Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 63 FÓLK í FRÉTTUM Kvartett Árna Heiðars á Kaffi Reykjavík Alþjóðadjass með íslenskum andblæ Tríó Töykeát á Jazzhátíð Tríd Töykeat fangar náttúru og tdnlist Finnlands í djassinum sinum. Kröftugir og persónulegir „ÞETTA eru allt frumsamin lög eftir mig frá síðustu fjórum árum, þar sem gætir áhrifa úr ýmsum áttum, frá ECM norrænum djassi og yfu- í áhrif frá negrasálmum," segir Arni Heiðar sem byrjar tónleika sína á Kaffi Reykjavík kl. 22 í kvöld. Með honum leika Jóel Pálsson á saxófón, Gunn- laugur Guðmundsson á bassa og Finninn Anssi Lehtovouri á tromm- ur. Diskur á leiðinni „Þetta efni er reyndar væntanlegt á diski með haustinu á vegum Þús- und þjala. Jóel leikur þar líka með mér ásamt Einari Scheving trommu- leikara og Tómas R. bassaleikara." TONLIST Geisladiskur DEFEATED Defeated, geisladiskur hljdmsveit- arinnar Mary Poppins. Sveitina skipa þeir Snorri Snorrason (söng- ur), Steinar Gíslason (gítar), Orvar Omri Ólafsson (gítar), J. Símon Jak- obsson (bassi) og Hallgrímur Hall- grímsson (trommur). Lög og textar eru eftir Snorra Snorrason og Gunnar Bjarna Ragnarsson. Upp- tökumenn voru þeir Steinar Gísla- son, Þdrir Úlfarsson, Jens Hansson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. 41,13 mín. Stöðin ehf. gefur út. „DEFEATED“ er fyrsta eigin- lega breiðskífa hljómsveitarinnar Mary Poppins, fyrir réttum tveim- ur árum síðan kom út sex laga þröngskífa sem ber hið viðeigandi nafn „Promo“ enda var tilgangur þeirrar útgáfu fyrst og fremst sá að renna í sjó erlendra markaða. Fjögur lög af þeirri plötu er að finna hér, „Magic“, sem var tals- vert spilað í útvarpi á sínum tíma og svo lögin „Losing my mind“, „Nothing" og „Spaced“. Mary Poppins er fyrst og síðast hugðarefni Gunnars Bjarna Ragn- arssonar, fyrrum soldáns í Jet Black Joe, þótt hann sé reyndar fjarri góðu gamni er kemur að sjálfum hljóðfæraleiknum í þetta sinnið. Hér semur hann öll lög og texta í samvinnu við söngvara sveitarinnar, Snorra Snorrason, og er óhætt að segja að öll lögin beri sterk höfundareinkenni Gunnars. Hér gætir gríðarmikilla áhrifa Ámi Heiðar er útskrifaður frá djasspíanódeild FÍH, þar sem hann nam spuna og tónsmíðar hjá Sigurði Flosasyni og Hilmari Jenssyni síð- asta árið. Eftir það fór hann í djass- píanónám í Hollandi við tónlistarhá- skólann í Amsterdam, en útskrifaðist í vor úr klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. í haust liggur svo leiðin til London í einkatíma hjá píanóleikaranum Martino Tirimo. - Á ekki að djassa áfram í London? „Það er óskandi að fá eitthvað að gera á djassklúbbum þar. Hver veit nema ég setji saman band eða flytji Gulla og Anssi yfir frá Hollandi, þeir eru nú bara hinum megin við sundið.“ Lofar góðri stemmningu „Þetta verða skemmtilegur tón- leikar,“ lofar Ámi Heiðar. „Ég spil- aði þetta efni með öðrum hljóðfæra- frá sjöunda áratugnum, þá er popplagasmíð stóð í miklum blóma, og eru áhrifin reyndar svo sterk stundum að sum lagana eru nánast kappklædd í hreina og beina for- tíðarþrá. Jet Black Joe voru á sín- um tíma rammir síðhippar, jafnt í orði sem æði, og hefur sá andi aldrei vikið frá listrænni hlið Gunn- ars eins og berlega sést á þessari plötu þótt hér sé um öllu poppaðri stemmur að ræða. Gunnar er góður lagasmiður og honum er einkar lagið að semja melódísk og gríp- andi lög sem sveiflast frá ábúðar- fullum og dramatískum rokkurum yfir í hugljúfar ballöður. En þessi hæfileiki Gunnars er um leið Akkil- esarhæll hans. Lögin vantar nefni- lega sárlega persónulegan stíl en uppbygging þeirra er einhvers konar safn tilvísana í sígildar popp/ rokkperlur áranna. Þetta vandamál er ekki ósvipað því sem hin ofur- vinsæla sveit Oasis hefur þurft að glíma við á ferli sínum, öll lögin minna mann alltaf á einhvern óþol- andi hátt á önnur lög og frægari. Einnig finnst mér leiðinlegt þegar menn eru stöðugt að endurvinna og endurútgefa fyrri lagasmíðar sínar. Það bendir eðlilega til þess að sköpunargáfunni góðu sé tekið að hrörna. Svipuð vandræði hrjá text- ana sem eru ein heljarstór hráka- smíð, hugmyndasnautt samhnoð úr flestum þeim klisjum sem dægur- lagamenningin hefur skilið eftir sig í gegnum tíðina. Ekki batnar ástandið er gluggað er í upplýsingabækling plötunnar. Þeir sem standa að þessari útgáfu eru vart skrifandi, og gildir þá einu hvert tungumálið er, íslenska eða leikurum á Sólon fyrr á árinu og það var rosalega fín stemmning. Ég vona bara að sem flestir mæti.“ - Erþetta létt tónlist? „Ég held að ég sé meira í hressari kantinum en melankolían á sinn stað i tónlistinni líka. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þarna í kvöld.“ -Koma nýjar útsetningar með nýju bandi? „Já, við höfum unnið svolítið sam- an í því og það verður nýr blær á tón- listinni sem kemur með Gulla og Anssi, það er mjög gaman.“ -Kannski hollenskari blær en var? „Ég veit ekki alveg hvað er hol- lenskt, þeir eru svo alþjóðleg þjóð. Það mætti ef til vill segja að þetta sé nokkurs konar alþjóðadjass með ís- lenskum andblæ,“ segir tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Árni Heiðar að lokum. enska. Frágangur hins ritaða orðs er fyrir neðan allar hellur og aðstandendum til skammar. Þau mál eru reyndar með ólíkindum á stundum, okkur er til dæmis sagt að upptökur hafi farið fram í „Stúdió Stöðinn" og „Grótnáman“. Slappir textarnir, sem eru á ensku, leynast inni í umslaginu og eru allir sem einn gersamlega vaðandi í stafsetningarvillum og meira að segja afreka menn að stafsetja nafn Gunnars Bjarna Ragnarsson- ar vitlaust, er sagður „Ragnar- son“?! Allt þetta væri kannski fyr- irgefanlegt ef það hefði verið sjö ára gamalt barn sem hefði séð um textainnsláttinn, (kannski var það bara sjö ára gamalt barn sem sá um innsláttinn?), því það er mér fullkomlega óskiljanlegt fullorðnir menn gangi ekki betur frá hug- verki sínu, verki sem nú er komið út á meðal almennings og verður þar í umferð um ókomin ár. Einnig ber að geta grafískrar hönnunar umslags í þessu sambandi sem er afkáraleg og slöpp í meira lagi. Spilamennska sveitarinnar er í góðu lagi, svo og hljómur plötunn- ar. Snorri er söngvari sem er vel yfir meðallagi, býr yfir mjóróma gruggrödd sem hentar lagasmíðun- um ágætlega. Það er þó lítill rokk- kraftur í stráknum og oft hljómar hann eins og litli bróðir Páls Rósin- kranz. Heildarútkoman er nokkurs konar poppuð útgáfa af Jet Black Joe og þó að lögin séu haglega samin eins og áður segir eru þau á heildina litið of andlaus og ófrum- leg til að þau veki með manni ein- hvern áhuga eða æsing. Arnar Eggert Thoroddsen FINNAR hafa löngum átt slynga jazzleikara og hafa ýmsir þeirra sótt okkur heim. Nú er Trio Töyk- eat mætt og heldur tónleika á Kaffi Reykjavík kl 20.30 í kvöld. Iiro Rantala, píanisti Trio Tökyeat, er óefað einn fremsti jazzpíanisti Evrópu um þessar mundir og þykir sérlega fær, kraftmikill og hugmyndarfkur. Með Rantala leika í tríóinu bassa- leikarinn Eerik Siikasaari, sem hér lék með Jukka Linkola á Nor- rænum útvarpsdjassdögum 1990, og trommarinn Rami Eskelinen. Tríóið hefur leikið saman í tólf ár og ferðast um veröld alla og gefið út þrjá diska og er sá fjórði vænt- anlegur. Diskar tríósins hafa náð á vinsældalista í Finnlandi, og var sá nýjasti, Sisu, í 12. sæti, en hærra hefur enginn finnskur djassdiskur náð. Skífan hefur flutt inn tónlist þeirra. Tríóið leitar víða fanga í tónlist JLfa .•. £ JPE-Nýj'* imA hreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. sinni. Náttúra Finnlands og tón- list er þeim mjög hugleikin. Vals- ar, tangóar, sömbur, blúsar og búggar skjóta upp kollinum í afar kröftugum og persónulegum stíl tríósins. () I I. () \ I) () \ PÖNTUNARSÍMI 565 3900 OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00 RAHUL PATEL SNÝR AFTUR Lifðu án ótta, reiði og einmanaleika Námskeið um hugarástand og heilsu með einum færasta heilunarsérfræðingi Bandaríkjanna, helgina 16. -17. september. Upplýsingar í síma 552 3210, www.lifandi.is Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 12.00 - 18.00 „Orðspor Rahuls og stórkostlegir hæfileikar til að snerta hjörtu fólks og hrífa það með þekkingu sinni breiðist sífellt hraðar út." -Candace Pert Ph.D. Einn af fremstu rannsóknarmönnum samtímans á sviði læknavísinda. Hún uppgötvaði taugapeptfð; amínósýrur sem tengja hugarástand við heilsufar. Námskeiðið er styrld af Liósiifandi ehf. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Árni Heiðar, Gunnlaugur, Jóel og Anssi leika Iög í hressari kantinum á Jazzhátíð í kvöld. Dauft í dálkinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.