Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 27 Kristin þjóð í kuklinu eftirHörð Sigurðarson Þegar rétt tæpur áratugur er til aldamóta er farið að bera á undirbúningi hátíðahalda vegna margskonar tímamóta sem þá verða. Krikjunnar menn eru þar fremstir meðal jafningja og hyggj- ast fagna þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi. Á þessum langa tíma hafa hér á landi, eins og annars staðar í heiminum, ver- ið miklar hræringar í trúmálum og kirkjan oft átt undir högg að sækja. Á þröskuldi þeiira tíma- móta sem á undan er lýst virðast kirkjunnar menn þó sæmilega sáttir við stöðu kirkjunnar meðal þjóðarinnar og vitna oftar en ekki í kannanir sem gerðar hafa verið á trúarlífi landans, því til stuðn- ings. I könnunum þessum birtust margar merkar og áhugaverðar upplýsingar sem síðan hafa verið skýrðar sem merki um mikla trú- hneigð þjóðarinnar. Sú skýring er þó í meira lagi vafasöm og vekur óhjákvæmilega þær spumingar hvort þá sem skýra skorti hrein- lega þekkingu til þeirra hluta eða hvort einhveijar ákveðnar ástæður liggi að baki þeim rangtúlkunum sem átt hafa sér stað. 80% trúaðir? Lítum nánar á kannanirnar: Það eru einkanlega þijár kann- anir sem hér er stuðst við. Þá fýrstu gerði dr. Erlendur Haralds- son árið 1974 og fjallaði hún um dulræna og yfirskilvitlega trú ís- lendinga. Aðra gerði Hagvangur árið 1984 og var hún hluti af könn- un sem Gallup stóð fyrir í Evrópu á viðhorfum og gildismati íbúa m.a. að því er varðar trúarskoð- arnir. Að lokum er könnun sem var gerð á árunum 1986-87 á veg- um Guðfræðistofnunar Háskóla íslands og einskorðuð við spurn- ingar um trúhneigð og trúarskoð- anir. í öllum þessum könnunum kom fram mikil trúhneigð meðal íslend- inga og m.a. töldu um 80% sig trúaða í þeirri síðast töldu. Þetta eru þær upplýsingar sem leikir jafnt sem lærðir innan kirkjunnar hafa hampað hvað mest og sem hvað grófast hafa verið rangtúlk- aðar. Það er nefnilega mikill misskiln- ingur að halda þvi fram að þessi niðurstaða sýni að 80% lands- manna séu kristinnar trúar. Af þessum 80 prósentum er aðeins lítill hluti sem játast trúarhug- myndum sem hægt er að skil- greina sem kristnar. Hinir trúa að vísu á guð en þá yfirleitt sem óljósa veru eða afl sem virðist ein- göngu byggt á þeirra eigin bijóst- viti. Einungis 37% svarenda játa kristna trú en ekki einu sinni þá tölu er með góðu móti hægt að nota sem staðfestingu á að svo stór hluti landsmanna sé raunver- ulega kristinnar trúar. Eina rökrétta ályktunin sem hægt er að draga af þessum upp- lýsingum er sú að 37% lands- manna telji sig vera kristinnar trú- ar og allt umfram þá ályktun eni tómar ágiskanir. Þó einhver haldi því fram að hann sé Napoleon Bonaparte leiðir ekki sjálfkrafa af því að hann sé það. Þetta er kannski hastarleg röksemdafærsla en verður að teljast viðeigandi. Með þeirri staðhæfingu sem sett er fram hér að ofan er þó ekki verið að draga í efa heiðar- leika þeirra sem lentu í úrtakinu. Hinsvegar er verið að draga í efa þekkingu og skilning þeirra sem svöruðu því sem um var spurt. Grundvöllinn að þeim efasemdum er m.a. að finna í öðrum hlutum umræddrar könnunar en einnig má benda á fjölmargt annað sem styður þá kenningu. Kristni og kukl Sterkustu röksemdina fyrir því sem hér hefur verið haldið fram má finna í þeim hluta kannananna sem lýtur að trú íslendinga á yfir- náttúrulegum fyrirbærum (öðrum en þeim er snerta kristna trú). Þar kemur fram að stór hluti aðspurða trúir á fyrirbæri eins og endur- holdgun, stjörnuspádóma, reiki, G-rýjii, álfa, anda framliðinna, segularmbönd, lófalestur o.s.frv. o.s.frv. Til dæmis benda þær prósentu- tölur sem birtast í könnun Guð- fræðfstofnunar til þess að af þeim hluta landsmanna sem telja sig Hörður Sigurðarson „Það er staðreynd að kristin trú mikils hluta þjóðarinnar er gegn- sýrð og blönduð af vest- rænum húmanisma og austrænni trúarlíkis- blöndu.“ kristna játa jafnframt 46% spíritis- matrú. Og það er meðal annars hér sem svarendur pissa í skóinn sinn, þvi að frá sjónarhóli kirkj- unnar og Biblíunnar er hér um að ræða algjörlega ósættanlega hluti, andstæður sem ekki samrýmast á nokkurn hátt. Þessi 46% opinbera því í þessari könnun neyðarlega fáfræði sína og skilningsleysi á annaðhvort kristinni trú nýaldar- bylgjunni. Og miðað við það nýald- arfyllerí sem fjölmiðlar hafa verið á síðustu misseri (og eru enn) þarf vart að fara i grafgötur um það á hvaða sviði almenningur er betur upplýstur. Þessum niðurstöðum könnunar- innar, sem béinlínis æpa framan í hvem meðalgreindan mann, hef- ur kirkjan þó kosið að horfa fram- hjá eða þá léttvægar gera. Slík afstaða virðist heimskuleg. Það er hinsvegar ekki vænn kostur að bera þeim andans mönnum, sem Opið bréf til borgarráðs eftirJón T. Sveinsson „Ágæta borgarráð! Tilefni þessa bréfs eru þær til- lögur sem fram hafa komið um að opna Austurstræti fyrir bílaum- ferð, í tilraunskyni. Viljum við benda á eftirfarandi atriði er mæla gegn því að þetta verði gert. — Eitt af markmiðum sem sett eru fram í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er að minnka loft- og hávaðamengun og bæta aðstöðu hjólandi og gangandi. Tillagan gengur þvert á þá stefnu. — Austurstræti og torgið era eitt fárra griðasvæða þar sem hægt er að vera með ung börn í miðborginni án þess að vera með stöðugar áhyggjur af þeim. — Skortur á bifreiðastæðum í miðborginni er ekki vandamál eft- ir að þau geymsluhús sem nú er verið að reisa, víðsvegar um mið- borgina, verða tekin í notkun. Má nefna stæði við Hverfisgötu, á horni Bergstaðastrætis og Skóla- vörðustígs, undir Ráðhúsinu auk Kolaports og Bakkatæðis. — Víða erlendis eru göngugötur „ Austurstræti og torgið eru eitt fárra griða- svæða þar sem hægt er að vera með ung börn í miðborginni án þess að vera með stöðugar áhyggjur af þeim.“ miklar verslunargötur, meira að segja í borgum sem liggja álíka norðarlega og Reykjavik. Við leyf- um okkur að draga í efa sem hald- ið hefur verið fram um áhrif lokun- ar Austurstætis á verslunina. Vilj- um við benda á að ef til vill ættu kaupmenn að líta sér nær þegar þeir eru að leita að ástæðum minnkandi verslunar. Við álítum það afar hæpið að leggja í margra milljóna króna til- raun, og fullyrðum að ekki verði lagt út í slíkar framkvæmdir nema ætlunin sé að þær verði til fram- búðar, hvað svo sem sagt er í til- lögunni. Hugmyndin um göngugötur í miðborg Reykjavíkur hefur ekki verið reynd til þrautar — hún (þ.e. kirkjunni þjóna, á biýn að vera heimskir og því hlýtur önnur skýr- ing að koma til. Og sú eina sem kemur til greina er ekki glæsileg fyrir kirkjuna en er því miður sú eina sem eitthvert vit er í. Kirkjunni virðist af ein- hveijum orsökum í mun að geta sýnt fram á mikla trúhneigð með- al íslendinga og virðist búin til að fóma grundvallaratriðum í eigin boðskap til að svo geti verið. Hverju er fórnað? Þess eru mörg dæmi, sem blasa við þeim sem vilja sjá þau í nekt sinni. Eitt nærtækasta dæmið er sukkið í kringum fermingarveisl- urnar sem kirkjan með fálæti legg- ur blessun sína yfir í stað þess að beijast kröftuglega gegn. Mamm- on skipar orðið stærri sess í ferm- ingarhaldinu en guð kristninnar án þess að kirkjan sjái ástæðu til aðgerða. Að vísu er það orðinn árviss viðburður að kirkjunnar menn birtast í fjölmiðlum og lýsa yfír áhyggjum vegna þessa og hvetja fólk til hófsemdar en yfír- leitt á það sér stað að frumkvæði fjölmiðlanna. Það má segja að í þessum efnum sýni þeir aðdáunar- verða stillingu og öllu meiri en frelsarinn sjálfur, ef trúa skal sög- um af viðureign hans við kaupa- héðnana í musterinu. Á sama hátt er kirkjan ánægð með það að mikill meirihluti Is- lendinga játi sig trúaða og er ekk- ert að fetta fíngur út í það þótt allskyns óværa sem áður fyrr hefði verið flokkuð sem helber villutrú slæðist með. Meðan kirkjan getur sýnt fram á fallega „statistík" virðist „hún“ ánægð. Það er umhugsunarvert að á- prestastefnu fyrir tveimur árum var samþykkt að leggja meiri áherslu á safnaðaruppbyggingu og gengur sú samþykkt að líkind- um út á það að reyna að fjölga í söfnuðunum og auka safnaðar- starfið. Hitt virðist svo vera auka- atriði hvort fólk veit yfirleitt hvaða trú það er að játa. Það er nefni- lega ýmislegt sem bendir til þess að meðaljóninn þekki ekki, hvað þá skilji, grundvallaratriði trúar- innar eins og til dæmis frelsunar- hugtakið. Það er staðreynd aAr kristin trú mikils hluta þjóðarinnar er gegnsýrð og blönduð af vest- rænum húmanisma og austrænni trúarlíkisblöndu. Hér er ekki verið að taka af- stöðu til þess hvort það er „gott“ eða „slæmt“ heldur einungis bent á það sem staðreynd sem kirkjan kýs að horfa framhjá. Hinsvegar gefst það ekki alltaf vel að stytta sér leið að markinu og í þessu til- felli virðist það færa kirkjuna fjær því. Það má likja þessu við það að Sjálfstæðisflokkurinn hreykti sér af miklum fjölda nýrra flokks- meðlima og kippti sér ekkert upp við það að þeir ætluðu allir aik kjósa Alþýðubandalagið í kosning- um. Þessi virðist þó vera raunin með íslensku þjóðkirkjuna. „Hún“ virðist sætta sig við að vera einungis ein varan enn í hill- um nýaldarkjörbúðarinnar, þar sem fólk finnur andlega næringu í segularmböndum eða Jesú Kristi eina vikuna og í lófalestri eða G-rýni þá næstu. Höfundur ér verkamaður. framkvæmdin, innsk. jts) var hálf- kák. Við leggjum til að nú verði hún gerð að veruleika með hug- myndasamkeppni sem hæfíst sem fyrst og gengið út frá þeim göngu- götum sem áttu að verða en hafa ekki orðið, ekki enn. Annað er risa- stórt skref afturábak — hnignun. Kæru ráðsmenn! Lítið út um gluggann og hvað sjáið þið. Mann- líf, ekki satt, og því ekki að bæta það enn? Við skorum á ykkur!“ Á borgarráðsfundinum var ákveðið að fresta ákvörðun, um tillögu þá sem um er rætt í bréf- inu, til hausts. Þeir aðilar sem standa að ofangreindri áskorun til borgarráðs ætla á næstu 2-3 vik- um að safna undirskriftum meðal borgara Reykjavíkur þar sem ráð- ið er hvatt til að fella tillöguna þegar til ákvörðunar kemur í haust. Söfnun undirskrifta verður í Austurstræti öll síðdegi á þessum tíma og viljum við hvetja alla sem vilja leggja málstaðnum lið að skrifa iindir. Þetta er okkar borg, gott fólk! Höfundur er markaðsfulltrúi. Rucanofýáí^ Dömuskór Verð aðeins kr. 3.950,- Stærðir: 3-7. a® B iVVVf ' f ‘J %*1 ‘' ; i J $2$ TT V 3 SMsÆm s* Glæsibæ - Sími 82922 mll W Laugardalslaug Vegna Sundmeistaramóts (slands 1991 verður Laugardalslaug lokuð sem hér segir: Föstudaginn 19. júlí Lokað frá kl. 17.30 Laugardaginn 20. júlí Lokað frá kl. 12.00 Sunnudaginn 21. júlí Lokað frá kl. 12.00 Þessa daga verða Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Breiðholtslaug opnar sem hér segir. Föstudaginn 19. júlí til kl. 20.30 Laugardaginn 20. júlí tilkl. 17.30 Sunnudaginn 21. júlí til kl. 17.30.* *Sundhöllin lokar kl. 15.00 21. júlí. ITR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.