Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 45 um Maríu og fjölskyldunni allri ein- lægar samúðarkveðjur. Gísli Konráðsson. Ég hef þekkt Guðfinn í rúm 30 ár og það af góðu einu saman. Hann átti sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvar- innar hf. frá 1965 til 1995, þar af var hann formaður frá 1977 til 1991. Við andlát föður míns öðlaðist ég sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar við hlið Guðfinns. Ég lærði snemma að meta manngildi hans og það sem hann stóð fyrir. Hann var traustur og heiðarlegur maður og vildi láta gott eitt af sér leiða. Guðfinnur var framarlega á veg- um Vestfirðinga sem einn af þeirra fremstu mönnum í fiskvinnslu og út- gerð og á þeim tíma voru það mikil umsvif. Hann beitti sér fyrir mörg- um nýjungum í sjávarútvegi, sér- staklega í vinnslu og sölumálum af- urðanna. Það var heiður að vera með Guð- finni í stjórn Tryggingamiðstöðvar- innar. Hann var tillögugóður og var vakinn og sofinn yfir velferð Trygg- ingamiðstöðvarinnar og talaði máli félagsins þegar aðstæður leyfðu. Samstarf hans sem stjórnarfor- manns við Gísla Ólafsson og Gunnar Felixson, forstjóra félagsins, var alla tíð einstaklega gott sem varð til þess að þetta var skemmtilegur og árang- ursríkur tími. Ég vil að lokum senda Maríu og ættingjum Guðfinns innilegar sam- úðarkveðjur og bið Guð að blessa þau. Sigurður Einarsson, Vestmannaeyjum. Þegar ég starfaði hjá Hampiðj- unni kynntist ég Bolungarvíkurfeðg- um, þeim Einari Guðfinnssyni og Guðfinni syni hans. Þeir voru hlut- hafar og tryggir stuðningsmenn Hampiðjunnar sem stóð eitt fárra fyrirtækja óverndað í harðri sam- keppni við innflutning. Þeir vildu efla innlenda fram- leiðslu ef skynsamlegt var. Auk þess sem við nutum góðra viðskipta við Einar Guðfinnsson hf., studdi fyrir- tækið okkur í vöruþróun og prófun nýrra aðferða til þess að ná betri árangri í veiðunum. E.G. var í fararbroddi hvað varð- aði tækni við veiðar og vinnslu og þannig starfaði Guðfinnur öll árin sem við unnum saman, hvort sem það varðaði hans eigið fyrirtæki eða Coldwater; alltaf var verið að leita að nýjum og betri lausnum enda var hann nýjungagjarn að eðlisfari. Ég held að ég hafi tæplega hitt samviskusamari og vinnusamari mann en Guðfinn. Til marks um það var svarið við þeirri spurningu, hvort hann hefði alltaf verið lítið fyrir áfengi: „Pabbi trúði mér fyrir miklu, ungum að árum. Ég vildi ekki bregð- ast honum og var því alltaf allsgáð- ur.“ Guðfinnur var stjórnarformaður Coldwater 1984, þegar stjórnin réð mig til starfa í Bandaríkjunum. Sam- starf okkar var ávallt mjög gott en hann var áhugasamur um vöxt og viðgang félagsins. A meðan hann var við stjórnar- formennsku voru sveiflur í rekstri fyrirtækisins eins og hjá öðrum sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Við yfirmenn Coldwater vissum alltaf að við gæt- um treyst á sanngirni Guðfinns þeg- ar erfiðleikar steðjuðu að. Á þessum árum var Sölumiðstöðin ekki orðin hlutafélag og höfðu sölu- fyrirtækin þær skyldur fyrst og fremst að „koma framleiðslu eig- endanna í verð“. Mikilvægt vai’ fyrir okkur, að við skildum hvað var að gerast hjá framleiðendunum og hvert hugur þeirra stefndi með framleiðslu. Þekking Guðfinns og ár- vekni yfir fyrirtæki sínu og náið samstarf við aðra framleiðendur veitti okkur ómetanlegar upplýsing- ar sem ég er viss um að stuðluðu oft að betri ákvörðunum. Hann vildi að við værum í fremstu röð með það nýjasta og besta, bæði hvað varðaði framleiðslutækni og afurðir. Við vissum vel af því ef honum fannst að keppinautarnir væru að fai-a fram úr okkur. Stjómendur Coldwater, bæði íslenskir og bandarískir, lögðu við hlustir þegar Guðfinnur lagði til mál- anna. Til að efla sölustarfið var þá, eins og nú, mikilvægum viðskipta- vinum boðið til Islands til að kynnast framleiðendum og framleiðslunni af eigin raun. Betri fulltrúa fyrir fyrir- tækið og íslenska framleiðendur og rneiri höfðingja heim að sækja var ekki hægt að hugsa sér en þau hjón, Maríu og Guðfinn í Bolungarvík. Það vitum við af eigin raun og ummælum gestanna. E.G. lenti eins og mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum þegar þorsk- veiðar drógust snögglega saman. Erfiðleikarnir lögðust afar þungt á Guðfinn sem þurfti að búa við þá erf- iðu raun að rekstur þessa máttar- stólpa atvinnulífsins í Bolungarvík stöðvaðist. Þá missti Coldwater góð- an framleiðanda. Því miður var ekki komið það verðmat á aflaheimildir sem síðar varð en fyrirtækið hafði ávallt lagt mikla áherslu á að tryggja sér þær. Ef svo hefði verið, hefði hagur fyrir- tækisins verið annar, eins og Guð- finnur orðaði það síðar. Guðfinnur og María fluttust síðan suður og komu sér upp fallegu heim- ili í Hafnarfirði þar sem maður fékk sömu góðu móttökurnar og fyrir vestan. Þau voru samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og það leyndi sér ekki hvað þeim þótti vænt hvoru um annað. Þegar Guðfinnur kenndi sér hjartameins öðru sinni og lenti í erfiðri læknismeðferð, sannaðist enn kjarkurinn og dugnaðurinn við að þjálfa sig upp og ná góðri heilsu á ný, því að það sem hægt var að ráða við, það gat Guðfinnur. Annar sjúkdómur sótti á hann sem því miður enginn ásetningur eða lækning fær við ráðið. Það fór ekki fram hjá mér hversu vel fjölskyldan, og þá sérstaklega María, annaðist Guðfinn í þessum erfiðu veikindum sem að lokum lauk með því að hann fékk hvíldina, með fjölskylduna hjá sér, en hún var honum kærari en allt annað. Um leið og ég vil kveðja sann- gjarnan og staðfastan yfirmann, en fyrst og fremst góðan vin, viljum við Edda Birna votta Maríu og börnun- um okkar dýpstu samúð. Samstarfsmennimir í Bandaríkj- unum hafa beðið fyrir samúðar- kveðju til Maríu og fjölskyldunnar. Þeir minnast stjórnarformannsins sem vildi fyrirtækinu allt hið besta, hélt þeim við efnið en reyndist þeim samt alltaf traustur stuðningsmaður og vinur. Blessuð sé minning Guðfinns Einarssonar. Magnús Gústafsson. Þegar ég var bam var ég oft í þeim sérkennilegu halarófum og hersingum barna í þorpinu sem fylgdu Guðfinni Einarssyni frænda mínum. Það var setið fyrir honum. Þegar hann gekk út af skrifstofunni, e.t.v. á leið heim í hádegisverð, dreif umsvifalaust að honum barnaskara, sem fannst ekkert sjáfsagðara en að ganga með honum þennan spöl. Þetta hefur verið sérkennilegt að sjá, hann hávaxinn og teinréttur, virðulegur og rólegur, heimsborgari í íslensku sjávarþorpi og ræddi við okkur börnin af mikilli vinsemd. Við krakkarnir, vinir hans, sjálfsagt ærslafuliir í sól bernskunnar, maður sjálfur kannski klæddur af afa sínum þann morguninn í stóra ullarhúfu og stígvél við úthverfan sparikjól. Oft lét hersingin ekki staðar numið við heimili hans, heldur fór með inn til Maríu, þar sem við vomm velkomin. Alla tíð stóð heimili Guðfinns og Maríu okkur systkinunum af Ægi- síðunni opið, vinum okkar og vinum þeirra, gestrisnin og góðvildin án takmarka. Þar var alltaf gaman að koma. María fékk ómælda kímnigáfu í náðargjöf, hafði sama vakandi og lifandi áhuga á þjóðmálum og Guð- finnur og vora samræður því oft mjög skemmtilegar. Það fylgdi því mikil öryggiskennd að eiga þau hjón að vinum, að eiga þau alltaf að. Guðfinnur var stóri bróðir mömmu og var vinátta þeirra alla tíð sterk. Hann var traustur, heill og góðviljaður. Hann tók snemma á sig mikla ábyrgð við rekstur stórs fyrir- tækis, en átti einhvern veginn alltaf eitthvað afgangs af tíma sínum og orku fyrir okkur Ægisíðusystkinin. Hlýjar minningar munu varðveitast, og við búum alltaf að þeim áhrifum sem hann hafði á okkur. Maríu, Einari Kristni, Haraldi, Guðrúnu og öðram aðstandendum er vottuð dýpsta samúð. Ragnheiður Haraldsdóttir. Þegar sumri tók að halla og sólin að lækka á lofti kvaddi Guðfinnur Einarsson þetta jarðlíf en hann lézt á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. ágúst sl. á 78. aldursári. Hann hafði átt við veik- indi að stríða seinustu árin en kallið kom þó óneitanlega óvænt og skyndilega. Það er eins og stunda- glasið hafi stöðvast stundarkorn og minningar frá liðnum áram hrannast upp. Löngu og merku ævistarfi er lokið. Guðfinnur var fæddur í Hnífsdal 17. október 1922 en á þriðja ald- ursári fluttist hann með foreldram sínum til Bolungarvíkur og þar var starfsvettvangur hans. Við voram systkinasynir. Samband þeirra systkinanna, Einars, föður Guðfinns og Kristínar, móður minnar, var ein- staklega kært og náið alla tíð. Eftir að Einar og fjölskylda hans fluttust til Bolungarvíkur og foreldrar mínir stofnuðu heimili á ísafirði lágu gagn- vegir milli þessara tveggja heimila. Ég kynntist Guðfinnifrænda mínum því strax á bernskuáram mínum. Síðar á lífsleiðinni áttum við eftir að rækta náinn vinskap og hafa sam- starf á ýmsum sviðum um áratuga- skeið. Guðfinnur ólst upp í stórri fjöl- skyldu, elztur átta systkina. Fljót- lega komu í Ijós forystuhæfileikar hans og fjölþætt sköpunarhæfni. Hann var í senn alvöra- og gleðimað- ur og vakti snemma traust samferða- manna sinna. Þótti hverju því verki, sem hann tók að sér, vel borgið. En hann var einnig glaðsinna og kunni vel að gleðjast í góðra vina hópi. Hann var söngvinn, hafði fallega ten- órrödd og naut þess að taka þátt í kórsöng og söng með kóram í Bol- ungarvík í áratugi. Ekki síður hafði hann mikla ánægju af að leiða fjölda- söng á góðum stundum með fjöl- skyldu og vinum. Ungur að áram fór Guðfinnur að leggja foður sínum lið við rekstur fyrirtækja hans í Bolung- arvík. Einar, faðir hans, var skaprík- ur maður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín en ekki síður til bama sinna. Fljótlega hlóðust því á Guð- finn margvísleg störf, bæði tengd at- vinnurekstri þeirra feðga en ekki síður tengd þróun samfélagsins í Bolungarvík. Á æsku- og uppvaxtaráram Guð- finns var Bolungarvík lítið og ein- angrað sjávarþorp við yzta haf. Nán- ast einu samgöngurnar vora á sjó og þar skorti flest það sem nú þykja sjálfsagðir hlutir í nútímasamfélagi. Bolungarvík kreppuáranna fyrir stríðið var ólík því byggðarlagi sem þar er í dag. Til þessarar uppbygg- ingar lagði Guðfinnur, frændi minn, drjúgan skerf. Hann hafði alla tíð mikinn metnað fyrir hönd samfé- lagsins í Bolungarvík og var kapp- samur fyrir þess hönd. Hann naut þess að sjá Bolungarvík blómstra og dafna, samgöngur eflast, hafnarskil- yrði batna og framfarir byggðar- lagsins á öllum sviðum. Þegar einn þeirra, sem skóp þetta nýja samfé- lag, hverfur nú til feðra sinna væri eðlilegt að rifja upp nokkra þætti þessarar uppbyggingar en þess er enginn kostur í stuttri minningar- grein. Um miðja öldina, sem nú er að líða, komst Bolungarvík í akvega- samband við ísafjörð. Þá fóru hlut- irnir að gerast hratt, höfnin var end- urbætt, skipin stækkuðu, húsa- kostur batnaði og nýtt líf færðist í allt atvinnulíf byggðarlagsins. í þeirri öra framþróun, sem varð í Bol- ungarvík á þessum áram, var Guð- finnur í forystuhlutverki. Hann var í eðli sínu mjög kappsfullur og fram- farasinnaður, fylgdist vel með öllum nýjungum og var ódeigur að reyna nýjungar, sem hann taldi horfa til framfara, þó að ýmsir hefðu efa- semdir um ágæti þeirra. Sumar skil- uðu umtalsverðum árangri, aðrar ekki eins og ávallt gerist í fjölþætt- um rekstri. Fyrirtæki þeirra feðga blómstraði á þessum áram og umsvif þess jukust á öllum sviðum. Það varð hlutverk Guðfinns að stýra útgerðar- þætti þess og fiskvinnslu en bræður hans héldu um stjómartaumana á öðram sviðum rekstrarins. Þegar Islendingar færðu fisk- veiðilandhelgina út í fjórar sjómílur árið 1952 settu brezkir togaraeig- endur algjört löndunarbann á allan fisk úr íslenzkum fiskiskipum. Á þessum áram voru óvíða hér á landi skilyrði til móttöku og vinnslu heilla togarafarma, afkastageta frystihús- anna var lítil og fiskvinnsluvélar ekki komnar til sögunnar. Guðfinnur beitti sér þá fyrir samvinnu frysti- húsanna við Djúp til lausnar á þessu verkefni. Á áranum 1952-1956 vora stöðugar landanir togara á ísafirði og var aflanum skipt milli frystihús- anna við Djúp. Þetta vora skemmti- legir tímar sem fylgdu mikil umsvif og uppbygging. Áttum við frændur mjög ánægjulega samvinnu um þetta og varð það upphaf áralangrar samvinnu okkar á ýmsum sviðum. Löndunarbanninu var ætlað að lama efnahag Islendinga og togaraútgerð- ina í landinu. Það síðarnefnda tókst en á hinn bóginn varð bannið lyfti- stöng fyrir frystiiðnaðinn og lagði grunn að mikilli uppbyggingu iðnað- arins við Isafjarðardjúp og víðar um land. Hér sannaðist hið fomkveðna, að eins dauði er annars brauð. Á sjötta og sjöunda áratugnum vora þeir feðgar með stóran sfldar- útveg og sá Guðfinnur um sfldarsölt- un þeirra, fyrst á Siglufirði og síðar á Seyðisfirði. Á þessum áram var hann eins og farfuglarnir. Þegar sumarið gekk í garð hélt hann til Siglufjarðar til að sjá um afgreiðslu bátanna og fylgjast með söltuninni sem var í styrkum höndum öðlingsmannsins Skafta Stefánssonar á Nöf. Var ein- stæð samvinna þeirra kapítuli út af fyrir sig. Þar þurfti ekki skriflega samninga. Þegar róðrar hófust á haustin var Guðfinnur aftur kominn til starfa í Bolungarvík. Á þessum áram kynntist hann eiginkonu sinni, Maríu Haraldsdóttur, sem hefir ver- ið honum traustur lífsföranautur í meira en fjóra áratugi. Guðfinnur var ákaflega farsæll í einkalífi sínu. Þau hjón vora samhent í einu og öllu og í návist þeirra leið öllum vel. Þess minnast nú margir sem nutu gest- risni þeirra og höfðingsskapar í Bol- ungarvík. Guðfinnur varð þjóðkunnur fyrir störf sín að sjávarútvegi. Hann hafði víðtæka þekkingu á afurðasölumál-"'"K um og vora falin margvísleg stjórn- unar- og trúnaðarstörf í sambandi við þa.u. Ekki er rúm til að rekja þau hér. Öll þessi störf rækti hann af trúmennsku og kostgæfni og lagði í þau mikla vinnu. Guðfinnur hafði mjög viðkvæma skapgerð sem er ættarfylgja föðurættarinnar. í skoð- unum var hann öfgalaus en fylgdi málstað sínum að jafnaði fast eftir. Samstarfsmenn hans munu þó fyrst og fremst minnast hans sem manns málamiðlana og sátta. Hann var alla tíð í nánu sambandi við starfsfólk sitt^,_ allt og umgekkst það með hlýhug og uppskar traust þess og virðingu. Það reyndist honum mikils virði seinustu árin og var hann ákaflega þakklátur fyrir. Hafði hann oft orð á því við undirritaðan. Þegar heilsu Guðfinns tók að hraka fyrir nokkram áram tóku þau hjónin þá erfiðu ákvörðun að flytja heimili sitttil Hafnarfjarðar. Þar gat frændi minn notið útsýnis yfir höfn- ina og fylgzt með öllum skipaferðum. Þar leið honum vel en hugurinn var þó jafnan heima í Bolungarvík. Lengst af gat hann verið heima hjá sér og notið umhyggju sinna nánustu en seinustu vikurnar dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. í veikindurp, sínum naut Guðfinnur umhyggju of^ umönnunar Maríu sem hugsaði um hann og gætti hans af óvenjulegu innsæi. Kom þar greinilega fram ein- stæð skaphöfn hennar og innri styrkur. Að leiðarlokum er gott að minnast Guðfinns Einarssonar. Með honum er genginn vammi firrður dreng- skaparmaður sem verður sárt sakn- að af öllum þeim sem höfðu af honum kynni. Hann bar í gildum sjóði lífs- reynslu langrar starfsævi. Á þeirri» löngu vegferð skiptust á skin og skúrir eins og jafnan er í mannlegu lífi. Við Hulda og börn okkar eram þakklát fyrir að hafa átt vináttu Guðfinns og hans fólks og þökkum honum samferðina. Jón Páll Halldórsson. + Faðir okkar og sambýlismaður, INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON rithöfundur og fyrrv. ritstjóri, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 3. september. Friðrik Indriðason, Þorsteinn G. Indriðason, Arnaldur Indriðason, Þór Indriðason, Hrönn Sveinsdóttir. + Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA AÐALSTEINSDÓTTIR, lést að morgni sunnudagsins 3. september á dvalarheimilinu Hlíð. Magnús Aðalbjörnsson, Ragna Magnúsdóttir, Svana Aðalbjörnsdóttir, Páll Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA JÓNSDÓTTIR, áður Ásbraut 7, Kópavogi, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstudaginn 25. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.