Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rjúfum þögnina! MIÐVIKUDAGINN 23. ágúst skrifar Albert Jensson grein í Mbl. sem hann nefnir „Stj ómmálaflokkarn- ir“. I þessari grein talar hann vítt og breitt um stjórnmálaflokkana, hvemig þeir séu orðnir hagsmunasamtök fá- mennra klíkuhópa og hafi bragðist markmið- um sínum. Ég get verið sammála Alberti í mörgu af því sem hann setur fram. Það sem ég vil þó gera að umtals- efni er þegar hann segir nær lokum greinar sinnar: „Kjör aldraðra og öryrkja sýna að það er enginn stjómmála- flokkur sem þetta fólk getur treyst þótt einstaka þingmanni ofbjóði áhugaleysið um kjör þess.“ Ég er sammála greinarhöfundi um að það ríkir eins konar þegjandi samkomu- lag meðal þeirra stjómmálamanna sem nú sitja á Alþingi um að gera ekki róttækar breytingar á kjörum þeirra sem búa við lökust kjörin. Og vissulega standa allir stjómmála- flokkarnii', sem fulltrúa eiga þar, dyggan vörð um óbreytt ástand í þessu efni þótt einstaka þingmaður hafi sýnt tilburði til hins gagnstæða. Þetta skeytingarleysi á þó ekki við um alla stjómmálaflokka. Húm- anistaflokkurinn bauð fram í kosning- um í Reykjavík 1998 og til Alþingis 1999 og í bæði skiptin setti flokkurinn fram skýrar kröfur um mannsæm- andi kjör fyrir bæði launþega og þá sem fá bætur vegna örorku, aldurs og atvinnuleysis. Aðalstefnumál flokks- ins var og er baráttan gegn fátækt. Tillögur Húmanistaflokksins vora að sett yrðu lög um lágmarkslífskjör, þ.e. að örorku- og ellilífeyrisþegar og einnig atvinnulausir fengju ekki lægri bætur en 90 þúsund krónur á mánuði og lágmarkslaun yrðu 100 þúsund krónur á mánuði. Gert var ráð fyrir að þessar greiðslur kæmu í raun í vasa fólks og krafðist Húmanista- flokkurinn því þess einnig að skatt- leysismörk yrðu hækkuð í kr. 100 þúsund á mánuði. Húmanistaflokkur- inn gerði einn flokka afnám fátæktar á íslandi að sínu helsta baráttumáli. I fyrstu þögðu hinir flokkamir þunnu hljóði. En þökk sé fjölmiðlum og framgöngu margra vaskra húmanista í kosningabaráttunni sáu frambjóðendur hinna flokkanna, allra nema Sjálfstæðis- flokksins, sitt óvænna og tóku sér þetta orð í munn og gerðust tals- menn þess að kveða þennan draug, fátækt- ina, niður. Jafnvel Framsóknarflokkurinn tók þátt í þessu og þrátt fyrir að formaður hans hefði haustið áður hald- ið því fram í fjölmiðlum að það væri í raun engin fátækt á íslandi kostaði Framsóknarflokkurinn auglýsingaherferð í lok kosningabaráttunnar þar sem slag- orðið var „Fátækt er þjóðarskömm". Sama gilti um talsmenn þeirra flokka sem kenna sig við vinstri stefnu. En þótt hinum hefðbundnu stjóm- málaflokkum hafi þótt sæma, svona þegar farið var að ræða um fátæktina Stjórnmálaflokkar Húmanistaflokkurinn gerði einn flokka, segir Júlíus Valdimarsson, afnám fátæktar á Islandi að sínu helsta baráttumáli. á annað borð, að lýsa forakt sinni á þessu fyrirbrigði kom samtrygging þagnarinnar fram þegar umræðan snerist um hvað ætti að gera til þess að létta henni af. Við sem voram í framboði fyrir Húmanistaflokkinn spurðum meðframbjóðendur okkar oft, þegar þeir töluðu fjálglega um áherslur sínar í velferðarmálum, hvaða kjör þeir teldu hæfileg fyrir eldra fólk, öryrkja og atvinnulausa. Ég sat sjálfur í sjónvarpssal í þætti sem fjallaði sérstaklega um velferð- armál og spurði meðframbjóðendur mína hvort þeir gætu falUst á að hækka bætur og laun með þeim hætti sem húmanistar lögðu tíl. Enginn þeirra svaraði þessari spumingu og enginn þeirra lagði fram tillögu um hækkun bóta eða hækkun á þeim lágmarkslaunum sem í gildi era í Júlíus Valdimarsson hef jast í sept- á eftirtöldum stöðum: Biblfuskólinn við Hoitaveg, S: 588-8899 Freisið kristiieg miðstiið, S: 533-1777 Mklikian Vegurinn, S: 564-2355 Hafnarf]arflariciricja, S: 867 6365 Hvttasunnukiik|an Ffladeifla, S: 552-1111 fsienska Kristskiikjan, S: 567-8800 Kletturinn k.s. S: 565-3987 Keflavfliuikiikja, S: 421 -4337 KFUM og K Akranesi S: 431 1745 Leikinannaskðii Þjððkirkjunnar S: 562 1525 Kynntu þér alfa námskeið á heimasfðu okkar, i I » landinu. Eru þá ekki einu sinni und- anskildir fulltrúar Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs eða Frjáls- lynda flokksins, flokka sem þó kenna sig við velferðarmál og réttláta skipt- ingu þjóðarauðsins. Fulltrúi Samfylk- ingar tjáði sig heldur ekki, sem vakti hjá mér þó minni undran, því ný- frjálshyggjan sem orðin er stefna þess flokks hefur allt á hreinu um hverjum ber að umbuna og hverjum ber að refsa samkvæmt „lögmáli markaðarins". Það er nefnilega þannig að fátækt- in verður ekki afnumin með einhverj- um óræðum dulrænum hætti, „um- hyggju" stjómmálamanna og vel- ferðartali. Lausnin er mjög raun- veruleg og felst í hækkun bóta- fjárhæða sem hinir fátæku fá í vasann í hverjum mánuði til að vera ekki fá- tækir lengur og til þess að njóta sama réttar og hinir, mannréttinda. Hitt er jafnljóst að á bakvið ákvörðun um að láta slík mannréttindi verða að for- gangsatriði í þjóðfélaginu þarf við- horfsbreytingu. Þessi viðhorfsbreyt- ing þarf að eiga sér stað meðal stjómmálamanna, en ekki síður með- al okkar allra. Þetta þýðir meðvitaða ákvörðun um hverskonar þjóðfélag við viljum fyrir sjálf okkur og aðra og hvað við viijum setja í forgang. Albert Jensson hefur mögulega tekið eftir Húmanistaflokknum og stefnumálum hans í síðustu alþingiskosningum. Ég veit ekki hvort hann kaus Húmanista- flokkinn en honum hlýtur að hafa lík- að aðalstefnumál hans. Ég hvet hann til þess taka afstöðu með og styðja með gjörðum stjórnmálaöfl sem gera mannréttindi á borð við afnám fá- tæktar að sínu helsta baráttumáli. Hann segir í grein sinni: „Hugsjóna- fólk er trúlega útdautt og enginn sem þorir öðra en að láta berast með straumnum því það er svo einfalt, þægilegt og án ábyrgðar." Þetta er ekki rétt, það er til hugsjónafólk hér á landi og um allan heim sem lætur ekki berast með straumnum. Hér á landi tóku sig til tugir manna og kvenna og fóra um allt land að leita meðmælenda og fá til liðs við sig hugsjónafólk sem fylla vildi fram- boðslista og lögðu mikla vinnu í að bjóða sinn flokk fram til Alþingis. Þetta fólk fylgdi sinni sannfæringu og gerði sitt. Húmanistaflokkurinn kom ekki manni inn að þessu sinni en ef- laust hafa margir hugsað sitt og gjaman viljað kjósa flokkinn og það sem hann stóð fýrir en kosið annað af taktískum ástæðum eða vegna van- trúar sinnar á að hægt væri að snúa við neikvæðri þróun yfirleitt. Hvað sem því líður munu húmanistar halda áfram baráttu sinni. Ég tel að það sem húmanistar setja fram hafi hljómgrann í hjarta fólks, jafnvel þótt djúpt sé á því og efasemdir og van- máttur hindri þátttöku margra. Ef þetta er rétt mun koma sá tími að Húmanistaflokkurinn komi fulltrúum sínum á Alþingi og þá mun ekki leng- ur ríkja þar þegjandi samkomulag um að hækka ekki greiðslur tii þeirra sem búa við lægstu kjörin. Að lokum vil ég þakka Alberti fyrir hans ágætu grein og svo mikið er víst að öll skrif á opinberum vettvangi og öll barátta fyrir mannréttindum fyrir alla en ekki bara suma á rétt á sér. Ég hvet aðra til þess að fara að fordæmi hans og tjá sig um hvað þeim finnst um ástand mála. Orð era til alls fyrst, rjúfum þögnina! Höfundur er talsmaður Húmanista- fíokksins. Háskóli Islands fer halloka HÁSKÓLI íslands hefur verið mikið í umræðunni undanfar- ið vegna skólagjalda í MBA-námi sem stúd- entar og fieiri hafa harðlega mótmælt. Sú umræða sem farið hefur fram leiðir ósjálfrátt til hugleið- inga um stöðu Há- skóla íslands og hvernig hlúð er að æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Það þarf ekki miklar rann- sóknir til að sjá að Háskóli íslands býr við óviðunandi aðstöðu og er gert mjög erfitt fyrir við að viðhalda hlutverki sínu sem leiðandi þjóð- skóli. Islendingar neðstir Nýleg skýrsla OECD leiddi í ljós að íslendingar eru hálfdrætt- ingar annarra þjóða þegar kemur að fjárframlögum til háskóla- menntunar, enda eru framlög Is- lendinga þau lægstu meðal allra OECD-ríkjanna. Aðeins 0,7% af landsframleiðslu íslands fer til há- skólastigsins, en meðaltal OECD- ríkja er 1,3%. Samanburðurinn við Norðurlöndin leiðir í ljós enn al- varlegri tölur. Sem dæmi má nefna að Finnar og Svíar leggja 1,7% af landsframleiðslu til háskólamennt- unar. Þar hafa menn gert sér grein fyrir því að framlög til.há- skólamenntunar skila sér margfalt til baka. Háskóli íslands næstneðstur Framangreindar tölur eru þörf áminning fyrir íslenska ráðamenn um að hlúa betur að æðsta menntastigi þjóðarinnar. Ekki er síður athyglisvert að velta fyrir sér innbyrðis skiptingu ríkisút- gjalda til menntunar á Islandi og vekur það upp stórar spurningar um það hvert stefnir í háskóla- menntun hérlendis. Ef reiknuð eru út framlög á hvern nemanda miðað við fjárlög 2000 kemur í ljós að Háskóli Islands fékk næstminnst af þeim átta skólum sem hér starfa á háskólastigi. Engu síður hefur hann rannsóknarskyldu umfram marga hina skólana og gera má ráð fyrir því að tæp 40% af fram- laginu til Háskóla Islands hafi far- ið í rannsóknir. Sem dæmi um töl- ur má nefna að Háskóli Islands fær u.þ.b. 7% minna framlag á hvern nemanda en Háskólinn í Reykjavík. Þegar dregjn er frá sú fjárhæð sem Háskóli Islands þarf vegna rannsóknarskyldu verður munurinn ennþá meiri, enda hefur Háskólinn í Reykjavík ekki rann- sóknarskyldu. Afleiðingin er skólagjöld Þetta eru ótrúlegar staðreyndir sem eru lýsandi fyrir þann vanda sem Háskóli íslands glímir við. Það segir sig sjálft að samkeppnis- staða skólans er mjög erfið þegar einkaskólar fá hærra framlag fyrir hvern nemanda og innheimta síðan skóla- gjöld ofan á það. Það virðist vera yfirlýst stefna menntamála- ráðherra að efla einkaskóla umfram Háskóla Islands. Hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum er almenna reglan alls staðar sú að ríkisframlög til skóla á háskólastigi lækka í samræmi við upphæð skólagjalda. Sú regla á hinsvegar ekki upp á pallborðið hjá íslenska mennta- málaráðherranum. Afleiðingin er sú að menntun á háskólastigi fær- Fjármál Það virðist vera yfírlýst stefna menntamála- ráðherra, segir Eiríkur Jónsson, að efla einkaskóla umfram ------------7---------- Háskóla Islands. ist smám saman inn á braut skóla- gjalda, enda er nú svo komið að Háskóli íslands hefur ákveðið að innheimta skólagjöld fyrir nýjustu viðbótina við framhaldsmenntun skólans. Það er skoðun mín að sú ákvörðun sé bein afleiðing af fjár- svelti skólans og erfiðrar sam- keppnisstöðu. Jafnrétti til náms Þetta er varasöm þróun sem kallar á heildarumræðu um upp- byggingu háskólamenntunar á Is- landi. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á aðra háskóla, eins og Háskólann í Reykjavík, sem býður upp á gott og hagnýtt nám. Hins- vegar er nauðsynlegt að benda á að Háskóli íslands hefur mikla sérstöðu miðað við aðra skóla. Honum er ætlað að vera þjóðskóli sem ekki innheimtir skólagjöld. Honum er einnig ætlað að vera í forystu sem alþjóðlegur rannsókn- arháskóli. Háskólinn getur ekki staðið undir þessum hlutverkum nema með auknu framlagi úr ríkis- sjóði. Samhliða frekari þróun einkaskóla á háskólastigi er því nauðsynlegt að styrkja Háskóla Islands, enda mikilvægt að hann haldi hlutverki sínu sem öflugur skólagjaldalaus ríkisháskóli sem sé leiðandi í vísinda- og menningarlífi þjóðarinnar. Grundvallarmarkmið- ið um jafnrétti til náms ber að hafa í heiðri, enda kemur það þjóð- félaginu öllu til góða. Besta leiðin til að tryggja jafnrétti til náms er að styrkja Háskóla íslands og aðra ríkisskóla og veita þeim þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Höfundur er formaður Stúdenta- ráðs. Eiríkur Jónsson ÍÞRÓITIR fVRIR RLLR ULoyíÍucjj til L'C-íl Í teifeu Skokkhópur íþrótta fyrir alla kynnir námskeið í september og október ætlað þeim sem vilja ganga og skokka undir faglegri leiðsögn. Lagt upp frá Skautahöllinni í Laugardal mán- mið- og föstudaga kl. 18.00. Leiðbeinendur: Kristinn Magnússon sjúkraþjálfari og Arngrímur Viðar Ásgeirsson íþróttakennari. Verð fyrir tvo mánuði 5.000 krónur en stakan mánuð 3.000. Innifalið er tilboð í göngugreiningu. Spyrjið þá sem reynt hafa! Fagleg leiðsögn og markviss uppbygging. Upplýsingar í síma 581 3377. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.