Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBiiAÐIÐ LISTIR Indriði G. Þorsteinsson Eftir Jóhann Hjálmarsson UM MIÐJAN sjötta átatuginn kom út skáldsaga Indriða G. Þorsteins- sonar, Sjötíu og níu af stöðinni (1955), og vakti mikla athygli. Eftir Indriða höfðu áður komið smásögur sem birtust í Sæluviku (1951) svo að hann kom ekki algjörlega á óvart. Sjötíu og níu af stöðinni var með einhveij- um hætti ný saga, tímamótaverk. Indriði hafði greinilega gengið í skóla hjá bandarískum höfundum, flestir sögðu Hemingway, og höfðu ekki rangt fyrir sér. En hann hafði líka gægst í skáldsögur Steinbecks og Caldwells eins og hann minnti sálfur á í nýlegu sjonvarpsviðtali. Þessir bandarísku höfundar orkuðu á Indriða vegna þess að hann fann til skyldleika með þeim. Hann var líkur þeim. Halldór Laxness hafði þýtt Vopnin kvödd og gerði það á þann hátt að hann hafnaði sjálf- um sér og varð Hemingway. Ekkert í þessari merkilegu skáldsögu minnir á Laxness. Hún er bara Hemingway. Það var þess vegna rangt hjá Indriða að þýðing Halldórs hafi orðið Halldór. Hvergi er hann minni Halldór en í þessari þýðingu. Indriði G. Þorsteinsson heillaðist af banda- rískum höfundum og þeir áttu vel við hann. Sumir þessara höfunda höfðu alist upp við blaðamennsku og hraða eins og Indriði sjálf- ur. Hann var áreiðanlega einn af merkari blaðamönnum liðinnar aldar, hrærðist í því sem var að gerast og lét sér annt um svipting- ar lífsins. Það skaðaði hann ekki. í Sjötíu og níu af stöðinni, Þeir sem guðimir elska (1957) og Landi og sonum (1963), skrif- aði Indriði sögu kynslóðar sinnar sem var svikin og tætt. Henni var kastað inn í samtím- ann, Nútímann með stórum staf, án þess að vilja. Allar þessar bækur eru afburðavel skrifað- ar og Þjófur í Paradís (1967) og Norðan við stríð (1971) eru jafnvel enn betur gerðar og á þeim meistaralegt snið. Stundum var látið að því liggja að Indriði G. Þorsteinsson væri búinn að skrifa sitt helsta og ekkert væri eftir. Það var mikill misskiln- ingur. Skáldsaga hans, Keimur af sumri (1987), er ein af bestu bókum hans, ljóðræn og með þeim þokka að maður fær tækifæri til að lesa í málið og skilja, hver lesandi með sínum hætti. Indriði G. Þorseinsson vakti íyrst verulega athygli með smásögum sínum. Hann var einn þeirra höfunda, og sennilega fremstur þeirra allra, sem endurvakti smásöguna á sjötta ára- tugnum. Nefna má Geir Kristjánsson og Jón Dan, Jón Óskar, Ástu Sigurðardóttur og fleiri. Það var þannig með Indriða að menn voru J y Sögur hans gerast 1 stflnum og andrúminu með sérkennilegum hætti.£ i sólgnir í að lesa hann. Hann hitti oft- ast á æð, söguefni hans komu öllum við. I smásögunum þar sem hann er bestur, eins og í Kynslóð 1943, nær hann bestum árangri í því ósagða. Hann kann að vekja hughrif og grun sem gera fábreytileg söguefni að stór- tíðindum. Sumar smásögur hans eru með því besta í prósa sem skrifað hef- ur verið á tuttugustu öld og sumt í skáldsögunum. Maðurinn Indriði G. Þorsteinsson var svolítil ráðgáta. Hið alþýðlega við- mót hans var ekki við hæfí í hópi menntamanna og skoðanir hans oft furðu djarflegar og mótsagnakenndar af svo miklum höfundi. Hann vildi vera hann sjálfur og ekki láta segja sér fýrir verkum. Stundum þótti mér hann ekki vanda til áhafnar á skút- unni. Þetta gat valdið ágreiningi. Aft- ur á móti gleymdist allt slíkt þegar við hittumst. Síðustu samskipti okkar voru þegar unnið var að Hagalínsbl- aði Morgunblaðsins og hann skrifaði eins og þegar hann var ungur, kjaftfor og rökvís. Það gladdi mig að fmna hve mikill kraftur bjó með honum. Hann var góður drengur og fyrir- gafst margt. Enginn var betri félagi og umhyggjusamari. En undir hinu lygna yfírborði ólgaði og hann hefði aldrei sætt sig við að bíða ósigur. Ungur maður hreifst hann af stílmeisturum eins og Þórbergi, Halldóri Laxness og Stefáni Bjarman. Hann vildi vera slíkur meistari og varð það. Sögur hans gerast í stílnum og and- rúminu með sérkennilegum hætti. Það besta sem hann skrifaði þurfa menn að lesa og til- einka sér. Stefán Baldursson þjóðleikhússljóri „Endurskoða velvilja okkar og örlæti“ STARFSÁR Þjóðleikhússins leikár- ið 2000-2001 hófst með formlegum hætti í gær með hefðbundinni sam- komu starfsmanna leikhússins og ávarpi Stefáns Baldurssonar þjóð- leikhússtjóra. Fjórir hafa bæst í hóp fastráðinna leikara frá fyrra ári en þau eru Atli Rafn Sigurðarson, Hjalti Rögnvaldsson, Kjartan Guð- jónsson og Nanna Kristín Magnús- dóttir. Stefán vék í upphafi ávarps síns að þeim góðu viðtökum sem sýningin á Sjálfstæðu fólki hlaut á heimssýn- ingunni Expo 2000 í Hannover hinn 30. ágúst sl. Hann tók dæmi af þeirri sýningu sem vel heppnuðum árangri af samstarfi allra þeirra sem að komu og hversu mikilvægt slíkt sam- starf og samstaða væri öllu starfi í leikhúsinu. „Það er líka mikilvægara en nokkru sinni að við höldum sam- stöðu okkar hér í starfi og eflum hana, þegar ýmsir aðilar reyna að veitast að orðstí leikhússins með óvönduðum vinnubrögðum og rógs- herferð eins og Dagblaðið og fleiri fjölmiðlar gerðu á dögunum. “ sagði Stefán. Ennfremur sagði hann. „Það hefur verið stefna mín og okkar hér í húsinu að leyfa listafólki hússins að taka þátt í einstökum verkefnum ut- an leikhússins, þegar slíkt rekst ekki á önnur störf þeirra hér við húsið. Þetta hef ég talið mikilvægan þátt í starfi okkar sem þjóðleikhúss að efla þannig leiklistina í heild sinni, styðja og styrkja þá sem minna mega sín, litla leikhópa og minni leikhús. Eg fullyrði að leikhús eins og Loftkastalinn og nú síðast Leikfélag Islands væru tæplega starfandi í dag ef Þjóðleikhúsið hefði ekki léð þeim jafn marga listamenn til starfa og raun ber vitni. Þess vegna er það umhugsunar- á regnfatnaði fyrir börn og ungHnga 4 tdW'i Faxafeni 12 • Reykjavík • Sími: 588 6600 Glerárgötu 32 • Akureyri • Sími: 461 3017 Söluaðilar um allt land Starfsmenn Þjóðleikhússins 2000-2001. efni, hvort við þurfum ekki að endur- skoða þennan velvilja okkar og ör- læti í Ijósi nýjustu atburða,“ sagði Stefán. „Þegar farið er að snúa þessu gegn okkur sjálfum, er vissulega spuming hvort við verðum ekki að grípa til nýrra aðferða í samskiptum við önnur leikhús og leikflokka. Fyrir tveimur árum var samþykkt í þjóðleikhúsráði sú regla að aldrei skyldi lánaður nema einn leikari í sömu sýningu utan leikhússins. Eg tel hins vegar fi'áleitt að halda áfram slíkri „útlánastarfsemi" ef viðkom- andi leikhús eða leikhópar fara að slá upp viðkomandi leikiuum á okkar kostnað eða sem sínum liðsmönnum í einhvers konar samanburði við Þjóð- leikhúsið. Landslagið í leikhúsheiminum er óneitanlega að breytast. Með sam- einingu Leikfélags íslands og Loft- kastalans er í fyrsta skipti orðið til leikhús hér á landi, sem ófeimið kall- ar sig kommersíal eða vinsældaleik- Morgunblaðið/Arnaldur hús, sem hefur það eitt yfirlýsta markmið - eftir viðtölum að dæma -að ná í sem flesta áhorfendur, selja sem flesta aðgöngumiða og allt gott um það. Þau sjónarmið hafa heyrst úr þessum herbúðum að stóru leikhús- in, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, eigi frekar að einbeita sér að alvar- legri og þyngri verkum, klassík og þess háttar en láta litlu leikhúsin um léttmetið. Annars tel ég vafasamt og í raun fáránlegt að flokka leiksýning- ar og verkefni of stíft, góð leiksýn- ing, hvort heldur er á háalvarlegu sí- gildu verki eða léttvægum farsa þarf að vinnast af metnaði og eftirfylgju þannig að eina viðmiðunin sé gæða- viðmiðun. Þjóðleikhúsið hlýtur sem fyrr að leggja sig fram við að vera í farar- broddi hvað metnað, gæði og árang- ur varðar,“ sagði Stefán í niðurlagi ávarps síns til starfsmanna Þjóðleik- hússins. Nýjar bækur • HUGSUN og menntun er eftir bandaríska heimspekinginn og menntafrömuðinn John Dewey. Bókin er talin sígilt verk í kennslu- og menntunarfræðum, í anda vísinda og verkhyggju, og hefur haft mikil áhrif á kennsluhætti í Bandaríkjun- um og víðar. I bókinni kemur fram það grundvallarviðhorf höfundar að hugsun skipti höfuðmáli í skólastarfi og þess vegna sé mikilvægt að byrja snemma að þjálfa hugsun barna til þess að góðar og djúpstæðar hugs- unarvenjur myndist. I staðinn fyrir nám þar sem minnisþrautir skipa öndvegi ætti skólinn að hafa vísinda- legan hugsunarhátt að leiðarljósi og leggja áherslu á hugmyndir, tilgátur og tUraunir. I fræðilega hluta bókar- innar er m.a. frumleg greining á ígrundaðri hugsun og nýstárleg um- fjöllun um hugmyndir, tilgátur og til- raunir. Gunnar Ragnarsson sá um ís- lenska þýðingu og ritaði inngang og skýringar. Um kápuhönnun önnuð- ust Jón Reykdal og Nanna Reykdal. Utgefandi er Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands. Bókin var prentuð hjá prentsmiðjunni Odda hf. en Heiðrún Kristjánsdóttir hafði umsjón með útgáfunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.