Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 202. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hugmynd um þjóðaratkvæði í Þýzkalandi um stækkun ESB Ráðamenn í umsóknar- ríkjum furðu lostnir Einræðisstjórn herforingjanna f Búrma herðir enn tökin Aðalstöðvum stjórnar- andstæðinara lokað uters. Rangiín. AP, AFP, Reuters. RANNSÓKNARMENN stjómar herforingja í Búrma réðust í gær til atlögu gegn aðalstöðvum helsta flokks stjórnarandstæðinga, Pjóðar- bandalagsins fyrir lýðræði, NLD, í höfuðstaðnum Rangún og var því borið við að rannsóknin væri liður f átaki gegn „hermdarverkamönnum", að sögn aðstoðarutanríkisráðherra landsins, Khin Maung Win. Skjöl voru flutt á brott úr aðalstöðvunum. Fullyrt var að nauðsynlegt væri að loka skrifstofum flokksins meðan rannsóknin stæði yfir. Win lét ummælin falla á fundum með embættismönnum ráðuneytis- ins. Sagt var að uppreisnarmenn Karena, sem er afskekktur þjóð- flokkur er lengi hefur barist fyrir sjálfstæði, og útlæg stúdentasamtök hefðu staðið fyrir samsæri með sam- tökum ungra lýðræðissinna. Hópam- ir hefðu reynt að smygla fimm sprengjum inn í landið til að nota við hryðjuverk. Um tugur hermdar- verkamanna sem komið hefði frá svæði við taílensku landamærin léki enn lausum hala. Ekki náðist samband við talsmenn stjórnarandstöðunnar í gær þar sem þeim var meinað að tala við fjölmiðla og símar þeirra lokaðir. Fyrir NLD fer Aung San Suu Kyi, sem aðfaranótt laugardags var þvinguð til að binda enda á vikulanga mótmæladvöl sína með hópi stuðn- ingsmanna í smábæ skammt frá Rangún. Suu Kyi er sögð heil á húfí og við góða heilsu. Henni var meinað að halda áfram út á landsbyggðina til að hitta að máli stjórnarandstæðinga og ákvað að neita að snúa aftur heim til Rangún. Hófst þá taugastríð hennar við herforingjana. Suu Kyi er hand- hafi friðarverðlauna Nóbels og sam- tök hennar unnu yfírburða sigur í þingkosningum 1990. Herforingja- stjómin hundsaði þá niðurstöðu og síðan hefur Suu Kyi staðið fyrir frið- samlegu andófi. Hún var árum saman í stofufangelsi og ferðafrelsi hennar hefur undanfarin ár verið mjög heft. Er fréttamenn ræddu við æðsta fulltrúa í sendiráði Bandaríkjanna í Rangún, Priscillu Clapp, í gær sagði hún að ásakanir stjómvalda um að NLD væri í tengslum við hermdar- verkamenn væm „illmannlegur til- búningur“. Klasasprengjur í Kosovo Rauði krossinn krefst hreinsunar Ósló. Morgunblaðið. Aiþjóða Rauði krossinn krefst þess í nýrri skýrslu að hætt verði að nota svonefndar klasasprengjur í hernaði og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, fyrir að hafa ekki fjarlægt slíkai- sprengjur í Kosovo, að sögn Aftenposten. Enn er mikið um slíkar leifar Kosovo-stríðsins á víðavangi og hafa alls um 150 óbreyttir borgarar slas- ast eða farist af völdum þeirra frá því að átökunum lauk í íyrra. Klasasprengjur em nokkur hundr- uð litlar sprengjur sem komið er fyrir í hylki. Er það springur dreifast smá- sprengjurnar um stórt svæði og sundrast auk þess í litlar flísar. Oft springa klasasprengjur ekki við að lenda á jörðinni. Talið er að minnst 30.000 óspmngnar smásprengjur af þessu tagi séu enn í héraðinu. Klasasprengjur eiga það sameigin- legt með hefðbundnum jarðsprengj- um að þær verða óbreyttum borgur- um að fjörtjóni löngu eftir að átökum lýkur. Erfítt er að finna þær og eyða þeim. Böm era í sérstaklega mikilli hættu. Þær springa við létta snert- ingu, ekki er hægt að aftengja þær eða leita þær uppi með tækjum eða hundum. Aðeins er hægt að sprengja þær á staðnum ef þær finnast í tæka tíð. Rauði krossinn gagnrýnir NATO fyrir aðgerðaleysi við sprengjuleit og segir auk þess að bandalagið hafi ekki veitt stofnunum sem gera út leit- armenn nægilegar upplýsingar. Þeir þurfi að fá að vita hvar í héraðinu slíkum sprengjum hafi verið varpað. Páfi ver blessun forvera síns Vatíkanið. AFP, AP. JÓHANNES Páll II páfí varði í dag þá ákvörðun að taka Píus páfa niunda í tölu „blessaðra", en það er forstig þess að vera tekinn í dýrlingatölu. Páfi tilkynnti á sunnudag um blessun Píusar og Jóhannesar páfa XXIII, sem nefndur var „hinn góði“, en Jóhannes Páll blessun hins páfi fyrmefnda hefur verið harðlega gagnrýnd, einkum af samtökum gyðinga. Píus níundi sat á páfastóli frá 1846 til 1878. Hann þótti strangur og íhaldssamur, en hann gaf til dæmis út umdeilda skrá yfir „rang- ar skoðanir“, þar sem meðal annars var að finna sósíalisma, frjálslynd- isstefnu, raunhyggju og framfara- hyggju, auk þess sem siðmenning samtímans var fordæmd í heild sinni. Hann fyrirskipaði að gyðing- ar í Róm skyldu búa í afmörkuðum gettóum og hann er sagður hafa líkt þeim við hunda. Ymis samtök gyðinga, þar á með- al Wiesenthal-stofnunin, hafa vcgna þessa harðlega gagnrýnt blessun Píusar. Margir segja hana vera svartan blett á embættistíð Jó- hannesar Páls páfa, sem hefur lagt áherslu á að bæta samskipti kaþ- ólsku kirkjunnar við gyðinga og baðst fyrr á þessu ári afsökunar á misgjörðum kaþólskra gegn gyð- ingum á Iiðnum öldum. „Misskilinn maður“ Páfi brást til varnar í gær og sagði að Píus níundi hefði verið „misskilinn maður sem sýndi óvin- um sínum ávallt miskunnsemi“. Hann svaraði gagnrýni gyðinga ekki beint, en sagði að forveri sinn hefði setið á páfastóli á erfiðum tímum. Páfi lagði áherslu á að Píus níundi hefði verið einlægur trú- maður. AP Mótmæla álögum á eldsneyti FRANSKIR vörubflstjórar mót- mæltu í gær hækkunum á bensíni og olíu með því að stöðva umferð við ohuhreinsunarstöðvar og birgðastöðvar um allt landið. Víða mynduðust langar biðraðir er bíl- eigendur flýttu sér að reyna að fá áfyllingu áður en allt væri upp- urið. Bændur, leigubflstjórar og sjúkrabflstjórar gengu víða í lið með vörubflstjórum. Viðræður voru hafnar milli fulltrúa mót- mælenda og embættismanna í samgöngumálaráðuneytinu í Par- ís en þær fóru út um þúfur. Þess er krafist að stjórnvöld lækki álögur á eldsneyti. Á myndinni sést bóndi í Valence reka um 250 kindur um göturnar til að mót- mæla háu eldsneytisverði. RÁÐAMENN ríkja í Mið- og Aust- ur-Evrópu, sem sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu, lýstu í gær furðu sinni yfir ummælum Þjóðverj- ans Gunters Verheugens, sem fer með stækkunarmál ESB í fram- kvæmdastjórn sambandsins, um að skynsamlegt væri að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslna í Þýzkalandi um stækkun sambandsins til austurs. Reynt var að draga úr ummælum Verheugens í gær. Stjórnmálamenn í tveimur um- sóknarríkjum um ESB-aðild gagn- rýndu ummælin opinberlega, en þau ollu þó ekki síður titringi í höfuð- borgum aðildarríkja sambandsins, einkum í Berlín. Ungverski þingfor- setinn Janos Ader hafði einhver gagnrýnustu orðin um hugmynd Verheugens. Sagði Ader þau sýna að Evrópusambandið skorti heildar- stefnu hvað varðar stækkunarmálin. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, lýsti því yfir að það kæmi ekki til greina að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í Þýzkalandi. Gerhard Schröder kanzlari fullyrti að ESB yrði tilbúið til að taka inn ný aðildarríki árið 2003 og Fischer lýsti sig í gær fylgjandi því að slegið yrði föstu fyrir lok árs- ins, hvenær næstu áfangar stækkun- arinnai- kæmu til framkvæmda. Fyrstu umsóknarríkin sem fengju inngöngu yrðu að fá hana í seinasta lagi um áramótin 2004-2005. Verheugen kom deilunni af stað með viðtali í Siiddeutsche Zeitung á laugardag, þar sem hann sagði, að- spurður hvort hann teldi skynsam- legt að Þjóðverjar fengju að greiða atkvæði um stækkun ESB: „Þetta væri áhætta, en ég myndi styðja það.“ Talsmaður Verheugens í Brassel, Jean-Christophe Filori, reyndi að draga úr vægi ummælanna í gær með því að leggja áherzlu á að þetta væri persónuleg skoðun Verheugens en ekki stefna ESB. MORGUNBLAÐHJ 5. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.