Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 9
MORiGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1-909 9 Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR „Vér erum allir limir á sama líkama” Þorsteinn Thorarensen: Móralskir meistarar. Myndir úr lífi og viðhorfum þeirra, sem uppi voru um aldamótin. Bókaútgáfan FjölvL Reykjavík 1969. Það er mikið rætt um ættar- völd og þá einnig á vissan hátt ættareiinkienni í þessari bók, en höfundur hennar er einmitt af einni hinni nafnkunnustu ætt með þessari þjóð á síðairi tímum. Hún á, svo sem aðrar ættir, sín einbenni, þótt þau komi misjafn lega skýrt firam hjá hinum vmsu einstaklingum, og mér hefur virzt, að margir í þeirri ætt séu afrenndir að dugnaði og aerið hugkvæmir á því sviði, sem verð ur þeim hugstæðast, og eainfrem Ur megi telja allkaldrænt raun- sæi eitt af einkennum ættarinn- ar. A því getur ekki leikið vafi að loknum lestri slíkrar bókair sem þessarair, að allt þetta hlýt- ur höfundur hennar, Þorsteinn Thorarensen, að hafa til brunns að bera í allríkulegum mæli. Það mun á fánna faeri að vinna á einu ári úr jafnvel áður söfn- uðum gögnum í þessa bók og síðan skrifa hana, ganga frá henni til fulls og koma henni gegnum prentverk. Hún vitnair og um mikla hugkvæmni, stund um getspeki og sannarlega raun sæi, sem ekki sést fyrir. Bókin er 544 breiðar og allþéttletrað- ar blaðsíðuir, og efnisatriðin — þeirra tala er legíó. Er og bók- in viða síður en svo fljótlesin, ef nokkur hugur á að fylgja lestrinum, og tel ég það rnmnsta kosti nokkur dagsverk að lesa hana að veirulegu gagni . . . Og þvilíkur reiðilestur yfir „ís- lenzkum aðli“, þvílík gengisfell ing á íslenzfcri manndómsmynt! Það er og fljótsagt, að ég tel, að eigi að storifa rækilega um þessa bók, kanna samvizkusam- lega öll efnisgögn og meta helztu ályktanir höfundar af raunhæfum rökum, þá verði að leggja í það mjög mikla vinnu. Ef til vill verður einhver til þess, því að þama er af full- komnu hlífðarleysi og spott- beistori bersögli fjallað um hvat- ir, orð og gerðir fáeinna for- feðra fjölmargra mennta- og mektairmanna í hinu íslenztoa þjóðfélagi. Bókin fjallar um menn og mál efni á síðasta fjórðungi 19. ald- air. Er fyrst í allbeiskum spott- tón vikið að byggingu alþingis- hússins, sem kallað var Frelsis- höll, þar sem konungskóróna, flattur þorskur og landvættim- ir státuðu á framhlið. Það var dr. Pétur Pétursson, biskup yf- ir íslandi, margtorossaður lær- dóms — og valdamaður og rík- astur maður allra íslendinga á Sinni tíð, sem lagði hornstein- inn að Klippfiskhöllinni, sem Steingrimur skáld kallaði svo. Biskupinn sló þrjú högg á sbein- inin og mælti: „f nafni heilagr- ar þrenningar." Þá er vikið að trúarlegri leiðsögn dr. Péturs og tilfært það, sem hann, rikasti maðuir þjóðarinnar, segir í post- illu sinni og bókarhöfundur tel- Ur bregða allskýru Ijósi „yfir þjóðfélagsskipunina á síðustu öld.“ Pétur biskup segir meðal annars: „Látum oss hugleiða, hve syndsamlegt það er að veira óánægður með sín eigin kjör og öfundast yfir annarra kjör- um . . . “ Og síðair í sömu pme- dikun: „Véir erum allir limir á sama likama, segir postulinn. Væri þá tilhlýðilegt fyrir limi á sama líkama að öfunda hver annan?" Höfundur sýnir síðan fram á, að yfirstéttin í Reykjavík og þeir, sem eru undir áhrifum frá henni, meðal annars skáldin, storíða fyrir danska konungs valdinu, en ráðandi menn og allt þeirra fjölskyldu- og vensla- lið lætur sig engu varða, hvern- ig er fairið högum almennings. Bendir hiamm á háðuleg og átak- anleg dæmi um tildurtilbeiðslu heldra fólksins, samfara algeru tómlæti gagnivairt alþýðu manna. Þá lýsir hann því, hve þing- menn og landshöfðingi voru ósýtnir á fé, þegar alþingishús- ið var reist, og svo var ekki til eyrir í landssjóðnum, þegar yfir þyrmdi hallæri, svo að ekki var á anman hátt unnt að firra mikinn hluta þjóðarinnar hung- urdauða en ganga með betlistaf- inn um nálæg lönd. Eins er frá því skýrt, hve ríflega voru ákveðiin laim hinna æðstu embættismianna og hve mikill vair mismunuir á launum þeirra og til dæmis kennara við latínu Skólann, hvað þá ritaira biskups, amtmanns, landfógeta og ' póst- meistara. Hér verður ekki rúm til að greina frá nema nokkrum efnisatriðum, þessarar stóru bókar, en höfundur virðist færa að því ærið ljós rök, að í öllum efmum réðu í Reykjavík og þar með á landinu öllu nokkrar ætt- arklíkur — og að enginn gat vænzt neins frama nema hann lyti einhverri þeirra og þá helzt þeinri ráðamestu. Langur kafli er um dir. Bjöm M. Olsen, sem í fyrstu virtist manna frjálslynd- astur og snemma bair ótvírætt af flestum að lærdómi og skarp skyggni, en reyndist síðan sem umsjóniarmaður pilta í latínu- skólanum harðstjóri, sem ekki kunni eða gat stjómað, en í krafti tengsla sinna við hin æðstu völd gat farið sinu fram. í kaflanum Ókristilegar aðfarir er sagt frá slíkri framkomu Ol- sens og eins samkennaira hans gagnvart einum skólasveininum, að ekki er unnt að hugsa sér, að lægra verði lotið! Öðru hverju er í bókinni vik- ið að erlendum atburðum, straumum og stefnum og áhrif- um þeirra á íslenzka stúdenta í Kaupmainnahöfn. Þar ber eink- um að geta valdatöku frjáls- lyndira manna í Noregi og bar- áttu þeirra í Danmörku gegn hægrimönnum undir forystu Estrups, sem tók sér einveldi og var þó í náð hjá hinum hálofaða stjórnairskrárgjafa okkar, Krist- jáni konumgi IX Eiaxnig er storif að altrækilega um Georg Brandes, stefinu hans og víðtæk áhirif. Það ar alkunna, að Hainn- es Hafstein og þeir aðrir stúdent air, sem stóðu að útgáfu ritsins Verðandi, urðu fyrir djúptæk- um áhrifum firá BrandesL en áhugi þeinra til umbóta hér heima virðist meira hafa beinzt að breyttri stefnu í bókmennt- um og trúmálum helduir en að siðbót á vettvangi stjórnairfars og valdbeitingar. Svo var þá annar hópur ísieinztona stúdenta, sem kallaði sig Velvakendwr. Þorsteinn Thorarensen Þeir sýndu einkum áhuga á stjórnmálalegri siðbót og vildu efla flokk, sem hefði ekki sízt það markmið að hnekkja þeinri valdbeitingu, sem hafði í föir með sér undirlægjuhátt og sið- spillandi tækifærisstefnu hjá þeim, sem sáu sér ekki annað fært en sækja embættisframa eða aðra aðstöðu til framfærslu sér og sínum í hendur landshöfð- ingja eða vina hans og banda- manna, sem sé embættisklvkn- anna í Reykjavík. Helztu for- ingjar þessa stúdentahóps voru Páll Briem, síðar amtmaður, og lengi vel Finnur Jónsson, seinna frægur prófessor, en hann viirð ist hafa veirið allna manna æst- astur umbóta- eða allt að því byltingairsinni. Og það er þessi hópur manna, sem bókarhöfund ur telur hafa haft sérstöðu um heiðarleik, réttsýni og framtak til raunhæfra umbóta á hinu lamandi ástandi íslenzkra stj 011181410 tta og valdbeitingar. Höfundur færir að því allmikil rök, að Magnús Stephensen, hafi, lömgu áður en hann var orðinn landshöfðingi, verið ærið áhrifaríkur um flest, sem hann kærði sig um að hafa áhrif á, og hafi þa.r hvort tveggja komið til, firábær lagni hans og ýtni bak við tjöldin og harðfylgni, þegar henni þuirfti að beita, fyrir opn- um tjöldum. Og þá er hann var orðinn æðsti maður landsins með sjálfa einræðisstjórn Estrups að bakhjarli, vair hann ótvírætt kominn í þá aðstöðu að enginn sá, sem ætlaði sér frama eða hagsbóta frá hendi stjóm- arvaldanna, hafði minnstu mögu leika á að komast fram hjá hon- um. Það vissi Björm Jónsson — og Hannes Hafsbein virðizt hafa talið, að andstaða gegn veldi hainis væri ótímabær og gagns- laus, meðan Estrup væri við völd í Danmöirku. En vissulega færir höfundur full rök að þvi, að fjármálastjórn og fjármála- siðfierði Magnúsar Stephensens hefur engan veginn verið svo fullkomið, að þar á væri hvorki blettur né hrukka, svo sem sum- ir hafa viljað vena láta, og það getur ekki hafa farið fram hjá þeim, sem með honum störfuðu, sízt slíkum manni sem Hannesi Hafstein. Hópur Verðandi-manna og einnig Velvakenda í Höfn smá- þynintist, og vUdi það verða með ýmsu mótL íslenzkir stúdentar í Höfn, komnir úr íslenzku fá- sinni og eigandi sér enga að í hinni stóru og viðsjálu borg aðra en félaga sína, sem eins var ástatt inn, höfðu löngum átt í vök að verjast gagnvart Bakk usi og fleiri fireisturum borgar- lífsins, og lausn þess aðhalds, sem þeir ýmsir höfðu þó haft af borgaralogu velsæmi, bætti ekki úr skák, en það fylgdi gjarnan boðskap Brandesan- og annarra liðsorða realismans, að slíkt vel- sæmi væri talið í ætt við hræsni og skinhelgi og ekki samboðið firjálsbornum menntamönnum. Og Þorsteinn Thorarensen hlíf- ist ekki við að skýra frá hvoirki dirykkjustoapareymd né annanri siðferðilegri niðurlægingu hinna íslenzku stúdenta. Lýsingin á Gesti Pálssyni og hvars konar hugsanlegri mannlegri niðurlæg ingu hans er átakanlega ber- sögul, og Utlu skárri er hún á firamferði dr. Jóns Foma, sem eftir frásögn höfundar virðist um langt skeið hafa verið firrt- ur öllum drengskap. Bertel Ó. Þorleifsson, sem fyrirfór sér, virðist og hafa verið siðferði- legt flak, og Þorsteinn Thorar- ensen lætur sig hafa það að skjóta þvi að lesandanum, næst um að segja „utan dagskrár“, hvemig komið var fyrir laga- nemanum Jóni MagnússynL síð- air lengi alþingismanni og for- sætisráðhenra, þegar honum var smyglað heim. Og Jón ólafsson, ekki þótti hann vera barnainna beztur í Kaupmannahöfn, svo að lítt var að undra, þótt ekki væri hann sérlega vandur að vali vopnia sinna í skæruhemaðinum á velli blaðamennsku og stjóm- mála hér heima. En ýmsir, jafn- vel úir úrvalaliði Yelvakenda, láta hugfallast, þegar lífsalvar- an setti þeim úrslitakosti: Ef þið viljið ekki sjá ykkur lotoast öll sund til frama og viðunandi lífsþjargax, þá verðið þið að gera annað tveggja, draga ykk- ur út úir öllu daðri við siðbót- ar hugsjónir á vettvangi opin- bers lífs eða jiafnvel ganga þeim á hönd, sem völdin hafa. Tveir voru þeir þó úr þessu liði, sem áttu sér nokkra sögu — og í rauninni ekki óglæsilega — á sviði íslenzkra stjóimmála. Það voru þeir Páll Briem, átrún aðargoð fjölmargna ungra menntamanna á Kaupmanna- hafnarárum sinum, og Þorleifur Jónsson, síðar póstmeistari, hinn traustasti drengur og í rauninni sérlega mikilhæfur hugsjóna- maður. Báðir komust þeir á þing — og sannarlega fengu þeir í bili sýnt hinum allsvald- Framhald á Us. 10 Opið í kvöld til kl. 10 Verzlunin Herjólfur Skipholti 70 — Símar 31275—33645. Felagsmannaverð \ í'KSæ* kr. 685.00. % Jón Þórarinsson. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, ævisaga. Ævisaga höfundar lagsins við þjóðsöng Islendinga. Brugðið upp lifandi svipmyndum frá heimilisháttum og bæjarbrag í Reykjavík á nítjándu öld. Sagt er ítarlega frá lífinu í Latínuskólanum, ýmsum merkum mönnum og einnig frá Kvöldfélaginu hinum merka leynifélagsskap Reykvískra menntamanna. Sveinbjöm Sveinbjörnsson átti viðburðaríka starfsævi erlendis, lagði m.a. stund á kaupsýslu og hlaut óumdeilda viðurkenningu sem tónlistarmaður. Bókina prýða 40 myndir. ALMENNA BÓKAFELAGIÐ AUSTURSTRÆTI18 SÍMI 19707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.