Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Höfuðborgarbúar sleikja sólina í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Morgunblaðið/Júlíus Fólkið vill flatmaga í sólinni og grilla VEÐURBLÍÐAN sem var um gervallt landið í byrjun júlí hafði að dómi flestra þeirra sem starfa við ferðamannaþjónustu töluverð áhrif á það hvernig íslendingar höguðu ferðum sínum innanlands. Góða veðrið virtist hins vegar ekki hafa þau áhrif að það drægi úr sólarlandaferðum landsmanna. Hafdís Ólafsdóttir hótelstjóri Hótel Eddu á Stóru-Tjörnum segir að það sé greinilegt að veður hafi mikil áhrif á ferðavenjur íslend- inga. Hún kveðst álíta að ekki sé óalgengt að íslendingar panti sér gistingu á tveimur til þremur stöð- um og staðfesti svo pöntun fyrir helgina eftir því hvernig veðurspáin sé. Hún sagði að á Stóru-Tjömum væri greinilegt að í sumar kæmu færri ferðalangar fyrirvaralaust inn á hótelið en undanfarin sumur. Hins vegar hefðu pantanir skilað sér þokkalega. Hafdís sagðist álíta að þegar veður væri mjög gott færi fólk helst í stuttar ferðir út fyrir bæina. Sumir þessara ferðalanga nýttu sér þá ýmsa þjónustu ferðamanna- staða, þó að þeir dveldust þar ekki um nætursakir. Þannig sagði Hafdís að um síðustu helgi hefðu um þúsund manns komið í sund- laugina á Stóru-Tjörnum. Hafdís taldi að flestir sundlaugargestanna um helgina hefðu komið frá Akur- eyri og Húsavík. Hótelstjórnendur víðast hvar um landið sögðu að Islendingar væru í ár tiltölulega lítill hluti nætur- gesta á hótelunum. Hitt væri al- gengara að íslenskar fjölskyldur kæmu inn á hótelin til þess að borða. Anna Árnadóttir í Gesthúsum á Selfossi sagði að mikið hefði verið að gera í sumar. Á Selfossi voru í vor opnuð lítil sumarhús, sem Anna sagði að væru mjög vinsæl og kæmu flestir gestanna af Faxa- flóasvæðinu. Þá sagði Anna einnig að mikið hefði verið um tjaldgesti á Selfossi, en íslendingar væru vissulega í minni hluta meðal þeirra. Halldóra Jónsdóttir rekur gisti- heimilið í Grennd í Aðaldal. Hún tók í sama streng og Hafdís á Stóru-Tjömum. Þeir gestir- sem hefðu bókað sig skiluðu sér en nánast engir ferðalangar rækjust inn óundirbúið. Halldóra sagðist verða lítið vör við ferðafólk af suð- vesturhorninu. „Ætli fólkið flat- magi ekki bara í sólinni fyrir sunn- an, ýmist í laugunum eða á svölun- um heima hjá sér“, sagði Halldóra. Ferðamátinn að breytast Elín Karlsdóttir hótelstjóri á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn sagði að minna hefði verið um ferðamenn þar en í fyrrasumar. Þar væri el.ki við veðrið að sak- ast því að það hefði verið ágætt. Hins vegar sagði Elín að það færi stöðugt í vöxt að íslendingar ferðuðust með allan útbúnað með sér og þyrftu þess vegna ekki að sækja þjónustu að ráði til gisti- staða. Á tjaldsvæðinu við Höfn í Hornafirði hefur verið mun minna um innlenda ferðamenn það sem af er sumri en oftast áður. Magn- hildur Gisladóttir tjaldvörður þar sagði það skoðun sína að íslend- ingar ferðuðust í allt öðrum til- gangi um landið en erlendir ferða- menn. Útlendingarnir væru fyrst og fremst í þeim erindum að skoða landið og náttúru þess, en íslend- ingarnir væru að leita að góðu veðri og góðri aðstöðu til þess að grilla og hafa það huggulegt. Það væri því eðlilegt að þegar kæmi jafn gott veður um allt land og verið hefur undanfarið þá væri fólk ekki að leita langt yfir skammt að þessum skilyrðum. Aðsókn að tjaldsvæðum í ná- grenni Reykjavíkur hefur verið mjög góð og bendir það til þess að Magnhildur á Höfn hafi nokkuð til síns máls. Fólk hefur ekki þurft að elta veðrið og því farið mest á þá staði sem eru tiltölulega stutt frá þéttbýlisstöðunum. Á Laugar- vatni hefur verið mikið af fólki á tjaldsvæðinu og hefur verið áber- andi hvað hefur verið mikið af fjölskyldufólki þar. Unnur Þor- steinsdóttir tjaldvörður í Vík í Mýrdal sagði að algengt hefði verið þar, að fólk sem í fyrstu hefði ætlað að vera eina nótt hefði framlengt dvöl sína um þijár til fjórar nætur til þess að njóta góða veðursins. Á tjaldsvæðunum á Akureyri hefur hins vegar verið venju fremur lítið um sunnlenska ferðamenn í sumar. Þetta hefur einnig komið fram í minnkandi aðsókn að Sundlaug Akureyrar. Aukning á Vestfjörðum Vestfirðingar í ferðamanna- þjónustu báru sig betur en Norð- lendingar. Á Vestfjörðum var það samdóma álit þeirra sem talað var við að Vestfírðir hefðu komist inn á íslenska ferðakortið fyrir alvöru í fyrrasumar og aukningin héldi sér í sumar. Vestfirðir hafa þá sérstöðu að þar eru íslendingar enn í meiri hluta meðal ferða- manna. Þá eru Vestfírðir einnig sérstakir að því leyti að þar leyn- ast víða tjaldsvæði, þar sem ekki er gæsla og engin greiðsla e> tek- in af þeim sem tjalda. Það gerir það að verkum að erfítt er að henda reiður á fjölda tjaldferða- langa á Vestfjörðum. Eitt þessara tjaldsvæða er í Vatnsfírðinum, skammt frá Hótel Flókalundi. Þar var útbúin hrein- lætisaðstaða í kringum þjóðhátíð- arhöldin 1974, en þeirri aðstöðu hefur síðan ekki verið haldið neitt við. Hrafnhildur Garðarsdóttir hótelstjóri á Hótel Flókalundi sagði að eigi að síður væri mjög vinsælt að tjalda þarna og mikið hefði verið af tjöldum á svæðinu í sumar. Hins vegar sagði Hrafn- hildur að minna hefði verið um það í sumar en í fyrrasumar að fólk kæmi með bíla sína á Baldri yfir Breiðafjörðinn. Árnheiður Guðnadóttir hefur í nokkur ár rekið farfuglaheimili og bændagistingu í Breiðuvík. Hún sagðist taka jöfnum höndum á móti útlendingum og íslending- um sem væru að skoða sig um á Vestfjörðum og legðu leið sína á Látrabjarg. Árnheiður sagðist ekki verðavör við mikla breytingu á ferðum íslendinga í ár, en hins vegar væri það eftirtektarvert að íslendingar gæfu sér yfírleitt miklu minni tíma á ferðalögum en útlendingar. Lítið dregur úr utanlandsfer ðum Góða veðrið hér heima virðist ekki hafa nein teljandi áhrif á ferðir til sólarlanda. Kristín Aðal- steinsdóttir hjá Ferðamiðstöðinni Veröld sagði að salan hefði verið fremur dræm framan af vori, en eftir að sólin fór að skína upp á hvern dag hefði sala í ferðir suður á bóginn tekið kipp. Kristín sagði að þetta kæmi heim og saman við reynslu undanfarinna ára. Þegar veður væri gott hér þá vaknaði löngun fólks til að komast í ferða- lög til þeirra staða þar sem veðurf- ar væri stöðugra. Helgi Pétursson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn sagði svipaða sögu. Reyndar kvaðst hann hafa orðið var við það að fólk sæktist nú meira eftir ferðum seint á sumrinu en áður hefði verið. Magnús Oddsson markaðsstjóri Ferðamálaráðs segir að áhrif þess hve óvenjulega gott veður hefur verið um landið_ allt séu einkum tvenns konar. I fyrsta lagi þá hafi heyrst kvartanir frá hefð- bundnum ferðamannastöðum um að færri hafi þar viðdvöl en stund- um áður. Hins vegar sé almennt talað um mikla notkun á tjald- svæðum um landið allt og það bendi til þess að ferðalög fólks dreifist nú mun meira en áður. Magnús segir að ekki virðist hafa dregið úr ferðum íslendinga tif útlanda. I júnímánuði komu 16.445 íslendingar til landsins og er það 8,2 prósent aukning frá árinu í fyrra. 22.251 útlendingur kom til landsins í júní. Það er 5,6 prósent aukning frá því í fyrra. Magnús segir að menn hafí gert sér vonir um 5 prósent aukningu erlendra ferðamanna í ár miðað við árið í fyrra. Aukningin það sem af er árinu er 3,8 prósent, en Magnús segir að vonin um meiri aukningu geti enn ræst, því að hún hafi gert ráð fyrir að er- lendum ferðamönnum fjölgaði mest á síðari hluta ársins. y ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ í BORGARNES V Komið við í eintti glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Utibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA - OLIUFELAGIÐ HF. iiiumiunimaanntim tBf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.