Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 72
ATLANTSSKIP - ÁREIÐANLEIKI í FLUTNINGUM - Leitið upplýsinga í síma 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl6691100, SÍMBRÉf5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSIJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆin 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. "V Neyðarástand að skapast á dvalar- og hjúkrunarheimilum A annað hundrað starfsmenn vantar AÐ MATI stjómenda dvalar- og hjúkrunarheimila á höfuðborgar- svæðinu er neyðarástand að skapast víða vegna skorts á ófaglærðu starfs- fólki. Talið er að vanti vel á annað hundrað starfsmenn til að fullmanna allar stöður. Þegar er farið að tak- marka innlagnir og fækka rúmum. Jóhann Amason, framkvæmda- stjóri Sunnuhlíðar í Kópavogi, segir að líklega hafi ástandið aldrei verið jafnslæmt og nú og i svipaðan streng tekur Hrefna Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Skógarbæjar í Reykjavík og Víðiness á Kjalamesi. Hún segir að ástandið í sumar hafi verið sérlega slæmt og illa gangi að ráða í þær stöður sem nú em lausar. Stjómendur þessara stofnana telja að launaþróun hjá ófaglærðum hafi ekki verið í samræmi við hinn al- menna vinnumarkað og því sé eðli- legt að starfsfólkið leiti annað. Kjarasamningur breytti engxi Nýlega var gerður kjarasamning- ur við Eflingu sem á þriggja ára samningstíma á að hækka laun ófag- lærðra um 30% að meðaltali. Stjóm- endur heimilanna telja þennan samning hafa litlu breytt. Fólk leiti í betur borguð störf. Dagvinnulaun ófaglærðs starfsmanns á heilbrigðis- stofnun, eftir sex mánaða starf, era um 85 þúsund kr. á mánuði. Þórann Sveinbjörnsdóttir, 1. vara- formaður Eflingar, telur ástandið nú á vinnumarkaði ófaglærðra vera svipað og árið 1987. Kjarasamningur Eflingar hafi hlotið takmarkaða kynningu og t.d. sé enn verið að koma launabreytingum í gegn á spít- ulunum. ■ Neyöarástand/10 Morgunblaðið/Jim Smart Það rigndi hressilega á forseta íslands og Litháens, Ólaf Ragnar Gríms- son og Valdas Adamkus, við Gullfoss í gær. Heimsóknum lýkur og nýjar hefjast Þannig er nýfarinn af landinu Wolfang Thierse, forseti þýska Sambandsþingsins, og í dag lýkur opinberum heimsóknum Li Peng, forseta kínverska þingsins, og Valdas Adamkus, forseta Litháens, auk þess sem hér er staddur forseti Vestur-Evrópusambandsins, Klaus Buhler. I dag mun Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, eiga hér stutta viðdvöl og með hon- um í för er meðal annars Joschka Fischer utanríkisráðherra. Þá verða margir áhrifamenn á al- þjóðlegu málþingi um öryggismál á Norður-Atlantshafi sem hefst í Reykjavík á morgun, meðal annars George Robertson, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins. ------HA-------- Gerhard Schröder til Islands í dag GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, kemur til íslands í dag í boði Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, verður í för með kanslaranum og mun eiga fund með Halldóri Asgrímssyni utanríkis- ráðherra. Schröder og Fischer munu eiga um nokkurra klukkustunda langa viðdvöl hér á landi. Davíð Oddsson tekur á móti Schröder við sumarbústað forsætis- ráðherra á Þingvöllum kl. 12.30 en kl. 14.30 halda þeir fréttamannafund við Bláa lónið. Joschka Fischer og Halldór Ásgrímsson munu eiga sam- ráðsfund í orkuveri Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi, skv. upplýsingum sem fengust í utanríkisráðuneytinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikmynd kvikmyndarinnar Tomb Raider við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. ÓVENJULEGA margir erlendir gestir eru hér í opinberum heim- sóknum um þessar mundir. Hefur verið í nógu að snúast hjá íslensk- um ráðamönnum og embættis- mönnum við að taka á móti gestun- um og ekki síður lögreglunni vegna þeirrar miklu öryggisgæslu sem viðhafa þarf. Leikmynd við Jökulsárlón Andlát INDRIÐIG. ÞORSTEIN SSON VERIÐ er að setja upp leikmynd fyrir kvikmyndatöku stórmyndar- innar Tomb Raider við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Það er kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures sem framleiðir myndina en hluti hennar verður tekinn upp hér á landi. Kvikmyndin hyggist á vinsælum tölvuleik sem fjallar um hetjuna Löru Croft. Hún er leikin af Angel- inu Jolie sem koma mun hingað til lands ásamt öðrum leikurum mynd- arinnar og starfsfólki Paramount. Angelina Jolie fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki mjmdarinnar Girl, Interrupted sl. mars. Alls koma um 100 manns til landsins í tengslum við myndina. Þar fyrir utan munu um 100 íslend- ingar starfa við upptökurnar. EINN helsti skáldsagnahöfundur landsins og blaðamaður, Indriði G. Þorsteinsson, fyrrverandi ritstjóri Tímans, lést aðfaranótt sunnudags, 74 ára að aldri. Indriði fæddist í Gilhaga í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 18. apríl 1926. Foreldrar hans vora Anna Jós- epsdóttir húsmóðir og Þorsteinn Magnússon verkamaður. Indriði stundaði námi við Héraðsskólann á Laugarvatni 1942-43. Hann vann verslunarstörf eftir að námi lauk og var bifreiðastjóri á Akureyri 1945- 51. Árið 1951 hóf Indriði störf sem blaðamaður á Tímanum. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu 1959- 62, en 1962 varð hann ritstjóri Tím- ans. Árið 1973 lét hann af því starfi þegar hann gerðist framkvæmda- stjóri þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum 1974. Næstu ár stundaði hann rit- störf, en varð aftur ritstjóri Tímans 1987-1991. Eftir Indriða liggja skáldsögur, smásögur, ævisögur og leikrit. Með- al þekktustu verka hans era skáld- sögumar Sjötíu og níu af stöðinni og Land og synir, sem báðar vora kvikmyndaðar. Eftir Indriða liggja ævisögur Stefáns íslandi, Jóhannesar Kjar- vals og Her- manns Jónasson- ar. Indriði var einn af framkvöðlum í íslenskri kvikmyndagerð. Hann lét mikið til sín taka í þjóð- málaumræðunni auk þess sem hann var lengst af virkur forystumaður í samtökum rithöfunda. Álþingi sýndi honum þá virðingu að kjósa hann í heiðurslaunaflokk listamanna. Hin seinni ár skrifaði Indriði sjónvarpsgagnrýni i Morgunblaðið og birtist síðasta grein hans í síðasta laugardagsblaði. Indriði var áður kvæntur Þóranni Ó. Friðriksdóttur og eignuðust þau fjóra syni. Eftirlifandi sambýliskona Indriða er Hrönn Sveinsdóttir. ■ lndriði/28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.