Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 18
98 Það er ástarfar milli álfkonu t. d. og mennsks manns, sem jeg á við hjer, og eins hitt, að álfkona leitar hjálpar hjá mennskri konu í barnsnauð. I álfasögunum í ísl. þjóðsögum og ævintýrum kemur hvorttveggja mjög opt fyrir, og það sem vjer hjer eptir höfum af álfum að segja, er tekið eptir og úr þessum álfasögum. Eptir því sem tímar liðu fram, hlutu hinar upprunalegu hug- myndir um álfana að gleymast, að sama skapi sem heiðnar trúar- skoðanir týndust, og breytast á margvíslegan hátt; og hefur þegar verið eitt dæmi að minnsta kosti sýnt í þá stefnu. Um uppruna álfa fer nú tveim sögnum. Onnur er sú, að þeir sjeu systkin mannanna, börn Adams og Evu; segir sagan, að Eva hafi falið suma krakkana, þegar guð heimsótti þau Adam einu sinni, af því að þeir hafi verið óþvegnir og óhreinir; þá hafi guð sagt: »Það. sem skal hulið fyrir guði, skal hulið fýrir mönnum«; þessir krakkar hafi svo orðið forfeður huldufólksins. Hin sagan er sú, að þeir sjeu englar, sem engu ljetu sig varða aðferð Lucífers —, »vóru með hvorugum« —; þeir vóru því reknir niður á jörð og urðu álfar. Annars er trúin sú, að álfar fæðist og deyi sem menn, en verði allajafna langlífari; eru þeir að því leyti, sem mörgu öðru reyndar, á æðra stigi. Að útliti til er það allt fallegt fólk og föngulegt, svipmikið, en opt nokkuð stórskorið. Það er optast nær bláklætt (þ. e. í svörtum vaðmálsklæðum, sem er aðalbúningur Islendinga sjálfra); þó er einstöku sinnurn talað um rauð klæði; kirkjufólk er í lit- klæðum, og við hátíðleg tækifæri er það prý'tt gulli og gersemum, kvennfólkið hefur skautafald, hempur og að öðru leyti búning sem mennskar konur. Að búningur álfmeyja hafi yfir höfuð verið álit- legur og ekki af lakara tagi sýna t. d. þessar vísur: A bláu var pilsi en beltið var vænt, bundið um enni silkiband grænt, skautafald háan, hvítan sem ull, á hendinni bar hún þríbrotið gull. Blátt var pils á baugalin, blóðrauð líka svuntan fin, lifrauð treyja, lindi grænn, líka skautafaldur vænn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.