Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI PRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 21 Slegist um Kauphöllina í London Morgunbladid. Osló. Reuters Ekkert hefur verið staðfest um hugsanlegt tilboð verðbréfaarms Reuters, Insinet, í Kauphöllina í London né heldur tilboð Euronext, samstarfsfélags kauphallanna í Amsterdam, Brussel og París. TALSVERÐ óvissa ríkir um framtíð kauphallarinnar í London, London Stock Exchange, í kjölfar 800-900 milljóna punda tilboðs sænska fyrir- tækisins OM Gmppen í síðustu viku. Þegar OM lagði fram tilboð sitt í LSE í síðustu viku samsvaraði það rúm- lega 800 milljónum punda en með mjög hækkandi gengi hlutabréfa í OM hljóðar tilboðið nú upp á meira en 900 milljónir punda. Tilboðsstríð gæti verið í uppsiglingu, að því er fram kemur í erlendum fjölmiðlum. Ekkert hefur verið staðfest um hugsanlegt tilboð verðbréfaarms Reuters, Insinet, í LSE, né heldur til- boð Euronext, samstarfsfélags kaup- hallanna í Amsterdam, Brussel og París. Að því er fram kemur á ft.com er talið líklegt að tilboð komi frá síð- amefnda hópnum í þessari viku og hljóði upp á greiðslu í reiðufé, en í til- boði OM er gert ráð fyrir að meiri- hlutinn verði greiddur með hlutabréf- um í OM. Euronext verður formlega til 22. september nk. með samruna áðumefndra kauphalla. Dagens næringsliv hefur eftir enskum fjölmiðlum að tilboð Euro- next verði fjármagnað af stórbankan- um Société Générale og Banque Pari- bas. Tilboðið muni hljóða upp á 900 milljónir punda sem samsvara rúm- um 100 milljörðum íslenskra króna. Forsvarsmenn LSE og Kauphallar- innar í Frankfurt hafa einnig átt fundi með forsvarsmönnum Nasdaq markaðarins í Bandaríkjunum, um nokkurs konar varnarsamstarf vegna tilboðs OM. Verðbréfasérfræðingar í fremstu róð Tilboð OM í LSE var undirbúið af mörgum fremstu fjármálasérfræð- ingum Svía, sem flestir þekkjast vel og hafa unnið saman hjá sænska verðbréfafyrirtækinu Alfred Berg, að því er sænska blaðið Dagens industri greinir frá. Hluthafafundur verður haldinn hjá OM 22. september nk. Hjá Lenner & Partners, ráðgjafar- fyrirtæki OM í Svíþjóð, er nú í undir- búningi tillaga um hlutafjáraukningu hjá OM sem þykir nauðsynleg til að fjármagna kaupin á LSE ef af verður. Lars Lenner er forstjóri sænska ráðgjafar- og verðbréfafyrirtækisins Lenner & Partners sem er ráðgjafi OM í Svíþjóð. Lenner var áður yfir- maður fyrirtækjaráðgjafar Alfred Berg og stjórnaði samruna OM og kauphallarinnar í Stokkhólmi árið 1998. Lenner stofnaði eigið fyrirtæki í apríl í fyrra en hann er persónulegur vinur bæði Per E. Larsson, fram- kvæmdastjóra OM og Magnus Karls- son Becker, varaforstjóra OM. Stór hluti starfsmanna Lenner & Partners vinnur að tilboði OM í LSE. Lars Lenner leggur mikla áherslu á að Patrik Tillman, fyrrverandi sam- starfsmaður hjá Alfred Berg, leggi sitt af mörkum, að því er frá greinir í Dagens industri. Tillman starfaði hjá Alfred Berg þar til í apríl á þessu ári, sem hátt skrifaður bankasérfræðing- ur. Tillman hefur fylgst með OM all- an tíunda áratuginn og er talinn sá sem þekkir félagið best. Ráðgjafi OM í London er fjárfest- ingarbankinn Lazard Brothers. Fyr- irtækið stjórnaði tilboðsgerð OM í LSE sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Um er að ræða nokkurs konar uppkast að tilboði og innan Lazard fer nú fram mikil vinna til að fullgera endanlegt tilboð sem þarf að vera tilbúið innan þriggja vikna. Hlutverk fyrrverandi forstjóra Volvo Tengsl Lazard Brothers við Sví- þjóð eru um fyrrverandi forstjóra Volvo, Pehr G. Gyllenhammar, sem er svokallaður heiðursráðgjafi hjá Lazard. Einn Svíi starfar einnig hjá Lazard, Svante Adde, sem ku vera einn af þungavigtarmönnum í tilboðs- gerðinni. Enginn af heimildarmönnum Dag- ens industri hefur viljað tjá sig um þátt Volvoforstjórans fyrrverandi, Gyllenhammar, í tilboði OM. Hlut- verk hans er ójjóst en ljóst er að hann hefur góð tengsl við ráðgjafa sem unnið hafa hjá Alfred Berg þar sem fyrirtækið var í eigu Volvo allt til ár- sins 1995. --------------- Athugasemd MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið senda eftirfarandi athugasemd frá Stjórn Tals hf. vegna fréttar um sameiningarþreifingar á milli Íslandssíma hf. og Tals hf.: „Fyrir nokkrum vikum barst lög- manni Tals hf. ósk frá stjórnendum Íslandssíma hf. þess efnis að hafnar yrðu viðræður á milli félaganna varðandi hugsanlega sameiningu þeirra. Lögmaðurinn upplýsti stjórn Tals um þennan áhuga Íslandssíma og tók stjóm félagsins þá afstöðu að ekki væri ástæða til viðræðna við forráðamenn Íslandssíma um hugs- anlega sameiningu.“ Árétting frá stjórn Islands- sima MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Islandssíma. „í tilefni yfirlýsingar stjórnar Tals hf. sl. laugardag um samskipti Íslandssíma og Tals, sér stjórn Islandssíma ástæðu til að árétta eftirfar- andi. Þreifingar áttu sér stað um sameiningu Tals og Islandssíma að frumkvæði framkvæmdastjóra Tals. Þær komust aldrei á það stig að formlegar viðræður færu fram. Það er því rangt sem fram kemur í athugasemd stjórnar Tals að stjórnendur Islandssíma hafi, fyrir milli- göngu lögmanns Tals, óskað eftir sameiningarviðræðum. Íslandssími fékk í maí sl. leyfi Póst- og fjarskiptastofn- unar til reksturs farsímakerf- is á 1800 MHz tíðnisviði. Frá þeim tíma hefur verið unnið af fullum krafti að undirbún- ingi og mun fyrirtækið innan skamms hefja rekstur slíks kerfis. Þegar þeim áfanga er náð hefur Íslandssími byggt upp á stuttum tíma og á eigin spýtur öfluga starfsemi á öll- um meginsviðum fjarskipta. Stjórn Íslandssíma" Cb í DAG OPNAR LYFJA NETVERSLUN / samvinnu við Vísi.is www. visir.is í netversluninni verða ýmsar vörur á boðstólum, svo sem heilsumegrunar- og hjúkrunarvörur: MoCor J)£i limUOT í netverslun Lyfju verður einnig hægt að panta heimsendingar á lyfjum sem selja má án lyfseðils. Er þetta í fyrsta sinn sem hægt er að fá lyf í gegnum íslenskan vef. Auðvelt er fyrir viðskiptavini að afla sér upplýsinga um lausasölulyf þar sem netverslunin er tengd við Lyfjubókina á heilsuvefnum. www.lyfja.is eða www.visir.is Cb LYFJA visir.is ■ Lyf * I Ekki er heimilt að senda lyf í pósti og því sér starfsmaður Lyfju um sendingar sem innihalda lausasölulyf. Af þeim sökum verður einungis hægt að senda lausasölulyf til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu. ® ’ "' lgm -..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.