Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 19
99 Það er valla efamál, að sá búníngur, sem hjer er bent til, hafi verið hátíðabúnaður fyrirkvenna á fyrri öldum. N ö f n koma nokkur fyrir: Arnljótur, Finnur, Grímur, Kdri og jafnvel Davíð; Alvör, Björg, Borghildur (drotning í borg, Alfaborg), Hildur, íma, Snotra, Ulfliildur, Una, Vandráð eða Valbjörg. Kall- mannanöfnin eru litt einkennileg; betri og fallegri eru kvennanöfnin •og sýna annaðhvort lundernisfar (Alvör, Snotra, Una) eða hjálpsemi (Björg). Helztu líkamlegu einkeilni eru, að alt er það ósýnilegt fólk. en hefur þá yfirburði, að geta gert sig sýnilegt við tækifæri. Það sjer allt á jörðu og i; þó lítur ekki út fyrir, að þessi ófreskis- ;gáfa sje þvi meðfædd. Það á srnyrsl, sem riðið er í augu hvers nýfædds barns (eða stein, sem augun eru strokin með); ef mennsk- ur maður fær tækifæri til að bregða smyrsluðum fingri sínum á auga sjer, hefur það sömu áhrif á hann. En álfafólkið þarf ekki annað en hrækja á auga hins rnenska manns, til þess að svipta hann þessari sjón, eða það strýkur fingri sínum um augað og þá missir það sjónina með öllu. Allt er þetta fólk alvarlegt og hógvært, góðgjarnt óg hjálp- samt, hvort sem leitað er til þess beinlínis eða ekki, og ærið er það gestrisið, vinfast og trúlynt, en um fram alt ráðvant og ærlegt; svik eru ekki fundin i þess munni. Það eru leifar af gömlu álfa- trúnni, og er ekki að undra, þótt álfar sje nefndir einu nafni Ljúflingar, og þykir þeim það gott nafn; þar á mót líkar þeim ■ekki vel við álfanafnið, af því að það er svo opt haft í illri merkingu, og þykir sjer með því misboðið. Hefnigjarnir eru álfar ■stundum, ef til þeirra er illa gert eða ef þeir eru mjög áreittir, en fáar fara sögur af því; hinar eru fleiri og langflestar, er fara af .greiðvikni þeirra, þakklátsemi og rausnargjöfum, ef vel er til þeirra gert. Gjafir þeirra eru t. d. rauðleit hálfskák dýrmæt, undurofinn ljereptsklútur, svuntudúkur, skrúðklæði í kistli, prestsskrúð og lín- -sloppur, ábreiða úr ókennilegum vefnaði, silfurbelti, gullofinn guð- vefjardúkur1, gyltur silfurhnappur (lagður í barnslófa) o. fl. Bústaðir álfa eru ekki aðeins í hólum (haugum), heldur og í steinum (klettum, björgum); stór (kletta)borg verður þá höfuð- -staður (Alfaborg). Híbýli þeirra eru i raun rjettri bæir, en líta út eins og steinar og hólar; inni er líkt umhorfs og í bæjum manna. 1 Forn og dýrmæt altarisklæði (frá kaþólskum tímum), sem enginn veit neitt um upprunann, verða í þjóðtrúnni að álfagjöfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.