Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1969, Blaðsíða 16
16 MORlGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1909 Bækur o g menn Vilhjálmur 1». Gíslason Toynbee er ennþá umsviia- mestur og áhrifamestur sögu- spekingur af nútímamönnum. Kenningar hans um uppruna, eðli, og hrun menninganna í mannkynssögunni eru mikið ræddar. Hann kom einu sinni hingað á vegum Ríkisútvarps- ins og hélt eæindi. Nýjasta bók hans segir frá ýmsri reynslu hans og skoðunum hans á mál- um samtímans: Experienees (Ox ford), en áður hafði hann skrif- að bindi um kynni sín af ýms- um samtíðarmönnum: Acquaint- ances. Meðal þeirra eru ýmsir öndvegis sagnfræðingar, og einn þeirra, Bryce lávarður, skrifaði m.a. um íslenzka réttar- sögu. Toynbee er nú kominn undir áttrætt, en sbrifar enn í fullu fjöri síns mikla lærdóms, síns óþreytandi anda og sinnar víðu yfirsýnar um sögu og sam- tíð. „Kvíðinn, siamvizkan og for- vibnin baifa kniúð mig áfinaim.“ segir hann, en ég gerði það helzt að gamni mínu, að velja form sagnarituniarinnar til þess að sietja fraim hiuigsamdr miín'ar og ökiO'ðianir". Ammiairs segir banm að móðir sín hafi helzt beint sér inn á þessa braut. Hinn andlegi veruleiki að baki allra atburða og fyrirbæra er takmark allrar þekkingarleitar. Grísk-rómversk saga og tunga hefur verið sér- grein og eftirlæti Toynfbees, þó að sögufiræði hans beini honum í allar áttir mannkynssögunnair. Hann gefur sagnfiræðingum og rii.lböfuiniduim fimm ráð: Farið ykkur hægt, hugsið málin fyr- irfram, til þess að fá heildarsýn. Vinnið hiklaust og rösklega, þeg- ar ykkuir finnst tími fram- kvæmdanna kominn. Skrifið þá reglulega daginn út og daginn inn, hvort sem ykkur finnst þið upplagðir eða ekki, en á þeim tíma dagsins sem bezt á við ykk- ur. Þið verðið sjálfsagt óánægð- ir með fyrstu gerð ritanna og getið þá breytt seinna. Eyðið ekki tímanum með því að slá verkinu á frest, í einhverri von um það, að verða betur upp- lagðir seinna. Vinnið meðan dag ur er. því nóttin kemur, þá eng- inn getur unnið. Fimmta og síð- asita ráðið er: ihorifið a'ffitaf fraim á ieið, iamigt finaim í áæitl'umiuim yðar og rannsóknum. Toynbee nefnir það til dæmis, að bók, sem hann gaf út um Hannibal 1965, hafi hann byrjað í fyrir- lestraflokki, sem hann hélt 1913 —14. Það er margt, sem á góma ber í minningum Toynbees, menn og málefni, ellin og dauð- inn. trú hans og trúleysi. Trúar játning min er ein setning, seg- ir hann: Deus est mortali iuvare mortakm. Guð er manninum máttu- til h’álpar öðrum manni. Haom segist trúa á kærleikann cg viPa siBimt. að hamn sié eikki al- máttugur. Þótt við vitum ekki samband okkar við alheiminn, þá vitum við að mein mannsins er synd hans og samvizkubit. Til ganguir mannsins er að sigrast á þessu í kærleika, en kærleikur- inn er tilgangur í sjálfu séir. Toynbee stendur líka föstum fótum á jörðinni, í pólitík, í fetrðalögum til athugunar á þjóð um og löndum. Hann hefur mæt- ur á sagnfiræðingum, sem einnig voru stjórnmálamenn og athafna menn eða vísindamenn. Hetjur hans á þessari öld eru: Smuts hershöfðingi og höfundur Holis- mans í heimspeki, og Einstein, af því að hann réð aldahvörf- um með því að fella saman í eina heild það, sem smærri and- ar höfðu skilið eftir sundrað. Sá þriðji er Winston ChurchilL FJÖGUR ANDLIT CHURCHILLS Uim Churchiill. er sífiellt sfcrif- að. Nýjasta bókin mun vera frá Allen Lanie um manninn sjálfan og fjögur andlit hans: Churchill: Four Faces and the Man. A.J.P. Taylar, ágætur bg stundum orð- hvass sagnfiræðingur, skrifar um stjómspekinginn, The States mian. Churdhill var að mestiu sjálfmenntaður, segir hann, og sbefndi miarfciváisiat aið því að ala sjálfan sig upp í stjórnvizku, las Gibbon og Macaulay og gömul þingtíðindi og skrifaði hjá sér það sem hann mundi sjálfur hafa lagt til málanna. Hann hófst fljótt til áhrifa, al- inn upp í umhverfi valdamanna og aðalsmanna, en ekki við auð. Hann var mikill bardagamaður, en sjaldan heiftúðugur eða lang rækinn, skildi oft ekki þau áhrif, sem hann hafði á aðra, trúði því sem honum þótti hag- kvæmast að trúa og skjátlaðist oft. Þó að hann væri hálfgerð- ur harðstjóri, stjómaði hann meina með umræðum en skipun- um. f grundvallaratriðum var hann heldur svairtsýnn, hann trúði tæpt á almennar framfar- ir eða einhverja jarðneska para dís. Hann var einstaklings- hyggjumaður, heldur íhaldssam- ur, en mjög hugrakkur, með næstum óþrotlega starfsorku og lét ekki bugast af andstöðu og var örlátur við aðra menn, sögu maður en ekki spámaður eða skapandi nýmælamaður. Þetta er mat Taylors. Annar sagnfræðing ur, Robert Rhodes James, skrif- ar um praktiska pólitísk Churc- hills. Þar var hann í essinu sínu alla ævi, gat verið ævin- týramaður, en vaTð líka, fyrir kraft mælsku sinnar og hug- rekkis, bjargvættur þjóðar sinn ar. Þriðji sagnfræðingurinn, J.H. Plumb, ágætur vísindamaður, skrifar um sögurit Churchills, ekki aðeins stríðssögurnar eða minningamar, heldur ævisögu föður hans og hið mikla rit hans um forföður sinn Marlborougli og loks sögu enskumælandi þjóða. Vísindalegum sagnfiræð- ingum þykir ýmislogt á skorta aðlfiömig oig úrvinnslu hieimilda hjá Churchill, en lofa frásögn hans, fjör hennar og kraft og yfirsýn. Þá skrifar Basil Liddell Hart um hermálastjórn Churchills. Þykir honum Churc- hill hafa verið ómaklega ámælt fyrir aðgerðir sinar í fyrri heims styrjöldinni, því að þar hafi hlut Ur hans haft úrslitagildi, en hins vegar hafi verið gert of mikið úr gildi hans og hermála- tillagna hans í síðari heimsstyrj- öldinni. Loks skrifar Anthony Stonr um manninn • sjálfan, frá sjónarmiði sálfræðings. Hann skrifar um þunglyndi hans og svartsýni á köflum, og um elli- hrumleik hans. En þunglyndi hans knúði hann samt upp og áfiram, eins og fleiri stórmenni, og á því er enginn efi að kraft- ur hans og trú bjargaði Bret- um á hættunnar stund. OG TVÖ ÍSLENZK ANDLIT í nýjum Andvara skrifar Hall dór Halldórsson prófessor um dr. Alexander Jóhannesson, vin samlega og skilmerkilega um mál firæðirit hans aðallega. Það er maklegt að dr. Alexander komi í þá löngu heiðursfylkingu, sem Andvaraævisögurnar eru. Mál- fræði var meginverkefni í fræð- um dr. Alexanders og eftirlæti hans. Hann vann þar nokkur brautryðjendastörf og tók líka stundum upp kennin/gar, sem gátu arkað tvímælis, eins og margt annað í þessum fljótandi firæðum og alloft var á hann deilt. Samt var málfræði ekki nema einn þáttur í fari hans og framkvæmd. Flugmál, bygginga- mál, útgáfumál, kvikmyndamál, félagsmál, viðskiptamál, skáld- sfcapar og iiatmiál og atiuðniiinigiur við unga memm, kemur þair allt til greina. Maðurinn sjálf- ux í dagsins önn og í kyirrð per sónulegra áhugamála sinna er dæmi um öndvegis nútíma íslend ing í leit hans og sókn fram á leið, stundum draumkenmdri og fljótráðinni, en oftast mark- vissri og fullri af starfsemi og trú, seiglu og gleði. Dr. Alex- amidler var hrvoirt tveggjia, kyrr- látur lærdómsmaður og listunn- andi og umsvifamikill veraldar- maður, þmautseigur fremur en harður bardagamaður- og öðl- ingsmaður. Eg sé að vinir Péturs Ottesen hafa skrifað bók um hann og er vel. Bókina hef ég ekki iesið, en útkoma hennar minnir mig á annað andlit ágæts samtíma- manns. Ég sá hann fyrst í skóla- búð Mortens Hansen, hins spaka og stjórnsama skólastjóra okk- ar. Pétur Ottesen varð bóndi, stórbóndi, með hagnýt búmanns- sjónarmið á þjóðlegum gömlum grundvelli. En hann var þar hvorki gamaldags né þröngsýnn. Ég var einu sinni með honum erlendis og sá lifandi áhuga hans á því að kynnast þar nýj- um búskaparháttum og mennt- um sveitabóndans. Hann hafði sjálfur beitt sér fyrir nýjungum í félagsmálum og skildi snemma hagnýtt gildi þeirra. Pétur Otte- sen var líka bændahöfðingi í anda gamallar bókmenningar sveitanna, rímnamaður og elsk- ur að skáldskap og sögu. Á sein ustu árum fékk ég nokkrum sinnum orðsendingar hans og hvatningar um útvarpsmál og hann hafði lifandi áhuga á sjón varpi og trú á gildi þess. Hann var alltaf trúr sannfæringu sinni. Hann var skapfestumaður og fylginn sér, en gat verið manna mildastur, þjóðrækinn þingskörungur. DANSKAR KVÆÐASKÝRINGAR í bókmenntafræðslu á Norður- löndum er það talin góð íþrótt að ræða og lesa og skilgreina kvæði, efni þeirra, form og Amold Toynbee sögu. Hans Brix var á sínum tíma snillingur 1 þessu. Ein nýj- asta bókin um þetta er Danske Digtamalysieir, sem Thomiais Bredsdorff hefur gefið út og er safn af 15 skýringum á dönsk- um kvæðum. Tveir höfundarnir hafa verið hér í Norræna hús- inu, Jens Kruuse og Klaus Rif- bjerg. Það er að vísu svo, að nú otrðið lesa húr nauðafáir dansk- an kveðskap og er eiginlega synd, því að Danir hafa átt og eiga ágæt ljóðskáld. Þarna í bókina skrifa fræðimenn og skáld um gömul og ný kvæði, frá þjóðvísum og sálmum Kingos til Tom Kristensen og Frank Jæger. Það er reyndar þannig að þótt þetta sé ágætt efni, geta kvæðaskýringatmair hæglega lent út í fagurfræðilegan mal- anda. Allllt um það ©r hér alkur, sem meirn má rækta hér og efla enn áhuga og skilning á ís- lenzkri ljóðlist. Hún hefur ver- ið og er um margt aðall íslenzkra bókroennta. Merki hennar má ekki falla, á kröfunum til henn- ar má ekki slaka, eyrað fyrir henni má ekki sljóvgast. REYKJAVÍK OG AÐRAR SÖGUSLÓÐIR Sumar bóbabúðir hafa nú á boðstólum meira af erlendum bókum, einkum fallegum mynda bókum, en venjulegt var oft áð- ur á jólamarkaði. fslenzku bæk umar áttu auðvitað að seljast, þó þær væru dýrari. Nú erþað ekki lengur. Svo koma líka fal- legar íslenzkar myndabækur. Reykjavíkurbók Heimskringlu er mjög falleg myndabók, einn- ig með litmyndum og vandlega prentuð í Hollandi. Ljósmyndar inn er Leifur Þorsteinsson, góð- ur smekkmaður og íþróttamað- ur í ljósmyndalistinni, kemur auga á ýmis skemmtileg mótív og heldur vel á þeim, svo að víða verður úr þessu lifandi mynd af gömlum og nýjum svip bæjarins. Sumstaðar hefur gam- all Reykvíkingur eitthvað að at- huga við myndavalið, saknar þessa og hins sem vissulega er áberandi hluti bæjarins. Ég fékkst líka einu sinni við svona bókagerð og hefur þá líklega mátt segja eitthvað svipað. Að- alatriðið er, að Reykjavík á skil ið allt það, sem bezt verður gert í þessum efnum, hvort sem á hana eir litið sem sögustað eða nútíma athafnabæ. Björn Th. Bjömsson skrifar helzt um gamla daga og kemur víða við og Gísli B. Björnsson hefur teiknað skemmtilegar myndir í bókina. Hún er í heild sinni sér kemnileg og falleg. Alexander Jóhannesson Um þjóðgarðana í Skaftafelli og á Þingvöllum hefur Birgir Kjaran skrifað lipra bók með fallegum litmyndum, bæði með víðri yfirsýn um landið og ein- kennilegum smámótívum, með eggjum, blómum og steinum. Textarniir eru einnig á dönsku, ensku og þýzku og er svo líka um útgáfu Reykjavíkurbókar- innar. Mjög falleg og vönduð mynda bók er einnig: Á söguslóðum, sem Haraldur Hannesson hefur séð um. Þetta eru myndir úr ís- landsför Colingwoods 1897, en hann var góður málari og teikn- ari og gerði hér ýmsar myndir, sem bæði eru fallegair í sjálfu sér og sögulega merkilegar. 14 þeirira eru prentaðar þarna í lit um, en alls eru um 60 myndir í bókinni. Haraldur Hannesson skrifar fróðlega ritgerð um Collingwood. STEFNUR OG STÍLL f STJÓRNMÁLUM De Gaulle hefur sagt, að grundvöllur og gildi stjórnmála leiðtoga sé karakter hans, lynd- iseinkunn hans, festa hans og dyggð í erfiðleikum, sköpunar- máttur hans í hagnýtum firam- fcvæmdiuim og í erfiiðleilkum þurtfli hiatnm þuaifii stuæidum alð gleria það og farið sínu fram, jafnvel þótt hann þyrfti stundum að gera það með nokkurri hörku. Þessi um- mæli eru tilgreind í nýrri bók um „Charactsr and Style in English Politics" eftir J.H. Grainger (Cambridge). Það er mjög vel skrifuð og skemmtileg rannsókn á einkennum enskria stjómmálamianna, á því, sem höf. kallar stílinn í framkomu þeirra, aðgerðum og áróðri, og á ein- kennum þeirra í skaphöfn og lífii, dláðium og dyggðuim, ortou og andlegum eiginleikum. Þessu er að vísu lýst á grundvelli ensbr- ar sögu, frá átökum konungs- hirða, höfðingja og almennings, til nútímamanna eins og Lloyd George og Baldwins og til verka lýðsleiðtoga og Churchills og Edens. En margt af því, sem rætt er, hefuir almennt pólitískt gildi. Víða em nýjar athuganir, t.d. um Lloyd George og Bald- win og að því er Baldwin varð- ar má segja, að nú faxi fram endurmat á honum og stefnu hans, eftir að fyrri höfundar hafa hallað á hann Stjómmál eru Bretum runnin í merg og bein. Sir Lewis Namier sagði, að öldum saman hefði það verið draumur enskrar æsku í beirri stétt sem mótaði þjóðfélagið, að komast á þing. En stíll þings- ins og störf hafa breytzt marg- Sir Winston Churchill víslega. Lýðræðið hefur hert á kröfunum til leiðtoganna. Bryce lávairður sagði í sínu stóra og ágæta riti um lýðræði nútímans, að tóntegund og svipur neðri málstofunnar risi og félli með forsætisráðherranum og næðu slík áhirif hans einnig til almenn ings. En mat á slíkum leiðtogum er erfitt — þeir liggja ekki fyr- ir okkur eins og kvæði á bók- arblaði. Pólitískur stíll er bæði fólginn í orðum og athöfnum, sem hafa gildi og endingu út yf- ir líðandi stund og er mannin- um bæði meðfæddur og myndað- ur af honum sjálfum og hug- rekki athafna hans, en ekk- ert er áhættusamara en pólitísk ar ákvarðanir og athafnir. Efni- viður stjórnmálamannsins er sundurleitt fólk, en ekki skáld- legt yrkisefni. „Stjórnmálamað- ur er leirkerasmiður, sem getur ekki sjálfur valið sér leir, mál- airi, sem ekki er einráður um blöndun lita sinna, tónskáld, sam verður kaninsfci a@ útsetljia það lag sitt fyrir lúðna, sem hann ætlaði að láta verða strengjakvartett." Loks verður stjónnmálamaður að vinna með verkfæri flokks síns, „án flokks ins mundi stefna hans fara for- görð)uim,.“ Niðiurabaðla hlöf. í bófciair lok er sú, að Englendingar hafi notið „frjálsra stjórnmála í sjálf stæðu ríki“, lýðræðis, sem mót- azt hiefiur af sitíl oig kiarafcitieir leiðtoganna. Þessu er lýst á maTgan athyglisverðan og sksmmtilegan hátt í þessari fróð legu bók Graingeirs. GUÐMUNDUR KAMBAN Almenina bókafélagið hefur gefið út öll skáldverk Kambans í sjö bindum. Tómas Guðmunds- son og Lárus Sigurbjörnsson hafa séð um verkið. Ég hef flett því, en ekki lesið ennþá, þóttist þekkja flest ritin og er ekki að skrifa neinn ritdóm. Kristján Albeirtsson, sem var Kamban nákuninugur, hefur skrifað ágæt lega um hann. En það er þess vert að minna á það stóra og lofsverða átak, að gefa út sjö stór og myndarleg bindi í einu. Sjálfur mun Kamban hafa lagt megináherzlu á leikrit sín, mis- jöfn, en sum eru öndvegisverk, en það má mikið vera ef hanin hefiuir aamt elkki máð hæst í siaign rær.mi list siinnd mieð sögumiRé uim Ragnheiði Brynjólfsdóttur, en hafði áður skrifað um hana sjálfstætt leikrit. Hann skrifaði líka sagnfræðilega ritgerð um efnið, sem ekki er í ritsafninu, og hefði liklega orðið ágætur sagnfiræðingur. Þessi nýja út- gáfa festir hann í þeim heiðurs- sessi, sem hann á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.