Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 6
6 MORiGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBKR 1960 Um óperuna „Brúðkaup Figarós” LE NOZZE De Figaro var fyrsta óperan, sem Mozart samdi í samvinnu við Lorenzo Da Ponte. Óperan er byffgð á leikritinu Le Mariasre De Fiffaró. eftir Beaumarchais, sem frumflutt var í París 17S4. Óperan var fullgerð á 6 vikum, og var frumsýnd í Vínar- borg 1. maí 1786. Síðan hefur þessi ópera verið ein af vinsælustu óperum MózTts. Óperan verður sungin á ítölsku í Þjóðleikhúsinu og er því rét' að rekja sögnþráð'inn til glöggvunar fyrir væntan- lega leikhúsgesti. Kristinn Hallsson, Karin Langebo og Sigurlaug Rósinkranz í hlutverkum sínum. FYRSTI ÞÁTTUR Fyrsti þáttur gerist í her- bergi því, sem gneifinn hefur úthlutað Fígaró og Súsönnu til eigin afnota að lokinni gift- ingu þeirra. Súsanna mátar nýj an hatt meðan Fígaró mælir fyrir hjónarúminu. Hann velt- ir vöngum yfir því hvar rúm- ið geti staðið, en Súsanna til- kynnir honum að hún hafi ekki í hyggju að sofa í þessu herhergi (sem liggur milli her- bergja greifans og greifafrúaæ- innar), því það myndi gefa gneifanum kærkomið tækifæri að gena frekari alvöru úr þeim hæpnu hugrenningum sem hann elur á og hefur með (ó)- viðeigandi hætti komið á fram- færi við hana, — en hún veit að húsbóndinn getur, ef hon- um sýnist svo beitt hana DROIT DU SEIGNEUR, þ. e. kosið hana til lags sjálfa brúð- kaupsnótt hen.nar og Fígarós. Basilíó söngkennari hefuir skýrt frá þessu, en þó að Fígaró þekki gneifann frá fornu fari, og ekki að öffllu góðu, þá er hann vongóður um það að greifinn reynist þeim betur en svo, lofar samt að vera var um sig. Súsanna yfir- gefur herbengið og Fígaró íhug ar málið. Honum verður nú ýmislegt betur ljóst í sambandi við hegðun greifans að undan- förnu og lýsir því yfir, að hér muni koma krókur móti bragði. Hann fer — og inn koma Bartóló læktnir og ráðskona hans, MarceUína. Hún biðiur lækninm að koma í veg fyrir brúðkaup Fígarós og neyða hann til að standa við skriflegt hjónabandsloforð sem Fígaró hefur fengið henni að veði fyr- ir peningaláni. Hún þykist vita að greifinn muni ljá málinu fylgi og Bartóló er hinn ánægð- asti ef hann getur losnað við ráðskonuna á þennan hátt og náð sér jafnframt niðri á Fígaró sem vélaði Rósínu (nú greifafrú) frá honum. Inn kemur Cherúbín, fríður og ættgöfugur imglingur, sem dvelur í höllinni til að upp- fræðast um siði heldri manna; og með því að hann er meira en lítið hrifnæmur að eðlisfari má hann svo vart konu augum líta að hann verði ekki yfir sig ástfanginn af henni. Nú ®r hann í öngum sínum vegna þess, að gneifinn hefur ákveðið að senda hann burtu í refsingar- skyni fyrir kvensemina, er dótt ir garðyrkjumannsins hafði fyr ir skemmstu orðið aðnjótandi. Cherúbín má vart til þess hugsa að hverfa frá þessum dásamlegu konum, og er hon- um efst í huga greifafrúin og Súsanna. Hann biður Súsönnu að fá greifafrúna til að tala máli sínu við húsbóndann. Cherúbín tekur hárband frúar- innar í pant, en faar Súsönnu í staðinn ljóð, sem hann hefur art ástinni til vegsiemdar. Greifinn birtist, og Cherúbín felur sig bak við fyrirferðar- mikinn stól. Greifinn byrjar um svifalaust að stíga í vænginn við Súsönnu — en þá heyrist rödd Basilíó fyrir utan. Nú er OPIÐ Á SUNNUDAG KL. 10-18 Vöruval, vörugœði, nœg bílasfœði Svínakjöt, holdanautakjöt, hangikjöt alifuglakjöt Kjötbúö Suðurvers Stigahlíð 45-47 Sími 35645 OPIDlDAGSllMDAGKLI—6 Sölukynning á karlmannaskóm Nýjar sendingar frá Englandi og Frakklandi Verð kr. 647,- 652,- 654,- 659,- 661,- 695,- 720,- 730,- 740,- 795,- 885,- 923,- 940,- 1070,- 1230,- STÓROLÆSILEGT ÚRVAL Notið þetta einstœða tœkifœri til að velja skóna fyrir jólin SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.