Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Takið þið ekki gamla hús- muni í cndursölu . . .? HÖGNI HREKKVÍSI Fréttamat Ríkisútvarps- ins og fréttir CNN Síðustu ár hefur íslenska þjóðin þurft að vera háð þeim fréttum sem kommúnistar hafa skammtað þjóð- inni og má nefna Hendrik Ottósson, Jón Múla Árnason, Stefán Jónsson og síðan Ögmund Jónasson. Erlend- ar fréttir oftast sóttar til norsku og sænsku fréttastofanna sem voru málpípur sósíalista á Norðurlöndum og svo frá Reuter og þá valið það sem þessum kommúnistum þótti áhugavert og oftast leitað eftir nei- kvæðum fréttum til að sanna hvað mikil spilling væri í auðvaldslöndum en annað væri hjá Lenín og Stalín, mannvinunum miklu, enda voru þessir fréttamenn lærðir og heila- þvegnir af kommúnistanum og trú- arleiðtoganum Brynjólfi Bjarna- syni. Aldrei voru fréttir um viðskipti og framfarir í hinum stóra heimi, slíkt var ekki fréttaefni. Innlendar fréttir hafa helst snúist um vaðal úr verkalýðsréttindaframkvæmda- stjórum, svo sem Guðmundi Jaka, Ásmundi Stefánssyni, Kristjáni Thorlacius og síðar Ögmundi Jónas- syni, Páli Halldórssyni,_ kennurun- um Winci og Kaaber, Óskari Vig- fússyni og fleirum. Þrátt fyrir langa skólagöngu trú- ir þetta fólk því að peningar verði til í seðlapressu Seðlabankans og það sé bara mannvonska Jóhannes- ar Nordal og ríkisstjórnarinnar að kaupið sé ekki eins hátt og hver og einn telur nóg til að lifa „mann- sæmandi lífi“ eins og notað er í öllum umræðum, svo er bara að leita umsagnar í Þorbjörn Brodda- son, Árna Bergmann og aðra álíka andans jöfra. Nú hefur Stöð 2 tekið upp á því að senda fréttaefni CNN og er þetta sent út á nóttunni og fyrri part dags og auglýsingar varla marktak- andi, helst listi yfir hótel í heiminum og ekkert tal með svo ekki getur það haft áhrif á tungutak þjóðarinn- ar. En við íslendingar höfum notið góðs af að fá nýjustu fréttir um viðskipti í heiminum og þar með sparað okkur stórfé með að kaupa gerfihnattadisk. Þá kemur þessi „besser wisser“ Þorbjörn Broddason fram og boðar að einhver útvarpsnefnd, sem er óþörf í fijálsu landi, skipi svo fyrir að leggja beri niður sendingar CNN nema auglýsingar verði klipptar út eða einhver þýðandi bulli og eyði- leggi þar með fréttamatið. Krafan um að allt skuli þýtt á íslensku er fráleit því ef hlustandi leggur eyru við það sem talað er inná og sér textann um leið, þá er iðulega farið með rangt mál í textanum og túlk- urinn misnotar aðstöðu sína. Er það máske gert viljandi af rauðliðum útvarpsins, sem vilja halda áfram og reyna að heilaþvo íslendinga eins og þeim hefir tekist ótrúlega vel hingað til. Ég skora á menntamálaráðherra, sem nú er sjálfstæðismaður, að endurskoða nefndir og óþarfa af- skipti pólitískra loddara sem vilja ráða fréttamati okkar ef útvarp og sjónvarp er annars vegar og þar gildir sama og um dagblöð og bæk- ur svo og ef menn kaupa gerfi- hnattadisk. Einnig væri athugandi fyrir sama ráðherra hvort ekki beri að senda eitthvað af fjölmiðla- og kommaliði til andlegrar endurhæf- ingar, þar sem nú er sannað fyrir öllum heiminum að þeir hafi lifað og nærst á villutrú. Forystumenn fyrirheitna landsins, Rússlands, grátbiðja nú vestrænar þjóðir um fjárhagsaðstoð til að geta breytt Rússlandi í kapítalískt sæluríki. Kannski væri ástæða að endur- skoða líka kennslubækur þær sem villuráfandi sósíalískir kennarar hafa verið að semja undanfarin ár og má telja víst að hafi spillt stór- lega íslenskri æsku. Vernharður Bjarnason Stöðvið karlrembu- heilaþvottinn Kvenréttindabarátta er jákvæð og nauðsynleg og finnst mér Rauð- sokkur, Kvennalistinn ofl. hafa staðið vel að henni. En þó er eitt sem þeim hefur yfirsést. Ég bý nálægt miðbænum og er bíllaus. Ég get því ekki farið langt án þess að götuvitar með sínumgrænu og rauðu körlum verði á vegi mínum. Hér kemur vandinn. Lítil börn í umferðarfr'æðslu læra að græni karlinn segi að þau megi ganga yfir götuna en rauði karlinn segi að það megi ekki. Með þessu er börnum kennt að karlar hafi all- an rétt til að ráða. Réttinn til að segja já eða nei (og hér er ég ekki bara að tala um umferðina). Börnin bíða með óþreyju eftir græna karl- inum og flýta sér yfir áður en rauði kariinn kemur. Þessu yrði mjög auðvelt að breyta. Ég býst við að karlinn sé einungis gat á spjaldi með ljósi á bak við og því væri auðvelt að skera út mjaðmir, barm eða kvenlegt hár og föt á nokkrum götuvitum. Hvet ég nú eindregið borgaryfirvöld til þessa og stöðvið karlrembuheila- þvott barna okkar. Geirhildur Elín Reynisdóttir Víkverji skrifar Víkveiji dagsins hefur löngum verið einlægur aðdáandi lög- reglunnar í Reykjavík og er reyndar þeirrar skoðunar að flestir laganna verðir í Reykjavík standist fullkom- lega samanburð við stéttarbræður sína í Bretlandi sem löngum hafa verið rómaðir fyrir prúðmennsku og lipurð. Þessi ánægjulegu kynni Víkveija af lögreglumönnum má ekki skilja sem svo að Víkveiji kom- ist óeðlilega oft í kast við lögin, en Víkveiji hefur nokkrum sinnum reynt það, eins og sjálfsagt margur annar ratinn, að þurfa á aðstoð lög- reglu að halda, til dæmis við það að komast inn í bílinn sinn eftir að hafa læst lykiiinn inni, inn í íbúð slna af sömu ástæðum og ávallt hefur lögreglan greitt veg Víkveija eftir megni og raunar látið eins og um sjálfsagðan hlut væri að ræða. xxx etta er rifjað upp hér vegna alveg nýlegrar reynslu vin- konu Víkveija af öðrum og jafn- ánægjulegum samskiptum við þá laganna verði. Tveir fjórtán ára unglingar gerðust fyrir nokkrum dögum sekir um að eyðileggja gí- raútbúnað á nýju fjallareiðhjóli lí- tillar stúlku og stela hluta útbún- aðarins. Ekki þarf að orðlengja sorg litlu stúlkunnar, þegar hún kom að reiðskjóta sínum í þessu slæma ástandi. En árvakur vegfarandi varð vitni að því þegar ungmennin fengu útrás fyrir lágar hvatir sínar og skemmdarfýsn og lét lögreglu vita. Lögreglan fór þegar á staðinn, komst að því hveijir áttu í hlut, fór til þeirra heima, endurheimti ráns- fenginn, skilaði stúlkunni því sem nothæft var og leiðbeindi um næstu skref málsins, sem voru fólgin í því að hafa samband við heimili drengj- anna. Móðir stúlkunnar hringdi á heim- ili beggja drengjanna, en náði að- eins sambandi við föður annars þeirra. Hann hafði það eitt til mál- anna að leggja að ef það reyndist satt að hans drengur hefði verið aðili að slíku skemmdarverki, þá tæki hann hann hálstaki og lokaði inni. Móðurinn fannst það hafa lítið upp á sig að ræða frekar við föður- inn um það með hvaða hætti stúlk- unni yrði bættur skaðinn og hringdi því á ný til lögreglunnar. Lögreglan tjáði henni að hún skyldi bara vera róleg. Málið væri í þeirra höndum og þeir myndu ræða við drengina á nýjan leik. Lögreglumaður sá er ræddi við móðurina sagði henni að lögreglan vildi gera sitt til þess að taka sem harðast á svona afbrotum unglinganna, því slíkt mætti raunar flokka undir forvarnarstarf. Ungl- ingar sem staðnir væru að verki og látnir horfast í augu við afleið- ingar gerða sinna og það að þeir og fjölskyldur þeirra yrðu að bæta það tjón sem unnið hefði verið, hugsuðu sig vonandi tvisvar um, áður en þeir gripu til óhæfunnar á nýjan leik. xxx ögreglumaðurinn sagði einnig, að það væri oft árangursríkt í umleitunum lögreglunnar til þess að fá unglingana til að axla ábyrgð að benda þeim á að það væri ekki vænlegt upp á framtíðina að eiga óuppgerð mál af þessu tagi skjal- fest hjá lögreglunni. Víkveiji telur að lögreglan sé þarna á réttri leið og að aðferða- fræði hennar sé miklum mun lík- legri til þess að skila árangri, en hálstak og einangrun, sem var eini boðskapur föðurins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.