Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Maddainan í moldarkofanum Svona, dustið þið af ykkur moldardrulluna, ormarnir ykkar, rútan er komin. Breytingar á endurgreiðsl- um vegna kvikmyndagerðar IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra kynnti á rfldsstjómarfundi í gær hug- myndir sínar um svar við athuga- semdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og breytingar á lögum vegna reglna um tímabundna endurgreiðslu vegna framleiðslu erlendra kvik- mynda hér á landi. ESA gerði athugasemdir við kvik- myndalögin fljótlega eftir að þau voru samþykkt vorið 1999. Lögin gera ráð fyrir að kvikmyndaframleiðendur fái allt að 12% kostnaðar við kvikmynda- framleiðsluna endurgreiddan og gerði ESA einkum athugasemd við að eingöngu er ætlunin að greiða út á þann kostnað sem fellur til hér á landi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að í svari við athugasemdum ESA sé fall- ist á svokallaða 80-20% reglu sem ESA hefur haldið fram. Lögunum verður breytt þannig, að sögn ráð- herrans, að ef 80% framleiðslukostn- aðarins eða meira fellur til hér á landi þá reiknast endurgreiðslan út frá heildarkostnaði við framleiðsluna hér og í öðrum EES-löndum. Ef innlendi kostnaðurinn verður innan við 80% af framleiðslukostnaði kvikmyndarinn- ar er eingöngu endurgreitt út á þann hluta kostnaðarins sem fellur til hér. Einnig verðm- 12% endurgreiðslu- hlutfallið óháð því hversu dýr myndin er. „Við áttum líka þann kost að halda óbreyttum reglum en töldum betra að gera breytingar vegna þess að ESA færði nokkuð sterk rök fyrir því að lögin stönguðust á við rfldsstyrkjar- eglur EES,“ segir Valgerður Sverris- dóttir. Rfldsstjómin samþykkti svar iðnaðarráðherra og undirbúning hennar að nauðsynlegri lagabreyt- ingu. Valgerður leggur áherslu á að málinu ljúki með lagasetningu fyrir áramót og lítur svo á að þar með verði málið úr sögunni gagnvart ESA. Qessica sófasett fyrir þau sem vilja vanda valið og hafa gæðin í fyrirrúmi. Alklætt mjúku nautsleðri á öllum flötum. Pokafjaðrir í sætum, kaldsteyptur svampur í bólstrun. Fæst einnig i dökkbrúnu leðri. Settið 3+2+1 kr. 264.120,-. 3+1+1 kr. 239.980,-. Raögreiðslur Bildshöfða * 110 Reykjavik • s.510 8000 * www.husgagnahollin.is HÚ5GAGNAHÖLLIN j Íta skur g ; 1 æ s i e i t Uppskera landgræðslufræja Lúpínan er langbest Sveinn Runólfsson NÚ STENDUR sem hæst fræuppskera landgræðslu- plantna. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra er nú verið að safna melfræi á friðuðum land- græðslusvæðum við ströndina. „Helstu svæðin eru Þor- lákshöfn, Vík í Mýrdal, Álftaver og Héraðssandur í Hjaltastaðaþinghá. Þessu er mest öllu safnað í þar til gerðum vélum en þó eru unglingar í Álftaveri .sem handsafna fræi og fá greitt 70 krónur fyrir kílóið,“ sagði Sveinn. - Hefur uppskera af þessu fræi aukist? „Hún hefur verið að auk- ast á síðustu árum en er heldur lakari í ár vegna vorkulda. Hins vegar tókst okkur að afla töluvert meira af lúpínufræi en áð- ur og það er skorið mest allt með vélum en auk þess auglýstum við eftir fræi frá áhugafólki og vorum reiðubúnir að kaupa það á 750 krónur kflóið en viðbrögð urðu ekki mikil að þessu sinni. Þess má geta að við kaupum fræ af bænd- um sem eru með lúpínufræakra og er þar um að ræða verulegt magn.“ -Hvaða öðrum grastegundum en melgresi taldð þið fræ af? „Það er helst fræ af berings- punti og túnvingli. Þessu fræi er safnað á Mýrdalssandi og fræökr- um í Gunnarsholti. - Hvað gerið þið við alit þetta fræ? „Það er þurrkað og hreinsað og húðað með rakadrægum efnum í fræverkunarstöðinni í Gunnars- holti. Síðan er það notað í land- græðslustarfinu, bæði í haust og næsta vor. Heildarverðmæti fram- leiðslunnar áætlum við að geti numið allt að eitt hundrað milljón- um króna. Landgræðslan flytur út árlega fræ til Alaska og Græn- lands fyrir um tíu milljónir króna á ári. Þetta er fræ af beringspunti sem er upprunnið í Alaska og fræ af Aiaskalúpínu en við tímum ekki að selja mildð af því fræi.“ - Er lúpínan alltafjafnvinsæl til uppgræðslu á örfoka landi? „Já, við teljum hana langódýr- ustu og öflugustu jurtina til upp- græðslu á samfelldum svæðum. Við teljum að við höfum lært mikið um notkun hennar og brýnum fyr- ir fólki að þessi planta hefúr mikla kosti en það ber að hugsa fram í tímann og gæta þess að hún er ág- eng. Það sem er að gerast núna, mjög ánægjulegt, er að í gömlu lúpínusáningunum, t.d. hér í kring- um Gunnarsholt, er skógarfröm- uðurinn Markús Runólfsson að planta hundruðum þúsunda trjáp- lantna. Þá erum við að breyta grýttum og gróðurvana svæðum í skóglendi á mjög hagkvæman og vistvænan hátt.“ - Er tii önnur planta sem hentar jafn-vel til þess ama oglúpínarí! „Nei, hún er langbest, ekki hef- ur enn tekist að finna hennar jafn- ingja en starfsfólk Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Landgræðslunnar hef- ur unnið ötullega að því að þróa fleiri sjálfbærar tegundir til landbóta. Má þar nefna hvíts- mára, umfeðming, ellri og baunagras. En engin þessara plantna hefur neitt viðlíka eiginleika til upp- græðslu og lúpínan." - En melgresið? „Melgresið vill helst vaxa í fok- sandi þar sem nær engin önnur planta getur þrifist og er ekki öflug ► Sveinn Runólfsson fæddist 28. aprfl 1946 að Hvanneyri í Borgai’- firði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og kandidatsprófi frá há- skólanum í Aberdeen í Skotlandi 1970. Mastersprófi í landgræðslu ogjarðvegsvemd frá Comell há- skólanum í Bandaríkjunum 1973. Hann hefur starfað við land- græðslu, fyrst hjá Sandgræðsl- unni í sumarstarfi 1959 og síðan á hverju sumri með námi og eftir nám hjá Landgræðslu ríkisins. Frá 1963 var hann ráðsmaður hjá Gunnarsholtsbúinu og fulltrúi landgræðslustjóra frá 1970. Skip- aður landgræðslustjóri 1972. Sveinn er kvæntur Oddnýju Sæ- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni. tegund til að græða upp mela þar sem ekki er sandfok. En síðan þeg- ar melgresið hefur hamið sandfok- ið víkur það alla jafna fyrir íslensk- um gróðri, oft túnvingli og loðvíði." -Hvemig hefur uppgræðslan gengið í sumar? „Hún hefur gengið vel. Þetta er búið að vera afskaplega góðviðra- samt sumar og gróður víðast hvar í mikilli framför þrátt fyrir að ótrú- lega víða hafi verið miklir þurrkar. Meðal annars hefur verið mjög þurrt á suðurströndinni og á Norð- urlandi. En það hafa ekki komið nein uppblástursveður þannig að sáningum frá í vor hefur farið vel fram. Við horfum því björtum aug- um til hauststarfa í kjölfar fræupp- skeru en þá munum við sá land- græðslutegundum í allmörg erfiðari landgræðslusvæði. Við er- um sífellt að læra af náttúrunni og hún sáir jú á haustin." -Hvert er helsta verkefnið í haust? „Það er sáning í Hólasand í S- Þingeyjarsýslu og Hafnarmela í Borgarfirði. Bæði þessi verkefni eru styrkt myndarlega af um- hverfissjóði verslunarinnar. Enn- fremur verður sáð í ein átta svæði sem eru hluti af átaki ríkisstjómarinnar í bindingu kol- efnis með landgræðslu og skó- grækt. Þessu sérstaka átaki lýkur nú í haust eftir fjögurra ára vinnu og á þessu tímabili hefur rflds- stjómin varið 460 millj- ónum króna til þess arna. I vor vonumst við til að rfldsstjórnin hafi ákveðið að halda áfram þessu átaki því verkefn- in em fjölmörg í land- græðslu og skógrækt. A vegum Landgræðslunnar hefur verið unnin langtímaáætlun fyrir árin 2001 til 2012 sem við vonumst til að verði afgreidd á Alþingi í vor. Landgræðsla rfldsins var valin fyr- irmyndarríkisstofnun árið 2000.“ Vonumst til að ríkisstjórn- in framlengi átak í kolefn- isbindingu með land- græðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.