Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 11
MOBGUNBLAÐIÐ. SUN NUDAGUR 21. DESEMBER 196® 11 bílstjóri og á ferð yfiir brúna, þegar hún féll niður. Niðri á botni árinnar brauzt hann út úr lokuðum bílnum — og loks tókst honum að ná landi eftir klukku- tíma baráttu í hinu stríða og kalda jökulvatni! Síðan er skýrt frá stórflóðum í Ölfusá frá 1930 til hinna öllum eftirminnilegu ó- skapa 1968, þá er svo var sem vaettur árinnar vildi sýna og sanna, að enn mætti mannmorið, sem gerði sig meira en lítið heima komið á bökkum elfarinnar, stát ið af sinni tækni, lúta fyrir henni í lægra haldi, þegar hún tæki sig til og færi hamförum. Þá kemur að sjálfri laxveið- inni eins ag hún hetfur tíðkazt og tíðkast að miklu leyti ennþá, og er þa.r elzt laxveiðilýsing frá 1771. Þá er sagt frá fyrstu lög- gjöfinni til takmörkunar á neta- lögnum og deilum út af beim, laxaklaki hins mikla merkis- manns, Arnar í Alviðm, og bar- áttu hans og raunar fleiri manna við erkióvin laxveiðiréttarhafa, selinn, sem hefur gert sig ærið heimakominn í Ölfusá og jafnvel slæðist enn alla leið upp í Sog og veldur þar veiðispjöllum. Allt það, sem fram að þessu hefur verið um getið, er frásagn ir og lýsingar, sem eru við hæfi þorma lesenda, sem hafa áhuga fyrir fróðleik um liðinn tíma og lýsingar á mannraunum í sam skiptum mannsins við stórbrotna og mislynda náttúm, en svo hefst þá bókarhluti, um hinar miklu og langvinnu deilur milli neta- veiðimanna við neðanverða Ölf- usá og þeirrta bænda, sem ofar búa og studdir em áhugamönn- um um stangaveiði. Ennfremur deilur og málaferli, þar sem veiði málastjóri, sem vemdari veiðitak márkana, er aðili að — og stofn- un veiðifélags og misklíð út af starfserhi þess. Er þetta mikið mál og flókið, sjálfsagður bókar hluti en engan veginn ypparleg lesniing þeim, sem lítt þekkja til þessara mála, hins vegar auðsætt hverjum skynbærum lesanda, að þama er allmikið vandamál, sem bíður farsællar lausnar — og það víðar við fallvötn en í Ár- nesþingi. í þeim köflum, sem eftir em og fjalla um veiðina í Ölfusá, lifnar heldur betur yfir lesmálinu, því að nú er það höfundurinn, sem lætur til síin heyna, samtímis því. sem hann lætur aðra svara spum ingum. Minnir þessi bókarhluti dálítið á frásagnir hans af veið um og ferðalagi þeima Matthías- ar skálds og ritstjóra Johannes- sen, sem út komu í bók fyrir nokferum árum, og er þar við og við meira af fjöri en „setningi slegið". Með þessum frásögnum lýkur Ölfusárhluta bókarinnar, og svo tekur þá við lýsing Sogsins og frásagnir, sem því em tengdar. Er þar aðferð höfundar mjög svipuð og lýst hefur verið hér að framan, og er allrækilega fjall að um virkjun Sogsins og áhrif hennar á fiskigöngur og veiði. Þar er og lokaþátturinn viðtöl við menn um veiðihætti þeinra og annairra, sem hafa einkum veitt í Soginu, og meðal annars skáldin Tómas Guðmundsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Tómas er fæddur og uppalinn á Efri- Brú í Grímsinesi, og hann á sum- arbústað við Álftavatn og dvel- ur þar á surnri hverju. Sogið og allt, sem því er tengt, mun hon- um ærið ástfólgið og þá um leið viðkvæmt, og mikill aflavaki hefur það verið í skáldskap hans trúlega meiiri en jafnvel verður séð af snilldarljóðunum Kvöld- ljóð um draum og Fljótið helga, sem Guðmundur hefur fengið leyfi tiil að birta úr dásaimlega fögru erindi. Tómas hefur og sagt í gtrein, sem hann ritaði fyr ir nofekruim árum: „Sú hugsun getur stundum orð ið raumalega áleitin, að mikið væri þessi jörð okkar fögur, ef maðurinn hefði ekki komið þar við sögu, og hér í átthögum Sogs ins getur hún jafnvel átt það til að skjóta upþ kollinum . . Ólafuir Jóhann telkur fyrsit miáli skáidbróður sins frekar dauflega, — én við Sogið er hann uppal- inin, og honum er ljóst að það og umhverfi þess hefur haft all- veruleg áhrif á skáldskap hans, — það sannar ótvíræðast hin stutta og fagurlega ritaða og formaða skáldsaga hans, Lit- brigði jarðarinnar. Þegar Guð- mundur hefur talað við skáldin, ritar hann um kynni sín af hinu „helga fljóti,“ og svo kveður hann fljótlega með loforði um að láta sögima um velferðarríkið enn um siinn bíða, því að hann hefur heitið því að skrifa bók handa Guðjóni Ó., sem fjalla skal um sjálfa Hvítá og sum þau berg vötn, sem eiga sér þar ósa. Það var Jakob Hafstein, sem eir upphafsmaður að bókum um veiðivötn íslands. Hann skrifaði og sendi frá sér fallega bók um Laxá í Þingeyjarþingi. Næst í röðinni varð bók um Elliðaárn- ar, sem Guðjón Ó. Guðjónsson fékk Guðmund Daníelsson til að skrifa. Það mun ætlun Guðjóns, að stofna til þess, að bækur verði gerðar um veiðiár fleiri héraða. Slíkar bækur munu tak- ast misjafnlega vel, en áreiðan- lega hljóta þær að leiða athygl- ina meira en áður að veiðivötn- um okkar íslendinga og stuðla að því, að þjóðinni yfirleitt megi verða ljóst, hverjar lindir ekki aðeins unaðar, heldur og auðs þau allt að því bjóðast til að reynast þessari þjóð. Guðmundur Gíslason Hagalín. Við önnumst aðeins viðgerðir á Westinghouse, Frigedaire, Kitchen Aid heimilistækjum, Wascator og Wascomat þvotavélum fyrir fjölbýlishús. Rafvélaverkstæði AXELS SÖLVASONAR Ármúla 4, sími 83865. Husqvarna .....í FARARBRODDI Kynnið yður yfirburði Husqvarna saumavélanna Husqvama framleiðir 3 gerðir heimilis- saumavéla. Sú fullkomnasta CL 2000 býður fleiri möguleika á saumi en flestar aðrar sem á markaðinum eru. 1 fe?9 & ÞÆR Husqvarna 2000 Practica n Zig-Zag SAMANBURÐARTAFLA Husqvarna Husqvarna Husqvarna 2000 PRACTICAII ZIG-ZAG Styrktur beinn saumur X Overlock X Sjálfvirkur hnappag.saumur X X Hnappagöt X X X 3 spora zig-zag X X Hraðstopp X X Ösýnilegur faldsaumur X X Teygjanl. ósýnil. faldsaumur X X Mynstursaumur X Bísensaumur X X X Zig-zag X X X Beinn saumur X X X Litastilling X Hægagangur X X X Verð frá 13.465,oo Husqvarna er auðveld í notkun. Kennsla fylgir kaupunum. Viðgerðarþjónusta á eigin verkstœði. íslenzkur leiðarvísir. Hagkvœmir greiðsluskilmálar. \imnai S4ógehóóon h.f Laugavegi 33 - Suðurlandsbraut 16 - Sími 35200 CANDY OG PFAFF FRETTIR ÞAD BORGAR SIG EKKI AÐ BÍÐA Engar tollalækkanir verða á Pfaff saumavél um, Passap prjónavélum eða Candy þvotta- A NÆSTA ÁRI Eigum nú fyrirliggjandi hina nýju PFAFF SUPER AUTOMATIC saumavél, sem hlýtur að vera óskadraumur myndarlegra hús- mæðra. í KVÖLD kemur Reykjafoss með CANDY SA 88 og er megnið af þeirri sendingu fyrirfram selt. Vélarnar koma í verzlunina á þriðjudag- HENTUGIR greiðsluskilmálar — örugg og góð þjónusta. PFAFF Skólavörðustíg 1—3, sími 13725. Um daginn og veginn, Jón Eyþórsson. Jón Eyþórsson veðurfræðingur hóf að flytja samnefndan þátt í útvarpið árið 1936 og flutti hann um langa hríð. Jón Eyþórsson varðaði þættinum veginn og naut hann mikilla vinsælda í umsjón hans. Undir leiðsögn Jóns stiga menn og viðburðir fram á sjónarsviðið ljóslifandi í annað sinn. Umsjón útgáfunnar anmiist Eirikur Hreinn Finnbogason. ALNIENNA BÓKAFÉLA6IÐ AUSTURSTRÆTIIS SÍMI 19707 Félagsmannaverð kr. 395.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.