Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 34

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 34
dísirnar hefja, sje annars lag á söngnum. Sje þessa rjett til getið, þá er hitt engu síður víst, að við unnum hinum gömlu meisturum okkar jafnmikið fyrir það, þó okkur langi til að bregða af gömlu lögunum stundum og reyna okkur á öðru. Þetta gerðu þeir sjálfir forðum og getur þvi ekki komið á óvart, þó við gerum það nú. En þó við sjeum miklir áhugamenn um jarðabætur og okkur sje ekki óskapfelt, að sjá moldugar hendur við og við, þá er enginn maður svo forhertur borgarbrjótur, að hann þurfi ekki að lypta sjer upp á sunnudögum og hvíla sig eptir sperringinn við Grettis- tökin. Þá leitar andinn yndis og friðar og sezt fagnandi við fætur skáldsins, sem syngur um tign og fegurð náttúrunnar og ættjarð- arinnar, vorið, frelsið og ástina. A slíkum stundum er sælt að hlýða á hina mjúkhentu og blíðróma ljóðadís Steingríms. Oss er enn sönn ánægja að sjá hin gömlu kvæði skáldsins, þessa kæru æskuvini vora, nú í annari útgáfu af ljóðum hans, eins og þegar vjer vórum að leita það allt upp í Nýjum Fjelagsritum forðum, sem Steingrímur stóð undir. Ekkert hefur hrifið æsku vora meir en það. Hvergi er vorið fegurra en þar, þegar jörðin bíður í brúðarskarti sínu eptir ástarkossi unnustans, hins bjarta og blíða ljóshimins, og heillar með sjer öll börnin.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.