Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 51 HESTAR Skeiðlag Þormóðs ramma er mjög sérkennilegt. Hann stekkur mjög lágt að framan en hækkar þó örlítið upp þegar hann skiptir sér á skeið en hraðinn er mikill og Logi Laxdal kann á honum lagið. jSlANOSHV banki íslands m , ! jjjA* "-'-n ■ ■ Þeir veittu vel í verðlaunum Andvaramenn, tíu þúsund í þriðja sæti, tuttugu í annað, íjörutíu í fyrsta sem Sigur- björn hampar hér en Logi Laxdal er í öðru sæti og Daníel Jónsson í þriðja í 250 metra skeiði. Með þeim á mynd- inni er Guðbjörn Ámason hjá KPMG. * Otrúlegir tím- ar í skeiðinu KAPPREIÐAR Meistaramóts KPMG voru kapítuli út af fyrir sig. Tímarnir sem þar náðust voru hreint ótrúlegir. Hæst ber að sjálf- sögðu tími Loga Laxdal og Þor- móðs ramma í 150 metra skeiði 13,16 sek. sem er besti tími sem nokkru sinni hefur náðst og verð- ur seint jafnaður. Ekki mun þó koma til að þetta verði viðurkennt sem Islandsmet þar sem meðvind- ur var svo mikill að mótshaldarar höfðu ekki einu sinni fyrir því að selja vindmælinn upp. En með góðri hjálp Kára náðist þessi ótrú- legi tími og þótt ekki verði það met er eigi að sfður gaman fyrir Loga að ná þessu. Spretturinn var vel út færður og í raun ótrúlegur því Þormóður kom af slíkum hraða út úr rásbásnum að svo virtist sem hann ætlaði að stingast á hausinn. Niðurtakan tafalaus og síðan skeiðaði hann eins og hann ætti líf- ið að leysa. í seinni sprettinum voru þeir á 13,26 sek. sem er einnig ótrúlegur tími. Að vísu vildu menn meina að hann hefði ranglega verið dæmdur liggja en það skiptir litlu máli, sig- urinn var þeirra eftir sem áður. I fyrri umferð skeiðaði Þormóður á 13,75 sek. sem einnig er undir meti en þó lakari tími en þeir höfðu náð á kappreiðum Fáks nokkrum dög- um fyrr. Er almennt talið að þessi árangur 13,75 sek. eða 13,64 sek. verði staðfestur sem met. I 250 metrunum voru tímamir einnig góðir og bestir í meðvindin- um á sunnudag. Þar var það Ósk frá Litladal og Sigurbjörn Bárðar- son sem stóðu uppi sem sigurveg- arar á 21,48 sek. í 100 metra flug- skeið sigraði Hnoss frá Ytra- Dalsgerði og Þórður Þorgeirsson á 7,58 sek. sem er frábær tími en þau ein fóm undir 8 sek. Handlaugartæki í úrvali Handlaugartæki Tveggjahanda frá kr. 3.335 Grohe handlaugartæki meö lyftitappa kr. 7.627 mora CsmnwoMSBM itoseoi Mora handlaugartæki með lyftitappa kr. 9.636 p e u i u Felin handlaugartæki með lyftitapp kr. 7.038 Neve handlaugartæki með lyftitappa kr. 6196 Heildsala/smásala VATNSVtmaNN ehf. Ármúla 21, sími: 533 2020. Metnaðarfullt mótshald FÉLAGSMENN Andvara eiga mikið lof skilið fyrir góð haustmót og virðist hróður þeirra standa hæst um þessar mundir. Leggja þeir greinilega allan sinn metnað í að sem best takist til. Hefur þeim tekist að mynda skemmtilegan mótsbrag og má segja að vel sé að öllu staðið. Var ekki annað að heyra á kepp- endum en þeir væru mjög ánægðir með mótið í heild sinni. Aðstaðan á Andvaravöllum er kannski ekki sú besta sem fyrir- finnst en eigi að síður vel brúkleg til móta af þessari stærðargráðu. Heldur miðar þó á hverju ári í að gera svæðið betra og fallegra. Það er helst fjarlægð áhorfendabrekku, ef kalla má það því nafni, frá völlun- um sem rýrir gæði staðarins en unnið er að því að bæta þar úr. Skeiðbrautin hefur fyrir löngu sannað sig sem ein sú besta á land- inu. Mótsskrá mótsins vakti verð- skuldaða athygli og má ætla að þar hafi verið gefinn tónninn fyrir það sem koma skal. Hún var mjög smá aðeins 13,5x13,5 sentimetrar að stærð en afar handhæg og þægileg í notkun. Uppsetning upplýsinga er mjög vel aðgengileg og þægileg í alla staði en hinsvegar var all nokk- uð af villum í upplýsingum. Þá kann að vera að letrið sé smátt fyr- ir sjóndapra. Skráin var prentuð í mörgum litum og hafði hver keppn- isgrein sinn lit á jöðrum svo auðvelt var að fletta upp í henni. Það voru styrktaraðilar mótsins KPMG end- urskoðunar og ráðgjafafyrirtæki sem á heiðurinn að mótsskránni. Undirritaður hefur margsinnis hvatt forráðamenn hestamóta til að spara pappír í mótsskrám. Hér er komin mótsskrá sem með réttu getur kallast vist- eða altént skóg- arvæn því í hana fer lítið af pappír og er það vel. Ættu áhugamenn um hestamót að verða sér úti um ein- tak af þessari skrá og kanna hvort ekki sé ástæða til að nota hana sem fyrirmynd við gerð mótsskráa á minni mótum. Mjög fagmennlega virtist að öll- um tæknimálum staðið á mótinu og sömuleiðis virtust starfsmenn kappreiða kunna sitt fag upp á tíu enda gengu þær afar vel fyrir sig. Vilt þú taka þátt I Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105 Á fimmtudögum kl. 11 -14: Félagsstarff I gamni og alvöru Starfið er opið þeim sem hafa áhuga á að vera með öðru fólki í leik og starfi, s.s. umræðu, slökun, sjálfstyrkingu, glensi og mögulega sjálfboðastarfi. ► Kynning verður 7. september kl. 11. Á fimrntudttguni id-14-17: Handverk - opið hús Unnið að styrktar- og fjáröflunarverkefnum af ýmsu tagi. September: Áhersla á bamateppi af öllum gerðum (verkefn- ið Föt sem framlag. Efni og leiðsögn á staðnum. Gott að taka með saumavél ef hægt er og efni vel þegið. ► Allir velkomnir. Sími 551 8800 VILT ÞÚ BESTU FRAMKÖLLUNINA? Fujifilm Ijósmyndapappír endist 334% lengur en sá næst besti* FUJI FRAMKÖLLUN UM LAND ALLT Ljósmyndavörur, Skipholti 31 • Úlfarsfell, Hagamel 67 • Barna og fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1 • Ljósmyndastofa Grafarvogs • Framköllun Mosfellsbæjar • Framköllunarþjónustan, Borgarnesi Ljósmyndavörur, Akureyri • Myndsmiðjan, Egilsstöðum • Ljósey, Höfn • Filmverk, Selfossi • Fótó, Vestmannaeyjum • Geirseyrarbúðin, Patreksfirði • Myndastofan, Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.