Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Norræn ráðstefna um ferðaþjónustu NORRÆN ráðstefna um tækifæri og ógnanir sjálfbærrar ferðaþjón- ustu í dreifbýli verður haldin í Dal- víkurskóla á morgun, miðvikudaginn 6. september kl. 9. Að henni standa Háskólinn á Akureyri, Dalvíkurbyggð og At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Ferðaþjónusta er önnur stærsta atvinnugrein á Islandi og sú atvinnu- grein sem vex hvað hraðast í heimin- um. Þessi atvinnugrein er nú orðin afar mikilvægur þáttur í að treysta grundvöll fyrir byggð víðs vegar um landið. Markmið ráðstefnunnar er fyrst og fremst að kynna aðferðir þeirra sem starfa við ferðaþjónustu á Norðurlöndum í sjálfbærri ferða- mennsku í dreifbýli en einnig er markmiðið að stuðla að samstarfi á meðal þeirra og efla faglega umræðu um sjálfbæra ferðamennsku í dreif- býli. Frummælendur eru Stefán Gísla- son, Jouko Parviainen, Ritva Okk- uonen, Stein Malkenses, Per-Ake Nilsson og Hadda og Lena Zachari- assen. Ráðstefnan er liður í samnorrænu verkefni og er styrkt af svokallaðri Northem Oerphery-áætlun Evrópu- sambandsins. Þeir sem að ráðstefn- unni á Dalvík standa eru þátttakend- ur í þessu verkefni. Fundarstjóri er Arnar Már Olafs- son lektor í ferðamálafræðum við Háskólann á Akureyri en skráning fer fram hjá honum. Morgunblaðið/Helgi Jonsson Berjadagar voru haidnir f Ólafsfirði nýlega, en myndin er tekin á opn- unartónleikum þeirra. Morgimblaðið/Gunnlaugur Árnason Mörg gömul hús í Stykkishólmi eru nýtt sem orlofshús. Eigendur þeirra hafa lagt metnað í að gera húsin upp og líta þau vel út og setja svip á bæinn. Þetta hús er að Víkurgötu 7 og hefur verið endumýjað að miklu leyti og heitur pottur er kominn í garðinn. Gömul hús í Stykkishólmi vinsæl sem orlofshús Stykkishólmi - Orlofshúsum hefur fjölgað mjög í Stykkishólmi á síð- ustu árum. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri telur að 24 hús í bænum séu nýtt sem orlofshús. Mörg gömul og lítil hús hafa verið keypt til þeirra nota. Eigendur flestra hús- anna hafa lagt vinnu við að gera þau upp og líta þau því vel út. Þegar Óli Jón var spurður um hvernig honum litist á þessa þróun, sagði hann að tvær hliðar væru á málinu. Slæma hliðin vær sú að hér áður fyrr hóf ungt fólk óft sinn bú- skap í litlu og ódýru húsnæði, og því væri það erfiðara í dag. Þetta er líka slæmt vegna ástands á íbúða- markaðinum í bænum. Á meðan ekki er byggt nóg til að koma í stað- inn fyrir þau hús sem tekin eru undir orlofshús vantar íbúðarhús- næði. Að öðru leyti hef ég ekkert nema gott um þetta að segja, segir Óli Jón. Nýtt svæði við Stykkishólm skipulagt fyrir orlofshúsabyggð Eins og fram heíúr komið er vax- andi áhugi fyrir að eignast orlofs- hús í Stykkishólmi. Bæjarstjóm vill sinna þessum áhuga og styrkja or- lofshúsabyggð í Stykkishólmi. Bæj- arráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn 29. ágúst að leggja til svæði í bæjarlandinu undir orlofs- húsabyggð og mun það vætanlega svara þessari ásókn í sumarhús í Stykkishólmi og nágrenni. Nú þeg- ar liggja fyrir umsóknir frá tveimur aðilum um svæði fyrir orlofsbyggð. Umsóknirnar eru frá Skipavík í Stykkishólmi annars vegar og fjór- um einstaklingum hins vegar. Á fundi bæjarráðs var ákveðið að ganga til samninga við umsækjend- ur um iand til sumarhúsabyggðar. Svæðið, sem nú verður úthlutað fyr- ir sumarhúsabyggð, er fyrir norðan Birgisborg og sunnan Grensáss í landi Stykkishólmsbæjar Vel heppnaðir Berjadagar í Ólafsfirði Óiafsfirði - Berjadagar voru haldnir í Ólafsfirði um nýlega og er það í annað skiptið sem þessi tónlistarhá- tíð er haldin. Að sögn Arnar Magn- ússonar, eins af frumkvöðlunum, kviknaði hugmyndin um hátíðina yf- ir kaffibolla fyrir tveimur árum og þessi tími ársins varð fyrir valinu. Listamenn á Berjadögum árið 2000 voru: Bryndís Halla Gylfadótt- ir, sellóleikari; Hildigunnur Hall- dórsdóttir, fiðuleikari; Guðmundur Kristmundsson, víólu- og mandólín- leikari; Greta Guðnadóttir, fiðluleik- ari; Marta Guðrún Halldórsdóttir, söngkona; Sigrún Valgerður Gests- dóttir; Sigursveinn Magnússon, píanóleikari og Guðmundur Ólafs- son, leikari. Aðsókn á tónleikana var mjög góð og verður ekki annað sagt en að undirtektir fólksins hafi verið frá- bærar og hrifningin mikil. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Jón Óiafsson, sijórnarformaður Norðurljósa hf., gaf eldri borgurum í Reykjanesbæ pi'anó sl. sunnudag. Á myndinni er Jón ásamt fjölskyldu sinni og bræðrunum Kjartani Má og Magnúsi Kjartanssyni. Ekki hægt að eyða mink í Aðaldal vegna fjárskorts Laxamýri - Ekki er lengur hægt að eyða mink í Aðaldal þar sem allt það fjármagn sem ætlað var til eyðingarinnar er upp urið og hef- ur sveitarstjóm ákveðið að eyða ekki meira fé til þessa málaflokks þetta árið. Að undanfömu hafa borist þrjár kvartanir til Landeigendafélags Laxár og Mývatns vegna minks á bökkum árinnar og ekki hefur ver- ið hægt að kalla út veiðimann þar sem ekki er tryggt að hann geti fengið greitt fyrir verkið. Sama ástand var á svæði Laxár fyrir ári, þar sem lítið var hægt að stunda veiðar seinni hluta árs vegna peningaleysis. Hinn 21.október 1999 skrifaði oddviti hreppsins bréf til umhverfisráð- herra þar sem hann fór fram á 300.000 króna fjárveitingu til eyð- ingar minks og refs og væru ástæður umsóknarinnar hinar sérstöku aðstæður við Laxá og mikilvægi svæðisins, sem er ein- stakt í heiminum fyrir fuglalíf og auk þess alþjóðlegt vemdarsvæði. Ástæður þess að þak hefur ver- ið sett á framlag eyðingar vargs em bágar fjárhagsástæður sveit- arsjóðs Aðaldælahrepps. Svar ráðuneytisins við bréfi oddvitans hefur ekki borist, en Landeigendafélag Laxár og Mývatns sættir sig illa við að ekki sé hægt að tryggja að hægt sé að sinna minkaveiðum við ána. Félagsmiðstöðvar fá píanó að gjöf Reykjanesbæ - Sl. sunnudag var haldið hóf í Hvammi, sem er önnur tveggja félagsmiðstöðva eldri borgara í bænum, en tilefnið var að Jón Ólafsson stjórnarformaður Norðurijósa hf. gaf félags- miðstöðvunum vandað pi'anó af Yamaha-gerð. Jón er fæddur og uppalinn í Keflavík hjá ömmu sinni og afa, Jóneyju Margréti Jónsdótt- ur og Kristjáni Jónssyni, og gefur píanóið til minningar um þau hjón á 100 ára ártíð ömmu si'nnar sem fædd var 27. júlí árið 1900. Það var séra Björn Jónsson sem setti samkomuna, en hann var prestur í Keflavík frá 1952-1975. Minntist hann gömlu konunnar, blessaði hljóðfærið og óskaði íbú- um til hamingju með pi'anóið og vonaði að það yrði þeim gleðigjafi í framtíðinni. Jón Ólafsson minnt- ist uppeldisára sinna í Keflavík og afhenti síðan píanóið með þeim lokaorðum að það yrði sett niður þar sem flestir fengju að njóta. Bræðurnir Kjartan Már og Magnús Kjartanssynir sungu og spiluðu tvö lög og Skúli Skúlason forseti bæjarstjórnar þakkaði fyr- ir gjöfina fyrir hönd bæjarstjórn- ar. Hann sagði m.a. að það væri ánægjulegt hve synir bæjarfélags- ins hugsuðu með hlýhug til þess þótt þeir væru ekki lengur búsett- ir í bænum. Að athöfninni lokinni var boðið upp á kaffi og raeðlæti. Reykjanesbær rekur tvær félagsmiðstöðvar, Hvamm í Reykjanesbæ og Selið í Njarðvík, sem er yngra og stærra. Þá er einnig rekin vinnustofa í KK- húsinu sem nefnd er Smiðjan. For- stöðukona félags eldri borgara í Reykjanesbæ er Jóhanna Arn- grímsdóttir. Bolungarvík Ráðist í vatns- veitu- fram- kvæmdir Bolungarvík - Framkvæmdir við nýja vatnsveitu í Bolung- arvík hefjast á næstu vikum, áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er um 42 milljónir. „Síðan Bakki hf. hóf rækju- vinnslu í bænum, eða breytti úr bolfiskvinnslu í rækju- vinnslu, höfum við verið alveg á mörkunum með að geta sinnt einstaklingum og fyrir- tækjum með vatn,“ sagði Ól- afur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. „Rækjuiðnað- ur er einn vatnsfrekasti fisk- iðnaður sem um getur og því sáum við fram á það að þurfa að ráðast út í framkvæmdir við nýja vatnsveitu." Ólafur sagði að um helm- ingur framkvæmdakostnaðar- ins færi í að byggja nýja hreinsistöð. Yfirborðsvatn tekið úr Hlíðardal „Því miður verðum við að búa við svokallað yfirborðs- vatn sem við sækjum inn í Hlíðardal, þar sem Tunguá og Hlíðardalsá mætast. Þar verður reist vatnshreinsigám- astöð sem hreinsar vatnið áð- ur en því verður veitt um nýj- ar lagnir inn í bæinn.“ Ólafur sagði að ef fram- kvæmdimar hæfust á næstu vikum ætti þeim að ljúka fyr- ir áramót. „Vissulega er þetta stór biti fyrir bæjarsjóð, en við verðum að kyngja honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.