Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JULI 1991 21 Finnsk hagfræðistofnun: Varað við fjárfesting- um í Sovétríkjunum Helsinki. Frá Lars Lundsten fréttaritara Morgunblaðsins. Landfræðileg staða Finnlands við hlið hins volduga Rússlands og sú staðreynd að t.d. Eistlendingar eru náskyldir Finnum telst ekki nægileg ástæða fyrir fjárfestingum Finna í Sovétríkjunum. Er í nýlegri skýrslu varað við frekari fjárfestingum í sovésku efnahagslífi. Hagfræðistofnun sem starfar á vegum finnska ríkisins var nýlega falið að kanna möguleika Finna á að taka þátt í að endurskipuleggja hagkerfi Sovétríkjanna. I skýrslu frá stofnuninni er tekið skýrt fram að Finnar eigi að bíða og sjá til hvort að efnahags- og lýðræðisum- bætur nái fram að ganga. Höfundar skýrslunnar telja Finna helst eiga að einbeita sér að viðskiptum við þau héruð sem liggja nálægt landamærum Finn- lands. Þetta hefur einmitt verið raunin fram að þessu en viðskiptin oft gengið treglega vegna hinnar miklu miðstýringar Sovétmegin. Kirjála-hérað rétt handan við land- amærin, er til dæmis útkjálkahérað í rússneska lýðveldinu og hefur enga lögsögu yfir utanríkisvið- skiptum. Þá vara höfundar skýrslunnar við auknum fjárfestingum í so- vésku efnahagslífi. All mörg fyrir- tæki hafa verið stofnuð á undanf- örnum árum með sameiginlegri eignaraðild Sovétmanna og Finna en þau hafa flest öll skilað litlum sem engum arði til finnskra hlut- hafa. Finnland er samkvæmt skýrslunni ekki nógu sterkt fjár- hagslega til að geta tekið þá áhættu sem felst í viðskiptum við Sovétríkin á þessum óvissutímum sem nú ríkja. Mikið hefur dregið úr viðskipt- um Finna við Sovétríkin og er gert ráð fyrir að einungis um 10% af útflutningi Finna fari þangað í ár. Sovétmönnum hefur líka gengið treglega að greiða fyrir finnskan varning og skulda þeir nú Finnum um 7 milljarða finnskra marka. Ef tekið er mið af höfðatölu skulda þeir engri annarri þjóð meira en Finnum. Reuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við komuna til Dam- askus í gær. Með honum á myndinni er Farouq al-Shara, utanríkis- ráðherra Sýrlands. Sýrlensk stjórnvöld ræða við Baker: Israelssljóni verði knúin til tilslakana Damaskus. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ræddi við Hafez al-Assad Sýrlandsforseta i gær er hann hóf fimmtu ferð sína til Mið-Austurlanda til að freista þess að sætta ísraela og araba. Sýrlensk stjórnvöld hvöttu til þess að ríki heims legðu harðar að Israelum að fallast á friðarráðstefnu. Baker og föruneyti hans vildu ekki ræða við fréttamenn í Dam- Þorskveiðar við Svalbarða: Norðmenn og Grænlend- ingar deila um veiðirétt Knupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR grænlenskir togarar, Polar Princess og Antuut frá Paam- iut, eru enn við þorskveiðar á alþjóðlega hafsvæðinu milli Svalbarða og Novaja Zemlja í Barentshafi þrátt fyrir mótmæli Norðmanna. Fulltrúi í norska sjávarútvegsráðuneytinu sagði í útvarpsviðtali í Nuuk á miðvikudagskvöld, að Norðmenn hefðu gert samkomulag við Grænlendinga í júní um að grænlenskir togarar ættu að halda sig utan norskrar landhelgi við Svalbarða og að þeir mættu heldur ekki veiða á alþjóðlega hafsvæðinu fyrir norðan 62. breiddargráðu til að vernda þorskstofninn á svæðinu. Grænlenskir togarar hafa fært sig út úr norskri landhelgi en halda áfram veiðum á alþjóðlega hafsvæðinu fyrir norðan 62. breiddargráðu. umræddu hafsvæði. Þess vegna eigi eftirlit með fiskstofnum og fiskveið- um að vera í höndum alþjóðlegrar stofnunar. Meðan slíkt eftirlit nái ekki til þorskstofnsins á heims- skautssvæðinu þá muni Grænlend- ingar sjálfir ákveða veiðikvóta sína og taka fullt tillit til stærðar stofns- ins við veiðarnar. Króat- ar stofna stríðsráð Zagreb. Reuter. Stjórnvöld í Króatíu hafa sett á laggirnar sérstakt „stríðsráð" sem stjórnmálaskýrendur telja að muni timabundið fara með helstu völd í ríkinu. Var ráðið stofnað á miðvikudagskvöld af ótta við að sambandsherinn myndi láta til skarar skríða gegn Króatíu. Formaður stríðsráðsins er Josip Manolic, sem gegndi áður embætti forsætisráðherra Króatíu, en einnig eiga m.a. varnarmálaráðherra og innanríkisráðherra Króatíu sæti í því. Eftir að Manolic tók við for- mennsku í ráðinu var skipaður nýr forsætisráðherra í hans stað, Franja Greguric, sem verið hafði aðstoðar- forsætisráðherra. franeital REGNFATNAÐUR askus, enda eru friðarumleitanirn- ar á viðkvæmu stigi. Ferðin var ákveðin eftir að sýrlensk stjórn- völd féllust óvænt á málamiðlun- artillögu George Bush Bandaríkja- forseta varðandi ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum. Baker fer einnig til Egyptalands, Jórdaníu, Saudi-Arabíu og ísraels og sagði fyrr í vikunni að margt gæti stað- ið í veginum fyrir samkomulagi um friðarráðstefnu. Örðugasti hjallinn verður þó í ísrael, þvi Yitzhak Shamir, forsæt- isráðherra landsins, hefur neitað að fallast á tillögu Bush. Fjölmiðl- ar í Sýrlandi voru ekki í vafa hvernig tala ætti um fyrir honum. „Það eina sem dugir er að knýja Israela til að fallast á frið og láta af síonískri yfirgangs- og útþensl- ustefnu sinni, sem hefur leitt eyði- leggingu og óstöðugleika yfir þennan heimshluta,“ sagði dag- blaðið Tishreen, málgagn sýr- lensku stjórnarinnar. Blaðið bætti við að tilslakanir Sýrlendinga sýndu að ísraelsstjórn ein stæði í veginum fyrir friði. VATNSHELDUR OG ANDAR JAKKI FRÁ KR. 8.980 BUXUR FRÁ KR. 6.990 VELJIÐ AÐEINS ÞAÐ BESTA. ALLT ANNAÐ ER MÁLAMIÐLUN SKATABUÐIN -SKMAR fWMK/R SNORRABRAUT 60, SÍM112045 Kaj Egede, sem situr í græn- lensku landstjórninni, segir að land- stjórnin hafi ákveðið að taka sér kvóta á alþjóðlega hafsvæðinu. Hann nemur 4% af því magni sem fiskifræðingar telja ráðlegt að veiða. Það þýðir 8.600 tonn á al- þjóðlega hafsvæðinu og þess vegna eru grænlenskir togarar að veiðum þar. Landstjórnarmenn eru þeirrar skoðunar að meðan Grænlendingar veiði aðeins þessi 4% þá sé fullt til- lit tekið til ástands stofnsins en Norðmenn telja að ekki eigi að veiða neitt á svæðinu. ■ OTTAWA - Kanadísk yfirvöld, sem láta nú rannsaka orsakir þess að leiguflugvél fórst í Saudi-Arabíu og með henni 261 maður, tilkynntu á miðviku- dag að það gæti tekið marga mánuði að komast að því hvað olli slysinu, en þau fengu á þriðjudag upptökur sem fundust í braki vélarinnar í stjórnklefan- um. Kanadamenn rannsaka sly- sið að beiðni Saudi-Araba en Nígeríumenn leigðu vélina, sem var af gerðinni DC-8, til píla- grímaflugs af kanadíska flugfé- laginu Nationair. Veiðar Grænlendinga á umræddu svæði hafa haft það í för með sér að norska ríkisstjórnin vill ekki við- urkenna samkomulag sem norskir og grænlenskir embættismenn gerðu í Kaupmannahöfn 21. júní sl. og taka átti gildi árið 1992. Samkvæmt því samkomulagi áttu Grænlendingar að fá að veiða 1.330 tonn af þorski á norsku hafsvæði í Norðursjó — með því skilyrði að þeir hættu veiðum við Svalbarða. Kaj Egede segir að Grænlending- ar veiði ekki lengur við Svalbarða en Norðmenn eru þeirrar skoðunar að það skipti ekki máli hvort þeir veiði á norsku eða alþjóðlegu haf- svæði, þeir séu að ganga á sama þorskstofninn á báðum svæðum. Karsten Klepsvik, fulltrúi í norska sjávarútvegsráðuneytinu, segir í viðtali við Fiskeríbladet í Noregi að Grænlendingar viti jafn- vel og Norðmenn að takmarkið með samkomulaginu hafi verið að vernda þorskstofninn fyrir norðan 62. breiddargráðu og það sé aðeins hægt með því að hætta veiðum þar. Kaj Egede segir hins vegar að ekki sé til neitt alþjóðlegt samkom- ulag, né samkomulag Grænlend- inga við aðra þjóð, sem segi til um magnið sem leyfilegt sé að veiða á ‘JB HALLARGAROURINN HUSI VERSLUNARINNAR SlMI678555 Bjóðum upp á nýjan forvitnilegan sumar-sérrétta matseðil, t.d.: Trjónukrabbasúpa m/kryddrjóma Laxatartar m/jógúrtsósu Humar, hörpuskel og rækjur m/appelsínumintsósu Sjávarréttadiskur m/hvítvínskryddjurtasósu Grillaðir humarhalar í skel Nautalund m/hvítlauk, shallottulauk í rauðvínssósu Léttsoðinn lambavöðvi m/rauðrófúm og piparrótarrjóma Terta hússins Ferskir ávextir m/kampavínssorbet HALLARGARDURINN HÚSI VERSLUNARINNAR SÍMI678555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.