Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Herra, ég hélt þú hefðir sagt að leiðsögumaður biði okkar. UIE AKE.MARCIE.. I THINK I 5EE HIM NOU)...HEV!í OVER HERE! ARE VOU OUR 6UIPE ? Það er svo Magga. Ég held ég sjái hann.. hæ!! þarna! Ert þú leiðsögumaðurinn okkar? Hver heldurðu að ég sé, "Krókódfla Danni”, kannski? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 ísland fyrir Islendinga? Frá Jóni Vigfússyni: FYRIR skömmu hélt Bjamey Frið- riksdóttir, framkvæmdastjóri mannréttindastofu, því fram í fjöl- miðlum að Félag íslenskra þjóðem- issinna væri að hvetja til mann- réttindabrota með kröfum um að íslenskt vinnuafl sé tekið fram yfir erlent vinnuafl hér á landi. Er okk- ur þar með skipað á bekk með Stalín, Pinochet og Idi Amin, sem- sagt algerir kúkalabbar sem láta sig mannréttindi engu skipta. Sem dæmi um ótrúlega fúlmennsku þessara manna og okkar litla félags má nefna að Stalín svelti þjóð sína til hlýðni, Pinochet lét varpa póli- tískum andstæðingum úr flugvélum, Idi Amin át óvini sína og FIÞ vill að íslendingar geti stundað vinnu sína í friði án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þeim sé sagt upp og ódýrt, erlent vinnuafl fengið í staðinn. Við þjóðernissinnar emm alveg bugaðir eftir þessar uppljóstr- anir Bjarneyjar og játum það, fullir iðmnar, að okkur finnst Islendingar hafa einhvem rétt framyfir aðra í sínu eigin landi. Viljum við benda Bjamey á að þegar hún er búin að knésetja okkur fyrir framangreinda illmennsku þá bíða hennar fleiri verðug verkefni í þessari krossferð frjálslyndis og bræðralags. Hún getur til dæmis ráðist á Landhelgis- gæsluna fyrir brot þeirra á mann- réttindum breskra sjómanna, þeim var jú meinað að stunda vinnu sína í íslenskri lögsögu. í framhaldi af því gæti hún dregið skipherra gæslunn- ar til Nuremberg og hengt þá fyrir glæpi gegn mannkyninu, svona til að vera viss um að hún fái prik hjá Sameinuðu þjóðunum. Skömmu eft- ir ásakanir Bjameyjar greip Þór- unn Sveinbjamardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, orð hennar á lofti og þar sem henni líkar vel við víetnamska innflytjendur mun hún beita sér fyrir lögbanni á FÍÞ á næsta þingi (DV, 17. ágúst síðastlið- inn). Það sem þær stöllur telja að þurfi að verja fyrir okkur eru mann- réttindi útlendinga hér á landi og sýnist þeim það best gert með því að hefta málfrelsi samlanda sinna. Má ég benda dömunum kurteislega á að önnur er framkvæmdastjóri mannréttindastofu en hin er kosin á þing, af íslendingum, til að hlúa að velferð og framtíð íslendinga á ís- landi! Ekki rekur mig minni til þess að í kosningaloforðum Samfylking- arinnar fyrir síðustu kosningar hafi verið minnst á að það stæði til að svipta Islendinga málfrelsi til þess eins að búa megi í haginn fyrir út- lendinga hérlendis. Virðist lítið fara fyrir mannréttindum, atvinnurétt- indum eða nokkrum öðrum réttind- um „innfæddra“ þegar kemur að innflytjendamálum hér á landi. Get- ur verið að það komi til af því að hér hefur hreinlega ekki verið til staðar neitt pólitískt afl sem hefur einblínt á framtíð íslendinga í sínu eigin landi fyrr en Félag íslenskra þjóðernissinna leit dagsins ljós? Hér hefur vantað mótvægi við þeirri þöglu innrás útlendinga sem vissir framámenn/konur Fram- sóknarflokks og Samfylkingar standa fyrir og vonumst við til að FIÞ verði það mótvægi. Álítum við það vissa viðurkenningu á störfum félagsins ef við verðum fyrsti hlut- urinn sem Samfylkingin verður sammála um. Það er nú einu sinni svo að ekki eru allir ánægðir með gríðarlega fjölgun útlendinga hér á landi og ef Samfylkingin fær sínu fram um að banna okkur má fólk spyrja sig að því hvort málfrelsi þess sé hætta búin ef það er ekki sammála Sam- fylkingunni um alla hluti. Þarna ætla örfáar hræður á þingi að not- færa sér aðstöðu sína til að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum og gott ef þetta framferði flokkast hreinlega ekki undir gall- harðan fasisma af verstu gerð. Við erum ört stækkandi félagsskapur sem segjum það sem flestir aðeins hugsa og erum talsmenn stórs hluta þjóðarinnar þegar kemur að inn- flytjendamálum og eigum fullan rétt á okkur sem slíkir. Island fyrir íslendinga! JÓN VIGFÚSSON, formaður Félags íslenskra þjóðemissinna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. rit Brúðhjón borðbúndður GIæsi 1 eq tjjdíavdra - Brnðhjönalistar ífc 0 x J\oóen VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.