Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 43 MINNINGAR greinir, var Guðfinni treyst til fjöl- margra trúnaðarstarfa innan sjávar- útvegsins. Hann hafði mikla ánægju af stjórnarsetu sinni í SH og dóttur- fyrirtækjum. Með henni öðlaðist hann mikla innsýn í markaðsmálin. Jafnframt eignaðist hann trausta vini úr hópi starfsfólks og stjóm- enda, og ekki síður úr hópi sjávar- útvegsmanna sem hann kynntist, og komu víðsvegar að af landinu. Guð- finnur var skarpgreindur, afar tölu- glöggur og mikill bókhaldsmaður. Hann var mannglöggur og minnug- ur, allt þar til sjúkdómurinn herjaði á hann. Hugarreikningur var honum íþrótt. Hann var ljúfur og einlægur í samskiptum sínum við fólk, við- kvæmur, en á hinn bóginn skapstór og fastur fyrir. Það þykknaði í hon- um ef honum fannst hann órétti beittur. Samband hans við skip- stjórnarmenn var alla tíð náið og gott, og hann hafði þann sið að heim- sækja frystihúsið og rækjuverk- smiðjuna daglega, sér í lagi hin síðari ár. Guðfinnur var því alla tíð í góðu og persónulegu sambandi við starfs- fólk sitt. Síðustu árin í rekstri fyrirtækja Einars Guðfinnssonar, voru okkur öllum erfið sem vorum í forsvari. Al- mennur vandi innan sjávarútvegs- ins, ekki sist vegna hruns þorsk- stofnsins, skapaði gríðarlega erfiðleika um allt land. Svartsýni í garð atvinnugreinarinnar gerði bar- áttuna enn erfiðari. Róinn var lífróð- ur. Tímabil vonar og vonbrigða skiptust á. Loks þegar við töldum okkur sjá til lands kom náðarhöggið, þaðan sem síst skyldi. Þetta vai’ reið- arslag, ekki síst fyrir þá sem áttu ævistarf að baki við fyrirtækin. Áfallið var Guðfinni frænda mínum þungbærara en orð fá lýst. Vinarþel fyrrverandi starfsfólks, viðskipta- vina og ekki síst samherja innan sjávarútvegsins voru líknandi, en sárin greru ekki. Guðfinnur frændi var hamingju- maður í sínu einkalífi. Það var auðnuspor er hann gekk að eiga eft- irlifandi eiginkonu sína, Maríu Har- aldsdóttur. Alla tíð stóð hún sem klettur við hlið hans, jafnt í annríki hversdagsins sem í mikilvægum ábyrgðarstörfum sem Guðfinnur gegndi um ævina. Þau nutu mikils barnaláns, og barnabörnin hafa átt gott athvarf á heimili afa síns og ömmu. Þau nutu ekki síst barn- gæsku afa síns, sem sannarlega er eftirbreytni verð. Heimili athafna- manna, ekki síst í litlum þorpum, getur oft verið erilsamt. Þannig var það með heimili Maríu og Guðfinns. Þar gistu menn og snæddu jafnvel í lengri tíma í senn. Það gátu verið Danir að setja upp rækjuvél, Frakk- ar að gera við togara eða leikstjóri að setja upp leikrit. Oft gat fyrirvarinn líka verið stuttur þegar húsbóndan- um datt í hug að koma með fólk í mat eða kaffi, jafnvel heilu hópana. Á heimilinu var verkaskiptingin skýr. Það kom í hlut Maríu að annast mót- tökurnar. Allir nutu höfðingsskapar, gestrisni og velvildar. Það er mikil gjöf hverjum manni, og ekki sjálfgefið, að fá að alast upp í fjölskyldu, þar sem ástúð og vinátta ríkir. Væntumþykja systkinanna úr Einarshúsi, afkomenda Elísabetar Hjaltadóttur og Einars Guðfinns- sonar, hvers í annars garð, hefur verið með sérstökum hætti og hald- ist alla tíð. Þótt skipst hafi á skin og skúrir, hefur lífsgleðin jafnan náð yf- irhöndinni. Þegar stórfjölskyldan kemur saman er oft sameinast í söng. Þá naut Guðfinnur sín, gleymdi sér í söngnum, enda söng- gleði hans við brugðið. En nú hefur Guðfinnur frændi minn sungið sinn síðasta tón. Björt og há tenórrödd hans mun ekki framar hljóma í fjölskyldukómum. Með Guðfinni er genginn sá elsti úr systkinahópnum. Hlýlegt ávarp hans og spurningar um gengi okkar systkinabarnanna á öllum aldurs- skeiðum, munu lifa með okkur. I erfiðum veikindum Guðfinns síð- ustu árin naut hann einstaks stuðn- ings barna sinna, tengdadætra og barnabarna, en þó umfram allt ást- ríkis Mæju, sem í bókstaflegri merk- ingu vakti yfir velferð hans nótt sem nýtan dag. Við fráfall Guðfinns frænda míns viljum við systkinin þakka honum samfylgdina og velvild alla í okkar garð. Vinum okkar og frændfólki, Maríu, börnum, tengda- dætrum og barnabörnum fylgja ein- lægar samúðarkveðjur frá okkur og fjölskyldum okkar. Blessuð sé minn- ing Guðfinns Einarssonar. Einar Jónatansson. í dag er til grafar borinn móður- bróðir minn, Guðfinnur Einarsson, og er mér ljúft að minnast hans nokkrum orðum. Ég átti því láni að fagna að njóta samvista við Guðfinn frænda minn í faðmi samheldinnar fjölskyldu á uppvaxtarárum mínum í Bolungar- vík og síðar á vettvangi viðskiptalífs- ins. Guðfinnur var einkar glæsilegur og aðsópsmikill maður og það var því ekki að ástæðulausu, að við frænd- systkinin sóttumst eftir návist við hann. Við löðuðumst að glaðværð hans og einstakri barngæsku, enda var hann ætíð tilbúinn að taka þátt í leik okkar. Sterkar minningar eigum við um fjölskylduveislur og ferðalög, þar sem Guðfinnur hafði ætíð frum- kvæði að samsöng og leikjum, en hann var mikill söngmaður og hefði vafalaust getað náð langt á þeirri braut, ef hann hefði kosið að ganga listagyðjunni á hönd og nýta sína tæru og miklu tenórrödd. Með ár- unum varð okkur auðvitað ljóst, að metnaður og frumkvæði frænda okkar beindist ekki aðeins að þátt- töku í leikjum okkar frændsystkin- anna, heldur að öllu sem hann tók sér fyrir hendur í viðburðaríkri at- hafnasögu sinni. Líklega höfum við ungdómurinn ekki síst á þessum árum skynjað kappsemi og metnað Guðfinns í skemmtilegum berjaferðum fjöl- skyldunnar, en enginn tíndi meira en Guðfinnur, enda tíndi hann með báð- um höndum til að ná markmiði sínu. Þessi skemmtilega táknræna mynd af frænda mínum kom upp í huga mér, þar sem við Maja, kona mín, vorum einmitt í árlegri berjaferð með fjölskyldu okkar á heimaslóðum í Bolungarvík, er okkur barst fréttin af andláti hans. Á æskuárum mínum naut ég iðu- lega þess að fá að búa á heimili þeirra Guðfinns og Maríu, er foreldr- ar mínir brugðu sér af bæ. Þá og síð- ar kynntist ég mikilli gestrisni og hlýju þeirra hjóna, enda varð það síðar fastur punktur í heimsóknum fjölskyldu minnar til Bolungarvíkur að taka hús á þeim hjónum. Guðfinnur helgaði alla starfsævi sína uppbyggingu og rekstri fjöl- skyldufyrirtækjanna í Bolungarvík, sem hann var í forystu fyrir ásamt föður sínum Einari og bræðrunum Jónatan og Guðmundi. Þegar stjarna þess rekstrar reis sem hæst var fyr- irtækið eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Guðfinnur var mikill frumkvöðull á sínu sviði og fylgdist vel með nýjung- um og öllum tækniframförum á sviði sjávarútvegs. Má nefna mörg dæmi frumkvöðulsstarfs sem unnið var af fyrirtækjum þeirra feðga í Bolung- arvík. En þrátt fyrir mikinn metnað og kapp var Guðfinnur grandvar í eðli sínu og vildi fara að öllu með gát. Vegna metnaðarfulls atvinnu- rekstrar þeirra feðga var mjög leitað eftir þátttöku þeirra í öðrum at- vinnurekstri og stjórnum fyrirtækja. Guðfinnur tók þannig þátt í stjórn- um fjölda fyrirtækja, einkum á sviði sjávarútvegs. Sat hann m.a. um ára- bil í stjórnum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, síldarútvegsnefndar, Síldarverksmiðja ríkisins og Cold- water, dótturfyrirtækis SH í Banda- ríkjunum, þar sem hann var lengst af stjórnarformaður. Þá var Guðfinnur lengi stjórnarformaður Sparisjóðs Bolungarvíkur og Tryggingamið- stöðvarinnar. Eftir að ég kom til starfa á vettvangi sjávarútvegsins kynntist ég því vel hversu Guðfínnur var mikils metinn í greininni. Kom þar ekki eingöngu til yfirburðaþekk- ing hans og yfirsýn, heldur ekki síð- ur velvilji hans og hjálpsemi og áhugi á að láta gott af sér leiða. í þessum störfum sínum, ekki síð- ur en eigin rekstri og lífi sínu öllu, var auk þess eitt, sem einkenndi Guðfinn mjög. Hann sparaði aldrei hrós eða hvatningarorð og lá aldrei illt orð til nokkurs manns. Guðfinnur var elstur átta systk- ina, sem komust til fullorðinsára. Nú' er stórt skarð höggvið í þennan sam- heldna systkinahóp, sem öll lifa bróður sinn. Við Maja og fjölskylda okkar vott- um Maríu, börnum þeirra Guðfinns, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Megi góður guð vísa frænda mínum veginn á nýrri vegferð. Einar Benediktsson. Mig langar til að minnast í nokkr- um orðum hans Guðfinns frænda míns. Guðfinnur var svo barngóður að það er leitun að öðru eins. Frá því að ég man fyrst eftir mér var hann minn uppáhaldsfrændi. Það skein af honum góðsemin og hann hafði alltaf tíma fyrir mig. Þegar farið var með mig í veislur sem lítið barn skreið ég strax upp í fangið á Guðfinni ef hann var þar viðstaddur. I jólaboðum var hann sjálfkrafa forsöngvari í „epli og perur vaxa á trjánum og þegar þau þroskast þá detta þau niður!“ Þetta tók hann af það mikilli innlifun að öll börnin hópuðust í kringum hann til að vera þátttakendur. Reglulega fór ég í heimsókn á skrifstofuna hjá hon- um og stundum oft í viku. Þá gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla við mig og gaf mér svo blöð með flottum myndum en mikið af alls kyns blaða- efni kom í fyrirtækið. Það var gaman að koma á skrifstofuna til hans og setjast í rauðu stólana og horfa á hann vinna. Þar sá ég í fyrsta skipti reiknivél með ljósaborði, sem mér fannst algjört tækniundur, en með henni gat Guðfinnur frændi lagt saman alveg rosalega langar tölur. Hann hafði þannig framkomu að börn voru ófeimin og afslöppuð í ná- vist hans. Sjálfur naut ég þeirra for- réttinda að geta labbað beint inn á skrifstofuna til hans en það held ég að önnur börn hafi ekki getað, fyrir utan hans eigin. Trúlega hefur hon- um fundist þessi litli strákhnokki, sem missti móður sína fimm ára, vera hálfumkomulaus. Eitt atvik er mér sérlega minnis- stætt þegar ég horfi til baka og á þeim tíma var gjarnan vitnað til þess þegar rætt var um barngæsku Guð- finns. Þetta var um haust og það voru réttir. Langaði mig til að kom- ast í réttirnar til að hamast í kindun- um og hjálpa til við draga, að því marki sem hægt er að notast við sex ára gutta. En það var frekar langt að labba þangað, þannig að ég fór sem oftar á skrifstofuna til Guðfinns frænda og bað hann um að keyra mig í réttirnari Þá hittist þannig á, að hjá honum á skrifstofunni voru einhver fyrirmenni að sunnan. Guðfinnur tók þessu ljúflega eins og öðru sem ég bað hann um og bað herramennina úr Reykjavík að hafa sig afsakaðan um stund því hann þyrfti að keyra frænda sinn í réttirnar! Ekki áttaði ég mig á því fyrr en mörgum árum síðar hve þetta hefur verið ófor- skammað. En allt starfsfólkið á skrifstofunni mun víst hafa rekið upp stór augu þegar Guðfinnur leiddi litla frænda sinn út af skrifstofunni og lét fyrirmennin bíða. Það vissi jú, hvað hann var barngóður en það að hann skyldi gera þetta þótt hann væri upptekinn á mikilvægum fundi þótti alveg einstakt og lýsir góð- mennsku hans betur en margt ann- að. Ég kveð Guðfinn frænda minn með söknuði og minnist manns sem kenndi mér að kærleikurinn er ein mesta dyggðin. Ásgeir Þór. Guðfinnur mágur minn hefur lokið jarðvistargöngu sinni. Við þau þátta- skil koma fram í hugann fjölmargar minningar og myndir frá áratuga nánu samstarfi og farsælum sam- skiptum okkar. Leiðir lágu saman í atvinnu-, félags- og menningai'mál- um. Lífsstarf hans var allt helgað Víkinni okkar. Hann var hægri hönd föður síns, hins landskunna athafnamanns, Ein- ars Guðfinnssonar, sem rak um- fangsmikla útgerð, fiskverkun og verslun. Guðfinnur var reiknings- glöggur, góður bókhaldari, og voru vinnudagar hans oft æði langir. Síðar komu að rekstrinum bræður hans, Jónatan og Guðmundur Páll. Starfsemin óx óðfluga. Síldar- og fiskimjölsverksmiðja reis, stækkun verslunarhúsnæðis, og varð fyrir- tækið eitt stærsta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins. Þegar aldur færðist yfir föður þeirra skiptu bræðumir með sér verkum í forustu hinna ýmsu fyrirtækja. Sjávarútvegsþátt- urinn féll að verulegu leyti í hlut Guðfinns. Hann sá um útgerðina, var framkvæmdarstjóri Ishúsfélags Bol- ungarvíkur hf., í stjóm Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, formað- ur í stjórn Coldwater í Banda- ííkjunum, og ýmsum félögum og stofnunum, tengdum sjávarútvegi. Á hans starfsferli átti hann oftast aðild að gerð flestra samninga um kaup og kjör fólks til lands og sjávar hér á svæðinu. Fyrirtækið rak um langt skeið síldarsöltun á Siglufirði og Seyðisfirði á sumrin í samvinnu við heimamenn á þessum stöðum. Starf- aði Guðfinnur þar allt þetta tímbil fyrir hönd þeirra feðga. - Hann var kappsamur og metnaðarfullur, en varkár, enda greindur vel. Fastur fyrir gat hann verið og fylginn sér, en lundin var viðkvæm. Hann tók mjög nærri sér, þegar sjóslys urðu á útgerðarferli hans. Guðfinnur var tæplega tvítugur þegar hann var kosinn í stjórn Spari- sjóðs Bolungarvíkur. Sat hann í stjórn sparisjóðsins samfellt í 53 ár, þar af stjórnarformaður í 33 ár, og hefur lengstan stjórnarferil að baki. Sparisjóðurinn stendrn- í mikilli þakkarskuld við hann. Ég vil hér og nú fyrir hönd stjórnar Sparisjóðs Bolungarvíkur þakka honum störfin, sem vom farsæl og unnin af alúð. Félags- og menningarmál lét hann sig miklu varða. Hann var fyrsti for- maður Kirkjukórs Bolungarvíkur, sem formlega var stofnaður 1945. Kór hafði að sjálfsögðu starfað áður í Hólskirkju áratugum saman. Auk þess að vera í kór kirkjunnar, söng hann í blönduðum kórum, kvartett- um og allt fram á seinni ár í karla- kórum. Hann var góður söngmaður, hafði þróttmikla og fallega tenórrödd og leiddi oft söng. Ég lít svo á, að hann hefði getað orðið söngvari á heims- mælikvarða, hefði hann haldið út á þá menntabraut. Hann var löngum hreystimenni til líkama og sálar. Hár maður vexti, beinvaxinn og glæsilegur á velli. Á yngri árum var hann m.a. í forustu- sveit ferðafélagsins Straums. Hann Guðfinnur lagði áherslu á heilbrigða lifnaðarhætti og uppskar heilsu- hreysti, þar til heilsunni fór hrak- andi nokkur síðustu æviár hans. Hann komst vel í gegnum lífið, án þess að neyta áfengis eða tóbaks. Guðfinnur var elstur átta systkina og féll því í hans hlut að vera góð fyr- irmynd yngri systkina sinna. Þá kom sér vel að vera barngóður og söng- elskur. Þeir góðu eiginleikar fylgdu honum alla tíð. í Einarshúsi voru börnin efnileg, félagslynd, glaðvær, kát og samheldin. Var litið mjög upp til þessa mynd- arheimilis, þar sem svo mikið var um að vera. Eftir því var sóst af krökk- um að komast í kynni við glaðværa æsku heimilisins og taka þátt í lífs- gleði þeirra í margbreytilegum leikj- um. Þrátt fyrir hávaða og ærsl, sem gjaman fylgdu þessum barnahóp- um, var ekki amast við félögum barnanna, sem flykktust inn á heim- ilið. Börnin fengu að vera óhindrað með vini sína heima með vitund for- eldranna, sem höfðu skilning á áhugamálum æskunnar. Fylgt var þó ákveðnum aga og reglusemi, og börnin vanin á að vinna, strax og þau höfðu burði til. Mikil samheldni einkenndi ávallt fjölskylduna. Sú samheldni hélst, þegar stofnað var til heimila og börn- umfjölgaði ört. Ávallt var mætt í afmæli hvers og eins, ásamt ömmu og afa, á meðan þau lifðu. Það var mannmargt í af- mælis- og jólaboðunum eða um fimmtíu talsins. Þrátt fyrir annríki í fyrirtækinu gaf Guðfinnur sér tíma til að sinna félags- og menningarmálum. Svo var einnig um Maríu eiginkonu hans, sem lagði þeim málum lið í áratugi. Bolvíkingar, sem til þekkja, þakka þeim heilum huga fyiir framlag þeirra á þessum sviðum. Þau hjón eiga þrjú efnileg böm, sem komist hafa vel áfram, hvert á sínu sviði. Guðfinnur átti vissulega stóran hlut að máli í gróskumiklu atvinnu-, félags- og menningarlífi í okkar litla r bæjarfélagi, og það ber að þakka nú ‘ að leiðarlokum. Megi hinn hæsti höfuðsmiður, vörður og vemdari fylgja honum á nýrri vegferð. Benedikt Bjamason. í dag, þriðjudaginn 5. september, verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, útför Guðfinns Einars- sonar, framkvæmdastjóra en hann lést á 78 aldursári 27. ágúst sl. Fallinn er mikill Bolvíkingur sem allir minnast sem trausts og mikil-,. hæfs stjómanda. Guðfinnur var sonur hins merka og mikilhæfa atvinnurekanda Bol- víkinga, Einars Guðfinnssonar. Guð- finnur fór strax að vinna með föður sínum sem elsti sonur og eftir skóla- göngu varð hann strax hægri hönd föður síns í rekstrinum. Þegar ég lít yfir farinn veg hefur hlutur Guðfinns fallið nokkuð í skuggahinnar sterku persónu föður síns. I mínum huga er Guðfinnur einn merkasti útgerðar- maður og atvinnurekandi þessa lands, manndómsár sín 1942 til 1982 en þá fór heilsan að láta sig. Eg hef þekkt Guðfinn frá því ég man eftir mér, foreldrar mínir og Guðfinns vom vinafólk og hittust oft. Faðir minn var starfsmaður hjá ís^ húsfélagi Bolungarvíkur hf og var þar hluthafi og í stjórn með Einari Guðfinnssyni sem var stærsti hlut- hafinn og framkvæmdastjóri. Þegar Guðfinnur kom frá námi tók hann við bókhaldi Ishúsfélagsins og varð aðstoðarframkvæmdastjóri og fljótlega stór hluthafi. í hádegismatnum á Sólbergi ræddi j>abbi um vinnu sína og starf- semi Ishúsfélagsins og þá var það ósjaldan sem hann bar lof á Guðfinn, hvað honum litist vel á hann, hvaðí hann væri duglegur og útsjónarsam- ur og hans trú væri að hann ætti eftir að komast langt í lífinu. Ég fór strax í barnæsku, og það gerðu flestir í byggðarlaginu, að líta upp til Guðfinns sem fyrirmynd ungra manna. Guðfinnur var dugleg- ur, vandvirkur, sparsamur og algjör bindindismaður á vín og tóbak og blótaði ekki. Þegar ég kom til Bolungarvíkur eftir löng veikindi, þá tvítugur að aldri, fór ég til Guðfinns og bað um létta vinnu hálfan daginn sem hent- aði berklasjúklingi þar til hann næði heilsu. Guðfinnur tók mig strax í vinnu á skrifstofunni og hjá honum og . starfsfólki hans fékk ég góðan verslunarskóla og varð fljótlega bók- ari hjá útgerðarfélögum þeirra feðga. Síðan átti samstarf okkar eftir að aukast og varaði í 40 ár. 1961 var ég ráðinn sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Bolungarvíkur en Guðfinnur var þar stjórnarformaður. Þar átti ég eftir að starfa með honum sem stjómarformanni í 33 ár og þeg- ar hann hætti var sparisjóðurinn sá 7. stærsti og eiginfjárstað sú besta peningastofnana sem greiða skatta. Guðfinnur var kosinn í stjóm 10. maí 1942, þá tvítugur að aldri. Það var þessi maður sem hinir gömlu traustu ábyrgðarmenn völdu í sinn hóp og kusu jafnframt í stjóm á sín-'‘ um fyrsta fundi. Þessi stjórnarseta átti eftir að vara í 53 ár og sannar- lega brást hann ekki trausti þessara manna. Guðfinnur var alla tíð mjög ráðdeildarsamur og hafði í huga spakmælið „Græddur er geymdur eyrir“. Guðfinnur kvæntist seint og lifði spart, hann vildi fyrst búa í hag- inn, eiga fé og leggja í fyrirtæki okk- ar byggðarlags. Til gamans um vandvirkni Guðfinns í öllu sem hann tók sér fyrir hendur undirritaði hann nafn sitt nákvæmlega eins í fundar- gerðabækur sparisjóðsins þau 53 ár, sem hann var í stjóm. Guðfinnur hafði einstakt lag á að leysa öll vandamál sem upp komu með lipurð og lagni svo aldrei urðu sárindi meðal manna hvort sem sagt var jáeða nei. Vélsmiðja Bolungarvíkur hf. var stofnuð 1944 af útgerðarmönnum í Bolungarvík til þess að kaupa og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.