Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Landsteinar og Landsteinar Svenska sameinast Planet Pulse-keðjan hefur formlega starfsemi Morgunblaðið/Ásdís Frá blaðamannafundi í Iðnó. Geta tekið við sex þúsund manns á sex stöðvum AKVEÐIÐ hefur verið að sameina Landsteina International og Land- steina Svenska AB en áður hafði ver- ið tilkynnt um sameiningarviðræður milli þessara félaga. Dansk Syst- empartner A/S mun ekki koma að samrunanum að svo stöddu. Hið sameinaða félag mun halda nafninu Landsteinar International og hafa höfuðstöðvar í Reykjavík. Samkvæmt tilkynningu frá félag- inu munu Landsteinar International eftir sameininguna vera með áætlaða ársveltu uppá 2,6 milljarða króna á þessu ári og um 300 starfsmenn. Að sögn Þorsteins Guðbrandssonar hjá Landsteinum má ætla að einn þriðji hluti veltunnar komi í gegnum Land- steinar Svenska en tveir þríðju vegna starfsemi hér á Islandi og dótturfélöganna erlendis. Fyrirtæk- ið mun vera með starfsemi í gegnum dótturfélög sín í Svíþjóð, íslandi, Finnlandi, Danmörku, Englandi, Jersey og Þýskalandi. Áætlaðri skráningu á hlutabréfamarkað hefur verið frestað að svo stöddu. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn mun verða stærsti hluthafi hins sameinaða fé- lags með um 21% hlutafjár en sænska fjárfestingarfyrirtækið Ledstieman mun eiga 13% hlut. Leif Almstedt frá Ledstiernan mun verða stjórnarformaður félagsins en Aðal- steinn Valdimarsson verður fram- kvæmdastjóri. Par Söderman frá Landsteinar Svenska mun verða framkvæmdastjóri í Svíþjóð. Stefnt að frekari viðræðum við Dansk Systempartner Þorsteinn Guðbrandsson hjá Landsteinum segir að síðla vetrar hafi náðst samkomulag um að reyna þríhliða samruna Landsteina, Land- FINANCIAL Times (FT) birti um helgina frétt um einkavæðingu Landsbankans, Búnaðarbankans og Landssímans. í fréttinni var meðal annars haft eftir Hreini Loftssyni, formanni einkavæðing- arnefndar, að nokkuð líklegt væri að erlendir aðilar fengju tækifæri til að kaupa hlutabréf í Landssím- anum, sem blaðið sagði að áform væru um að einkavæða að hluta til á næsta ári. í samtali við Morgunblaðið sagði Hreinn að einkavæðingarnefnd væri nú að semja skýrslu vegna sölu á Símanum og yrði henni skil- steina Svenska AB og Dansk Syst- empartner með það fyrir augum að skrá hið sameinaða félag á hluta- bréfamarkað. Síðan hafi umhverfið og forsendur á markaðinum breyst mjög mikið og í sumar hafi verið tek- in ákvörðun um það að bíða með það að fullgera samruna fyrirtækjanna þriggja en stíga samt skrefið til fulls með Landsteinum Svenska. Mein- ingin sé hins vegar að taka aftur upp viðræður við danska félagið seinna í þessum mánuði eða þeim næsta til þess að kanna hvort grundvöllur sé fyrir samrunaviðræðum. Hvað varð- ar mögulega skráningu á hlutabréfa- markað segir Þorsteinn að menn stefni auðvitað að skráningu en menn vilji hins vegar gera það á þeim tíma sem það sé hagkvæmt, spurn- ingin sé að bíða eftir rétta tímanum. Sóknarfærin aðalkosturinn Aðspurður segir Þorsteinn að auð- vitað skapist ákveðin hagræðing með samruna félaganna og þá ekki hvað síst á sviði þróunar auk þess sem tækifæri gefist til þess að nýta betur „infrastrúktúr“ fyrirtækjanna beggja. Meginkosturinn við samein- inguna sé þó þau sóknarfæri sem skapist á alþjóðlega vísu, s.s. eins og á mörkuðunum í Finnlandi og Sví- þjóð og víðar. Þorsteinn segir að sænska fyrirtækið sé mjög svipað fyrirtæki og Landsteinar og fyrir- tækin hafi átt í nokkuð löngu sam- starfi eða í tvö eða þrjú ár og hún hafi þróast yfir í mjög nána samvinnu á þeim tíma. Sænska fyrirtækið hafi selt lausnir sem Landsteinar hafi þróað og allt þetta geri það að verk- um að sameining fyrirtækjanna hafi að mörgu leyti verið rökrétt og eðli- legt framhald. að í þessum mánuði. Hins vegar sagði Hreinn að engin ákvörðun hefði verið tekin um sölu og þegar skýrslan lægi fyrir yrði hún rædd og ákvörðun tekin að því loknu. Hreinn segir að eitt af því sem sé í athugun hjá einkavæðingar- nefnd sé að skrá hlutabréfin í Kaupmannahöfn eða London jafn- framt því að skrá þau hér á landi. Samkvæmt frétt FT verður Landssími íslands eitt af síðustu símafyrirtækjum í Evrópu sem enn er að fullu í eigu ríkisins eftir að Telenor í Noregi hefur verið einkavætt í október. HEILSURÆKTARKEÐJAN Planet Pulse tók formlega til starfa í gær og er þar með orðin stærsti aðili á þessum markaði hér á landi, að sögn Jóninu Benediktsdóttur, for- stjóra Planet Puise. Keðjan sam- anstendur af sex heilsuræktar- stöðvum sem samanlagt geta tekið við um sex þúsund manns. Stöðv- arnar eru Planet City, Planet Esja, Planet Gym 80, Planet Pump, Plan- et Sport og Planet Pulse Heilsu- skólinn. Jónína sagði á blaðamannafundi að búist væri við 25% vexti í heilsu- ræktargeiranum á komandi árum. „Heilsuiðnaðurinn er annar mest vaxandi iðnaðurinn í heiminum á eftir margmiðlunariðnaðinum og er svar við velmeguninni á Vestur- löndum." Hún segist sjá fyrir sér að keðjan verði liður í markaðssetn- ingu fslands erlendis sem heilsu- paradísar fyrir ferðamenn. „Hér á landi eigum við mikla möguleika á þessu sviði. ísland hefur þá únynd að vera hreint land og heilsusam- legt fyrir ferðamenn en ekki síst eigum við gífurlega mikil verðmæti í mannauði með okkar vel mennt- aða fólk.“ Droifð eígnaraðild með sterkum fjárfestum Eignaraðild keðjunnar er dreifð og segir Jónína sterka Qárfesta standa að baki keðjunni en vill ekki gefa upp hveijir þeir eru. „Við er- um metin hátt vegna hugmynda- fræðinnar sem liggur að baki skipulaginu hjá okkur. Við leggjum línurnar með framtíðina í huga en ekki til að öðlast skyndigróða. Markmiðið er að þeir sem byija að stunda líkamsrækt haldi áfram en ekki að menn kaupi kort og hætti siðan eins og oft vill verða. Til að ná þessu markmiði leggjum við áherslu á að hafa fámennar stöðvar með mikilli persónulegri þjónustu. Þetta hefur gefið góða raun og þau þrjú ár sem Planet Pulse á Esju hef- ur verið starfrækt hefur verið 70 milljón króna velta á ári sem verð- ur að teljast gott fyrir aðeins 300 fermetra stöð.“ Jónína segir að samkvæmt markaðskönnunum hafi komið í ljós að 20% fólks sem byijar æfa hjá líkamsræktarstöð haldi áfram hvort sem þjónustan er góð eða slæm, 20% hætti, en 60% haldi áfram ef þjónustan er góð. „Þetta er hópur sem við viljum halda í og þannig stefnum við að langtíma- sambandi við viðskiptavini okkar.“ Stöðvamar sex skiptast í tvo flokka, tvær svokallaðar gullstöðv- ar og fjórar silfurstöðvar. Þeir sem hafa gullkort geta æft á öllum stöðvunum sex en þeir sem hafa silfurkort geta æft á silfurstöðvun- um Qómm. Sett verður hámark á meðlimaQöIda í hverri stöð og til að hægt sé að þjóna hveijum og einum betur að sögn Jónínu. í fyrstu verð- ur tekið við 300 manns á gullstöðv- arnar og 700 manns á silfurstöðv- arnar. Ymsar nýjungar verða í boði hjá keðjunni og má þar nefna nýtt kerfi fyrir fyrirtæki sem vilja hvetja starfsmenn til að stunda heilsurækt með því að taka þátt í kostnaði. „I þessu nýja kerfi mun fyrirtækið borga fyrir hvert skipti sem starfs- maðurinn mætir. Þannig má búast við að nýtingin verði betri en þegar fyrirtækin kaupa árskort fyrir starfsmennina en hafa síðan enga tryggingu fyrir því að það sé not- að. Morgunblaðið/Júlfus Kristján Jóhannsson Nýheija, Ragnar Bjartmarz frá Information Man- agement og Bjarki A. Brynjarsson frá Nýheija. Umfiöllun um Landssima íslands hf. Eitt af síðustu ríkis- símafyrirtækjunum ÍSamlokufundur með Bjarna V. Tryggvasyni, geimfara Hönnun dempunarbúnaðar fyrir efnisfræðitilraunir í geimnum fimmtudaginn 7. september, kl. 12-13. Bjarni V. Tryggvason, geimfari, mun halda fyrirlestur í Verkfraeðingahúsi, Engjateigi 9, um hönnun dempunarbúnaðar ("microgravity vibration isolation mount") fyrir efnisfræðitilraunir í geimnum. Fjallað verður um hönnun vélbúnaðar, rafeindatækni, hugbúnaðar og stýritækni búnaðarins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Bjarni V. Tryggvason fæddist 1945 í Reykjavík og fluttist til Bresku Kólumbíu (BC) í Kanada. Hann lauk háskólaprófi í eðlisverkfræði ("engineering physics") frá háskólanum ( BC 1972 og starfaði áfram ("postgraduate work") við verkfræði, hagnýta stærðfræði og straumfræði ("fluid dynamics"). Bjarni hefur yfir 4000 flugtíma að baki sem flugmaður og var valinn geimfari kanadísku geimrannsóknastofnunarinnar (CSA) 1983. Eitt meginverkefni hans fyrir CSA var þróun búnaðar fyrir efnisfræði- og straumfræðitilraunir í geimnum og framkvæmd tilraunanna. Verkfrssðingafílag Íslands Taklllfatllfaltli! ItlSBfl Nýherji eignast meirihluta í IM NÝHERJI hf. og Information Management ehf. (IM) hafa gengið frá samkomulagi sem felur í sér að Nýherji mun eignast 63% hlut í IM. IM er ungt fyrirtæki sem hef- ur um nokkurra ára skeið starfað á sviði upplýsingastjórnunar og unn- ið að víðtækum verkefnum á því sviði jafnt innanlands sem erlendis. Samhliða fjárfestingunni munu fyrirtækin hefja víðtækt samstarf við þróun og markaðssetningu á kerfum til upplýsingastjórnunar. Samstarfið felur m.a. í sér að Nýherji mun færa meginhluta starfsemi sinnar á sviði Lotus Not- es-lausna yfir í IM, leggja fyrir- tækinu til þekkingu og reynslu, viðskiptasambönd og tengsl við innlenda og erlenda aðila. í fréttatilkynningu frá Nýherja kemur fram að mikill vöxtur er í spurn eftir kerfum til upplýsinga- stjórnunar. Þessi aukna eftirspurn kemur í kjölfar fjölgunar á svokölluðum þekkingarfyrirtækjum þar sem mannauðurinn og þekking hans er mikilvægasta auðlind fyrirtækj- anna. Þekking er einnig orðin lyk- ilþáttur í rekstri hefðbundinna fyr- irtækja sem villja ná eða viðhalda samkeppnisforskoti. Áhersla á rafræn viðskipti milli fyrirtækja (e-business) gerir kröf- ur um öfluga gagnagrunna til að halda utan um samskipti og við- skiptasambönd. Að síðustu leiða nýjar vinnuaðferðir með tilkomu þráðlausra neta og þriðju kynslóð- ar farsímakerfa til nýrra vinnuað- ferða sem krefjast nýrrar tækni. Starfsmenn IM eru nú 16 tals- ins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.