Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 64

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 64
i44 Það þurfti ekki að draga dul á neitt um dóttur hans ina fríðu: af henni þeir sögðu allir eitt og augunum hennar blíðu. Hún Ragnheiður fyllir átján ár og unir í föðurranni, og fögur var hönd, en fótur smár, og fegri var einginn svanni, sem unt hefur ungum manni. I djúpinu innst við dökkar brár þar dreymdi nú vorið bliða, urn herðarnar ljek sjer ljósjarpt hár og lokkana sendi víða. »Og deginum sæla sígur að«, það sagði það allur lýður, »er göfugur skari að Skálholtsstað í skrautlegum flokki ríður, og fremstur er piltur fríður«. Og hver mun ei óska af hjarta þá, að hann væri sveinninn prúði, sem faðirinn göfgi og lánið Ijá að leiða þá fögru brúði?. Hún hló þegar um það hjalað var, en hugsaði sitt í leynum; hún vissi að einn af öðrum bar og ekki var líkur neinum af öllum þeim ungu sveinum. A vöxtinn hans fagra, bjarta brá og brosið um hvarminn ljósa: þar mændu nú allar meyjar á, hann myndu þær allar kjósa. Við hana þó eina opt hún fann sem augun hans bláu segði: »hve feginn jeg allan auðinn þann í armana þína legði«. Hún skildi það þó hann þegði.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.