Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 —I |—--------1----------1--------- Snúast stjórnmál um fólk — um lífið sjálft? eftir Vilborgu G. Guðnadóttur Læknafélag Reykjavíkur og Landlæknisembættið héldu fund í Háskólabíói 23. mars sl. Fundar- efnið var aðbúnaður barna og bamafjölskyldna hér á landi, svo og andlegar og félagslegar þroska- horfur bama. Eftir stutt erindi fimm fmm- mælenda voru pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa flestra stjórnmálaflokka. í erindum frum- mælenda kom margt athyglisvert fram varðandi aðbúnað og stöðu íslenskra bama í dag m.a.: - Tíðni sjálfsvíga á meðal ungra pilta hefur tvöfaldast hér á landi frá 1951 til 1989. - Áfengisneysla unglinga er almenn og sterk fylgni er á milli ólöglegrar vímuefnanotkunar, áfengisneyslu og reykinga. Sú fylgni virðist vaxandi. - Nokkur hópur barna er það sem kallast misþroska. Þau eiga oft erfitt uppdráttar, bæði í og fyrir utan skóla. Þau eru í áhættu- hópi varðandi félagsleg og tilfinn- ingaleg vandamál m.a. vegna þess að töluvert vantar á skilning og sveigjanleika í samfélaginu til þess að þau nái sínu eðlilega þroska- stigi. - Samverustundum fjöskyldna fer stöðugt fækkandi og eru nú oft síðkvöldið og blánóttin. Á sama tíma eykst vitneskja um að þau nánu tengsl, sem myndast eiga á milli foreldra og bama í fmm- bemsku, skipta sköpum fyrir líðan þeirra og þroska allt lífíð. - Enginn hópur í þjóðfélaginu þarf að leggja eins hart að sér til þess að eiga í sig og á, eins og foreldrar smábarna. - Stór hluti 7-11 ára barna gengur sjálfala á daginn, oft eru þau vansæl og þeim leiðist. Eina lausnin, sem virðist í sjónmáli, er ármyndun geti átt sér stað við þau skilyrði. Með svo háu raunvaxta- stigi er yngra fólki gert að standa undir sparnaði þeirra sem bjuggu við óeðlilega hagstæð skilyrði á 7. og 8. áratugnum. Stjómvöld ættu að hafa þessar staðreyndir í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem varða vaxta- og húsnæðismál. Stöðugleikanum ógnað Sú jákvæða hugarfarsbreyting sem stöðugleikinn hefur alið af sér með þjóðinni, aukin ráðdeild, hag- sýni, bætt verðskyn svo og mark- vissari og ábyrgari ákvarðanir hef- ur þýtt afgerandi breytingu frá því sem áður var og markar í raun tíma- mót. En nú eru að mínu mati að skap- ast aðstæður sem leitt gætu til fyrra horfs í verðlags- og gengismálum með tilheyrandi óstöðugleika að fylgifiski. Verðlagningu á fjár- magni virðast sett lítil bönd enda ávöxtun nú sú hæsta sem þekkst hefur. Ólíklegt er að heimilin og fyrirtækin í landinu standi lengi undir slíku. Er tiltrú almennings að bresta? Var það stöðugleikatímabil sem ríkt hefur aðeins stund milli striða? Svo virðist sem nýtt ævintýri sé hafið. I stað verðbólgueignaupp- töku á sér nú stað gegndarlaus eignaupptaka í gegnum fjármagns- kerfið. Með þeim hætti er stöðug- leikanum ógnað. Um slík ævintýri verður ekki hægt að mynda neina sátt við launafólk. Höfundur er slökkviliðsmaður í Rcykjnvík og í húsnæðishóp BSRB. Vilborg G. Guðnadóttir „Ef til vill vita stjórn- málamenn almennt ekki að aðaláhyggju- efni flestra foreldra er umtalsverð vímuefna- neysla barna og ungl- inga.Engir foreldrar, ekki heldur sljórnmála- menn, hafa tryggingu fyrir því að börn þeirra ánetjist ekki vímuefn- um.“ að opna kirkjur landsins fyrir þeim. - Hópur barna lýkur tíu ára skólagöngu með einkunnir undir fimm og oft með meira og minna brotna sjálfsmynd eftir endur- tekna ósigra. í dag eiga öll börn sem ljúka grunnskóla rétt á inn- göngu í hvaða framhaldsskóla sem er, óháð einkunnum. Sannleikur- inn er bara sá að flestir framhalds- skólar hafa ekki yfír að ráða nein- um námstilboðum sem henta nema litlum hluta þessara barna. Þannig hefur töluverður hópur barna ekki að neinu að hverfa eftir grunn- skóla. - Mörgum skólum er það illa við haldið að þeir eru hreinlega að grotna niður og skólaumhverfið það ómanneskjulegt að slys, hrekkir og einelti ná að blómstra. - Árlega er talið að 100-200 böm „týnist“ innan skólakerfisins og hópur íslenskra bama á hvergi höfði sínu að halla. Þetta er meðal annars það sem kom fram á þessum athyglisverða fundi. Það sem e.t.v. er einna óhugnanlegast, er að þessar stað- reyndir virtust koma flestum full- trúum stjórnmálaflokkanna, nema Kvennalista, á óvart. Þeir höfðu ekki leitt hugann að því að ástand- ið væri svona slæmt. Þó fullyrtu þeir að stjórnmál snúist um fólk, eða eins og einn þeirra sagði „Stjómmál snúast um lífíð sjálft“. Hvernig má það standast, þar sem þessir sömu menn hafa síðan ekki hugmynd um það að stór hluti í íslenskra barna er vansæll og sorgmæddur, svo ekki sé meira sagt. Einnig er foreldrum ungra bama gert eins erfitt og hægt er að vera samvistum við börn sín, sem þó er undirstaða vellíðunar þeirra. Er nema von að spurt sé? Getur verið að fjöldi stjórnmála- manna, m.a. þeir sem á Alþingi sitja, hafi ekkert fylgst með eða kynnt sér þær auknu umræður sem átt hafa sér stað, nú um lang- an tíma, um stöðu og aðbúnað barna og barnafólks í þjóðfélag- inu? Fyrst stjórnmálamenn full- yrða að stjómmál snúist um fólk og lífið sjálft, en þessar alvarlegu staðreyndir hafa ekki náð eyrum þeirra, er rökrétt að spyija um hvaða mikilvægari mál hefur þá verið fyallað á Alþingi? Ef til vill vita stjórnmálamenn almennt ekki að áðaláhyggjuefni flestra foreldra er umtalsverð vímuefnaneysla barna og ungl- inga. Á fundinum kom fram að eftirfarandi þættir virðast skipta miklu máli um það hvort börn og unglingar ánetjist vímuefnum: - Góð samskipti við fullorðna draga verulega úr líkunum. - Því meiri tíma sem börn og unglingar veija með fullorðnum, því minni hætta er á vímuefna- neyslu. - Líðan barna í skóla skiptir verulegu máli. - íþróttir og annað tómstunda- starf dregur verulega úr líkum á vímuefnanotkun. - Þeir sem falla vel inn í þjóðfé- lagið, eru best settir. Af þessu sést að stór hópur barna og unglinga er i verulegum áhættuhópi með að ánetjast vímu- efnum. Ráðamenn þjóðarinnar geta haft mikil áhrif á þróun mála með stefnu sinni í skóla-, fjölskyldu- og heilbrigðismálum, ef nægur vilji er fyrir hendi. Fjármálaráðherra sat fyrr- nefndan fund og sagði þá að ekki gæti orðið um almennar úrbætur í skólamálum að ræða, hvað sem lög og reglugerðir segðu, nema með auknum sköttum. Um aðra forgangsröðun verkefna eða áherslubreytingar virðist ekki vera að ræða. Það líður óðum að kosningum og stjórnmálamenn keppast við að lofa og lýsa ágæti stefnu flokka sinna. Lítið hefur enn sem komið er heyrst um málefni barna og fjölskyldna þeirra. Foreldrar eiga rétt á að vita um afstöðu stjórn- málaflokkanna í svo mikilvægum málum. Það er ekki nóg fyrir for- eldra að lesa almennt orðaðar stefnuyfírlýsingar, sem í mörgum orðum segja oftast nákvæmlega ekki neitt. Foreldrar hljóta að fara fram á opinberar umræður á milli fulltrúa stjórnmálaflokka um málefni sem snerta börn. Þar þarf skýr stefna flokkanna að koma fram, hvernig þeir hyggjast framfylgja henni og hvemig útvega eigi peninga til þess. I ljósi þeirra upplýsinga hljóta foreldrar síðan að kjósa þann stjórnmálaflokk sem þeir telja að sinni hagsmunum barna sinna best. Síðan þarf að veita þeim duglegt aðhald allt kjörtíma- bilið. Með þessu stuðla foreldrar að því að bömin þeirra nái að vaxa upp sem sterkir einstaklingar með jákvæða sjálfsmynd, sáttir við sjálfa sig og umhverfíð. Þá, og fyrr ekki geta stjórnmálamenn sagt með réttu að stjómmál snúist um fólk - um lífið sjálft. Höfundur er foreldri og skólahjúkrunarfræðingur. Sól og suiriar hjá okkur í VÖRUHÚSIVESTURLANDS er komið sumar og allar deildimar bjóða ykkur velkomna. O MATVÖRUDEILD O VEFNAÐARVÖRUDEILD 0 GJAFAVÖRUDEILD O RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILD 0 BYGGINGAVÖRUDEILD 0 KB BÓNUS Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTURLANDS Birgðamiðstöðin ykkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.