Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 UM HELGINA verður á Jaðarsvelli á Akureyri eitt fjölmennasta golfmót sumarsins á Norðurlandi. Þátttakendur koma víða að af landinu. Afar myndarleg verðlaun bíða þeirra sem best leika og bifreið fyrir að fara holu í höggi. Á blaðamannafundi hjá Víking brugg í gær. Frá vinstri: Magnús Þorsteinsson, Werner Rasmussen Og Sindri Sindrason. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Víking brugg: Alkóhóllaus bjór á markað Opna Mitsubishi-mótið er með stærstu golfmótum sem haldin eru árlega á Jaðarsvelli. Þátttakendur Hundasýning á sunnudag DEILD íslenska fjárhundsins i Hundaræktunarfélagi íslands stendur fyrir „ræktunarskoðun“ á íslenskum fjárhundum við Hrafnagil í Eyjafirði á morgun, laugardag, en á sunnudag verður haldin mikil hundasýning í íþróttahöllinni á Akureyri. Hundaeigendur hafa fengið til liðs sænskan hundadómara, Carl- Johan Aldercreutz, en hlutverk hans verður að skoða íslenska hunda sem ekki hafa fengið rækt- unardóm og verið færðir í ættbók. Á sunnudag verður í íþróttahöll- inni á Akureyri stærsta hundasýn- ing sem haldin hefur verið norðan- lands. Þar verða sýndir 72 hundar af hreinræktuðu kyni, en þar í hópi eru íslenski hundurinn, írskur Sett- er, enskur Cocer Spaniel, Golden Retriever og Labrador Retriever. AÐRIR tónleikarnir í röð sumar- tónleika á Húsavík, í Mývatns- sveit og á Akureyri verða nú i kvöld, annað kvöld og á sunnu- dag. Arnaldur Arnarson leikur á gítar á þessum tónleikum. Mjög góð aðsókn var að fyrstu Sumartónleikunum um síðustu helgi. Björn Steinar Sólbergsson sagði að aðsókn hefði verið meiri en nokkru sinni í Húsavíkurkirkju, um meðallag í Reykjahlíðarkirkju og í Akureyrarkirkju hefði verið aðsóknarmet. Það hefði verið afar skemmtilegt að leika fyrir svona marga ánægða gesti. Á tónleikunum nú um helgina leikur Arnaldur Amarson á gítar. Amaldur á að baki langt nám í Svíþjóð, á íslandi, Englandi og Spáni, en hann hlaut nú í maí 3. verðlaun í alþjóðlegu Fernando Sor- gítarkeppninni í Róm á Ítalíu. Hann er um þessar mundir kennari við voru í fyrrasumar 120 talsins en miðað við þann fjölda sem þegar hefur bókað sig er þess vænst að þeir verði talsvert fleiri að þessu sinni. Keppt verður í karla-, kvenna- og unglingaflokkum, með og án forgjaf- ar. Það er Höldur hf., umboðsaðili Mitsubishi á Akureyri, sem gefur alla verðlaunagripi, en auk hefð- bundinna verðlauna til handa þeim sem hreppa þijú efstu sætin í hveij- um flokki eru veitt vegleg aukaverð- laun þeim sem næst fara hverri par þijú holu báða keppnisdagana. Ta- kist einhveijum að fara holu í höggi á 18. braut hvorn daginn sem er hlýtur hann að happalaunum nýjan, snjóhvítan Colt-bíl. Mótið hefst klukkan 8 að morgni laugardags og á sama tíma sunnu- dagsins verða slegin fyrstu höggin í seinni umferð á þessu 36 hola móti. Ætlað er að síðustu leikendur ljúki ieik á bilinu klukkan 20 til 21 að kvöldi. Jaðarsvöllur er mjög góður og vætan síðustu daga hefur gert grasi og gróðri gott eftir afar langvarandi þurrka. Skráningu á Mitsubishi-mótið lýk- ur í kvöld, föstudagskvöld. Luthier-tónlistarskólann í Barc- elona á Spáni. Á tónleikunum mun Arnaldur leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Fenando Sor, Francisco Tárrega og Manuel Maria Ponce. Tónleikarnir í Húsavíkurkirkju hefjast á föstudagskvöld klukkan 20.30, í Reykjahlíðarkirkju í Mý- vatnssveit á laugardagskvöld klukkan 20.30 og í Akureyrarkirkju á sunnudag klukkan 17. VÍKING brugg á Akureyri hef- ur hafið framleiðslu á alkóhól- lausum bjór, en þessi nýjung hér á landi var kynnt á blaða- mannafundi á Akureyri í gær. Mikil sala hefur verið á áfengis- lausum bjór í Evrópulöndum á undanförnum árum, ekki síst i bjórlandinu, Þýskalandi. Hin nýja framleiðsla, alkóhól- laus Lövenbráu, alvörubjór án alkóhóls, eins og framleiðendur nefna hann, var kynnt á blaða- mannafundi í gær. Werner Ras- mussen, stjórnarformaður Víking brugg, gat þess að hér væri um algera nýjung að ræða á íslensk- um markaði. Hér væri ekki um að ræða vöru á borð við þann pilsner sem hingað til hefði verið heimilt að selja í matvöruverslun- um, því hann innihéldi um 2,25% af alkóhóli. Þessi bjór væri alkó- hóllaus. Magnús Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Víking brugg, sagði að hjá Lövenbráu í Mnchen í Þýskalandi hefði árum saman ver- ið unnið að því að þróa aðferð til að framleiða bjór sem ekki væri í neitt alkóhól. Það hefði tekist að því marki að í þessum bjór, sem nú væri farið að framleiða hér á Akureyri, væri alkóhólið sem næst 0,2%, eða álfka mikið og í hverri annarri matvöru sem eng- um kæmi í hug að tengja áfengis- magni. Samkvæmt evrópskum reglum væri heimilt að auglýsa vöru alkóhóllausa ef í henni væri 0,5% eða minna, svo Lövenbráu bjór þessi væri vel undir þeim mörkum. Magnús sagði að meginkostur þessa bjórs væri sá að unnt væri að drekka hann og njóta bragðs- ins að fullu án þess að þurfa að eiga á hættu að bijóta lög, eins og til dæmis aka bifreið ölvaður, eða verða fyrir öðrum ónotum sem fylgt geta því að drekka áfengan bjór. Unnið hefði verið að þessari framleiðslu í verksmiðjunni á Ak- ureyri um nokkurt skeið og eins og jafnan þegar framleitt væri fyrir Lövenbráu hefðu sýnishom verið send til Mnchen. í stuttu máli hefðu þau fengið afar góða dóma, varan þótt heldur betri en sú þýska ef eitthvað væri. Þar væri fyrir að þakka natni starfs- manna, góðum hráefnum, full- komnum tækjum en ekki síst ís- lenska vatninu. Þegar Magnús var spurður um aðferðina við að búa til öl án þess að geijunin leiddi af sér áfengi sagði hann að yfír framleiðslunni hvíldi leynd. Eitt væri þó víst að hér væri um að ræða nýjung í framleislu, alls ekki neins konar vatnsþynningu eða bellibrögð. Að baki þessu væru áralangar rann- sóknir. Alkóhóllaus Lövenbráu er að koma á íslenskan markað þessa daga og verður seldur jafnt í matvöruverslunum og á veitinga- stöðum. Víking brugg er orðið sjálf- stætt fyjirtæki, ölgerð á Akur- eyri, en í stjórn fyrirtækisins sitja Wemer Rasmussen,_ Sindri Sin- drason og Ottó B. Olafsson. Verksmiðja til vinnslu rækju- mjöls sett upp í Krossanesi Gítartónlist á sumar- tónleikum helgarinnar Opna Mitsubishi- mótið á Jaðarsvelli O HÖFÐABERG veitingasala 2. hæð Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudag, laugardag og sunnudag. Laugardagur: Hljómsveit Ingimars Eydal leikurfyrir dansi. Borðapantanir í sima 22200. Hótel KEA Kemur til með að vinna mjöl úr þeirri rækjuskel sem hingað til hefur verið hent í sjóinn I GÆRKVÖLDI var skip væntan- legt með rækjunýölsverksmiðj- una sem setja á upp í Krossa- nesi. Ætlað er að hún verði tilbú- in til vinnslu að tveimur mánuð- um liðnum. Mjög mikið hráefni fellur til hjá rækjuvinnslum en nú verður það unnið í mjöl og selt á mörkuðum erlendis. Afköst þessarar rækjumjölsverk- smiðju eru um 50 tonn á sólarhring ef hún er að allan sólarhringinn, en úr því fást um 10 tonn af mjöli. Að sögn Jóhanns Péturs Anders- ens, forstjóra í Krossanesi, fellur tæplega svo mikið til af hráefni, en þó er ætlunin að keyra verk- smiðjuna á vöktum þann tíma sem mest berst að. Hann sagði að hrá- efnið yrði fengið hjá rækjuvinnslu- stöðvum í grenndinni. Þegar hefði verið samið við rækjuvinnslu K. Jónssonar á Akureyri, Árver á Ár- skógsströnd og Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Þar yrði jafnhliða því að verksmiðjan yrði sett upp í Krossanesi komið fyrir búnaði til að skilja skelina frá pillunarvatninu, en henni yrði síðan ekið í Krossa- nes. Vonir stæðu til að fá fleiri rækjuvinnslur til samninga, meðal annars á Dalvík og Siglufirði, en mikið félli til af rækjuskel í þeim fjölmörgu rækjuvinnslum sem eru vítt og breitt um Norðurland. Um 35-40% þess sem pillað væri væri nýtanlegt fyrir verkesmiðjuna. Jóhann sagði að fyrir væri í land- inu ein lítil verksmiðja sem ynni mjöl úr rækjuskel, á Hvammstanga. Hún hefði verið starfrækt annað veifið undanfarin ár en stöðugt nú síðustu mánuði. Nýja verksmiðjan í Krossanesi væri mun afkasta- meiri, en fyrirsjáanlegt væri að þar skapaðist reglulegt starf fyrir tvo starfsmenn. Verksmiðjan rúmaðist ágætlega innan þess húsakosts sem þegar væri í Krossanesi. Rækjumjöl er nýtanlegt á marga vegu. Það er til dæmis mjög notað í fóður við ræktun á heitsjávar- rækju og ál í Asíulöndum. Byrjað er að nota mjölið í varpfuglafóður hér innanlands og Færeyingar nota Á FUNDI Háskólanefndar við Háskólann á Akureyri var í gær gengið frá ráðningn í stöður for- stöðumanna tveggja deilda, hjúkrunardeildar og rekstrar- deildar. Skipað er í þessar stöður til þriggja ára í senn. Sigríður Hall- dórsdóttir hjúkrunarfræðingur var skipuð forstöðumaður hjúkrunar- það sem litarefni í laxafóður. Jó- hann sagði að ekki væri farið að leita markaða fyrir rækjumjölið úr Krossanesi, þess væri ekki kostur fyrr en varan væri tilbúin og hægt að sýna kaupendum hana. Ekki væri ástæða til að ætla annað en að hún seldist þegar þar að kæmi, markaðurinn væri greinilega stór. deildar og dr. Stefán G. Jónsson endurskipaður forstöðumaður rekstrardeildar, en hann hefur stýrt þeirri deild frá upphafi. Haraldur Bessason háskólarekt- or sagði að auk þeirra sem ráðin voru hefði Guðmundur Heiðar Frí- mannson sótt um stöðuna við hjúk- runardeild og Lilja Mósesdóttir hefði sótt um rekstrardeild. Háskólinn á Akureyri; Ráðið í stöður forstöðu- manna tveggja deilda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.