Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 9
9 MOjRGUIýBJ-AÐIE) FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Borgarkringlunni - Reykjavík -sími 680920 Úisalan hefst í dag 40-60% afsláttur Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaðsins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aöalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík Stœrðir: 13 x 18 cm. 18x24cm. 24 x 30 cm. MMC Colt GLX, árg. 1990, vélarst. 1500, 5 VW Golf GL, árg. 1990, vélarst. 1600, sjálfsk., gíra, 3ja dyra, d-blár, ekinn 15.000. 5 dyra, grænn, ekinn 6.000. Verð kr, 820.000,- stgr. Veró kr. 1.100.000,- stgr. MMC Galant GLSi, árg. 1989, vélarst. 2000, MWC Paier0 s,utt°G árg. 1990, vélarst. V6 5 gíra, <1 dyra, gylltur, ekinn 34.000 3000, 5 gíra, 3 dyra, blór, ekinn 26.000 Veró kr. 1.150.000,- Verð kr. 1.850.000,- VIRKA OPID DAQA Kt. öö -iíi OÖ OCi LAUQARDAQA OO 14 OO 10 Honda Civic GLi, árg. I990('9l), vélarst. 1600, sjálfsk., 4ro dyra, vínrauður, ekinn 10.000. Verð kr. 1.030.000,- stgr. VW Jetta GL, árg. 1990, vélarst. 1600, 5 gíra, 4ra dyra, d-blár, álfelgur, ekinn 20.000. Verð kr. 1.000.000,- stgr ECU-tenging krónunnar og alvöru kjarasamningar Forystumenn launþegahreyfingarinnar hafa að undanförnu í yfirlýsingum sínum verið að búa sér til vígstöðu fyrir kjarasamning- ana í haust eftir að Ijóst varð að það stefnir í áframhaldandi stöðnun í íslensku efna- hagslífi, ekki síst eftir að tillögur Hafrann- sóknastofnunar um samdrátt í þorskafla komu fram. Haukur Helgason, aðstoðarrit- stjóri DV, veltir vöngum yfir þessum við- brögðum launþegahreyfingarinnar og telur rökréttasta svar ríkisstjórnarinnar vera að vinda bráðan bug að því að tengja íslensku krónuna gjaldmiðli myntbandalags Evrópu, ECU. Einnig verður hér á eftir gluggað í hugrenningar leiðarahöfundar Alþýðu- blaðsins um frammistöðu stjórnarandstöð- unnar. Breytt skrán- ing krónunnar í forystugrein DV sl. miðvikudag' segir Haukur Helgason: „Ríkisstjórnin ætti að vinda bráðan bug að því að tengja íslenzku krón- una gjaldmiðli mynt- bandalags Evrópu, ECU. Brátt líður að nýjum kja- rasamningum. Oftar' en ekki hafa kjarasamningar hér á landi orðið samning- ar um gengisfellingar. Samningamenn ltafa þá samið um meiri kaup- hækkanir en efnahagur- inn hefur leyft og síðan verið „þegjandi sam- komulag" um að minnka kaupmáttinn „hæfilega" með því að fella gengið í framhaldi sanminganna. Þjóðarsáttin í fyrra var á annan veg, en í haust verður mikil hætta á aft- urkipp, þannig að samið verði enn á ný um verð- bólgu og gengisfellingu. Það yrði hörmulegt. Eftir birtingu svörtu skýrslunnar frá Hafrann- sóknastofnum ætti að vera Jjóst, að enginn grundvöllur er fyrir telj- andi aukningu kaupmátt- ar. Onnur áföU bætast við, gjaldþrot stórfyrir- tækja og mikill vandi í mikUvægum atvinnu- greirlum. Nægir að minna á stöðuna í ullariðnaði og fiskeldi. Hrap útflutnings í þeim greinum tíl viðbót- ar skerðingu fiskaflans veldur því, að efnahagur- inn leyfir ekki meira en, að haldið sé í horfinu. Fáir munu meðmæltir því, að kaupmættinum verði haldið uppi með „slætti“ erlendis. En á sama tima miðast allt tal verkalýðsforingja, eigi að taka það hátíðlega, við þá stefnu þeirra að keyra fram kauphækkanir, hvað sem tautar og raul- ar. Þeir eru sem sé á þeim buximiun að semja um kaupmátt, sem verði jafn- óðum skorinn niður aftur, með því að gengið verði feUt. Gengisfell- ing ófær Rétt er þvi að minna stjórnvöld á þá leið að vemda gengið með því að lýsa nú þegar yfir, að íslenzka krónan verði tengd Evrópumyntinni ECU við fyrsta tækifæri. Með því yrði gengislækk- un úr sögunni sem hag- stjómartæki hér á landi. Ekki þýddi fyrir samn- ingamenn að semja upp á gengisfellingu. Hún yrði einfaldlega ómöguleg, þar sem gengið færi eftir ECU. íslenzk stjómvöld ættu þennan kost ekki lengur, sem yrði tíl mik- illa bóta. Gengisvog ECU yrði tekin upp í stað viðskipta- vogar Seðlabankans við skráningu gengis krón- unnar, nema að hugsan- lega yrðu leyfðar Utíls- háttar breytingar innan ákveðinna marka, tíl dæmis miðað við 2,25 pró- sent á annan hvom veg- inn. Þetta þýddi,að kjara- samningamenn yrðu að semja „í alvöru“. Mjög óliagstætt yrði fyrir efnahag okkar, yrði leið gengisfellingar og verðbólgu valin að nýju. Einmitt um þessar mund- ir skiptir megimnáli, að verðbólga hér á landi verði ekki meiri en í grannríkjum okkar. Þjóð- arsáttin hefur skUað tölu- verðum árangri í stöðug- leika í efnahagslífinu og gmndvaUaratriði, að hann haldist. Núverandi skráning úrelt Onnur Norðurlönd hafa tengzt ECU mynt- inni, flest síðustu mánuði. Tenging íslenzkrar krónu við ECU er einkum studd þeim rökum, að viðskiptin við Evrópu skipta okkur mestu. þaðan koma 80 prósent af innflutningn- um, og tveir þriðju af út- flutningi okkar fara þangað. Samkvæmt gUdandi kerfi skráir Seðlabankinn gengi krónunnar einu sinni á dag. Þess konar skráning á hvetjum morgni er úrelt kerfi, eða „nátttröll" eins og Guð- mundur Magnússon pró- fessor segir í nýbirtri grein. Tenging við ECU hefur því marga kosti en fyrst og fremst þann, að hún mundi aga stjómvöld og aðra, sem em kallaðir til ábyrgðar, svo sem „þjóð- arsáttargengið", til þess að halda nokkmm stöðug- leika á efnahagnum. Yrði slík leið farin á mörgum sviðum efnahagsmála, yrði von til þess, að við gætum komizt úr vandan- um.“ Steingeld stjómarand- staða í forystugrein Alþýðu- blaðsins í gær bregður höfundurinn Tryggvi Harðarson upp eftirfar- andi mynd af fiokkunum sem nú em utan stjómar: „Stjórnarandstaðan, frá þvi að stjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðis- flokks var mynduð, hefur verið mjög ómálefnaleg og yfirborðskeimd. AI- þýðubandalagið var fljótt að festast í sínu gamla fari og er á ný orðið mótmælabandalag sem ekkert hefur fram að færa nema afdankaðar og úreltar hugmynd- ir.„Raunveruleikabanda- Iagið“ innan þess hvarf eins og dögg fyrir sólu við það að lenda í stjórn- arandstöðu og skýjaglóp- amir standa við kompás- inn. Alþýðubandalagið hamast nú gegn viðleitni til spamaðar í heilbrigði- skerfinu, það hamast gegn aukimii samvinnu við Evrópuþjóðir, það hamast gegn byggingu álvers og liggur við að það saki umhverfisráð- herra um að vera valdur að umhverfisslysinu á Ströndum. Framsóknar- flokkurinn er á sömu bux- unum en hefur ekki hug- mynd um, nú frekar en' áður, hveiju hann er hlynntur og hveiju hann er andvígur. Litið heyrist hins vegar frá Kvennalist- anum, enda á hann við tilvistarkreppu að stríða eftir að kjósendur höfn- uðu helstu stefnumálum hans, eins og þingmenn Kvennalistans viður- kenndu fúslega eftir síðustu kosningar.“ SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI ATH! Inngangur frá Laugavegi iWTAÐIfí fífíAfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.