Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 J----------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Fanney Hannesdóttir fæddist í Skógsmúla í Miðdalahreppi í Dalasýslu 14. maí 1907. Hún lést á sjúkrahúsi Suður- nesja að morgni 28.ágúst síðastliðins. Guðrún var dóttir hjónanna Hannesar Einarssonar, f. á Úlfsstöðum í Skaga- firði 7. febrúar 1878, d. 13. júlí 1947 og Arnbjargar Sigurð- ardóttur, f. í Berg- þórsbúð í Hellnasókn 29. septem- ber 1887, d. 21. maí 1981. Börn Hannesar og Arnbjargar auk Guðrúnar eru: Guðmundur Sigur- vin, f. 25. júní 1906, d. 27. apríl 1989; Kristvin, f. 28. september 1909, d. 11. október 1909; Sigrún, f. 22. september 1911; Svava Sig- urrós, f. 29. ágúst 1914; Ellert Þórarinn, f. 14. nóvember 1917, d. 13. september 1963; Einar, f. 9. september 1920, d. 13. júlí 1923; Margrét, f. 27. desember 1921; Einar, f. 20. ágúst 1923; Lára Kristjana, f. 27. október 1926; Bjarnheiður, f. 31. janúar 1930 og Unnur Liija, f. 22. desember 1933, d. 12. febrúar 1934. Sonur Hannesar var Ingvi, f. 12. sept- ember 1912, d. 6. des- ember 1978. Guðrún giftist 21. nóvember 1925 Ólafi Sólimann Lárussyni, skipstjóra og útgerð- armanni í Keflavík, f. 28. desember 1903, d. 28. júlí 1974. Foreldrar Ólafs voru Lárus Ólafsson, f. að Löndum í Hvalsnessókn 9. september 1876, d. 12. ágúst 1904. og Katrín Petr- ella Jónsdóttir, f. í Keflavík 19. júní 1883, d. 17. maí 1918. Böm Guðrúnar og Ólafs eru: 1) Guðrún Katrín Jónína, f. 9. októ- ber 1926, gift Ásgeiri Einarssyni. Afkomendur þeirra eru alls 47. 2) Ambjörn Hans, f. 1. júlí 1928, d. 21. mars 1931.3) Jane Marie, f. 14. nóvember 1929, gift Guðmundi Ól- afssyni. Afkomendur þeirra eru alls 27. 4) Arnbjörn Hans, f. 22. desember 1930, kvæntur Jónu Sól- björtu Ólafsdóttur. Afkomendur þeirra eru alls 26. 5) Lára Huld, f. 5. febrúar 1932, d. 9. febrúar 1934. 6) Guðjón Gunnar, f. 21. jan- úar 1935, kvæntur Marín Marels- dóttur. Afkomendur þeirra eru alls 15. 7) Lárus Hörður, f. 19. apr- íl 1936, d. 5. mars 1983. Afkom- endur hans eru alls 13. 8) Ólafur Hafsteinn, f. 7. júlí 1937, d. 17. júm' 1995. Eftirlifandi eiginkona hans er Svala Grímsdóttir. Af- komendur þeirra eru alls fimm. 9) Bára Erna, f. 25. apríl 1939. Sam- býlismaður hennar er Ellert Pét- ursson. Afkomendur hennar em alls 12. 10) Sigríður Karóli'na, f. 24. apríl 1943, gift Guðmundi Ing- ólfssyni. Afkomendur þeirra em alls 14. 11) Særún, f. 4. febrúar 1946. Hún var gift Sævari Þórðar- syni, f. 15. mars 1947, d. 14. októ- ber 1985. Afkomendur hennar em alls sjö. 12) Reynir, f. 8. júní 1948, kvæntur Önnu Lilju Gestsdóttir og eiga þau tvö börn. Afkomendur Guðrúnar og Ólafs em alls 180. Guðrún flutti til Keflavíkur fimm ára gömul með foreldrum sínum og hefur búið þar alla tíð. Guðrún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. GUÐRÚN FANNEY .. HANNESDÓTTIR Farvel heim heim í drottins dýrðar geim. Náð og miskunn muntu fmna meðal dýrstu vina þinna, friðarkveðju færðu þeim. Farvel heim. (Matt. Joch.) „Móðurást er eins og loft. Hún er svo hversdagsleg að þú tekur ekki einu sinni eftir henni. Ekki fyrr en skrúfað er fyrir.“ (Pam Brown). Elsku mamma mín, hér sit ég og ^minningamar streyma fram í hug- ann, þær fara svo hratt því þær eru svo margar og góðar, ég vil ekki slíta mig frá þeim því mér finnst þú vera hjá mér á meðan. Það eru algjör for- réttindi að hafa átt þig fyrir móður því ég veit að það er leitun að annarri eins hetju þér og móðir sem fómaði sér fyrir böm og heimili eins og þú r Blómabúð in > öa»^ðskom v/ Kossvogski^kjuga^ð a Sími. 554 0500 Varanleg minning er meitlub ístein. S. HELGASONHF STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is gerðir. Sagt er að móðurást sé leiðar- ljós fjölskyldunnar og átti það sannarlega við um þig, þú kenndir okkur ekki aðeins það góða og fallega heldur hvattir þú okkur í flestu því sem við tókumst á við og það vantaði aldrei hrósið frá þér. Þú varst mjög trúuð og sagðir alltaf að trúin hefði hjálpað þér í gegnum h'fið og fékkst þú sannarlega að kenna á lífinu, áttir fullt hús af bömum og pabbi sjúkl- ingur. Ung misstirðu tvö böm og svo tvo syni er þú varst komin á efri ár en það var aldrei að heyra á þér að neitt hefði verið erfitt nema þegar þú breiddir yfir litlu börnin þín, þú varst sátt við Guð og menn og tilbúin að kveðja þennan heim. Ég hef oft hugs- að um þegar ég var að koma í heim- sóknir frá Ameríku með þrjú böm og eitt sinn kom ég með þrjá aukagesti með mér og var ekkert mál fyrir þig að taka á móti öllu þessu fólki og svo var alltaf fullt hús af gestum að heim- sækja mig, alltaf var tekið vel á móti öllum, ég spyr sjálfa mig, hefði ég tekið þessu eins létt og þú? Svo flutti ég heim með bömin og auðvitað beint inn á þig og þér þótti það sjálfsagt, annað hefði ekki komið til greina. Þvílíkt lán fyrir mig og bömin að fá svo íbúðina niðri hjá þér, þú varst alltaf heima til að líta eftir og leið- beina bömunum og alltaf var heitur matur fyrir þau að borða, ég þakka þér hvað ég á góð böm elsku mamma mín. Þú ræktaðir í okkur mikla sam- kennd og minntir okkur ávallt á að ekki væm allir eins heppnir í lífinu og við og við ættum að hjálpa þeim sem minna mættu sín. Við systkinin eram sérlega samrýnd og þótti þér alltaf gaman þegar við komum öll saman, alltaf var hávaði og mikill hlátur, þótti þér nóg að sitja bara og hlusta á okkur og ég veit að þessa síðustu daga gafstu okkur hjá þér til að þjappa okkur enn meira saman og leyfa okkur öllum að kveðja þig. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þessa síðustu daga. Ég las eftirfarandi í bók eftir Pam Brown sem mér finnst passa einkar vel við þig: „Mæður gefa okkur lífið. Þær fitja upp tilvera okkar. Þær kenna okkur slétt og bragðið. Þær sýna okkur algengustu munstrin. En góðar mæður - og þú varst ein af þeim - rétta okkur prjónana eftir smátíma og segja: Líttu á heiminn, elskan. Veldu þér ný litbrigði, ný mynstur. Pijónaðu líf þitt sjálf1. Elsku mamma mín, takk fyrir allt og vona ég að ég reynist mínum bömum eins vel og þú reyndist okkur. Þín dóttir, Særún. Hún Gunna Hannesar hefur kvatt þessa jarðvist, hún var tilbúin í þessa ferð. Ég man er ég sá þig fyrst skjótast fyrir hornið á Vallargötu 6, snögg í hreyfingum með hárið uppsett, ég sat í bíl og horfði á, var dálítið smeyk. Næst er ég hitti þig hafðir þú klippt þig, hárið fallega greitt eins og ávallt síðar. Þú tókst mér sem tengdadótt- ur. Mig langar að þakka þér, elsku tengdamamma, fyrir allt sem þú varst mér sem móðir, besti vinur, leiðbeinandi í einu og öllu og bara fyrir að hafa verið til. Þú varst ein- stakt hörkutól, stundum dálítið hvöss en þó varst þú blíðust af öllum, það fékk ég að finna svo oft er við hitt- umst. Ég þakka þér fyrir alla þá visku sem þú miðlaðir mér. Ég þakka þér fyrir hvað þú barst mikla umhyggju fyrir börnunum mínum og reyndist þeim vel eftir að faðir þeirra lést. Ég þakka þér fyrir að fylgjast með bamabömunum mínum. Eg þakka þér fyrir alla sokkana og vettlingana sem þú sást okkur fyrir. Ég þakka þér fyrir að taka slátur með mér á hverju hausti, það var svo gaman, ekkert slátur nema amma væri að stjóma. Ég þakka þér fyrir öll ára- mótin sem þú eyddir með okkur Herði og bömunum, þú varst jafn- sjálfsögð og annað á þeim tímamót- um. Takk fyrir allt kaffið og kökurn- ar á aðfangadagskvöld, það var ómissandi að koma á „Valló“ þá. Þakka þér fyrir að hlusta á mig þegar mér leið illa, þá var gott að koma og halla sér á öxl. Takk fyrir að koma út til okkar Bigga, það var „æðislegt" að hafa þig, þú alltaf til í að skoða þig um, þvælast í búðum, fara til Trier í kaffisopa, þér fannst svo gaman að sitja úti á götu og skoða mannlífíð. Hún Gunna var kraftmikil kona og unni sér sjaldan hvíldar og vann verk sín af mikilli snilli. Hún var glæsileg og alltaf vel til höfð, geislaði af lífs- gleði. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana en hún kvartaði ekki. Lífið sem hún lifði svo sterkt kvaddi hún sátt og hlakkaði til endurfunda við þá sem hún hafði misst, hún hafði jú misst ótrúlega mikið. Vertu sæl mín kæra tengda- mamma, ég sakna þín, sjáumst er minn tími kemur. Hvfldu í friði. Heiða Árnadóttir. Elsku amma. Við sitjum hér systk- inin saman og erum að rifja upp ynd- islegar minningar um þig. Þó að þetta sé sorgleg stund og mikill miss- ir þá er okkur hlátur í hjarta. Þegar mamma flutti með okkur heim til íslands frá Ameríku þá varst þú til staðar og virtist skilja svo vel hvemig okkur leið að koma í nýtt land með öðrum siðum og venjum en þeim sem við voram vön. Þú hafðir alveg sérstaka meðaumkun með henni Kim og gafst henni þann auka styrk sem hún þurfti. Það leið aldrei sá dagur að þú varst ekki heima þeg- ar við komum heim úr skólanum og kaffitíma var aldrei sleppt heima hjá okkur. Við munum öll eftir Kaupfélags „rúntinum" á morgnana. Þá lést þú alltaf „akkúrat" af auram í bláu budduna og sendu eitthvert okkar niður í Kaupfélag á Hafnargötu 30 að kaupa mjólk og undanrennu því það var alltaf fullt hús í hádegismat hjá þér. Við voram að hlæja að því systkin- in hvað við notuðum þig hiklaust sem „lifvörð" þegar við höfðum gert eitt- hvað af okkur og von var á mömmu heim í bijáluðu! Við minnumst öll þeirrar þrár að fá að sofa út á sunnu- dagsmorgnum en alltaf vöknuðum við snemma við glamrið í ríkisútvarp- inu í eldhúsinu hjá þér, þú hafðir allt- af svo gaman að tónlist amma mín. Elsku best amma okkar, það er ekki nóg pláss á þessari síðu til að minnast allra þeirra yndislegu stunda sem að við áttum með þér. Þú veist að bestu minningamar um þig geymum við í hjörtum okkar. Þú hafðir svo mikil og jákvæð áhrif á líf okkar allra og við gleymum þér aldrei. Elsku mamma, móðursystkini, makar og Svala, við sendum Samúðarkveðjur til ykkar allra og vitum við að þið leitið styrks hjá hvert öðra eins og við systkinin geram hér í Ameríku. Kim, Kristín og Eiríkur. Elsku amma mín. Ég er búin að byija á þessu margoft en áður en ég veit af er ég kominn með margar þéttskrifaðar blaðsíður. Það er svo mikið sem ég vil segja við og um þig amma mín því þú varst án efa ein af mikilvægustu og áhrifamestu mann- eskjum í lífi mínu. Allar þær tilfinn- ingar, hugmyndir og skoðanir sem ég hef á hlutum eins og samkennd, meðaumkun, þjóðemiskennd, pólitík, kvennréttindum, mannréttindum, bamauppeldi og menntun eru vegna sterkra áhrifa frá þér. Þú hafðir áhrif á líf mitt á svo margan hátt. Elsku amma, ég vil að þú vitir að það er þér að þakka að ég kenni bömum mínum íslensku og rækta þjóðemiskenndina í þeim gagnvart elsku landinu okkar. Það er út af þér sem að ég kláraði B.A.- og mastersnámið á mettíma og fékk góða vinnu þar sem ég fæ að sýna þá hæfileika sem í mér búa. Það er út af þér að ég les fyrir börnin mín á hverju kvöldi og ítreka mikilvægi menntunar á líf þeirra í framtíðinni. Það er út af þér sem að ég passa upp á að hafa alltaf heitan mat á kvöldin í faðmi fjölskyldunnar og passa upp á að faðma bömin mín á kvöldin áður en þau fara að sofa. Það er út af þér sem að ég held þétt utan um þessa litlu fjölskyldu sem ég á hér í Ámer- íku, kalla þau í mat eins oft og ég get, því eins og þú sagðir alltaf, fjölskyld- an er það mikilvægasta sem að við eigum og Stína mín, mundu að blóð er þykkara en vatn. Það er út af þér sem að ég kenni bömum mínum að við verðum að hjálpa hvort öðra því það fá ekki allir sama tækifæri í líf- inu. Eins og þú sagðir svo oft, við verðum að hjálpa þeim sem minna mega sín í þjóðélaginu því það era ekki allir eins heppnir og við. Elsku amma, ég gæti haldið áfram að tala um hvernig þú ólst mig upp og hafðir áhrif á líf mitt, eða rakið ein- hveija sögu um þig. En við vitum öll í fjölskyldunni að þú varst engri lík og það verður aldrei til önnur eins og þú. Það sem að þú gafst okkur öllum í arfleið er ómetanlegt. Elsku amma mín, nú þegar þú ert í faðmi hans afa og barnanna þinna sem þú hefur saknað vil ég segja að ég og börnin mín munum alltaf sakna þín og ég get aðeins vonast til að verða sú mann- eskja sem þú varst í lifanda lífi. Afi og börnin þín sem era farin, era heppin að hafa þig hjá sér núna. Elsku mamma og móðursystkini, þetta er mikill missir fyrir ykkur og okkur öll. Ég veit að þið finnið styrk hjá hvort öðra og með hvort öðra. Við fjöl- skyldan hér í Ameríku munum koma saman og minnast hennar ömmu með söknuði og hlýju í hjarta. Kristín (Stína). Elsku amma mín. Nú hefurðu verið kveðin burt úr þessum heimi og missir okkar er mikill. Við söknum öll yndislegu kon- unnar sem vissi allt. Elsku amma, þú varst alveg frábær í alla staði. Þú unnir öllum svo vel og frá þér hef ég öðlast margt. Þú hefur kennt mér frá því að ég var smástelpa að með dugn- aði og ákveðni er nánast allt mögu- legt. Þú hefur kennt mér að það borgi sig að vera góður við alla. Ég minnist þess hversu yndislegt það var að koma á Suðurgötuna í hádeginu og fá sér mjólk og brauð hjá ömmU. Þú varst alltaf svo hlý og góð-Alltaf með troðfullt box af súkkulaði sem þú gafst okkur krökkunum og svo mátt- um við alltaf fá eitt nammi í nesti. Þú náðir svo vel til fólks með einlægni þinni og fólk tók mark á orðum þín- um. Öllum þeim sem komu nálægt þér þótti vænt um þig. Þú varst alveg einstök amma. Elsku amma ég vil þakka þér fyrir það að benda mér á hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessu lífi. Hláturinn þinn var alveg meiri háttar og það var alveg yndislegt að heyra þig segja alls konar sögur frá því í „gamla daga“. Þú sannaðir það að hláturinn lengir lífið.Við voram alltaf nánar og þó svo að þú værir tæpum 70 árum eldri en ég skildir þú mig alltaf. Alltaf vildir þú öllum vel og ég man vel þegar þú sagðir við mig þeg- ar við voram að tala um hvað það væri hræðilegt hvernig sumt fólk færi á mis í lífinu þá sagðir þú: „Bára mín, þetta fullorðna fólk í dag er ekk- ert skárra en þið blessuðu ungling- arnir,“ og svo hlóstu og hlóstu. Já, það er alveg ótrúlegt hvað þú varst alltaf hress. Meira að segja þegar ég kom að heimsækja þig á sjúkrahús- inu hlóstu og hlóstu þegar ég sagði þér að ég væri búin að kaupa mér bfl. Þó svo að þú værir veik. Elsku amma ég vil þakka þér fyrir samfylgdina í þessu lífi og ég ætla að muna eftir þér að eilífu. Allir ættu að eiga ömmu eins og þig. Hafðu það gott hjá afa og þínum nánustu og hafðu þökk fyrir allt. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg og svala sálu nú, kom,sól,ogþerratárin, kom, hjartans heilsulind, kom,heflögfyrirmynd, kom,ljósoglýstumér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Þín Bára Lúðvíksdóttir. Elsku amma mín, mig langar til að þakka þér fyrir allt sem við áttum saman. Nú þegar þú ert farin, amma mín, til afa og bamanna þinna verður mér hugsað til áranna þegar ég fór með þér í sveitina á sumrin og allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Elsku amma, þú varst ein- stök, þú stóðst alltaf eins og bjarg, sama hvað dundi á gat ég ávallt leitað til þín og þú huggaðir mig. Elsku amma, þegar ég kom til þín fyrir rúmum tveimur áram og sagði þér að ég væri veik sagðir þú við mig, vertu dugleg og treystu Guði. Og þessi orð frá þér, amma mín, að treysta Guði vora efst í mínum huga meðan ég gekk í gegnum veikindin. Elsku amma mín, ég veit þér líður vel. Nú ertu leidd, mín ljúfa lystigarð Drottins í þar áttu hvíld að hafa hörmungum rauna frí. Við guð þú mátt nú mæla mikil fegri en sól unanogeilífsæla erþínhjálambsins stól. (Hallgr.Pét.) Þín nafna, Guðrún. Elsku amma, á kveðjustund streyma fram minningar um Ijúfar samverastundir með þér. Flestar úr barnæskunni þegar ég dvaldi hjá þér og afa á Vallargötunni á sumrin. Mér finnst ég eiga þér svo margt að þakka. Stundfrnar sem við áttum saman og allt það sem ég lærði hjá þér hefur reynst mér dýrmætt veganesti í líf- inu. Okkar bestu stundir áttum við í eldhúsinu. Þú varst mikill sælkeri og sinntir matargerðinni af mikilli natni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.