Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 11
9i myndar kolsýru. Hefur kolefnið þar farið hringferð, úr loptinu i jurt- irnar og svo aptur í loptið. Ýmsar jurtir geta orðið til þess, að mynda mómýrar. Það eru einkum starartegundirnar, sem setjast að í grunnum vötnum, eins og áður er lýst, en optast nær eru þær ekki einar um hituna. Innan um þær vaxa ýmsar mosategundir, einkum þær, er teljast til hvítmosanna (sphagnum). Pessar mosategundir eru svo úr garði gerðar, að þær geta sogið i sig ósköpin öll af vætu rjett eins og njarðarvöttur. Þær þrífast bezt þar sem votast er, og vaxa þvi öflugar sem lengra dregur út i vatnið; deyja elztu angarnir og mynda mó, en jafnóðum vaxa nýir upp á við og út á við; þeir deyja, bætast við mólagið og gengur svo koll af kolli. Af þessu leiðir, að þær mýrar, sem mestmegnis eða eingöngu eru myndaðar af hvítmosum, eru hæstar i miðjunni, alveg gagnstætt öðrum mýrum; getur bunguna borið allt að 40 fetum yfir jaðrana. Þess konar mýrar eru opt nefndar hámýrar. Pað er einkennilegt fyrir hvit- mosana, að þeir geta eigi einungis breytt stöðuvatni i mýri, heldur geta þeir einnig gert fen og flóa, þar sem áður var þurlendi. Það ber við opt i skógum, að lautir verða þar sem trje hafa oltið um og safnast þar i vatn; hvitmosar setjast þar að, þeir soga í sig vætuna úr jörðunni og rakann úr loptinu og smátt og smátt myndast mosaþemba, er stöðugt vex að þykkt og ummáli; hún umkringir næstu trje, þau feygjast af vætunni, velta um og hyljast af mosanum; svona gengur koll af kolli og sumstaðar á Pýzkalandi eru þess dæmi, að stórir skógar hafa breyzt í fen og foræði á þenna hátt. Innan i mosaþembunni, sem getur haft allt að 9/10 i sjer af vatni, myndast svo smámsaman mór. Enn getur myndast mór i skógarvötnum af þvi ógrynni af laufi, er fýkur út i vatnið og sekkur til botns. Það eru þá einkum til þrennskonar mómýrar: stararmýrarnar, er sjerstaklega myndast i grunnum vötnum; hámýrarnar; i þeim vaxa eink- um hvitmosar, og loks skógarmýrarnar. En ekki er þetta svo að skilja, að allar mýrar sjeu annaðhvort stararmýrar, hámýrar eða skógarmýrar, þvi að eitt mólag getur verið myndað bæði af störum, mosum og lauf- blöðum, heldur svo, að mýrarnar eru myndaðar af þeim jurtum, sem þær eru kenndar við, öðrum fremur. Það sem hjer er sagt um mó og mómýrar, er eptir rannsóknum danskra, sænskra og þýzkra náttúru- fræðinga; margt er auðvitað eins i þeim efnum allsstaðar, en annað aptur frábrugðið; verður lítið sagt um íslenzkar mómýrar sjerstaklega, þar eð þær eru órannsakaður enn þá, — en eflaust mundi það hafa talsverða verklega og vísindalega þýðingu að rannsaka þær; — þó er vist um það, að margar eru stararmýrarnar á Islandi; má nefna sem dæmi upp á þær vatnsmýrina við Reykjavík; það er auðsjeð að Re)^kja- vikur tjörn hefur fyrmeir náð miklu lengra suður á bóginn, en vatnsmýrin er allt af að vaxa út í hana. Mórinn er mjög með ýmsum hætti, eptir þvi hversu gamall hann er, hvaða jurtaleifar eru í honum o. s. frv. Stundum er ekki hægt að greina neinar jurtaleifar; þær eru allar upp- leystar og mórinn orðinn að svartleitri jarðtegund; aðrar mótegundir eru aptur mestmegnis brúnleitir jurtastönglar og blöð; það nefna menn, að mórinn sje óþroskaður. Það hefur verið algeng trú, og enn þá eldir eptir af henni hjá danskri og þýzkri alþýðu, að mórinn sje nokkurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.