Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Vel heppnuð Ljósanótt í Reykjanesbæ GÓÐ stemmning ríkti í Reykja- nesbæ á laugardag, þegar tíu þús- und manns skemmtu á svokallaðri Ljósanótt í bænum. Á laugar- dagskvöldið var útilistaverkið Bergið afhjúpað, þegar tendrað var á sérhönnuðum ljósabúnaði sem lýsir Bergið í Reykjanesbæ upp, en hugmyndina að listaverk- inu átti Steinþór Jónsson, hótel- stjóri og formaður undirbúnings- nefndar Ljósanætur. Ljósanóttin tókst síðan vonum framar, að sögn aðstandenda, og sagðist Steinþór Jónsson aldrei hafa upplifað annað eins. Veðrið lék við fólkið aílan tímann og al- menn og góð þátttaka var í allri dagskránni, ;sem hófst klukkan tvö á laugátílág. Þá voru verslan- ir og þjónústufyrirtæki með opið hús, og vígð var ný hjólabretta- braut fyrir börn og unglinga, sem safnað var fyrir samhliða fjár- söfnun fyrir hátíðina. Eftir kvölmat tók fólk siðan að safnast saman við höfnina, þar sem bryggjusöngur tókst alveg glimrandi vel, að sögn Steinþórs, og var fólk í ekta stuði. Að söngn- um loknum færði fólk sig yfír á bakkann til að horfa á þegar kveikt yrði á lýsingunni á Berg- inu. Þegar ljósin höfðu tendrast tók við flugeldasýning, en hætta varð við fyrirhugaðar bátaferðir meðfram Berginu, þar sem mann- fjöldinn var hreinlega of mikill til að hægt væri að fara slíkar ferðir. Þráðlaust sendi- kerfí sett upp á háskólasvæðinu STEFNT ei' að því að setja upp staðarnetssenda á valda staði á Há- skólasvæðinu á þessu misseri. Það þýðir að studentar með fartölvur munu getað komist inn á Netið og inn á sitt heimasvæði í háskólanum frá ýmsum stöðum á háskólasvæð- inu, þráðlaust. Þi'áðlaust sendikerfi mun minnka álag á þau tölvuver sem fyrir eru auk þess sem möguleikar á notkun tölva í kennslu stóraukast. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi Stúdentaráðs í gærmorgun. Á fundinum voru einnig kynntir samn- ingar Stúdentaráðs við Nýherja og Opin kerfi sem skrifað var undir á fundinum. Fyrirtækin munu bjóða stúdentum og starfsfólki háskólans fartölvur á hagstæðum kjörum. Páll Skúlason, rektor Háskóla Is- lands, þakkaði stúdentum fyrir frumkvæði sitt í málinu en Stúdentaráð leitaði tilboða í far- tvölvur hjá öllum helstu tölvufyrir- tækjum landsins enda fartölvueign forsenda fyrir því að hægt verði að nýta fartölvur í kennslu. Netið nýtt til miðlunar kennsluefnis Að sögn Hauks Þórs Hannesson- ar, framkvæmdastjóra Stúdenta- ráðs, er talsvert um að háskólakenn- arar séu farnir að nýta sér Netið til miðlunar kennsluefnis og með vænt- anlegu staðarneti koma nemendur til með að geta nýtt sér þau gögn beint í kennslustundum. Þar fyrir utan komi nemendur til með að geta nýtt sér fartölvur til að taka niður glósur. „Það er stefnt að því að setja stað- arnetið fyrst upp í fjölmennum kennslustofum eins og í Háskólabíó, Odda ogVRII en framtíðarsýnin er sú að það verði um allt háskólasvæð- ið þannig að nemendur, kennarar og starfsfólk verði alls staðar net- tengt,“ segir Haukur. Hann segir Reiknistofnun Há- skólans nú vera að fara yfir útfærslu málsins en Háskólinn hefur gefið vilyrði fyrir fjárframlagi til að setja staðarnetið upp. Haukur segir að meðal þess sem verið sé að skoða núna sé rafvæðing kennslustofa. „Það er helmingur af tæknilegu út- færslunni. Það þarf að vera hægt að setja tölvurnar í samband í stofun- um. Það fer eftir aðstöðu í húsunum hversu erfítt er að koma þessu í gagnið. Það hefur reyndar líka verið talað um að setja upp hleðslukassa fyrir tölvurnar. En staðarnetin sjálf ættu að koma upp fljótlega þó ekki sé komin nákvæm tímasetning á málin.“ Haukur segir að frumkvæði að staðamétinu og fartölvusamningun- um hafi komið frá Stúdentaráði. „Við munum halda áfram að þrýsta á að unnið verði að uppsetningu staðarnetsins á háskólasvæðinu eins fljótt og auðið er.“ Hafrannsóknastofnun/Birgir Stefánsson Búrhvelið sem rak á íjörur í Hrútafírði í síðustu viku er stór tarfur. Vilja hvalinn burt BÚRHVELI rak á fjörur í Hrúta- firði í landi Valdasteinsstaða í Bæj- arhreppi fyrir rúmri viku, eftir að hvalurinn hafði verið á svamli í firð- inum í nokkra daga og að lokum tek- ið stefnuna í land. Hræið af hvalnum er illa staðsett, bæði gagnvart byggð og þá liggur hvalurinn í mynni tveggja laxveiðiáa. Heimamenn hafa því verið í sam- bandi við Landhelgisgæsluna og verktaka um að koma hræinu í burtu, hvort sem hvalurinn verður dreginn á haf út eða reynt að urða hann á staðnum. Starfsmenn Hafró tóku fjölda sýna úr hvalnum, sem er nokkuð stór tarfur og virðist fullorð- inn, en eftir er að vinna úr upplýsing- unum og því ekki vitað neitt nánar um þetta stórhveli. Að sögn Gísla Víkingssonar, sérfræðings Hafrann- sóknastofnunar, er tiltölulega al- gengt að búrhveli gangi á land á þennan hátt. Slíkt gerist alltaf nokkrum sinnum á ári, en ekki er þó alltaf vitað, líkt og í þessu tilfelli, hvort að hvalinn hafi rekið lifandi eða dauðan á land. Þ>j|é(niyis;tai iniúiinnieF eiitti! Toyota Land Cruser 90 3.0, fskd. 26. 9. 1997, ekin 109 þ. km, hvítur, krókur og tengi, diesel. Verð 2.690 þ. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar ki. 12-16 , BÍLAÞINGjflEKLU Ni/mzk e- 'rtf í notu?vrvi bílurvif Laugavegi 174,105 Reykjavik, sími 569-5500 www.Wli3liiing.f3 * www.&íliátíifíT'g.te • if»v*w..íi'ífs1:íiín'g,f3 Alþjóðlegt málþing um öryggismál hefst á morgun Búist við um 350 gestum á ráðstefnuna ALÞJÓÐLEGT málþing um örygg- ismál á Norður-Atlantshafi, sem rík- isstjórn íslands og Atlantshafsher- stjómar Atlantshafsbandalagsins (SACLANT) standa að, hefst á morgun í Borgarleikhúsinu. Um 350 gestir hafa skráð sig á ráðstefnuna. Á málþinginu munu fyrirlesarar frá Norður-Ameríku og Evrópu m.a. fjalla um breytta stöðu og hlutverk Atlantshafsbandalagsins á tímum aukinnar hnattvæðingar og um framtíð öryggismála á N orður-Atlantshafí. Efnt verður til móttöku í Ráðhús- inu i kvöld fyrir ráðstefnugesti en sjálft málþingið, sem stendur yfir í tvo daga, verður sett í Borgarleik- húsinu á morgun. William F. Kem- an, hershöfðingi og nýr yfirmaður Atlantshafsherstjómar NATO, setur ráðstefnuna kl. 8.45 og að því loknu mun Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra flytja opnunarræðu mál- þingsins og fjalla um Atlantshafs- tengslin og skilgreiningu þeirra. Fjöldi þekktra áhrifamanna og sérfræðinga á sviði öryggismála flyt- ur erindi á ráðstefnunni en þær breytingar hafa hins vegar orðið á dagskránni að nokkrir þátttakenda sem gert hafði verið ráð fyrir að flyttu erindi á málþinginu koma ekki. Er m.a ljóst að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, Charlene Barshefsky, viðskiptafull- trúi Bandaríkjastjómar, Jamie Shea, talsmaður NATO, og Richard Danzig, flotamálaráðherra Banda- ríkjanna, verða ekki meðal fyrirles- ara á málþinginu eins og áður hafði verið reiknað með. Meðal fjölmargra fyrirlesara á málþinginu verða dr. Sergei M. Rog- ov, framkvæmdastjóri bandarísk- kanadísku stofnunarinnar í Moskvu, George Robertson, aðalfram- kvæmdastjóri NATO, William J. Perry, fyrrv. vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, Hans Hækkerup, vamarmálaráðherra Danmerkur, og dr. Josef Joffe, ritstjóri Die Zeit, auk annarra áhrifamanna og fræðimanna á sviði öryggismála. Nokkur fjöldi blaða- og frétta- manna frá Norður-Ameríku og Evrópu hefur boðað komu sína til að fylgjast með málþinginu, skv. upp- lýsingum sem fengust í utanríkisráðuneytinu. Þyrla sótti slasaðan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sótti í gærmorgun slasaðan sjómann um borð í japanskt túnveiðiskip suðvestur af landinu. Maðurinn missti annan fótinn neð- an við hné í vinnuslysi um borð í skipinu í fyrrakvöld. Japanska skipið, Koei Maru, hef- ur verið við túnfiskveiðar rétt utan íslensku lögsögunnar suður af land- inu. Þyrla frá Varnarliðinu flaug að skipinu eftir slysið í fyrrakvöld en það var þá statt um 300 rnílur frá Iandinu, en gat ekki athafnað sig vegna veðurs og varð frá að hverfa. TF-LÍF fór síðan af stað í gær- morgun en þá var skipið um 200 sjómflur frá landi. Vel gekk að ná manninum um borð íþyrluna og tók leiðangurinn um þrjár klukku- stundir. Sjómaðurinn var lagður inn á Landspftalann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.