Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 32
32 PRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ____________LISTIR_________ Djassinn hefur sjaldan risið svona hátt DJASS Kaffi Reykjavík KVARTETT TÓMASAR R. EINARSSONAR ÁSAMT JENS WINTHER Jens Winther trompet og flygil- horn, Jóel Pálsson tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson pianó, Tómas R. Einarsson bassa og Matthías M.D. Hemstock trommur. Laugar- dagskvöldið 2. september 2000. MARGIR muna hina vel heppn- uðu samvinnu tónskáldsins og bassaleikarans Tómasar R. Einars- sonar og danska trompetleikarans Jens Winthers á skífunum Hinsegin blús (1987) og Nýr tónn (1989). Nú kom Jens enn á ný til að leika tón- verk Tómasar og með þeim léku Ey- þór Gunnarsson píanisti, sem einnig lék á Hinsegin blús og Nýjum tóni, Jóel Pálsson saxófónleikari og Matt- hías M.D. Hemstock trommari. Jens Winther hefur lengi verið í hópi fremstu djasstrompetleikara Evrópu og þótt víðar væri leitað og hann hefur einnig getið sér gott orð sem tónskáld og hljómsveitarstjóri. Hingað til lands kom hann fyrst á tíu ára afmælishátíð Jazzvakningar 1985 og lék þá með Mezzoforte ásamt ástralska tenórsaxófónleikar- anum Dale Barlow. Svo samstarf þeirra Eyþórs nær enn lengar aftur en samstarf Tómasar og Jens. Á Kaffi Reykjavík flutti kvintett- inn átta ópusa, sem einnig voru hljóðritaðir í hljóðveri síðustu helgin og eru væntanlegir á diski í nóvem- ber - skammt stórra högga á milli hjá Tómasi því nýkominn er á mark- að diskur hans og Einars Más Guð- mundssonar stórskálds: I draumum var þetta helst. Nýr tónn er einn þeirra djass- diska sem tímans tönn virðist lítið vinna á og ég er viss um að svo verð- ur einnig með hinn nýja disk. I það minnsta verður fátt annað ráðið af tónleikum þeirra félaga á Kaffi Reykjavík í upphafi tíundu Jazzhá- tíðar Reykjavíkur. Tónleikarnir voru stórkostlegir - glæsilegur sigur fyrir Tómas sem tónskáld og Eyþór og Jóel sem spunameistara. Jens Winther blés hvern sólóinn öðrum betri og sér í lagi voru ballöð- urnar blásnar snilldarlega - engin furða að nýi ballöðudiskurinn hans hafi gert jafnstormandi lukku í Dan- mörku og raun ber vitni. Fyrsti ópusinn var vals og um leið undurljúf ballaða. Maínótt nefndist hann og slagaði hátt uppí einn feg- ursta djassvals norrænan síðustu áratuga, Vals, eftir Eyþór Gunnars- son, sem heyra má á Hinsegin blús, sem fyrir löngu ætti að vera endur- útgefinn á geisladiski. Sólóar Jens og Éyþórs voru gull og Jóel þar á milli steins og sleggju. Hann bætti það aldeilis uppi í Hjartaslagi, meist- araballöðu eftir Tómas. Það var fyrsta lag eftir hlé og tónleikagestir sátu einsog bregnumdir. Jens blés blúsaðan trompetsóló, þá lék Eyþór af innborinni innlifun og Jóel kórón- aði verkið með ótrúlega vel upp- byggðum sóló þar sem hann krydd- aði perónulegan tón sinn hinum eilífa þurrblæstri hinna klassísku tenórsaxófónleikara og varð næstum Websterískur á að hlýða. Svona spilamennska, einsog hjá þeim félög- um öllum, fyllir mann stolti fyrir hönd Islandsdjassins. Einn Dani bargðbætir það bara - enda sömu ættar og við. Pó að ballöðumar hafi haft vinn- inginn hjá Tómasi og félögum voru hraðari lögin ekki af verri endanum. Dansað í lauginni, endurminning Tómasar frá æsku sinni í Sælings- dalslaug, var eftirminnilegust fyrir glæsilegt upprennsli blásaranna í lok tónhendinga, Tommatúmbaó, var það af karabísku lögunum sem einna best var heppnað og Jens Winther með kúbanska trompetstíl- inn á hreinu. Ég gæti lengi haldið áfram að lýsa tónverkum Tómasar í túlkun kvint- ettsins, en rýmið leyfir ekki fleiri orð. Einleikararnir allir betri en orð fá lýst, og það helsta sem gagnrýni er vert að þungur bassastíll Tómas- ar og léttleiki Matthíasar gaf ekki þann slagkraft sem við höfum heyrt þegar Pétur Östlund hefur verið trommari Tómasar. Sér í lagi kom það við sögu í karabísku dönsunum. Broadway ÚTLENDINGA- HERSVEITIN Árni Scheving víbrafón, Þórarinn Ólafsson píanó, Jón Páll Bjarnason gítar, Árni Egilsson bassa og Pétur Ostlund trommur. Sunnudags- kvöldið 3. september 2000. Fáar íslenskar djasshljómsveitir hafa leikið við jafnmikla hrifningu hérlendis síðasta áratug og Útlend- ingahersveitin. Hún lék í fyrsta og eins skipti til þessa á RúRek Jazzhá- tíðinni 1992 á Hótel Sögu og Púlsin- um. Einsog nafnið gefur til kynna eru þeir félagar búsettir um veröld víða. Árni Egilsson bassaleikari og Jón Páll Bjarnason gítarleikari í Los Angeles, Þórainn Ólafsson píanisti í London, Pétur Östlund trommari í Stokkhólmi og Árni Scheving víbra- fónleikari í Breiðholti. Allir hafa þeir félagar verið í fremstu röð hljóðfæraleikara um áratugaskeið nema píanistinn Þórar- inn Ólafsson. Eftir glæstan feril, ma. sem húspíanisti í Jazzkkúbi Reykja- víkur þar sem hann lék með mönn- um á borð við Booker Erwin, Yuseef Lateef og Art Farmer hætti hann hljóðfæraleik og sneri sér að öðrum störfum. Sem betur fer hefur hann söðlað um og helgar sig nú píanóinu óháður öllu öðru en listrænum metn- aði sínum. Það mátti líka heyra á tónleikunum á Broadway. Spuni hans var mun markvissari, heil- steyptari og hugmagnaðri en þegar hann lék með Útlendingahersveit- inni á Hótel Sögu 1992. Eg held að þeir hafi allir leikið betur en þá. Kannski ekki Pétur og Jón Páll sem ég hef aldrei heyrt leika öðruvísi en þá sem valdið hafa, en Árni Egilsson var mun sterkari djassbassaleikari þetta kvöld en ég hef áður heyrt og Árni Scheving fór á áður óheyrðum kostum á víbrafóninn. Þeir félagar hófu og luku tónleik- unum á verkum eftir trompetleikar- ann Steve Huffsteter, sem Jón Páll hefur hljóðritð með. Önnur lög er þeir léku voru frumsamin utan standarddjásns sem yljar manni allt- af um hjartarætur: Lets Fall in Love. Sum þessara laga höfðum við heyrt áður einsog Geysi og Nínu eft- ir Áma Egilsson, Rivers eftir Árna Scheving Ice eftir Jón Pál og Anja eftir Pétur Östlund. Þau voru ekki verri fyrir það. Burstar Péturs í Geysi og sóló Árna Scheving þar eða þá í lagi hans Rivers, Jjarsem Milt heitinn Jackson vitjaði Islands á ný. Svo voru ný lög. Moming eftir Áma Egilsson þar sem Þórarinn Ól- afsson náði að byggja upp sterkan einleikskafla, Say What, eftir sama þarsem nett bopKna var leyst af hólmi af vægu fönki og Georgia hin fagra kom í heimsókn. Árni Egilsson átti glæsilegt forspil í verki sínu, Casa del A1 Calde, sem var frábær- lega leikið af sveitinni þótt flókið væri og svo var verk eftir Pétur sótt í ljóð Atrhurs Rimbauds his franska sem Helgi Hálfdánar hefur þýtt fyr- ir okkur og Leonard DiCaprio gert æskunni kunnan. Þórarinn Ólafsson útsetti Litfríð og ljóshurð eftir Emil Thoroddsen og Suðurnesjamenn Kaldalóns, var það þó ekki eins góð útsetning og til- brigði hans við Autum Leaves, sem hluti Útlebdingahersveitarinnar lék á Ömmu Lú á 1993. Einsog um tónleika Tómasar má segja að nánari umfjöllun bíði disk- anna sem sveitirnar hafa verið að hljóðrita, en eitt er víst: Islenskur djass hefur sjaldan risið svo hátt sem þessa helgi. Að sjálfsögðu var Gunnar Ormslev ekki á senunni, en Jón Páll kom sá og sigraði. Þeir eru klassíkin - annar horfinn og hinn í fullu fjöri. Og svo eru það allir hinir. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut Ijdðaverðlaunin að þessu sinni, en Gísli Einarsson, formaður leikdeildar Ungmennafélagsins Dagrenningar í Lundarreykjadal, og Embla Guðmundsdóttir, formaður Ungmennafé- lags Reykdæla, veittu viðtöku menningarverðlaununum. Ljóða-Og menningar- verðlaun í Borgarfirði Reykholti. Morgunblaðið. Á SAMKOMU í Logalandi á fóstu- dagskvöldið voru veitt verðlaun úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurð- ardóttur, konu hans, en að honum standa erfingjar þeirra hjóna, Rit- höfundasamband Islands, Ung- mennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna og Búnaðarsamband Borgarfjarðar. Ljóðaverðlaun að upphæð kr. 300.000 hlaut að þessu sinni Ingi- björg Haraldsdóttir Ijóðskáld en Borgfirskum menningarverðlaun- um að sömu upphæð var skipt milli Ungmennafélags Reykdæla og Ungmennafélagsins Dagrenningar fyrir öfluga og athyglisverða leiklistarfsemi. Af þessu tilefni las Ingibjörg úr verkum sfnum, m.a. ljóðið „tír Borgarfirði" og úr óútkominni bók Ijóðið „Bolungarvík". Sigurður, sonur Guðmundar Böðvarssonar, sagði við afhendinguna að nú hefði brugðið svo við að samþykkt var einróma að heiðra hina merku leikstarfsemi á svæðinu. En eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru tvö stór verk sett upp á þessu ári, íslandsklukkan I Lundarreykjadal og Galdra-Loftur í Reykholtsdal. Ólympíumótið í brids Erfið staða í upp- hafi leiksins gegn Pólverjum BRIDS Maastricht ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids er haldið í Maastricht í Hollandi dagana 27. ágúst til 9. september. Islending- ar taka þátt í opnum flokki í sveitakeppni. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, m.a. á slóð- inni: http://www.bridge- olympiad.nl ÍSLENSKA liðið er nú að etja kappi við Pólverja í átta liða úrslit- um Ólymíumótsins í brids eftir að hafa lagt Hollendinga í 16 liða úr- slitum á sunnudag. Það blés ekki byrlega í upphafi leiksins við Pól- verja því íslenska liðið tapaði fyrstu 16 spila lotunni 4-68 í gær- morgun en alls er leikurinn 80 spil. Spilaðar voru fjórar lotur í gær en sú síðasta verður spiluð í dag. Pólska liðið í Maastricht er mjög sterkt. Aðalparið er Cezari Balicki og Adam Zmudzinski, sem einnig voru í liðinu sem tapaði úr- slitaleiknum fyrir íslandi í keppn- inni um Bermúdaskálina fyrir níu árum. Að auki eru í liðinu Michael Kwiecien og Jacel Pszczola sem eru Evrópumeistarar í tvímenn- ingi, Piotr Tuszynski og Krzysztof Jassem. íslenska liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni á laugardag með því að vinna Búlgaríu, 19-11, og Malasíu, 25-3, í tveimur síðustu leikjunum í riðlakeppninni og þar með var fyrsta markmiðinu, að komast í úrslitakeppnina, náð. Guðmundur Páll Arnarson, fyrir- liði íslenska liðsins, var að vonum sáttur við árangurinn fram til þessa en sagði hann hafa verið í samræmi við væntingar. Guð- mundur sagðist fyirfram hafa búist við að Islendingar kynnu að enda í 3.-9 sæti riðilsins, eftir því hvernig byr gæfist, og í raun hefði staðan í riðlinum ekki komið neitt á óvart nema ef til vill að Argen- tína skyldi komast upp á milli Itala og Norðmanna í 2. sætið. Lokastaðan í D-riðli varð þessi: Ítalía 358 Argentína 335 Noregur 325 ísland 313 Nýja-Sjáland 301 Suður-Afríka 301 Kína 293 Búlgaría 270,25 Tyrkland 262 Marokkó 244 La Reunion 234,25 Malasía 227 Bermúda217 Taíland 216,5 Martinique 193 Úkraína 187 Botswana 105 Palestína 66 Úr A-riðli komust Pólland, Austurríki, Belgía og Brasilía áfram. Úr B-riðli Bandaríkin, Holland, Rússland og Ástralía og úr C-riðli England, Indónesía, Svíþjóð og Frakkland. Sigurveg- arnir í riðlunum fengu að velja sér andstæðing í 16 liða úrslitum sam- kvæmt ákveðnum reglum, og gátu Bandaríkjamenn valið sér and- stæðing úr riðli íslendinga. Þeir ákváðu að velja Argentínu, frekar en Islendinga, sem kom nokkuð á óvart miðað við stöðuna í riðlinum. Það þýddi að íslendingar og Hol- lendingar áttust við. í öðrum leikj- um mættust lið Rússa og Norð- manna, Itala og Ástrala, Brasilíu og Indónesíu, Englendinga og Belga, Austurríkis og Svíþjóðar og Pólverja og Frakka og fyrir lá að sigurvegarar í síðastnefndu viðureigninni myndu mæta annað- hvort íslendingum eða Hollend- ingum í 8 liða úrslitum á mánudag. Leikur íslendinga og Hollend- inga var vel spilaður, þó einkum af hálfu Islendinga fyrstu þrjár lot- urnar. í fyrstu lotunni skoruðu Hollendingar t.d. aðeins í einu spili og staðan eftir 16 spil af 64 var 33-12 fyrir ísland. Þetta var síðasta spil lotunnar: Austur gefur, allir á hættu Norður * G6 * KD754 * G65432 Vestur Austur * 953 + D1087 v G42 V D107653 ♦ G10862 ♦ - + K8 Suður ♦ ÁK42 r ÁK98 ♦ Á93 + D7 + Á105 Við annað borðið sátu Wubbo de Boer og Bauke Muller NS og Þorlákur Jónsson og Matthías ÞorvaldssonAV. Vestur Norður Austur Suður 2 lauf dobl redobl 4grönd pass 5 tíglar// 2 laufa opnunin gat sýnt ýmis- legt, m.a. 5-lit í hjarta og 4-lit í spaða og veik spil. Eftir að suður doblaði sá norður enga ástæðu til annars en reyna láglitageim og bauð upp á báða láglitina með 4 gröndum. 5 tíglar voru auðvitað vonlaust spil en Muller slapp einn niður, 100 til Islands. Spilurum gekk eðlilega illa að fóta sig á þessu spili og í öðrum leikjum spiluðu NS allt frá bút upp í slemmu. Við hitt borðið sátu Vincent Ramondt og Anton Maas AV og Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Armannsson NS. Islend- ingunum tókst að rata í rétta samninginn: Vestur Norður Austur pass Suður llauf pass 1 tígull lbjarta 2grönd pass 3 lauf pass 3 tíglar pass 3 hjörtu pass 3 grönd// Aðalsteinn fékk að opna á sterku laufi og hann sýndi síðan 20-21 punkt og jafnskipta hönd. Eftir biðsagnir passaði Sverrir niður 3 grönd. Vestur spilaði út hjarta og Aðalsteinn fékk fyrsta slaginn á kóng. Lægi tígullinn 3-2 voru 9 slagir öruggir en þegar austur henti laufi í tígulás fór Að- alsteinn í laufið og endaði með 10 slagi, 630 til íslands og 12 stig. Islendingar unnu 2 lotuna 29-22 og þá þriðju 23-20. Fyrir síðustu lotuna var munurinn því 31 stig, 85-54. Islendingar gáfu aðeins eft- ir í síðustu lotunni sem Hollend- ingar unnu 40-22, en lokastaðan var_l 07-94 íyrir ísland. tírslit í öðrum leikjum voru þessi: Ástralía 104-ítalía 184 Brasilía 139-Indónesía 134 Rússland 106-Noregur 120 England 133-Belgía 128 Frakkland 116-Pólland 139 Svíþjóð 149-Austurriki 153 Bandaríkin 184-Argentína 108. Leikur Svía og Austurríkis- manna var jafn og spennandi allan tímann en vegna fjölda kærumála í leiknum voru úrslit ekki ljós fyrr en um miðja aðfaranótt mánu- dags. Þá höfðu Belgar yfirhöndina í leiknum gegn Englendingum þar til í síðustu lotunni að Englending- ar höfðu sigur. í kvennaflokki keppa í átta liða úrslitum Þýskaland og Kína, Suð- ur-Afríka og Kanada, Noregur og Taívan og Holland og Bandaríkin. Guðm. Sv. Hermannson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.