Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 14
94 nokkru við móupptekt lík af 2 mönnum, og sást ekki betur, en að þau væri aðeins nokkurra daga gömul; en við nánari rannsókn kom það i Ijós, að þetta voru lík fornþýzkra kaupmanna, er farizt höfðu i mýrinni fyrir 1800—2000 árum. Hinn nafnfrægi danski náttúrufræðingur Jap. Stenstrup er einn af þeim fyrstu, er rannsakað hafa mómýrar á visindalegan hátt. Arið 1842 gaf hann út ritgjörð um það efni og sýndi, að af jurtaleifum þeim, er i mómýrunum geymast, má sjá, að jurtagróðurinn i Danmörku hefur fyr á timum verið harla frábrugðinn því, sem nú er. Hefur ösp verið aðal- skógartrjeð, þá er mólagið fór að myndast; síðan varð landið alvaxið furuskógi, en furan dó út og eikarskógur kom í staðinn. Efst finna menn blöð af elri, en af beykitrjám finnst litið eða ekkert, og eru það þó algengustu skógartrjen í Danmörku nú á tímum. Hvað Island snertir, þá má, eins og allir vita, sjá af fauskunum, sem eru svo algengir i mónum, hve víða hafa birkiskógar vaxið, þar sem nú sjest ekki hrisla. — Siðan lágu þessar rannsóknir niðri að mestu, um nærri þvi hálfa öld; þá voru þær teknar upp aptur i Sviþjóð (Skáni), og kom það brátt á daginn, að svipaðar stórkostlegar breytingar hafa orðið á jurtagróðrinum þar i landi og i Danmörku, og umfram Stenstrup fundu menn í leirlaginu undir mónum meðal annars leifar af jurtum, er nú á tímum vaxa miklu norðar á hnettinum. Petta bendir á, að loptslag hafi fyr á tímum verið miklu kaldara á þessum stöðum, og jurtaleifarnar sýna, hvernig loptslagið hefúr smátt og smátt verið að batna fram á þenna dag, en aðeins þegar á allt er litið, þvi að í Svíþjóð hafa menn fundið eikarleifar miklu norðar en nokkur eik vex nú, og virðist af því og öðru mega ráða, að loptslag hafi um tima orðið jafnvel betra en það er nú. Það liggur i augum uppi, hve þýðingarmikið er, að rannsaka jurta- leifarnar í mónum, því að þá er Noregur og Sviþjóð (og önnur þau lönd, er algjörlega voru falin jökli, eins og t. d. Island) komu fram undan jöklinum i lok ísaldarinnar, var allt land gjörsamlega bert og gróðrar- laust; til þess að landið gæti gróið upp, varð fræ af ýmsum jurtum að berast einhversstaðar að, ekki sköpuðust þær af engu þar á staðnum. Nú geta menn opt sjeð, hvaðan jurtirnar eru komnar, og hafa af því getað ráðið ýmislegt um breytingar á höfum og löndum á tímabilinu eptir ísöldina, þvi að viða hagar svo til, að jurtafræ o. fl. hefðu ómögu- lega getað flutzt á milli eins og nú stendur á. Eins og við er að búast hafa einnig fundizt þess merki, að dýralífið hafi breyzt engu síður en gróðrarlifið; stendur það nokkuð i sambandi við, að dýrin eru mjög háð jurtagróðrinum, grasæturnar beinlínis, en rándýrin óbeinlínis. Það kemur ekki við þetta mál, að lýsa nokkuð að mun dýralifinu í lok ísaldar- innar og eptir hana; hjer skal aðeins stuttlega getið nokkurra af þeim dýrum, er fundizt hafa leifar af í og undir mólögunum. Af þessum leifum hefur sjezt, að um miðja Norðurálfu (og að vísu víðar) hefur úð og grúð af kafloðnum filum og nashyrningum, bjarndýrum, hýenum hjartartegundum ýmsum, risavöxnum dýrum af kattakyni o. fl. Manna- bein hafa einnig fundizt allvíða, en þótt þau hefðu alls ekki fundizt, þá væri samt fengin óyggjandi vissa fyrir þvi, að mennirnir hafa byggt Norðurálfu heims á þessum fjarlægu timum, þvi að innan um bein þessara dýra, er nefnd hafa verið, má finna tilhöggna steina og sótugar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.