Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1999 27 að tímabsart sé fyrir íslend- inga að hefja rannsóknir á þessu sviði og fá til beirra hæfan sérfiræðing með nægi- lega mennitun og reynslu”. Þanmig hóf Guðmundur M. Pétursson forstöðumaður Til raunastöðvair Háskólans í meiniafiræði á Keldum mál sitt og sagðist byggja erindi sitt á bókum og tímarits- greinum, sem honum voru til tækar um fiskasjúkdóma. Guðmundur gat þess að flram á síðustu áir hefði rann- sðknium á fiskasj ú'kdámiUm til tölulega lítið verið sinnt í heiminum, en nú á síðustu árum hefðu erlendir vísinda- menn í æ ríkama mæli snúið sér að þessum vainda. Ætti það einkum við um sjúkdóma laxfiska því að með vaxandi reynslu af fiskirækt og sjúk dómum, sem valdið hefðu tjóni í fiskeldisstöðvum, hefði augu mainna opnazt fyr ir þessum vanda. Minnti hann á bakteriusjúkdóminn, sem upp kom í klakstöðinni við Elliðaár. Fisksjúkdómum má skipta í nokkra höfuðflokka eítir því hvers eðlis orsakirnar eru: óhollt umhverfi, næring arsjúkdómar, smitsjúkdómar og sjúkdómar með óþekktar eða óvissar orsakiir. Það fer nokkuð eftir aðstæðum, löndum og fisktegundum hvaða sjúkdómar valda mest um skaða og einnig eftir því hvort um er að ræða fisk í klakstöð, eldisstöð eða sínu náttúirulega umhverfi, sjó, ám eða vötnum. Gat Guðmundur þeirra sjúkdóma sem mestum er ið - leikum hafa valdið hjá dönsk utm laxfiskabændium O'g komn þair inn á vatnsmengunina, sem er mjög alvarlegt vanda móíl í Dainmiörku'. Sagði hann í framhaldi af því: „Mengun vatns hefur gætt hér á landi enda þótt ekki hafi verið að hienni mikil birögð enn sem komið er, til aJilrar hamingju. Þó hygg ég, að vert sé að gefa þessum málum gaum og vera vel á verði, ekki sízt ef stóriðja á eftir að aukast hér á landi. Það er svo miklum mun auð veldaca og ódýraira að koma í veg fyrir tjón af völdum mengunar ef fyrirhyggja og aðgát er viðhöfð í upphafi en að bæta þann skaða, sem orðinn er, þegar seint er við brugðið”. Guðmundur drap á þá hættu, sem stafað getur af innflutnimgi lifandi fiska, hrogna eða fiskafurða. Þótt árangri mætti ná í að út- irýma útvortis sníkjudýr- um af lifandi fiskum yrðu þeir ekki gerilsneyddir eða sótthreinsaðir. Auðveldlega vseri að eiga við firjóvguð hrogn, en þó ekki unnt að sótthireinsa þau tryggilega. Rakti hann síðan feril veiru- sjúkdóms, sem þekktur hef- ur verið í silungi vestanhafs síðan 1940 og er nafn hans stytt IPN, en á íslenzku þýð- iir það nánast „smitandi drep í briskiirtli”. Arið 1960 tókst að einangra veiruna og síð- an sýna fram á að hún berst með brognum og er ekki hægt að sótthreinsa þau með böðutm, þar sem veiran er ekki aðeins á yfirborði þeirra heldur og inni í þeim. Var bent á að gera þyrfti varúðarráðsitaifanir í Evrópu — en það var of seint. 1965 varð sjúkdómsins vart í Frakkandi og Danir gerðu varúðarráðstafanir 1966 en árið eftiir vairð sjúkdómsins vart þar. Við ramtnsóknir kom í ljós að afsprengi inn- fluttra hrogna í Danmörku sýndu ekki sjúkdómsein kenni en seiði klakin úr eggjum 2. ættliðs árið 1967 veiktust og mun þá smitmagn ið hafla verið orðið nálægt til valda áberandi tjóni. Sagðist Guðmundur rekja þessa sögu til þess að sýrna hversu erfitt getur verið að gera algerlega óyggjaindi ráð stafanir í þessum efnum. Helzt þyrfti að hafa innflutt an fisk í tryggri sóttkví um langan tíma og setja þar með honum íslenzka nytjafiska og þá helzt ungviði og fylgj- ast með afdrifum þeinra og heilsufari áður en hinum er- lenda fiski væri dreift um landið. í lok máls síns ræddi Guð- mundur um niauðsyn þess að fá ungan dýralækni, »lækni eða líffiræðing til þess að sér mennta sig í fiskasjúkdómum og sagðist lítast vel á að í frumvarpi á Alþingi væri lagt til að slíkur sérfiræðing- ur hefði aðstöðu á Keldum. Aðstaðan sem þar er yrði honum að liði þótt sennilega þyrfti að auka hana og bæta með tilliti til þessarar grein- ar. Fiskafóður Dr. Jónas Bjarnason flutti eriindi sem hann nefndi „Framleiðsla fiskafóðurs úr íslenzkum hráefnum”. Ræddi hann fyrst um fiskafóður al- mennt og gat tnokkurra rann sókna sem gerðar hafa verið á gildi þess. Er dr. Jónas vék að flram- leiðslu fiskafóðurs úr ís- lenzikum ‘hráefniuim. Benti hann fyrst á að fóður í hin- um ýmsu löndum þróast með tilliti til framboðs og verðs á einstökum þáttum fóðurs- ins á hverjum srtað. Því gæti það reynzt vafasamt fyrir ís lendinga að leitast við að blanda fóður eftir erlendum forskriftum með „licence” ef við höfum ekki sömu for sendur. Þá sagði hann að blautfóð ur viirtist í flestum tilflellum óhentugt nema um sérstakar aðstæðuir væri að ræða, m.a. af því að lítið félli til hér- lendis af heppilegu fóðri yf- ir mestan hluta ársins. Gat hann ýmissa annmarka sem blautfóður hefur. Þuirrfóður hefði aftur á móti alla kosti fram yfir blautfóður, allt frá blöndun til gjafair. En þurrk unin kostaði að sjálfsögðu töluvert. Síðan sagði hann: Hér á landi er framleitt mikið af fiskmjöli og virðist því fljótt á litið veruleg notkun þess í þurrfóður aug ljós. En sá gallinn er á gjöf Njarðar að flestar tegundir etru mjög óheppilegair og aðr- ar beinlínis ónothæfar í fisk fóður. Kemur þar í fyrsta lagi til að allt fiskmjöl er sem stendur eldþurhkað. f öðru lagi er síldarmjöl, loðnumjöl og karfamjöl fitu ríkar mjöltegundir, en þrán- uð fita er beinlínis eitur fyr- ir laxfiska, en þráunin á sér stað við eldþurrkun svo og við geymslu. Spærlings- mjöl og þorskmjöl inniheld- ur yfirleitt töluvert minni fitu, en ókönnuð eru áhrif þeinrar fitu eftir eldþurrkun. Sennilega er hugsanleg notk un þeirra takmörkuð. Japanir nota um 6prs. fiskmjöl í fiskfóður sitt. Þetta fiskmjöl er gufuburrk að hvítfiskmjöl með lágu fituininihialdi, sem unnið er úr nýju hráefni. Hér á landi eru tvær gufuþurrkunar- verksmiðjuir en hvorug þeirra er starfrækt. Unnt væiri því að framleiða hér- lendis gufuþurrkað fiskmjöl úr óskemrndum þorskúr- gangi, en það mjöl væri fylli lega sambæirilegt hinu jap- anska að gæði. Væri hægt að segja á þessu stigi málsins nákvæmlega til um verð á fullkomnu og í megindráttum innlendu þunr- fóðri. En fiskeldisstöðvar bandairíska ríkisins reiknuðu með 30 króna fóðurkostnaði á kíló af eldissilungi eða um 20 krónur á kíló af þurr- fóðri. Með fullnýtingu að- stöðu okkar ætti að reynast imnt að framleiða fullkomið þuirrfóður á fslandi fyrir svipað verð. f lokaorðum sínum sagði dr. Jónas m.a.: „Þar sem íslendingar eru mjög stórir eggjahvítufram leiðeindur, má því ætla, að fiskrækt ætti að vera hag- kvæm hérlendis, ef önn- ur veigamikil atriði, sem snerta fiskeldi eru sambæri- leg við þær aðstæður, sem aðrar þjóðiir hafa. Fyrir skemmstu var ég spurður að því i Aberdeen hvers vegna íslendingar hefðu ekki haf- izt handa með fiskrækt. „Þið hafið öll trompin á hendinni”, sagði spyrjand- inn. „Nóg rennandi hneint vatn, ódýrt land, jarðvairma og næga eggjahvítu”. Sá sem spurði var einn af yfirmönn- um rannsóknastöðvar í nær- ingarfræðum Unilever fyrir- tækisins, en þar hafa rann- sóknir viðvíkjandi fiskirækt verið stundaðar. Ég hef fyrir skemmstu haf- izt handa með að gera fóð- urtilraunir með íslenzkt hrá efni í samiráði við Veiðimála- stofnunina. Engar niðurstöð- ur liggja enn fyrir. Nokkr- ar tilraunir hafa og veirið framkvæmdar af Veiðimála- stoflnuninni. Atlantshafs- laxveiðin Hákon Jóhannsson rit- ari Landssambands srtang- veiðimanna flutti erindi um laxveiði í sjó, aukningu þá sem orðið hefur á undan- fömum árum. f erindi Hákonar komu m.a. fram eftiirfarandi tölur, sem tala sínu máli: Laxveiðar við vestur- strönd Grænlands hófust fyr ir alvöru árið 1959, en þá veiddust að því er áætlað var 13 tonn. Árið 1964 höfðu veiðarnar meira en hundrað- faldast og komnar í 1539 tonn. Fyrst var aðeins veitt innan landhelgi, en 1965 byrjuðu Færeyingar rekneta veiðar og síðan Norðmenn og Danir og mun láta nænri að helmingur aflans 1968 sé fenginn utan fiskveiðiland helginnar, en heildarveið- in var þá um eða yfir 1200 tonn. Laxveiðar í úthafinu út af vesturströnd Noregs hafa verið stundaðar um árabil, fyrst í reknet, en 1965 hóf- ust línuveiðar fyrir alvöru. f ár er varlega áætlað að veiðin hafi numið röskum 700 tonnum og hafa Danir sennilega verið þar með um 30 báta og Vestur-Þjóðveirj- ar nokkra. Til samanburðar má geta þess að heildarflax- veiði Norðmanna hefur verið um 200 tonn að meðaltali á ári, þar af um 85prs. veiðzt í sjó innan landhelgi en 15 prs. í ám. Heildarveiði Norð- manna hefur minnkað sem svarar úthafsveiðunum árið 1968 og 69 að áliti forstöðu- H afnarfjörður Umferð um Lœkjargötu Fyrst um sinn er umferð um hinn nýsteypta hluta Lækjargötu óheimil bifreiðum með hærri öxulþunga en 5 tonn. Bæjarverkfræðingur. ^flrnilk Dttnsku leirvörurnar ( úrvall Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 Framliald á hls. 28 Bezta jólagjöfin til konunnar er ullarpeysa frá Lyíe&Scott HAWICK SC0TLAND nýkomin sending — nýir litir — ný snið. TIBRÁ Aldrei meira úrval af gjafavörum frá Avon LONDON NEW YORK TÍBRÁ Stutt og síð sloppasett, greiðslusloppar, undirfatnaður. TÍBRÁ Cjafakassar handa dömum og herrum. Laugavegi 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.