið auðveldara,“ segir Guðrún. Hún bætir við að það hafi glatt sitt „gamla baráttuhjarta“ þegar farið var að halda V-daginn hátíðlegan hér á landi. „Það er gaman að sjá til hversu margra V-dagshópurinn hefur náð, ekki síst til stráka varðandi nauðganir.“ Guðrún Ögmundsdóttir Píka í leðurjakka Þetta minnir mig satt best að segja dálítið á tímann í kvennahreyf- ingunni eldri. Kolbrún Halldórsdóttir er sú eina af þingkonunum sem er lærður leikari. Hún hefur ekki einungis margsinnis staðið á sviði heldur líka leikstýrt um land allt. Kolbrún lætur vel af leikhæfileikum þingkvennanna og segir glettin að þær standi sig með stakri prýði. Í Píkusögum flytur Kolbrún meðal annars langt eintal þar sem kona segir frá því hvernig hún uppgötvaði sjálfa sig og fann fyrir áður óþekktum tilfinningum, eftir að hafa áttað sig á að píkan væri hluti af henni sjálfri – og væri hún sjálf. „Margt sem fjallað er um í Píkusögum er mjög viðkvæmt. Allt svona starf, að ég tali nú ekki um þegar unnið er með eins vand- meðfarin mál og þessi, byggist á að hóp- urinn sé samstiga og að þar styðji hver ann- an. Þetta hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi og V-dagssamtökin hafa farið mjög fagmannlega að okkur, enda var alls ekki sjálfsagt að þingkonur samþykktu allar sem ein að gera þetta,“ segir Kolbrún. Pólítísk gleraugu tekin niður „Eins og eðlilegt er litast samskipti okkar af hversdagslegum, pólitískum málum sem við tökumst á um alla jafna. Mér finnst stemmningin á milli okkar hafa mildast. Daginn eftir að við höf- um verið á fundum og æfingum vegna leikritsins hefur að minnsta kosti verið mikil vinkonustemmning í hópnum! Það er frábært að við fáum tækifæri til að horfa hver á aðra sem manneskjurnar sem við erum, en ekki endilega í gegnum þau pólitísku gleraugu sem við notum dagsdaglega,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að með texta verksins hafi höfundur Píkusagna, Eve Ensler, í raun búið til ákveðin vopn og dæmin sýni að þau virki. „Hún leggur þessi vopn síðan í hendurnar á okkur. Við vonum að með okkar lóði á vogarskálarnar, sem vonandi vegur nokkuð þungt, verði umræðan um kynbundið ofbeldi hér á landi end- urnýjuð. Það er eðli þeirrar baráttu að það þarf stöðugt að end- urnýja súrefnið í vatnsglasinu. Umræðan þarf að halda áfram og við þurfum að vera sívakandi fyrir kröfunni um að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt. Samstaða er aflið til að brjóta ofbeldið á bak aftur.“ Kolbrún Halldórsdóttir Vinkonustemning í þinginu Samstaða er aflið til að brjóta ofbeldið á bak aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.