Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 50
130 hreppstjórinn, nokkrir menn úr hernum og Pjetur. En þann dag var jeg bundinn við skólann og fjekk ekki heldur um kvöldið að fara út á hjáleiguna. Af því mjer var bannað þetta, fannst mjer allt málið miklu skuggalegra. Þetta kvöld dimmdi snemma og sló dökkva á sjóinn. En þar er ströndin ljós og víða ber og blásin. Far var mikið á skýjunum og menn bjuggust við illviðri. Þá kom eldur upp á prestssetrinu og gestirnir komu flestir til að hjálpa til að slökkva; það var losað um stóra björgunarstigann, sem annars var geymdur með fram skemmuveggnum og lá þar á hlið. Hann var ákaflega þungur í vöfum og áttu menn ekki hægt með að reisa hann, þótt margir gengju að í senn, þangað til faðir minn brauzt gegnum mannþröngina, bað alla að víkja frá og reisti stigann einn. Þetta gengur enn í munnmælum þar í sókninni og líka hitt, að hrepp- stjórinn, ofurlítill, hnellinn og spræklegur sívalningur, tók sína vatnsfötuna í hvora hönd og gekk með þær upp allan stigann og allt upp á torfþakið. Þetta var undarlegt kvöld. Þessi sorti yfir firðinum, þotið á skýjunum, óttinn sem vofði yfir öllu vegna af- tökunnar, eldurinn og uppþotið á bænum . . . og svo dauðaþögnin á eptir, svo hljóð og hvíslandi allt í kring, inni í hverri stofu og úti í hverju bæjarsundi. Menn horfðu að heiman á, hve ljósið brann rólega í gluggunum á hjáleigunni. Þar sat Jakob skólakennari hjá Pjetri vini sínum. Þeir, sem gengu út þ^angað, sögðu, að þeir væru að syngja sálma og biðjast fyrir. Faðr Pjeturs og systkini komu um kvöldið sjóveg, gengu heim á hjáleiguna og kvöddu hann. Jeg heyrði sagt, að það lægi vel á honum, hann væri viss um að verða hjá guði næsta dag, og það var sagt, að hann hefði beðið innilega að heilsa móður sinni og lagt ríkt á við þau, að vera henni góð. Sumir sögðu, að hún hefði verið með í bátnum, en ekki viljað fara heim. Þetta var ósatt og eins hitt, að þau hefðu verið við aftökuna, og þó var það sagt á eptir. Undir eins og jeg vaknaði morguninn eptir, sló að mjer ótta. Yeðrið var orðið gott, en menn tóku valla eptir þvi; allir töluðu lágt og svo lítið, sem hægt var. Jeg átti að fá að fara með og horfa á, og flýtti mjer að ná í kennara minn, því mjer var strang- lega skipað að halda mjer til hans. Báðir prestarnir komu út í prestaskrúða, við gengum niður til naustanna og fórum sjóveg mestan hluta vegarins. Pjetur og þeir, sem með honum vóru,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.