Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 24
24 MORjGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAQUR 21. DESEMBER 1969 IIINAR VIÐURKENNDU ENGLISH ELECTRIC SJÁLFVIRKU ÞVOTTAVÉLAR 2 GERÐIR GERÐ 474 GERÐ 484 • Heitt eða kalt vatn til áfyllingar. • Innbyggður hjóiabúnaður. • 8 þvottastillingar — skolun — vindun • Afköst." 4,5 kg. • 1 árs ábyrgð • Varahluta- og viðgerðaþjónusta. i ^ Laugavegi 178 Sími 38000 ENGLISH ELECTRIC Jjurrkarann má tengja vlð þvottavélina (474) í LEIT AÐ BETRI HEIMI Þessi bók geymir rtiarg- ar af merkustu ræðum bandaríska öldunga- deildarþingmanns og fyrr verandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Robert F. Kennedy, er hann flutti á árabilinu janúar 1965, þegar höfundur tók fyrst sæti sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings, unz hann lézt í júnímánuði 1968. Ritgerðir þessar fjalla mjög ýtarlega um öll þau helztu vandamál, sem efst voru á baugi í heiminum á þessu tíma- bili svo sem unglingavandamálið, kynþáttavandamálið, fram- farabandalagíð, eftirlit með kjarnorkuvopnum, samskiptunum við Kína og styrjöldina í Vietnam. Allir þekkja höfundinn og starf hans fyrir bandarísku þjóð- ina og allan heiminn, en ekki munu jafn vel kunn hér á landi hin vandvirku vinnubrögð, er hann viðhafði til þess að komast ávallt að niðurstöðu, enda þótt allir væru honum ekki þá þegar sammála. Ennfremur eru HUGSJÓNIR hans vel kunnar um allan heim, en ekki mun HUGREKKI hans sjálfs og virðing fyrir þessum sjáldgæfa mannlega eiginleika hafa verið jafn vel þekkt, ná skilningur hans á því, að til þess hið fyrnefnda mætti rætast þurfti hið síðarnefnda að vera til staðar í ríkum mæli. Hann hefði þv! örugglega tekið undir með íslenzka skáldinu og stjórnmálamanninum, sem sagði: „Hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna". Það kemur Ijóslega fram í þessari bók, að höfundur hefði ekki þurft að bera ættarnafnið Kennedy til þess að öðlast þær vinsældir og virðingu, sem hann hlaut, þegar sem ungur mað- ur, því að hann hafði eiginleika mikilmennis í sjálfum sér, þá eiginleika, sem eru djúp vizka samfara lotningu fyrir lífinu sjálfu og töfrum þess. Það er því vissulega hægt að taka undir orð bróður hans, Edward, er hann fiutti í minningu bróður síns látins: „Það þarf ekki að setja hugsjónablæ eða mikla bróður minn látinn um- fram það, sem hann var í lifanda lífi. Hans ætti að minnast beinlínis sem góðs og heiðarlegs manns, sem sá óréttlætið og reyndi að leiðrétta það, sá þjáningu og reyndi að lina hana, sá styrjöld og reyndi að stöðva hana." Góð jólagjöf fyrir hugsandi fólk á öllum aldri. Rauðskinna. Iðnaðarmenn „Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík“ eftir Gísla Jónsson er tilvalin jólagjöf. Bók- in er bæði skemmtileg og fróðleg í vönduðu bandi. Fæst í bókaverzlunum. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Munið Jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndarinnar á Njálsgötu 3 Norwinch V HYDRAULIC J \^DECK MACHINERY m*K, ■ •■.-•• ■ - gk MS f>... Allar stœrÖir tog- og snurpuspila A.S. Bergens mekaniske verksteder ADALUMBOÐSMENN. Eggert Kristjánsson & Co. hf. Ödýrustu kerti á Islandi Eden við Egilsgötu, sími 23390. Opið í dag sunnudag Umgreinarnar marg eftirspurðu frá Brasilíu. (Lítil sending). JÓLASKREYTINGAR, ódýrar, fallegar, mikið úrval. (Pantið tímanlega).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.