Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 33

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 33
Skemtun bæði og skilning vek. Skútyrtu vondra manna brek, En hældu þeim, sem hátt vill stefna og heit sín reynir til að efna og djörfung hefur að segja hið sanna og sýslar um velferð allra manna, en hugsar ei mest um sjálfan sig. Svona er ráð mitt. Hertu þig. B.: Jeg á að sýna lífið í leik’ lýsa því, hvernig vonin, gleðin vermir, lifgar, vekur geðin, en sorg og víl þau velkja bleik. (B. tekur hatt sinn og kveður og fer. Tjaldið fellur.) Bjarni Jónsson frá Vogi. Ura aðra útgáfu af Ijóðmælum Steingríms Thorsteinssonar. Peir eru fáir, sem háfa farið betur með ljóðadís sína og leitt hana með meiri ást og umhyggju á skáldvegi sínum en Stein- grímur Thorsteinsson. Það má svo að orði kveða, að hann skrýði hana pelli og purpura, láti hana varla drepa fingri sínum í kalt vatn, og í einu orði að segja: beri hana á höndurn sjer, svo hún steyti ekki fót sinn við steini. Hún á ólíku hreinlegri æfi hjá honum en okkur hinum piltunum, sem látum hana fylgja okkur i hverja skarkferð, ganga að allri vinnu, rnoka skriður og gera allar voryrkjur og standa jafnvel í moldarbrauki ef á liggur, því laghentur liðsmaður getur hún verið, hvort sem rífa þarf einhvern gamla kofann eða korna upp öðrurn nýjum. Eað er þó kannske ekki af því, að við unnum henni því minna sem við beitum harð- ara við hana, heldur mun hjer sem optar, að »hver þjónar sinni náttúru«. Þegar nú svo ójafnt er við Ijóðadísina búið og hvorir halda í sína átt, við yngri mennir’nir og Steingrímur, þá væri ástæða til að halda, að hvorir hefðu ímugust á öðrum. Slíkt þarf þó ekki að vera og mun heldur ekki vera svo. Mjer er ekki kunnugt um, að Steingrími sje nokkuð í nöp við okkur jarðabótamennina. Hann vill auðvitað ekki að við sjeum leirskáld, en annars hygg jeg að hann hlýði með ánægju á hverja framfarahvöt, sem við látum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.