Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 4
4 MORUUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 216 milljóna halli á rekstri Miklagarðs MIKLIGARÐUR hf. var rekinn með 216 milljóna krona halla a ánnu 1990 að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Halli af reglulegri starfsemi varð 136 milljónir, en auk þess voru sérstakar afskriftir að upphæð 80 milljónir króna færðar í rekstrarreikning, þannig að niðurstaðan er 216 milljónir samtals. Aðalfundurinn heimilaði aukningu á heildarhlutafé í allt að 720 milljónir. Á árinu 1990 nam vörusala fé- lagsins 2.705 milljónum krónaí frétt vegna aðalfundarins segir að miklar breytingar hafi orðið á starf- semi félagsins á árinu og því sé örðugt um vik að bera söluna sarri- an við fyrra ár. Ennfremur kemur fram að innborgað hlutafé í árslok 1990 hafi numið 125 milljónum' króna, en það sé nú orðið 537 millj- ónir eftir hiutafjáraukningu Sam- bands íslenskra samvinnufélaga um 400 milljónir, svo og nokkurra kaupfélaga. Hlutdeild Sambandsins í þessari aukningu sé um 95% en aðrir hlutir séu í eigu kaupfélaga og einstaklinga. Fimm stórmarkaðir eru starf- ræktir á höfuðborgarsvæðinu á vegum Miklagarðs hf. Það eru Mikl- igarður við Sund, Kaupstaður í Mjódd, Mikligarður vestur í bæ, Mikligarður í Garðabæ og Mikli- garður Miðvangi í Hafnarfirði. Samtals voru 550 starfsmenn á launaskrá hjá fyrirtækinu í um 300 stöðugildum. Guðjón B. Ólafsson var kosinn formaður stjómar Miklagarðs á aðalfundinum, en auk hans voru kjörnir sem aðalmenn Sigurður Markússon, Sigurður Gils Björg- vinsson, Guðjón Stefánsson og Þröstur Ólafsson. Varamenn voru kjömir Jón Þór Jóhannsson, Þórir Páll Guðjónsson og Hörður Zóphan- íasson. Framkvæmdastjóraskipti verða hjá félaginu. Bjöm.Ingimars- son, sem verið hefur fjármálastjóri hjá Sambandinu, tekur við starfinu af Ólafi Friðrikssyni, sem fer til framhaldsnáms erlendis 1. ágúst næstkomandi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Risaþyrlur settar saman Á Keflavíkurfiugvelli er verið að setja saman CH-47, Chinook, þyrlumar tvær sem notaðar verða við heræfingamar Norðurvíking 20. júlí til 7. ágúst og við hreinsun Straumnesfjalls 22.-26. júlí. Ljósmyndari blaðsins var á ferð á Keflavíkurflugvelli í gær og var þá verkið vel á veg komið en á morgun verður þyrlunum sennilega reynsluflogið á Keflavíkurflugvelli. j I I I i VEÐUR Lýsismengunin: VEÐURHORFUR í DAG, 19. JÚLÍ YFIRLIT: Um 800 km suðsuðaustur af landinu er 998 mb lægð sem þokast norðaustur, en 1.019 mb hæð yfir Græniandi. SPÁ: Fremur hæg norðan- og norðaustanátt, lítilsháttar úrkoma á annesjum norðan- og austanlands, en bjartviðri í öðrum landshlut- um. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg norðaustanótt, dálítii þoku- súld á annesjum norðan- og riorðaustanlands en bjartviðri suðvest- an- og vestanlands. Hití 6-12 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustanátt, víðast gola eða kaldi en á stöku stað stinningskaldi sunnan- og suðaustanlands. Súld eða rigning suðaustan- og austanlands en bjartviðri í öðrum landshlut- um. Hiti 10-18 stig. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: s, Noröan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiöskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V ý Skúrir Él Létts,<^aö / / / / / / / Rigning Þoka Hálfskýjað / / / * / # 5 5 9 Þokumóða Súld Skýíaö / * / * Slydda / * / * * # oo 4 Mistur Skafrenningur * * * * Snjókoma K Þrumuveður kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 14 skýjað Qautrlnúílr 14 úrkomaigr. Bergen 1S skýjað Unlelnl/I neiSinKi 16 þrumuveður Kaupmannahöfn 19 skúr Narssarssuaq 16 skýjað Nuuk 9 skýjað Ósló 17 skruggur Stokkhólmur 20 skýjað Þórshðfn 11 þoka Algarve 34 léttskýjað Amsterdam 14 rigning Barcatona 28 heiðskfrt Berlín 19 léttskýjað Chicago 24 léttskýjað Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 16 rigning Hamborg 19 skýjað London 19 rignlng LosAngeles 18 alskýjað Lúxemborg 18 rigning Madríd 36 mistur Malaga vantar Mallorca 31 léttskýjað Montreal 21 mistur NewYork vantar Orlando vantar Paris 23 skýjað Madeira 23 téttskýjað Róm 27 heiðskirt Vín 22 skýjað Washíngton 26 místur Winnipeg 21 leiftur Hvítir flekkir í Berufjarðarál VART hefur orðið við grútarmengun úti fyrir Norður- og Austurl- andi en að sögn Svend Aage Malmberg, haffræðings hjá Hafrann- sóknastofnun, hefur ekkert verið staðfest um mengun nema á Húnaf- lóa. Skipverjar á Páli ÁR urðu varir við hvíta flekki í Berufjarðarál í vikunni. Sýni frá þeim verður rannsakað í Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins eftir helgi. Ekkert er enn vitað um orsakir grútsins en líkur benda til að þær séu náttúrulegar. „Fyrir 2 eða 3 dögum kom hérna blankalogn og við sáum hvíta flekki í straumskilunum. Seinna þegar tók að vinda urðu flekkimir að flyks- um,“ sagði Gunnar Eyjólfsson, skip- stjóri á Páli ÁR, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Skipið hafði þá ver- ið að veiðum í Berufjarðarál í nokkra daga. Gunnar sagði að skip- verjar hefðu strax reynt að ná sýn- um úr sjónum en ekki orðið ágengt fyrr en þeir fundu trollnet umvafið efninu. Hann sagði að reynt yrði að ná betri sýni úr sjónum. Sýnin verða komin til greiningar í Reykja- vík um helgina. í samtalinu við Gunnar kom fram að fleiri bátar á þessum slóðum hefðu orðið varir við hvíta flekki á borð við þá sem skipverjarnir á Páli urðu varir við. I samtali við Svend Aage Malm- berg, haffræðing hjá Hafrannsókn- Raufarhöfn: Drengur hrap- aði í klettum NÍU ára drengur slasaðist er hann hrapaði í klettum í svoköll- uðum Höfða við höfnina á Rauf- arhöfn. Hann var að klifra þar með tveimur öðrum drengjum á miðvikudagskvöld, missti fót- anna og féll af syllu í klettunum, lenti í gróinni brekku og valt á grjót. Drengurinn, sem er aðkomumað- ur á Raufarhöfn, slasaðist á höfði auk þess sem hann marðist tölu- vert. Meðal annars marðist lunga. Sjúkraflugvél frá Flugfélagi Norð- urlands sótti drenginn og flaug með hann til Reykjavíkur, þar sem hann var fluttur á slysadeild. Slæm skilyrði voru til flugs á þriðjudagskvöldið og lá þoka yfír Raufarhöfn. Smáglufa opnaðist þó nægilega lengi til að sjúkraflugvélin gat lent á flugvellinum, en ella hefði þurft að flytja drenginn til Kópa- skers. astofnun, kom fram að engin skip hefðu tilkynnt um lýsismengun fyrri hluta gærdagsins. Sagði Svend að frásagnir um grút úti fyrir Norður- og Austurlandi væru óstaðfestar nema á Húnaflóa. Hann benti á að mikið væri að gerast í lífríki sjávar yfir sumartímann og ekki væri víst að um grút væri að ræða þó hvítir flekkir sæjust á sjónum. Tveir hraðbátar lögðu upp í rann- sóknarferð um Húnaflóa á vegum umhverfismálaráðuneytisins í gær. Þá mun rannsóknaskipið Árni Frið- riksson kanna svæðið. Sjávarborgar- annáll 1651: „Sjórinn varð með sér- legri fitu“ ÝMSIR hafa orðið til að benda á líkindi ineð lýsis- menguninni fyrir norðan land og fitumengun fyrir Garði, Strönd og Innnesjum árið 1651. Lýsingar á fítu- menguninni má finna í Sjáv- arborgarannál. Þar má sjá eftirfarandi frá- sögn: „Á vori þessa árs um frá- færuleyti gengu fyrir sunnan og austan blíð logn í hálfan mánuð. í þeim lognum skeði það, að sjórinn fyrir öllum Garði, Strönd og öllum Innnesj- um varð með sérlegri fitu eður smolti yfirdreginn bæði djúpt og grunnt undir landið. Þá sömu fitu þoldu ei sjófuglar, svo þeir drápust sumir í fit- unni, og mjög margir voru teknir sem hálfdauðir af sjó- mönnum. Sumir skriðu upp f fjörugrjót og voru þar kraft- lausir teknir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.