Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 161. tbl. 79.árg. FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brian Mulroney lof- ar Sovétríkjunum matvælasendingum Lundúnum. Reuter. MIKHAIL Gorbatsjov Sovétleiðtogi átti í gær óformlegar viðræður við John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada. Mulroney lofaði Sovétleiðtoganum að hefja aftur matvælasendingar til Sovétríkjanna sem hætt var við fyrir sex mánuðum. Major er núverandi formaður leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims og honum hefur verið falið að fylgjast með því hvernig aðstoð- inni sem Gorbatsjov fékk vilyrði fyrir reiðir af og í því skyni mun hann ferðast til Sovétríkjanna áður en árið er á enda. Á fundi Sovétleiðtogans og leið- toga sjö helstu iðnríkja heims á miðvikudag var áætlun í sex liðum um aðstoð við Sovétríkin sam- þykkt. Henni er ætlað að stuðla að umbótum í stjómmálum og efna- hagslífí landsins og gert er ráð fyr- ir að alþjóðlegar stofnanir, s.s. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn veiti tæknilega að- stoð, þótt Sovétmenn hafí ekki fengið vilyrði fyrir lánum frá þeim. í gær átti Gorbatsjov síðan óformlegar viðræður við Major, sem gegnir því hlutverki fyrir hönd leið- toganna sjö að sjá um fjármálahlið- ina i samskiptum við Sovétríkin. Major er alvanur slíkum störfum, þar sem hann var fjármálaráðherra Bretlands um skeið. arnar,“ sagði Mulroney á frétta- mannafundi í gær. Mulroney tilkynnti einnig að Kanadamenn væru að vinna að áætlun sem ætlað er að hjálpa til við að bjarga efnahag Sovétríkj- anna og beinist einkum að orkumál- um, landbúnaði og umhverfismál- um. „Við hyggjumst veita Sov- étríkjunum tæknilega aðstoð og ætlum okkur stóran hlut í því mikil- væga verkefni." Sjá „Lyktir fundarins fá...“ bls. 20. Reuter George Bush Bandaríkjaforseti og Konstantín Karamanlis, forseti Grikklands, ganga hér framhjá heið- ursverði við komu Bush til Aþenu í gær. George Bush hvetur Gríkki og Tyrki til að taka sáttum Aþenu. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Grikk- lands í gær og kvaðst vænta batnandi samskipta ríkjanna eftir ára- langa úfa. Hann hvatti jafnframt Grikki og Tyrki til að leysa deil- una um Kýpur á árinu. Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað í Aþenu vegna komu forsetans. Fundurinn með Gorbatsjov var þó óformlegur og Major kom því ekki fram sem fulltrúi leiðtoganna sjö, en breskir embættismenn sögðu augljóst að viðræðurnar myndu koma honum til góða í því hlut- verki. Eftir fundinn sagði Gorb- atsjov við fréttamenn að þeir hefðu lagt drög að frekari samvinnu. Gorbatsjov hitti Mulroney einnig að máli í gær og þá lofaði Mulron- ey að senda Sovétmönnum matvæli að andvirði um 8 milljarða ÍSK, en Kanadamenn hættu við þessa send- ingu fyrir sex mánuðum vegna framkomu Sovétmanna í málefnum Eystrasaltsríkjanna. „Ríkisstjórn Kandada er ekki sátt við afstöðu Sovétmanna í málefnum Eystra- saltsríkjanna, en þeir hafa sýnt sjónarmiðum okkar skilning og við afréðum því að hefja sending- Reuter Fuglahræðan Honecker Þessari fuglahræðu hefur verið komið fyrir á kornakri skammt frá Berlín. Andlitið er gert úr mynd af Erich Honecker, fyrr- verandi leiðtoga austur-þýskra kommúnista. Talið er að um þúsund lögreglu- menn hafí verið á veginum milli flugvallarins til forsetahallarinnar í Aþenu er Bush var ekið þangað til að ræða við Konstantín Karamanl- is, forseta Grikklands. Þetta er fyrsta heimsókn forseta Banda- ríkjanna til Grikklands frá því að Dwight Eisenhower kom þangað í desember 1959. Þá var Karamanlis forsætisráðherra. „Ég kem nú hingað í þeirri von að við höldum áfram að styrkja sérstaka vináttu okkar,“ sagði Bush við komuna. „Mér er sérstaklega umhugað að ræða hvernig við get- um aukið samvinnu ríkjanna í ör- yggis- og efnahagsmálum.“ Bush ávarpaði gríska þingið og minnti Grikki og Tyrki á vináttu- og viðskiptasamning, sem leiðtogar þeirra gerðu fyrir 60 árum. „Nú hafa nýir leiðtogar með nýjar hug- „Þetta var ákveðið í samræmi við þá afstöðu okkar að hersveitir júgóslavneska hersins skuli ekki vera á þeim svæðum í landinu, þar sem litið er á þær sem her- námslið,“ sagði Borislav Jovic, full- trúi Serba í ráðinu. Hann minntist ekki á hvort um 70.000 hermenn í Króatíu yrðu einnig kallaðir heim. Jovic sagði að brottflutningur sjónir tekið við og því gefst þjóðun- um kjörið tækifæri til að jafna ágreining sinn, sem er í reynd byggður á misskilningi. Þið getið hafíst handa við að græða þau djúpu sár sem sett hafa ljót ör á Kýpur og splundrað fjölskyldum og vinum á eyjunni,“ sagði hann við þingmennina. „Enginn okkar ætti að sætta sig við óbreytt ástand á Kýpur. Og ég lofa því að Banda- ríkjamenn geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að Grikkir, Tyrkir og Kýpurbúar leysi Kýpurvandann - og það á þessu ári.“ Marlin Fitzwater, talsmaður for- setans, sagði síðar að Bush hygðist leggja fram nýjar tillögur, sem stuðlað gætu að sáttaumleitunum milli Grikkja og Tyrkja. Forsetinn fer frá Aþenu til Tyrklands á morg- hermannanna ætti að hefjast tafar- laust og honum yrði lokið ekki síðar en eftir þijá mánuði. Háttsettur slóvenskur embættismaður sagði að fulltrúi Króatíu hefði lagst gegn því að hermennirnir yrðu kallaðir heim frá Slóveníu. Svo virtist sem heimkvaðningin yrði til þess að ein- angra Króata í sjálfstæðisbarátt- unni. Úfar risu með Bandaríkjamönn- um og stjórnvöldum í Grikklandi á valdatíma sósíalista á árunum 1981-89. Hægrimenn í Nýja lýð- ræðisflokknum mynduðu stjórn eft- ir þingkosningarnar í apríl í fyrra og vonast Bush eftir náinni sam- vinnu við hana. Átök brutust út á milli náms- manna og óeirðalögreglu í miðborg Aþenu í gær þegar þúsundir náms- manna söfnuðust saman til að mót- mæla heimsókn Bush vegna stefnu Bandaríkjamanna í málefnum Kýp- ur. Lögreglan notaði táragas- sprengjur til að dreifa mannfjöldan- um, og að sögn hennar slösuðust nokkrir. Vinstrisinnaðir borgar- skæruliðar gerðu fímm sprengju- árásir í Aþenu á þriðjudag. Viðbún- aður lögreglunnar er því mikill vegna heimsóknarinnar og mót- mælafundir hafa verið bannaðir þar til Bush fer til Tyrklands. The Independent: Eldgos kælir lofts- lag jarðar 12-3 ár LOFTSLAGIÐ á norðurhveli jarðar kólnar á næstu tveimur til þremur árum af völdum eldgossins í Pinatubo-fjalli á Filippseyj- um í síðasta mánuði, að því er breska dagblaðið The Independ- ent hefur eftir loftslagsfræðingum. Blaðið segir að áhrif eldgossins haldist lengur í lofthjúpnum. Þar kunni að vega upp á móti gróður- húsaáhrifunum svokölluðu, þ.e. hækkandi hita vegna koltvísýr- ingsmengunar í andrúmsloftinu. Pinatubo-eldfjallið hafði legið í dvala í sex aldir er það gaus í júní. 300 manns biðu bana af völdum gossins, auk þess sem flytja þurfti hátt í 250.000 manns frá heimkynnum sínum. Chris Sear, loftslagsfræðingur við Cambridge-háskóla, segir að hitalækkunin stafi af brenni- steinstvíildi, eitraðri lofttegund sem myndaðist í eldgosinu og komst upp í heiðhvolfið (milli veðrahvolfs og miðhvolfs). Hann segir að aska falli til jarð- ar nokkrum vikum eða mánuðum eftir eldgos en brennisteinstvíildið verði lofttegundin að brenni- steinssýru og smádropum, sem dragi úr sólarljósi á jörðinni og kæli þannig loftslagið. Hitalækkunin ræðst af því hversu mikið brennisteinstvíildi komst upp í heiðhvolfið úr neðri lögum lofthjúpsins. Áætlað er að 15 milljónir tonna af lofttegund- inni hafí myndast í eldgosinu. Bandaríski gei-vihnötturinn Nim- bus-7 hefur greint 6.400 km langt ský af brennisteinstvíildi í loft- hjúpnum. Ennfremur er áætlað að brenni- steinssýran geti þynnt ósonlagið yfir norðurhveli jarðar um rúm- lega 15%, að sögn Independent, sem segir að þeirra áhrifa gæti aðeins í nokkur ár. un. Slóvenía: Herinn kallaður heim Belgrad. Reuter. FORSÆTISRÁÐ Júgóslavíu, æðsta valdastofnun landsins, samþykkti í gær að flylja alla júgóslavneska hermenn frá Slóveníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.