Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 47 ; I ; Ég naut þess að sitja og horfa á þig við verkin og spjalla um heima og geima. Stundum fannst þér ég tala heldur mikið og baðst mig endilega að venja mig af því, þvi að fólk sem talaði mikið væri svo leiðinlegt að það þyldi það enginn. Síðan sagðir þú sanna sögu máli þínu til stuðnings. Gaman var að hlusta á alvöru sög- ur af alvöru fólki, sigrum þess og ósigrum. Þú hafðir ríka samkennd með lítil- magnanum og þeim sem þér fannst órétti beittir. Þú naust þess að segja frá gamla tímanum, uppvaxtarárun- um, samferðafólkinu og ekki má nú gleyma stjómmálunum. Þú fylgdist vel með þjóðmálum og hafðir ákveðnar skoðanir bæði á mönnum og málefnum. En umfram allt þá not- aðir þú hvert tækifæri sem gafst til þess að kenna manni um mannleg samskipti, heilbrigt lífemi, mikilvægi menntunar og að geta bjargað sér í daglega lífinu, fara vel með og síðast en ekki síst að vera duglegur að vinna og hugsa vel um sína nánustu. Frá seinni ámm minnist ég sér- staklega nokkurra daga ferðalags í Skaftafell. Það sem við skemmtum okkur vel og auðvitað var sól þessa þrjá daga eins og alltaf þegar þú lagðir land undir fót. Einnig man ég öll þau skipti sem þú komst í eldhúsið til mín á haustin í sláturgerðina og tókst við stjóminni á heimilinu. Krafturinn og fjörið í þér smitaði alla í kringum þig. Eitt af því sem einkenndi þig var hversu mikinn áhuga þú sýndir því sem fólkið þitt tók sér fyrir hendur. Með áhuga þínum hvattir þú mig til dáða og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta glatt þig. Eftir því sem árin h'ða geri ég mér betur og betur grein fyrir hversu ráðagóð þú varst og hversu sannur boðskapur þinn var. Einnig hvað hvatning þín og umhyggja hafði mikla þýðingu fyrir mig. Þú varst svo sterkur persónuleiki og hafðir svo mikil áhrif að afkomendur þínir munu segja frá þér og vitna í heim- speki þína um ókomna tíð. Dýrmæt lífssannindin sem reynslan færði þér verður okkar veganesti. Blessuð sé minning þín elsku amma. Þín Ama. Elsku amma mín. Núna þegar þú ert farin frá okkur yfir í annan heim til afa og barnanna þinna, sem eru dáin, þá langar mig að þakka þér fyrir að hafa verið amma mín. Það var svo gaman að koma í heimsókn til þín á Suðurgötuna. Þú varst alltaf svo hlý og góð við mig. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til jólanna en þá komstu til okkar og varst hjá okkur á aðfangadagskvöld. Þá sátum við við arininn í stofunni og þú sagðir mér frá jólunum eins og þau voru þegar þú varst lítil stelpa. Það verða skrítin jól á Heiðar- bakkanum þegar þú verður ekki með okkur lengur. Pabbi segir að þú verð- ir örugglega hjá okkur í anda. Amma mín, ég mun ætíð vera hreykin og stolt af því að vera bama- barnið þitt og bera nafnið þitt. Þín Kristín Guðrún. Jæja amma mín, nú er komið að kveðjustundinni. Upp á síðkastið hef- ur þú oft talað um að brátt kæmi að þessari stundu. Það var þó víðs fjarri að hjá þér gætti einhvers uppgjafar- tóns því þú varst baráttukona og ekki til í þínum huga að gefast upp, það var eitthvað sem þú þekktir ekki. Frá því ég man eftir mér varst þú fastur punktur í tilverunni. Ég hef ekki tölu yfir þær stundir sem ég dvaldi hjá þér á Vallargötunni því oftar en ekki var þetta áningarstaður minn eftir skóla og þær voru ófáar nætumar sem ég svaf hjá þér. Eitt er víst að fyrir mér, eins og öllum ættingjum þínum og vinum, stóðu dyrnar hjá þér ávallt opnar. Það em á vissan hátt mikil viðbrigði þegar maður átt- ar sig á að þín nýtur ekki lengur við svo stór var hlutur þinn í lífi mínu eins og annarra í ijölskyldunni. Það verður mér ávallt minnisstætt er ég heimsótti þig á Suðurgötuna íyrir rúmum mánuði síðan. Það hafði liðið of langur tími frá því ég hitti þig síð- ast og við ræddum saman um heima og geima. Eitt af því sem við ræddum vom æskuár þín í Dölunum og síðar í Keflavík. Þú sagðir mér frá ferðinni til Keflavíkur þegar þú fluttir þangað ásamt foreldrum þínum og systkin- um fimm ára gömul. Þú mundir eftir skipsferðinni frá Akranesi til Reykjavíkur eins og hún hefði verið farin deginum áður. Þú sagðir mér einnig frá því þegar þið afi stofnuðuð fjölskyldu og frá lífsbaráttunni sem þú og þín kynslóð háðuð á íslandi á öndverðri öldinni. Þú varst og ert af- komendum þínum mikil fyrirmynd. Eljusemi og dugnaður, en um leið samúð með öllum þeim er minna máttu sín, voru allt sterkir þættir í manngerð þinni. Þetta eru þættii- sem við hin, sem yngri erum, megum svo sannarlega taka okkur til fyrir- myndar. í skólunum í dag er okkur kennt að á tuttugustu öldinni hafi ís- lendingar breytt lifnaðarháttum sín- um, flutt úr sveitunum og á mölina, þannig hafi borgar- og bæjarlíf tekið við af sveitalífi fyrri alda. I setningu sem þessari má skilja að forfeður okkar hafi tekið eitt létt skref inn í nútímann og sagt skilið við fyrri lífs- hætti. Þetta segir okkur hins vegar ekk- ert um þá lífsbaráttu sem þú, amma mín, og þínir líkar háðu. Þú sagðir mér oft frá þessum tímum, bæði frá sigrum og ósigrum. Það sem þú kenndir mér með þessu var að heyja hveija baráttu og hvert stríð í lífinu á heiðarlegan hátt en með trú og festu. Elsku amma mín, þeir eru fáir sem geta hallað augunum aftur að loknu ævistarfi með jafnhreina samvisku ogþú. Ég þakka almættinu fyrir að hafa fengið að alast upp með þér. Þinn sonarsonur, Gestur Páll. Elskuleg amma mín varð 93 ára gömul, hún var þakklát Drottni fyrir að hafa gefið sér gott líf og þráði hvíldina. 27.8.00. Bæn fyrir ömmu. „Drottinn minn, hún amma mín er orðin gömul kona og þráir að fá til þín að koma. Hún þakkar þér sitt góða líf þú ætíð varst hennar hlíf. Drottinn, þetta er hún amma mín í Jesú nafni þetta er bæn til þín að hún fái í faðm þinn að koma. Verði þinn vilji, í Jesú nafni, amen“. Amma dó 28.8.00. Elsku amma, ég kveð þig nú því frið- inn fengið hefur þú. Minningar um hugann streyma þær ætla ég að geyma. Ég elska þig amma og bið Jesú þig að faðma. Þú ert komin heim. Ég bið Drottin að blessa systkmi ömmu, bömin hennar og alla hennar afkomendur og vini. Einnig bið ég Drottin að hugga bamaböm og ætt- ingja á erlendri gmndu. I Jesú nafni, amen. Brynja, Guðmundur og börn. Nú er hún amma á Valló dáin. Hún er komin á betri stað þar sem hefur öragglega verið vel tekið á móti henni. Við munum eftir því þegar við komum í heimsókn á Vallargötuna og langamma sat í litla eldhúsinu sínu, gaf okkur saltpillur og spjallaði við okkur. Hún strauk hendumar okkar með sínum hlýju og reyndu höndum og sagðir okkur sögumar af honum afa og systkinum hans. Það hefur ef- laust oft verið glatt á hjalla í stóram systkinahópnum. Svo spurði hún okkur frétta að vestan og þrátt fyrir að afkomendurnir væra orðnir ótal margir hafði hún alltaf á hreinu hvað á daga þeirra dreif. Þegar mamma fór að heimsækja hana nokkram dög- um áður en hún kvaddi spurðum við hana hvort langamma hefði þekkt hana og mamma sagði að hún hefði sagt: „Hvað segirðu, Lára mín. Era stelpumar þínar byijaðar í skólan- um?“ Hún hafði mjög gaman af því þeg- ai- við sendum henni bréf og gjafir og alltaf fékk maðui’ svar og jafnvel vettlinga eða sokka með. Og oft minntist hún á það hvað hún var montin þegar hún var eitt sinn á ferðalagi með eldri borguram og Ing- ólfur, þá unglingur, sá hana sitjandi í rútunni og stökk inn og kyssti hana og faðmaði. Já, hún gat sko verið stolt þegar hún sat á fjölskyldusam- komum, t.d. á jólaböllum í Stapanum, og horfði á alla afkomendurna saman komna. Hún var dugleg að ferðast og þá sérstaklega um ísland og sagði alltaf við okkur frænkumar þegar við létum okkur dreyma um sólarstrend- ur að við ættum alls ekki að byrja að ferðast erlendis fyrr en við væram búnar að kynnast okkar eigin landi. Langamma hafði svo sannarlega upplifað sorgina alltof oft og misst marga. Því vitum við að það era margir sem bíða hennar og taka vel á móti henni. Elsku langamma, hvíldu í friði og takk fyrir allt. Ingólfur, Ásgerður, Ösp og Ama, Bolungarvík. Nú ert þú farin elsku lang- amma okkar, við kveðjum þig með hlýjum huga og þakklæti fyrir allt. Við elskum þig. Við sendum þér bæn- ina sem mamma kenndi okkur í æsku: Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíðiJesúaðmérgáðu. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi jesú, í þína hönd, Síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. Þínar Guðrún Katn'n og Helga Margrét. Qranít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEEMASÍÐA: www.granit.is Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- Kistulagning anna starfa nú 14 manns Kirkja með áratuga reynslu við Legstaður , . ., _ Kistur og krossar utfaraþjonustu. Stærsta sálmaskrá útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, KONRÁÐ GUNNARSSON, Ólafsbraut 50, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvikurkirkju mið- vikudaginn 6. september kl. 14.00. Saetaferðir verða frá BSÍ kl. 9.00. Jarðsett verður á Hellnum. Guðrún Tryggvadóttir, Sigurlaug Konráðsdóttir, Haraldur Ingvason, Tryggvi Konráðsson, Sölvi Konráðsson, Jóna Konráðsdóttir, Kári Konráðsson, Agnes Konráðsdóttir, barnabörn, langafabarn og systkini. Sigrún Reynisdóttir, Erla Höskuldsdóttir, Jóhann Jónsson, Eiín Hanna Sigurðardóttir, + Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, GYÐA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, frá Kleifárvöllum, Vesturgötu 22, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn 3. september. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Björg Sæberg Hilmarsdóttir, Roberto Garza, Júlían Hilmar Garza, Victoría Gyða Garza, Antonio Björn Garza, Adríana Þór Garza og barnabarnabörn. + Ástkær móðir mín og sambýliskona, STEFANÍA SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR, Háaleitisbraut 115, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 1. september. Sigurður Ragnarsson, Guðmundur Ólason. + Vinur okkar og ættingi, STEFÁN SIGURJÓNSSON klæðskerameistari, Hringbraut 111, Reykjavfk, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, miðviku- daginn 30. ágúst síðastliðinn. Fyrir hönd skyldmenna, Þórir Björnsson. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur hlut- tekningu í djúpri sorg fjölskyldunnar við andlát og útför indæls sonar okkar, bróður, barna- barns, mágs og frænda, VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR, Háholti 19, Keflavík. Bænastund í kirkjunni okkar, minningargjafir, samúðarkortin, skeytin, blómin og bréfin ykkar hafa yljað hjartaræturnar og sefað sárin. Heimsóknir ykkar, huggunarorð, fyrirbænir og faðmlög hafa gefið okkur styrk i raunum. Guð blessi ykkur öll. Vilhjálmur Ketilsson, Garðar Ketill Vilhjálmsson, Margeir Vilhjálmsson, Svanur Vilhjálmsson, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Ólafur Björnsson, Ketill Vilhjálmsson, Ásgeir Elvar, Viktor Thulin, Brynjar Freyr og Katla Rún. Sigrún Ólafsdóttir, Kristín Jóna Hilmarsdóttir, Guðmundur K. Steinsson, Hrefna Ólafsdóttir, Valgerður Sigurgísladóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.