Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 24

Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mowlam hætt st' « a órnmála- 'skiptum MOMOWLAM, fyrrverandi Norð- ur-Irlandsmálaráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að hún myndi ekki gefa kost á sér í næstu þing- kosningum í Bret- landi sem líklega verða haldnar næsta vor. Mowlam stjórnaði á sínum tíma samningaviðræð- unum sem leiddu til friðarsamkomu- lagsins á Norður- Mo Mowlam Irlandi árið 1998, en er nú aðstoð- arráðherra í stjórn Tonys Blairs. Kvaðst hún vilja hefja starfsferil ut- an stjórnmálanna og vera að kanna ýmsa mögulcika í því sambandi. Talsmaður Blairs sagði brott- hvarf Mowlams úr stjórnmálum mikinn missi fyrir ríkissljórnina og breska þingið. Yfirlýsing Mowlams þykir hins vegar enn hafa ýtt undir orðróm um að Blair og Mowlam sé ekki lengur vel til vina, en sumir hafa haldið því fram að for- sætisráðherrann óttist að Mowlam skyggi á sig vegna þeirra mikilu vinsælda sem hún hefur notið í grasrót breska Verkamannaflokks- ins. Samkvæmt útbreiddum orðrómi, sem talmenn forsætisráðherra hafa neitað, missti Mowlam stöðu sína sem N-Irlandsmálaráðherra á síð- asta ári eftir að samstarfsmenn for- sætisráðherrans fóru að baktala hana en Mowlam fór ekki leynt með að hún vildi gegna embættinu áfram. Mowlam þótti litrík á ráðherra- ferli sínum og var þekkt fyrir að tala hreint út. Hún þótti einnig hirða lítið um útlit sitt. Meðan á kosningabaráttunni 1997 stóð þurfti hún að gangast undir upp- skurð vegna heilaæxlis og bar hár- kollu um tíma. Israelska dómskerfíð Deri hefur fangavist sína Reuters Stuðningsmenn Deris sjást hér mótmæla fangelsisdómi hans, en um 20.000 manns fylgdu honum að múrum Nitzan-fangelsisins á sunnudag. Jerúsalem. AP, AFP, Daily Telegraph. ARYEH Deri, stofnandi ísraelska stjórnmálaflokksins Shas, hóf á sunnudag þriggja ára fangelsisvist eftir að hafa í fyrra verið fundinn sek- ur um mútuþægni. Um 20.000 stuðn- ingsmenn Deris, sem hefur nefnt sjálfan sig leiðtoga „gyðinga bylting- arinnar“, fylgdu honum að Nitzan- fangelsinu. Líktu sumir honum við Nelson Mandela á meðan aðrir hróp- uðu: „hann er saklaus", en Deri er talinn píslarvottur ráðastéttarinnar af mörgum stuðningsmanna sinna. Deri hvatti við þetta tækifæri stuðningsmenn sína til að halda áfram trúboði sínu meðal fátækra gyðinga frá Miðausturlöndum og gera sitt til að fá þá til að fylgja eftir strangtrúarstefnu Shas-flokksins. Það var fyrst árið 1984 að Deri hóf af- skipti sín af stjórnmálum, en það ár hlaut Shas-flokkurinn fjögur sæti á þingi. Hefur fylgi hans vaxið jafnt og þétt síðan og á flokkurinn, sem þar til nýlega var hluti af samsteypustjóm Ehuds Baraks forsætisráðhema ísraels, nú 17 menn á þingi. Fyrir sjö árum var Deri ákærður fyrir að hafa þegið um 10 milljónir króna í mútugreiðslur á stjómmála- ferli sínum. Stuðningsmenn Deris telja hann hins vegar fórnarlamb ísraelskra ráðamanna, sem flestir koma úr röðum evrópskra gyðinga, ólíkt stuðningsmönnum Shas-flokks- ins, sem em að stærstum hluta fá- tækir gyðingar frá arabaríkjunum. Flestir samþykkir dóminum Skoðanakönnun sem dagblaðið Yediot Aharonot birti í gær benti þó til þess að flestir væra á því að Deri ætti fangavistina skilið. Vora 68% henni hlynnt, en 28% andvíg. „Þessi maður er glæpamaður sem þáði mútur og reynir nú að kenna heiminum, dómuram sínum, rann- sóknarmönnunum og ráðherrum rík- isstjómarinnar fyrir glæp sinn. Eg er ánægður með hvað fáir eru honum sammála," sagði Yossi Beilin, dóms- málaráðherra ísraela. Flest bendir þó til að spenna milli strangtrúaðra og annarra gyðinga muni aukast á næstunni og tilkynnti Barak til að mynda nú um helgina að hann hygðist leggja niður það ráðu- neyti sem farið hefur með trúmál í ísrael. Auk þessa munu skólar þeir sem heyra undir Shas-flokkinn þurfa að taka námsskrá sína til endurskoð- unar. Kosningabarátta bandarísku forsetaframbjóðendanna harðnar Washington. AFP. AL GORE, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, hefur hafnað tillögu Georges W. Bush, frambjóðanda repúblikana, um til- högun sjónvarpskappræðna fyrir kosningarnar í nóvember. Fullyrð- ir Gore að of lítill hluti kjósenda eigi kost á að fylgjast með út- sendingunum ef farið verður að til- lögu Bush. Búist er við að sjónvarpskapp- ræður forsetaframbjóðendanna skipti meira máli nú en oft áður, þar sem skoðanakannanir benda til þess að lítill munur sé á fylgi þeirra. Sérstök nefnd, sem er skip- uð bæði demókrötum og repúblik- önum, hefur haft umsjón með sjónvarpskappræðum fyrir for- setakosningar síðan 1988 og legg- ur hún nú til að frambjóðendurnir etji kappi í þremur níutíu mínútna þáttum, sem sendir yrðu út um öll Deilt um sjón- varpskappræður Bandaríkin á helstu sjónvarps- stöðvunum. Bush vill styttri kappræður Gore samþykkti tillögur nefnd- arinnar, en samkvæmt tilboðinu sem Bush lagði fram á sunnudag munu forsetaframbjóðendurnir hins vegar aðeins mætast á einum fundanna sem nefndin hafði skipu- lagt. Auk þess leggur Bush til að þeir komi saman fram í tveimur Press“ hjá NBC-sjónvarpsstöðinni styttri sjónvarpsþáttum með og „Larry King Live“ hjá CNN. takmarkaðra áhorf: „Meet the Gore hafnaði tillögum Bush án George W. A1 Bush Gore tafar, á þeirri forsendu að einungis kappræðufundir á vegum tvíhliða nefndarinnar hlytu nægilegt áhorf. Haft var eftir aðstoðarmönnum varaforsetans í gær að hann myndi mæta í þættina á NBC og CNN, en einungis ef Bush samþykkti að mæta á alla kappræðufundina þrjá, sem nefndin lagði til. Dylgjur á báða bóga Varaforsetinn hefur meiri reynslu af sjónvarpskappræðum en ríkisstjórinn í Texas og áður en Bush lagði fram tillögur sínar hafði Gore sakað hann um að þora ekki að mæta sér. Aðstoðarmenn Gore gáfu í skyn í gær að tillögur Bush staðfestu þetta. Stuðnings- menn Bush hafa á hinn bóginn reynt að gera dræm viðbrögð varaforsetans við tilboðinu tor- tryggileg. Nýnasistar í röðum dýraverndunarsinna London. Daily Tclegraph. AP Dýraverndunarsinnar grípa oft til ýmissa ráða til að vekja athygli á málstað sínum og sést hundur hér virða fyrir sér mútmælendur fyrir ut- an loðfeldaverslun eina í London. Nýnasistar finnast nú í röðum dýra- verndunarsinna og sigla þar gjarnan undir fölsku flaggi. DYRAVERNDUNARBARÁTTAN virðist vera nýjasti vettvangur breskra nýnasista að sögn dagblaðs- ins Daily Telegraph, sem kveður nýnasista nú taka þátt í mótmælum dýravemdunarsinna í auknum mæli. Þátttaka þeirra fer þó ekki hátt enda hafa nýnasistamir haft hljótt um aðr- ar, ög síst vinsælli, skoðanir sínar. I umfjöllun sinni nefnir Daily Tele- graph þrjá hópa öfgasinna sem tengdir era harðlínusamtökum nýnasista, og hafa á undanfömum mánuðum tekið þátt í mótmælaað- gerðum dýraverndunarsinna vegna tilrauna á dýram. Er talið að með þessu reyni hópamir að færa sér í nyt spennu og deilur sem oft fylgja mót- mælunum. Margir nýnasistar era hlynntir kenningum Adolfs Hitlers um land- búnaðarþjóðfélagið. Þar era íbúar all- ir grænmetisætur, notkun aukaefna við ræktun matvæla er bönnuð sem og tilraunir á dýrum. Skoðanir þess- ara manna byggjast á hinum svo- nefndu „Blóð- og jarðvegskenning- um“ Walther Darré, landbúnaðarráðherra Hitlers. Kyn- þáttahatrið er þó ekki langt undan og er hluti hugmyndafræðinnar níð um svonefndar „helgislátranir framandi þjóðflokka" - þar sem átt er við slátr- unaraðferðir gyðinga og múslima. Gripið til aðgerða gegn öfgasinnum? Fyrir um hálfum mánuði fóra fram miklar mótmælaaðgerðir gegn til- raunum á dýrum í Cambridgeskíri. Mótmælin vora fyrirfram auglýst sem þau stærstu sem efnt hefði verið til í Bretlandi og var viðbúnaður lög- reglu vegna þessa bæði mikill og kostnaðarsamur. Vitað er nú að auk hefðbundinna dýravemdunarsamtaka vora ný- nasistar meðal þátttakenda. Troy Southgate, forystumaður öfgahóps- ins Þjóðbyltingarhreyfingin (NRF), notaði til að mynda vefsíðu sína til að hvetja liðsmenn NRF til að taka þátt í „aðgerða-deginum". Alls vora ellefu manns handteknir vegna mótmæl- anna í Cambridgeskíri ýmist fyrir skemmdarverk sem og líkamsárasir, en 1.200 lögreglumenn tóku þátt í að- gerðunum og kostnaður vegna þeirra er sagður nema hátt í 30 milljónum króna. Aukið ofbeldi þykir nú á stundum einkenna mótmælaaðgerðir dýra- vemdunarsinna og hefur þetta orðið til þess að Jack Straw, innanríkisráð- herra Breta, íhugar nú að setja lög er tryggi vísindamönnum, á þeim rann- sóknarstofum sem vinna með dýr, aukna vemd. Eru fréttir af þátttöku nýnasista í aðgerðum dýravemdun- arsinna taldar verða Straw hvatning til þessa. Southgate, sem tekið hefur út dóm fyrir líkamsárás, er yfirlýstur stuðn- ingsmaður Himmlers sem og tals- maður aðskilnaðarstefnu ólíkra kyn- þátta. Hann tilheyrði áður Þjóðarfylkingunni (NF), en fer nú fyrir NRF, félagasamtökum sem not- færa sér leynilegar áróðursaðferðir. Meðlimir NRF hafa, að sögn Daily Telegraph, tekið þátt í fleiri mót- mælaaðgerðum en þeim sem fram fóra í Cambridgeskíri. Erfitt er þó að þekkja þá úr þar sem þeim er ekki út- hlutað skírteini á vegum samtakanna. „NRF notar hópa manna sem lauma sér inn í stjórnmálasamtök, stofnanir og í þjónustustörf," sagði Southgate. „Þessi vinna er hluti stefnu okkar og ef brautargengi okk- ar á að aukast í framtíðinni þá verð- um við grípa til slíkra aðgerða í aukn- um mæli.“ Dæmdur hryðjuverkamaður Annar sá hópur nýnasista sem einnig deilir sumum skoðunum dýra- verndunarsinna er Stuðningshópur dýra (ASG), sem era systrasamtök fasistahreyfingarinnar Hin alþjóð- lega þriðja hreyfing er lýtur forystu ítalska hryðjuverkamannsins Roberto Fiore. Á vegum ASG er gefið út frétta- bréfið Freedom Fighter þar sem greint er ítarlega frá baráttu samtak- anna við Shamrock, fyrirtæki er flyt- ur inn prímata til rannsókna. Frétta- bréf ASG er auðkennt með mynd af grímuklæddum dýravemdunarsinna er stendur með hund í örmum sér andspænis fána heilags Georgs. Vitað er til þess að ASG hafi tekið þátt í að- gerðum þar sem spillt hefur verið fyr- ir veiðiferðum í Kent, og segir Daily Telegraph liðsmenn ASG njóta þess að geta haft samneyti við önnur sam- tök dýravemdunarsinna, sem oftar en ekki era vinstrisinnuð, á meðan fasistaskoðanir þeirra fari hljótt. Þriðju samtökin era síðan Breska hreyfingin (BM), sem er illræmd fyr- ir ofbeldisaðgerðir sínar, en styður engu að síður málefni dýraverndun- arsinna. í stefnuskrá þeirra segir: „Nýjar siðareglur okkar heimila ekki vísindamönnum, kaupsýslumönnum, eða stjómmálamönnum að leika guð í nafni forvitni, hagnaðar eða illsku.“ Notuð til liðssöfnunar „Sýndi einhver þessara hópa sitt rétta andlit myndu aðrir þátttak- endur sýna mikla heift við að útiloka þátttöku þeirra. I stað þess að starfa fyrir opnum tjöldum þá nota þeir mótmælin til að bæta við sig nýjum liðsmönnum. Þeir era svo sannarlega slægir," sagði talsmaður tímaritsins Searchlight í viðtali við Daily Tele- graph, en tímaritið er yfirlýstur and- stæðingur fasista. Fæst dýravemdunarsamtök hafa hins vegar, til þessa, verið meðvituð um að öfagasinnaðir hægri menn leyndust í þeirra röðum. Michelle Thew, framkvæmdastjóri dýravemd- unarsamtakanna BUÁV, sagði sam- tök sín ekki heimila liðsmönnum skoðanir er byggðust á kynþáttamis- munun eða fasisma. „Ég er undrandi og uppveðrað að heyra að þessir hópar skuli taka þátt í dýravemdunarbaráttunni,“ sagði Thew. „Maður myndi jú telja að flest- ir þeir sem era mótfallnir tilraunum á dýrum myndu einnig finna til samúð- ar með mönnum og fordæma áþján þeirra."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.