Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 69 DAGBÓK Kynningarfundur á ferðum sumarsins verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða þriðjudaginn 28. febrúar nk. kl 20.00 Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Stjórnin Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is - Heimasí›a: www.perlan.is MICHELIN STJARNA Í PERLUNNI! Markus WinkelmannMichelin-Chef · Jörg Müller á eyjunni Sylt - * Michelin. · Le Val d’Or í Stromburg - ** Michelin. · Marcobrunn Rheingau - ** Michelin. FRAMLENGT TIL 8. MARS! Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum og vorið er ótvírætt einn vinsælasti tíminn til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Vor í Prag 16. mars frá kr. 34.990 Helgarferð - 4 nætur Verð kr. 34.990 Flug, skattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn, 16. mars. M.v. 2 í herbergi á Hotel ILF í 4 nætur. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Erum fluttir á Grensásveg 8 Hagbót ehf Bókhald • Uppgjör • Framtalsaðstoð Sími 568 7088 • bokhald.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Jazzkvartett Andrésar Þórs leikur tónlist eftir Andrés á tónleikum í kvöld kl. 21. Andrés Þór – gítar, Siggi Flosa – saxófónn, Valdi Kolli – bassi og Scott McLemore – trommur. Hallgrímskirkja | Kl. 17. Hörður Áskelsson, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson flytja efnisskrá á Vetrarhátíð sem þeir léku í Keisarasalnum í Sankti Péturs- borg fyrir fullu húsi áheyrenda við frábær- ar undirtektir, m.a. nýtt verk eftir Jón Hlöð- ver Áskelsson, Da Pacem Domine, ásamt sígildum barokkperlum. Salurinn | Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20: Jóhannes Andreasen píanóleikari heldur tónleika í Salnum. Jóhannes er færeyskur píanisti menntaður í Austurríki. Hann mun flytja tónlist eftir Mozart, Schumann og nýtt verk eftir Atla Heimi. Myndlist Art-Iceland | Arnór G. Bieltvedt með sýn- ingu til 4. mars. Aurum | Esther Ýr Steinarsdóttir sýnir ljósmynd að nafni Ásta til 3. mars. Opið mán.–fös. kl. 10–18 og lau. kl. 11–16. Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir akrýl- og olíumálverk. Út febrúar. Gallerí + Akureyri | Hlynur Hallsson, Aftur – Wieder – Again, til 5. mars. Opið kl. 14–17 um helgar. Gallerí Dvergur | Hanna Christel Sig- urkarlsdóttir sýnir verkið Innar. Gallerí Fold | Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir handþrykktar tréristur í Baksalnum. Sýninguna nefnir hún Dögun. Til 12. mars. Gallerí Gyllinhæð | Ingvar Högni, Undir áhrifum. Út febrúar. Gallerí Úlfur | Bráðlega lýkur myndlist- arsýningu Ásgeirs Lárussonar. Sýningin stendur til 2. mars og er opin frá kl. 14–18 virka daga. Næstu helgi verður sýningin opin frá kl. 14–17. Aðgangur ókeypis. Grafíksafn Íslands | Magdalena Margrét Kjartansdóttir – Konur í 20 ár. Verkin á sýn- ingunni eru sérstaklega unnin fyrir sal Ís- lenskrar grafíkur. Til 5. mars. Opið fös.–sun. kl. 14–18. Handverk og Hönnun | Sýningin Auður Austurlands í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. Á sýningunni eru fjölbreyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austur- landi, þ.e. lerki, líparíti og hreindýraskinni, horni og beini. Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá Fé- lagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í Menn- ingarsal til 21. mars. Jónas Viðar Gallerí | Stefán Jónsson sýnir höggmyndir til 26. febrúar. Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexandersdóttir sýnir olíu- og akrýlmyndir út febrúar. Sig- urbjörg er með myndlistarsýningu á Kaffi Mílanó. Olía á striga, hestar o.fl. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Ingibjörg Jónsdóttir – Fínofnar himnur og þulur um tímann. Gryfja: Guðrún Marinósdóttir – Einskonar gróður. Arinstofa: Vigdís Krist- jánsdóttir – Myndvefnaður. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 5. mars. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Reykjanesbæjar | Guðrún Ein- arsdóttir. Til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gabrí- ela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið. Kristín Ey- fells. Til 26. feb. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Stefnu- mót þriggja listgreina. Ljóð Berglindar Gunnarsdóttur og textílverk Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur ásamt höggmyndum Sig- urjóns Ólafssonar. Safn | Roni Horn, á þremur hæðum. Verkin eru um 20 talsins frá 1985–2004 og eru öll í eigu Safns. Sýningin ber heitið „Some Photos“. Saltfisksetur Íslands | Samsýning þeirra Ingunnar Eydal, Auðar Ingu Ingvarsd. og Ingunnar Jensd. stendur til mánaðarmóta. Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á Thorvaldsen Bar – Ostranenie – sjónræna tónræna – til 3. mars Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Vetr- arhátíð 2006 býður Borgarskjalasafn Reykvíkingum að forvitnast um fyrri íbúa húss síns. Veldu þrjú ár sem þú hefur áhuga á og sendu ásamt húsheiti, nafni þínu, símanúmeri og netfangi og haft verð- ur samband við þig. Netfang safnsins er borgarskjalasafn@reykjavik.is, fax 563- 1780 & sími 563-1760. Duushús | Sýning Poppminjasafnsins í Duushúsum. Sagt er frá tímabilinu frá 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tísk- an og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13.00– 18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn. Titill sýningarinnar vísar til þess að 28 ár, eða um tíu þúsund dagar, eru liðnir frá því að Friðrik Örn eignaðist sína fyrstu mynda- vél. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning opnar 1. maí nk. Veiðisafnið - Stokkseyri | Safnið er opið laugardaga og sunnudaga í febrúar frá kl. 11–18. www.hunting.is. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Akranes | Leikritið Vegas verður frumsýnt í Bíóhöllinni á Akranesi 4. mars. Leikritið er eftir Ólaf Sk. Þorvaldz og leikstýrir hann verkinu líka. Ásta Bærings sér um dans og í leikritinu eru margir gamlir og góðir slag- arar. Má þar helst nefna Rolling Stones, Deep Purple, Queen og Creedence Clear- water. Mannfagnaður 60+ Hafnarfirði | Opinn fundur verður á vegum 60+ í Hafnarfirði kl. 14–15.30, á Strandgötu 21. Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi ræðir um nýja stefnu í heil- brigðis- og öldrunarmálum í Hafnarfirði. Kaffiveitingar og Þórður leikur á nikkuna. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, kl. 14. Þriðji dagur í fjögurra daga keppni. Fyrirlestrar og fundir AFS | Aðalfundur AFS verður haldin 11. mars kl. 13, í húsnæði Félags bókagerð- armanna að Hverfisgötu 21. Málþing sem ber yfirskriftina „Forskot til framtíðar“ hefst kl. 14.30. Meðal gesta verður forseti alþjóðasamtaka AFS, Tachi Casal. Bókasafn Kópavogs | Amal Tamimi heldur erindi um Islam í Bókasafni Kópavogs 1. mars kl. 17.15. Einnig verða fyrirspurnir og umræður. Erindið er flutt á íslensku. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. Háskóli Íslands | Dr. Hrund Ólöf Andra- dóttir flytur erindi á málstofu umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar HÍ 27. febr- úar kl. 12.15 í VRII, stofu 157. Fjallað verður um hitabúskap og straumfræði nátt- úrulegra votlendna og áhrif þeirra á dreif- ingu og örlög efna í vatnasviðum. Í sal Álftanesskóla | Aðalfundur Álftanes- deildar Rauða kross Íslands verður 28. febrúar kl. 18–20 í sal Álftanesskóla. M.a. verður kosning formanns og stjórnar- manns. OA-samtökin | Árlegur kynningarfundur OA-samtakanna verður haldinn kl. 14–16 í Héðinshúsinu (Alanó), Seljavegi 2. Fjórir félagar segja frá reynslu sinni af OA. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér starf sam- takanna eru velkomnir. OA-samtökin (Ove- reaters Anonymous) eru samtök fólks sem á við að átfíkn stríða. Nánari upp. á www.oa.is. Fréttir og tilkynningar GA- fundir| Ef spilafíkn er vandamál hjá þér eða þínum geturðu hringt í síma GA- samtakana (Gamblers Anonymous): 698 3888. Frístundir og námskeið Hótel KEA | Tveggja daga námskeið með Guðjóni Bergmann á Akureyri fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið kostar 13.300 kr. Rúmlega 20% ódyra en að reykja pakka á dag í mánuð.Nánari uppl. á www.vertureyklaus.is. Lesblindusetrið | Judith Shaw, enskur Davis-leiðbeinandi, er væntanleg til lands- ins 3. mars nk. Hún hefur starfað með leið- beinendum á Lesblindusetrinu, mögulegt er fyrir enskumælandi einstaklinga að bóka sig í Davis-viðtal hjá henni. Nánari upplýs- ingar má finna á www.lesblindusetrid.is. Mímir – símenntun ehf. | Kristinn R. Ólafs- son, útvarpsmaður í Madríd, sér um tveggja kvölda námskeið um höfuðborg Spánar 28. feb. og 2. mars nk. kl. 20–22. Skráning í s. 580 1800 eða á www.mimir.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða UNDANFARIÐ hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort 32 málverk, sem talin voru eftir banda- ríska málarann Jackson Pollock og voru áður óþekkt, séu fölsuð eða ekki. Það var Alex Matter, kvikmynda- gerðarmaður sem þekkti Pollock frá barnæsku, sem sagðist hafa fundið verkin í dánarbúi foreldra sinna sem einnig þekktu Pollock, fyrir fjórum árum og hóf að sýna þau opinberlega í fyrra. Pollock-Krasner-sjóðurinn, sem ekkja Pollocks, Lee Krasner, stofnaði á sínum tíma, hefur látið rannsaka verkin og komist að þeirri niðurstöðu að um falsanir sé að ræða. Þóttist stofnunin hafa sannreynt þetta með hjálp Richards Taylors, eðlisfræðiprófessors við Oregon-háskóla, sem rannsakaði sex verkanna og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll fölsuð. Til þess notaði hann tölvugreiningu; ákveðna tækni þar sem leitað er að endurteknu mynstri í annars óreglu- legum málverkum Pollocks. Hefur Taylor notað þessa tækni til að rannsaka verk Pollocks í meira en áratug. Tilraunastarfsemi Pollocks? Prófessor í listasögu við listasafnið í Cleveland og sérfræðingur í verkum Pollocks, Ellen Landeu, komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu, og það var raun- ar niðurstaða hennar sem leiddi til þess að Matter ákvað að sýna verkin opinberlega. Hún segir verkin minna mjög á ljósmyndir föður Matters, Herbert Mat- ter, sem hafði verið náinn Pollock undir lok 5. áratug- arins, og taldi að um tilraunastarfsemi af hálfu mál- arans hefði verið að ræða. Pollock lést í bílslysi árið 1956 og heldur Alex Matter því raunar fram að verkin hafi verið geymd í vörugeymslu ekki langt frá staðn- um þar sem Pollock hafði vinnustofu sína, og þar sem hann lést. Pollock-Krasner-stofnunin sagði í tölvupósti til Reuters-fréttastofunnar fyrir skömmu, að enn lægju ekki fullgildar sannanir fyrir um að um tilraunaverk væri að ræða, eins og Landeu hefur haldið fram. „Sögulegar sannanir og stílgreining eru nauðsynleg, rétt eins og tæknilegar sannanir á borð við tölvu- greiningu og skýrslur forvarða,“ sagði í póstinum. Myndlist | Vöngum velt yfir 32 áður óþekktum málverkum Fölsuð eða ekki? Reuters Tölvugreining bendir til að 32 verk sem nýlega hafa komið fram sem verk Jacksons Pollocks, séu fölsuð. Hér sést eitt verkanna. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.