Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 12
92 konar planta, og vaxi og þroskist eins og hver önnur jurt. Pessi skoðun kemur mjög ljóslega og skritilega fram i ritlingi einum dönskum um mó frá 1825; höf. segir meðal annars: »Hestar verða feitir, sjeu þeir vel aldir, eins er um móinn, ef hann vex i góðum jarðvegi«. far er hinni »einkennilegu móplöntu« einnig likt saman við skóg. Mómýrar taka yfir mjög stór svæði i tempraða beltinu og heim- skautsbeltinu á norðurhveli jarðar, en ekki er mó að finna í heitu lönd- unum, og mun það einna mest koma af því, að í þeim löndum upp- leysast jurtaleifar mjög fljótt sökum hitans. Má t. a. m. sjá það á því, að i skógum hitabeltisins reka menn sig sjaldan á trjástofna, er oltið hafa um koll; þeir fúna niður á örstuttum tima og safnast þvi ekki fyrir, en í frumskógum kaldari landanna verður varla þverfótað fyrir hálífúnum mosavöxnum trjábolum. Mólagið er mjög mismunandi að þykkt; þykkast i mómýrum, er myndazt hafa i tiltölulega litlum en djúpum skógarvötnum. Eitthvert þykkasta mólag, sem menn þekkja, er á Þýzkalandi, 70—80 fet á þykkt; annars er mólagið á Norðurþýzkalandi vanalega 12—24 fet. I vorri álfu er tiltölulega hvergi eins mikið af mómýrum og á Irlandi; ná þær þar yfir x/10 hluta af yfirborði alls landsins og mólagið er víða 50 fet á þykkt. Optastnær liggur mórinn þar í jörðu, sem þær jurtaleifar, er hann er framkominn af, hafa setzt og fúnað; en þó má hitta mólög á stöðum, þar sem aldrei hefur verið nein mómýri. Til þess liggja ástæður þær, sem nú skal greina. Pess var áður getið, að á mýrum þeim, er hámýrar nefnast, er mikil bunga i miðju. í rigningatið belgist nú þessi bunga upp meira og meira, því að mosinn sýgur í sig vætu nærri þvi takmarkalaust. I öllum þeim jurtaleifum, sem eru að uppleysast á mýrarbotninum, mynd- ast, eins og áður er sagt, ýmsar lopttegundir, er leita upp á við. Sje nú mýrin i nokkrum halla, — og það á sjer opt stað sökum þess hvað mosinn heldur vel i sjer vatninn, — þá sígur bungan af vatnsþyngslun- um undan brekkunni og getur svo farið, að jurtaflækjan, er bunguna myndar, þoli ekki þrýstingu vatnsins og lopttegundanna og rifni, og flæðir þa biksvört móleðjan út yfir allt. Móflóð koma eigi allsjaldan fyrir á Irlandi og spilla stórum landinu; eitt hið mesta móflóð, er menn hafa sögur af i því landi, rann i júlí 1821. Flóðið var sumstaðar 60 fet á þykkt og náði yfir 5 ferh. mílur; það ólgaði rjett eins og syði i þvi og ruddi um trjám og öllu, sem fyrir varð. Dagana fyrir flóðið hafði verið mikil hreyfing á yfirborði mýrarinnar, og munu það hafa verið lopttegundirnar, er leiluðu á, en gátu ekki brotizt út fyr en vatns- þrýstingin var orðin nóg. Slik móflóð gera það að verkum, að til geta verið mólög, þar sem mór hefur ekki myndazt. Pótt eigi sje sú skoðun rjett, að mórinn vaxi aptur eins og planta, sje aðeins nokkuð af mólaginu skilið eptir, þá er vist um það, að sjeu skilyrðin fyrir mómyndaninni framvegis fyrir hendi, þá kemur fram nýr mór. En nú er það sumstaðar, að menn grafa mólagið alveg burt og þurka upp mýrina, og er svo sem auðvitað, að þar getur ekki »vaxið« nýr mór; annarsstaðar er tekinn upp mór, þar sem nú er engin mýri. Náttúran stendur ekki i stað; yfirborð jarðarinnar, sem i fljótu bragði virðist óumbreytanlegt, er sifellt að skipta um útlit, þótt hægt fari;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.