Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 52

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 52
132 ræðuna. Pjetur kraup á knje og lagði höfuðið fram á pallinn og grúíði andlitið t gaupnir sjer rjett við fætur sálusorgara síns. Pró- fasturinn var danskur maður, einn af þeim mörgu, sem eptir að- skilnað ríkjanna hafði valið að vera kyr í Noregi. Ræður hans vóru góðar á pappírnum; en illa heyrðist til hans og aldrei ver en þegar hann varð klökkur, og þurfti ekki mikið til þess að hann yrði það. Þá ofreyndi hann sig á fyrstu orðunum í hverri setn- ingu, dró svo höfuðið niður á milli axlanna, hristi það, lokaði augunum og gaf þá einstaka hijóð frá sjer með nokkru millibili, og skildi hann þá enginn maður. Hann hafði föðurmorðingja um hálsinn, er náði honum uppá mið eyrun -— jeg hef aldrei sjeð annan eins flibba —- og lukti að miklu leyti um snoðrakað höfuðið Hann hafði gríðarþykka undirhöku, er sje djúpt niður milli axlanna, því með langri æfingu hafði hann vanið sig á að hreykja þeim miklu hærra en almennt gerist. Þeir, sem þekktu hann ekki, gátu valla varizt hlátri, en öllum, sem þekktu hann, þótti vænt um hann. Ræðu hans heyrði enginn, og það litla, sem menn heyrðu, skildu menn ekki; en hún var stutt; hann komst svo við, að hann varð að hætta. Það eitt skildu allir, að hann elskaði hinn unga rnann, sem hann hafði búið undir dauðann, og að hann óskaði, að allir mættu hverfa til guðs síns eins glaðir og öruggir og hann í dag. Þegar hann stje niður af pallinum, fjellust þeir í faðma að skilnaði. Síðan rjetti Pjetur föður mínum höndina og svo mörgum fleirum, en nam að síðustu staðar við hlið Jakobs, vinar síns. Jakob skildi, hvað hann hugsaði; hann tók við klút, sem að honum var rjettur, og batt fyrir augu Pjeturs, og þeir hvísluðust á nokkrum orðurn. Þá kom að annar maður og ætlaði að binda á honum hendurnar, en hann bað um, að þær mættu vera frjálsar, og það fjekk hann. Svo leiddi Jakob hann fram að höggstokknum. Þar sem Pjetur átti að krjúpa, námu þeir staðar, og hann beygði sig hægt í hnjáliðunum. Jakob aðstoðaði hann j öllu, unz höfuðið lá á höggstokknum. Þá hvarf hann aptur og fórnaði höndunum. Allt þetta sá jeg, og ennfremur að hár maður gekk fram og tók í hnakkann á Pjetri, en annar, lítill maður, rakti tvo klúta útan af þunnri, breiðeggjaðri öxi. Þá sneri jeg mjer undan. Jeg heyrði kapteininn hrópa með drynjandi röddu til hermannanna: »Upp með byssurnar!« Jeg heyrði einhvern lesa faðirvor, ef til vill hefur það verið Pjetur sjálfur; svo heyrði jeg að höggið reið. Þá leit jeg undir eins við; í því kippti hann upp

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.