Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 31 Klais-risinn í Hallgríms- kirkju TOIVLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Hörður Áskelsson flutti verk eftir J.S. Bach, Jehan Alain, César Franck, Charles-Marie Widor og Jón Hlöðver Áskelsson. Sunnudag- urinn 3. september 2000. SÍÐUSTU tónleikarnir í tón- leikaröðinni „Sumarkvöld við org- elið“ voru sl. sunndagskvöld og lék Hörður Áskelsson orgelleikari Hallgrímskirkju á Klais-orgel kirkjunnar. Hann hóf leik sinn á Fantasíu og fúgu í g-moll (BWV 542) eftir Jóhann Sebastian Bach. Þessi fantasía er merkilegt verk, tónlínurnar áhrifamiklar, undir- byggðar af ríkulegri hljómskipan og formskipanin mun hnitmiðaðri en þekktist hjá eldri tónskáldum. Fúgan er kölluð „sú stóra“ til að- greiningar frá þeirri litlu í g-moll, sem er alls ekki lítil í gerð. Fúgu- stefið er sérlega áhrifamikið og því fylgja tvö mótstef, er svo birtast öll þrjú í svokölluðuin þreföldum kontrapunkti. Þetta glæsilega verk var vel flutt af Herði og var fúgan einkum sérlega skýrlega mótuð og raddskipan á öllu verkinu bar það með sér, að Hörður þekkir vel sitt orgel. Annað viðfangsefni tónleikanna var Svíta eftir Jehan Alain (1911- 40). Hann nam orgelleik hjá Durpé og tónsmíði hjá Dukas og var orð- Orgeltón- leikar í Selfoss- kirkju Á TÓNLEIKUM í Selfoss- kirkju í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30, verður við orgelið Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á efnisskránni eru þekkt verk franskra meistara og g-moll fantasía og fúga J.S. Bach. Þá flytur hann og nýtt íslenskt orgelverk; „Súl- ur“, eftir Jón Hlöðver Áskels- son. Aðgangur er ókeypis. inn orgelleikari við Nicolas de Maisons Lafitte árið 1935 og samdi á sinni stuttu ævi um 127 tónverk. Hann féll í orrustunni við Petit-Puy, 20. júní 1940. Bróðir hans, Olivier (1918) og systir, Mar- ie-Claire (1926) störfuðu við tónlist og er Marie-Claire þekktur orgel- leikari. Það má merkja áhrif frá Debussy og asískri tónlist, svipað og gerðist með Maessiaen, auk þess sem tónstíll hans tekur mið af kirkjutóntegundum (modal rit- hætti), óreglulegri hrynskipan, ofsafengnum þrástefjunum (ost- inato) og hvössum ómstreitum, svo sem heyra mátti sérlega í þriðja kaflanum, sem nefnist Choral. Svítan var mjög vel flutt og með sérlega skemmtilegri raddskipan. Súlur 2000 nefnist nýtt verk eft- ir Jón Hlöðver Áskelsson, er Hörður frumflutti og er þetta verk mjög skýrt í formi, fyrst samsett af stuttum tónhugmyndum, er taka á sig ýmsar myndir er mynda síðan röð af mismunandi útfærsl- um, sem á köflum standa sér og veldur þessi kaflaskipan því að fyrri hluti verksins er svolítið slit- inn í smákafla, sem hver fyrir sig byggist á afmarkaðri vinnuaðferð, eins og t.d. í seinni hlutanum, er bassinn hækkar sig stöðugt um tónsæti á móti impróvísatorísku stefi í háröddunum. Undir lokin þéttist tónbálkurinn og endar verkið á stuttu en rismiklu niður- lagi. Þetta einfalda og skýrt stefj- aða verk var mjög vel flutt og víða leikið með blæbrigði orgelsins á áhrifmikinn máta. Sem aukalag flutti Hörður verkið aftur og þá vann það á og mun trúlega verða vinsælt viðfangsefni íslenskra orel- leikara, er tímar líða. Það er auðheyrt að Herði lætur vel að túlka franska tónlist og var Kórall nr. 3 eftir César Franck mjög fallega mótaður, svo heyra mátti einnig í tveimur þáttum úr orgelsinfóníu nr. 5 eftir Widor, Adagio, er var sérlega fallega raddmótað. Tokkatan glæsilega, þar sem tónhugsunin er samtvinn- uð miklum orgelhljómi, var sérlega vel flutt. Það með lauk „Sumar- kvöldum við orgelið" er stóð að þessu sinni frá 1. júlí til 3. septem- ber og hefur sérlega góð aðsókn að þessum tónleikum sannað það, að orgeltónlist er vinsælt hlustunar- efni og ekki síst þegar leikið er á jafn stórbrotið ogel og Klais-ris- ann í Hallgrímskirkju. Jón Ásgeirsson Gengið á röðina TÖJVLIST Langholtskirkja EINLEIKSTÓNLEIKAR J. S. Bach: Sellósvíturnar sex, BWV 1007-12. Gunnar Kvaran (1.), Sigurður Bjarki Gunnarsson (2.), Sigurður Hall- dórsson (3. & 5.), Hrafnkell Orri Egilsson (4.) og Sigurgeir Agnarsson (6.), selló. Sunnudaginn 3. september kl. 20. FLUTNINGUR fimm íslenzkra sellóleikara á öllum Sellósvítum Bachs sl. sunnudag þótti augljós- lega ekki falla undir „stórviðburð" á þessum tímum viðburðahyggju í listum eftir heldur dræmri aðsókn að dæma. Og þó er spuming hvort samanlögð gæði viðfangsefnis haíi ekki skagað upp úr velflestu sem hæst er hossað og kyrfilegast kynnt í hérlendum tónlistarheimi. Sagnadansar Bachs án orða fyrir einleiksselló eru líkast til hin full- komna andstæða við glys og gling- ur stórviðburða sem nú tröllríða tónlistarlífinu; einræður manns- sálar við sjálfa sig og næstu hlust- endur í tónum, þar sem umbúnað- urinn er ekkert, erindið allt. I þeim skilningi var fráleitt að jafna uppákomuna á sunnudags- kvöldið við burtreiðar eða fegurð- arsamkeppni, eins og kannski hefði mátt láta að sér hvarfla í fljótu bragði, þó svo að fimm selló- leikarar, flestir ungir að ámm, stilltu sér í röð og léku hver sína svítu. Nær væri að jafna framlag þátttakenda við e.k. altarisgöngu í virðingarskyni við tónskáld tón- skálda, og hefði 250. dánarár Bachs ekki einu sinni þurft að koma til. Og þó að við séum að mestu komnir upp úr stallsetning- aráráttu fyrri og rómantískari kynslóða (sem í tilfelli Bachs spratt upphaflega af þýzkri þjóð- ernishyggju 19. aldar), er eigin- lega óþarft að ausa þessi meistara- verk frekara lofi. Þau hafa sannað endingargildi sitt fyrir löngu, hvort heldur til síferskrar endur- hlustunar eða sem gegnlýsandi prófsteinn á færni og innsæi flytj- andans. Þrátt fyrir þetta kom manni svo- lítið á óvart að ekki skyldi vera meiri munur á leikni og einkum túlkun spilaranna fimm en raun bar vitni. Að vísu vom hinir þrír yngstu, allir fyrrum nemendur Gunnars Kvaran, á svipuðu reki, en framhaldsnámsstaðir þeirra vom á hinn bóginn ólíkir og ýmist fyrir austan haf eða vestan. Helzt var það leikur Sigurðar Halldórs- sonar sem skar sig úr, enda hljóð- færi hans girnistrengt barokk- selló. Tæknikröfur svítnanna og að sumu leyti umfang aukast þegar ofar sækir í talnaröðinni og virðist fylgja pöram. 1.-2. em hlutfalls- lega styztar og einfaldastar, 3. og 4. nokkra viðameiri, og í 5. og 6. era möguleikar hljóðfærisins þandir til hins ítrasta, einkum í 6., er spannar gífurlegt tónsvið eða á fjórðu áttund, enda víða skrifað í víólulykli. Nestor hópsins, Gunnar Kvar- an, lagði úr vör með Svítu nr. 1 í G- dúr. Einstaka smáörður hrutu á borð í Forleik og Allemande, en frá og með Courante var allt skínandi skýrt mótað, ekki sízt Sarabandan sem sat framúrskarandi vel. Örlít- ið rómantískur Menúettinn var borinn uppi af fallegum ekkóum og Gikkurinn af seiðandi danssveiflu. Það var ekki nema að vonum hvað heildarsvipurinn var áberandi sterkastur í formrænni útlagningu Gunnars, og sannar það enn sem áður, að fátt kemur í stað reynslu og þroska í þeim efnum. Sigurður Bjarki Gunnarsson lauk framhaldsnámi í Juilliard í New York í vor og lék hér 2. Svítu í d-moll. Þótt tónninn væri stundum svolítið grannur sýndi leikur hans mikið öryggi, góða tilfinningu fyrir bassaferli og skartaði hreinum og syngjandi fjölgripum. Þótt staka trilla væri á neðra upphafstóni (sem maður hélt að kæmi fyrst með snemmklassíkinni) og flestum endurtekningum sleppt í seinni þáttahlutum, var lengst af vel og stílhreint leikið. Sigurður dró skemmtilega fram andstæð hljómahnit með hraða- og styrk- mótun í seinni hluta Saraböndunn- ar, og hoppandi Gikkurinn var tek- inn með útséðu næmi fyrir stígandi og klímax. Sigurður Halldórsson var ábyrgur fyrir mesta fráviki kvölds- ins í tóni og að nokkru leyti í túlk- un, þökk sé barokksellóinu, þar sem girnisstrengirnir virtust nán- ast hvísla, þegar stálstrengir hinna sungu fullum hálsi, þótt bærist annars vel í kirkjunni. Hann hirti einnig ljónshlut tónleikanna með því að flytja heilar tvær svítur, nr. 3 í C-dúr og 5 í c-moll. Fyrri svítan tókst bezt, enda nr. 5 töluvert kröfuharðari, og náði túlkunin hæst í síðustu þrem þáttum með vel mótaðri Saraböndu, sópandi Bourrée (B. II með glerkenndum sul ponticello kontrast líkt og fyrr í Skálholti) og þokkafullum Gikki sem naut ineiri styrkvíddar en flest annað. I því efni var, líkt og fyrr í sumar, annars oftast um heldur fátæklegan garð að gresja, hvort sem hamlaði frekar girnist- rengjastroktækni eða kenningar upprunastefnunnar. Nr. 5 var í samanburði órólegri, örðurnar fleiri og mótunin í heild óskýrari, auk þess sem skrautnótur Sigurð- ar í fyrstu 4 töktum í ítrekun Gavottu I eyðilögðu áferðarand- stæðuna við framhaldið frá takti 5. Þó var gaman að Prelúdíunni, þar sem leikurinn minnti töluvert á rapsódíska takta fornfranskra gömbuleikara á við St. Colombe. Skýrust mótuðu dýnamíkina gat að heyi’a í flutningi Hrafnkels Orra Egilssonar á nr. 4 í Es-dúr, sem býr yfir einhverri yfirveguð- ustu kyrrð og klassískasta jafn- vægi allra svítnanna. Hrafnkell, sem stundar nú framhaldsnám í Lúbeck, sleppti flestum endur- tekningum og lék fremur beint af augum; að vísu ekki án votts af asa hér og þar, en af góðu öryggi, nema helzt í lokaþáttunum Bour- rée I-II og Gigue, þar sem hann steig allt í botn og varð að kyngja niðurhægingu á snúnustu stöðum. Auk þess mátti deila um fegurð stakkató-útfærslu hans á Bourée II. Aðalfingrabrjótur bálksins, nr. 6 í D-dúr, féll í skaut Sigurgeirs Agnarssonar, sem lauk MM gráðu í Boston í fyrravor og stundar nú frekara nám í Dússeldorf. Sem fyrr sagði teygir tónsviðið sig þar hátt upp í veðrahvolfið, þar sem inntónuninni hjá öðram en úrvals- spiluram hættir til að kvarta og kveina, enda bendir ondeggiando- ritháttur Prelúdíunnar (sbr. t. 23- 32) til að gert hafi verið ráð fyrir háum E-aukastreng, þó að hæðin sé að öðra leyti viðráðanleg með fjölgun pósísjóna í síðari tíma leik- tækni. Hvort hin forna og löngu horfna tenórfiðla hafi þar vakið fyrir Bach skal ósagt, en hitt var víst, að ekki þvældist hátíðnin telj- andi fyrir Sigurgeiri, er kýldi á Prelúdíuna með sannkölluðum trompi á hefðbundna fjögurra strengja knéfiðlu sína. Né heldur virtust 32-partaflækjur Allemönd- unnar honum teljandi hindrun, hvað þá risastökk Courante-þátt- arins, sem þrátt fyrir fjölda þumal- pósísjóna var leikinn á hálfgerðum manndrápshraða, en samt af feiki- legu öryggi. Hraðagleðin kom ekki í veg fyrir viðeigandi yfirvegun í Sarabönd- unni, sem var sungin með í senn góðu formnæmi og sterkri tján- ingu, og bæði gavotturnar (hin seinni var að vísu í hægara lagi) og lokagikkurinn steinlágu, eins og sagt er. Hér fór greinilega ungur spilari með tækni og túlkunarhæfi- leika í þverpokum. Gæðastaðallinn var furðuhár á þessum tónleikum. Eftir öllu að dæma þarf litlu að kvíða um ís- lenzkan sellóleik í nánustu framtíð. Ríkarður Ö. Pálsson Sýningu lýkur Gallerí Sævars Karls Sýningu á tíu vatnslitamyndum eftir Jón Axel Egilsson sem verið hefur í gluggunum hjá Sævari Karli í Bankastræti 5 lýkur nk. fimmtudag. Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 ■■i Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Hönnun Gæði Glæsileiki Cassina Nýjar vörur Mörkinni 3 sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl.12-18 Tölvupostur: sala@hellusteypa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.